Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 21 Lífsstfll Verðkönnun gamla bænum Laugavegurinn er ein elsta versl- unargata í Reykjavík. Þar hafa mat- vöruverslanir staðið höllum fæti undanfarin ár þegar stórmarkaðir í úthverfum tóku til sín helstu við- skipti. Nokkrar verslanirnar eru enn með gamla laginu að hluta. Kaupmaður- inn stendur fyrir innan búðarborðið og réttir viðskiptavininum umbeöna vöru. í þessari verðkönnun voru teknar með tvær verslanir í annari gamalli götu, Hverfisgötunni. Einnig voru í verðkönnuninni SS í Hafnarstræti og Víðir í Austurstræti. Eins og sjá má á meöfylgjandi töflu er vöruúrval mjög misjafnt milli verslana. Helgast það af því hve þess- ar tíu verslanir eru mismunandi búnar. Sumar af verslununum hafa ekki frystiborð og geta þar af leið- andi ekki boöið vöru eins og kjúkl- inga. Algengustu vörurnar eru egg, tóm- atar og agúrkur. Ekki er mikill mun- ur á eggjaverðinu. Meðalverðið er 258 kr., hæst kr. 265 og lægst kr. 245. Aðeins í tveimur verslunum er verö- ið kr. 245, í Víði og Lúliabúð, Hverfis- götu. Helmingur verslananna, eða fimm, eru meö hæsta verð, kr. 265. Athygli vekur hinn mikh munur á tekexi. í Hagkaup kostar pakkinn 36 kr. en í Kjötbúri Péturs 64,50 kr. Verðmunurinn er um 60% sem verö- ur að teljast töluvert. Kjúklingaverðið er einnig mjög mismunandi, lægst*483 kr. 1 Hagkaup og hæst í Víði í Austurstræti, kr. 569. í Nóatúni á Hlemmi rákumst við á 3 kjúklinga í poka á 399 kr„ merkt vikutilboð. Góð kaup það.' Aö öðru leyti skýrir taflan sig sjálf. -JJ Ekkí er mikill verðmunur á eggjum á milli verslana. Verðkönnun í miðbænum Knorr aromat Kjúkl- ingar Hersheys Jaccbs tekex Juvel hveiti Nezo salt Lion bar súkkul. Tómatar Agúrkur Egg Nóatún/Hlemmi 85 550 323 68 47 29 599 204 265 Hagkaup 75 483 311 36 45 425 195 265 Vínberið 89 41 55 35 499 256 249 Lúllabúð 68,30 490 50 71,85 27 590 230 245 Hverfiskjötb. 68 44 49 721' 256 Kjötbær 318,50 44 599 252 265 Kjötbúr Péturs 84,50 548 64,50 560 263 265 Vísir 82 48 32 249 259 Víðir 81 569 36 590 195 245 SS/Hafnarstr. 76,50 498 37 57 56,50 31 450 230 265 78,80 523 317,50 45,80 60,15 48,13 31,66 559 233 258 í - 1..........I verðkönnun DV kom i Ijós að allt að 296 krónum munar á kilóverði af tómötum á milli verslana MikiII verð- munur á tómöt- um í verslunum í verðkönnun DV kom í ljós að mestur verömunur er á tómötum milli verslana. Meðalverð var 559 krónur fyrir kílóiö. Lægst var kíló- verðið í Hagkaupi, 425 kr„ eða 134 kr. undir meöalverði og í SS í Austur- stræti, 450 kr„ sem er 109 kr. undir meðalverði. Tómatar eru langdýrastir í Hverf- iskjötbúðinni. Þar kostar kílóið af tómötum 721 krónu! Það verð er 162 krónum yfir meðaltali könnunarinn- ar. Þannig er munur á hæsta og lægsta verði 296 krónur fyrir kílóið. Einnig var talsverður munur á kíló- verði af agúrkum á milli verslana. Lægst var verðið í Víði og Hagkaupi, kr. 195 kg, en hæst í Kjötbúri Péturs 263 kr. Þar munar 69 krónum. Verðkönmm á bílaleigum Á þriðjudag birtist hér í blaðinu verðkönnun sem gerð var á bílaleig- um. Þau mistök áttu sér stað að tafl- an fylgdi ekki með. Verðkönnun þessi var gerð á sjö bílaleigum á höfuðborgarsvæðinu. Neytendur Ódýrasti bíllinn býðst hjá Bónus bílaleigu. Þar eru daggjöld af ótiltek- inni eldri bifreið kr. 1.112 og kíló- metragjaldiö kr. 11,12. Tekið skal fram að þessir bílar eru í langleigu hjá fyrirtæki þannig aö þessi kjör eru ekki í boði þessa stundina. Ódýrasti kosturinn er því bílaleiga Flugleiða en þar má leigja Opel Corsa eða Ford Fiesta á kr. 1.437,50 á dag og auk þess verður að greiða kr. 14,40 fyrir hvern ekinn kílómetra. Dýrasti kosturinn er Bluebird bif- reið hjá Bílaleigunni Vík. Daggjöldin af honum nema kr. 3.700 og kílómetr- inn kostar kr. 37. Þáð ber að athuga aö allar verð- tölur í töílunni eru án söluskatts. Það vekur athygh að hver einasta bíla- leiga gaf upp verð án söluskatts og voru sumar tregar til að viðurkenna það. Það er brot á rétti neytandans sem á heimtingu á að vita nákvæm- lega hvað hlutur kostar áður en kaup eru gerð. -JJ Daggjald Kilómetragj. Sölusk. Bllaleiga Flugleiða Opel Corsa, Ford Fiesta 1.150 11,50 + 25% Bílaleigan Ás. Datsun Cherry 1.280 12,80 + 25% Datsun Pulsar Mazda 323 1.580 15,80 + 25% Subaru 1.900 19,00 + 25% Bónus bílaleiga Mazda 323 1.350 13,50 + 25% Geysir bilaleiga Lada 1.380 13,80 + 25% Nissan Micra 1.680 16,80 + 25% Toyota Corolla, Nissan Sunny 1.880 18,80 + 25% Bílaleigan ós Daihatsu Charmant 1.300 13,00 + 25% Nissan Sunny 1.500 15,00 + 25% Subarustation 2.000 20,00 + 25% Sh. bllaleiga Nissan Micra, Mazda 323 1.700 17,00 + 25% Subaru 1.950 19,50 + 25% Bílaleigan Vlk Nissan Micra 1.700 17,00 + 25% Nissan Sunny 2.100 21,00 + 25% Bluebird 2.960 29,60 + 25%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.