Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 41 Afmæli Þórður Guðmundsson Þórður Guðmundsson verslun- arstjóri, Hvassaleiti 58, Reykjavík, er áttræður í dag. Þórður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1926 og hóf þá störf hjá skó- verslun Hvannbergsbræðra en þar starfaði hann æ síðan eða í rétt sextíu ár er hann lét af störfum vegna heilsubrests fyrir tæpum þremur árum. Þórður starfaði mjög aö félags- málum og var einn af stofnendum Sundfélagsins Ægis 1927 en hann var formaður félagsins í níu ár. Hann var einn keppenda íslands í sundknattleik á ólympíuleikunum í Berlín 1936. Hann var margfaldur íslandsmeistari í bringusundi en Þórður keppti í sundi frá ungl- ingsárum og fram yfir stríðslok. Þá starfaði Þórður mikið fyrir KFUM og Gideonfélagið. Þórður kvæntist 20.6. 1936 Mar- gréti Sigurðardóttur, f. 29.1. 1914. Faöir Margrétar var Sigurður, skólastjóri Hvítárbakkaskólans, sonur Þórólfs Einarssonar, b. á Litluhlíö á Barðaströnd og konu hans, Margrétar Guðmundsdóttur. Kona Sigurðar og móöir Margrétar var Ásdís Margrét, dóttir Þorgríms, b. á Kárastöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Guðrúnar Guðmunds- dóttur frá Gestshúsum á Seltjam- arnesi. Börn Þórðar og Margrétar eru: Kristín, f. 14.9. 1937, íþróttakenn- ari, gift Guðmundi Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni, en þau eiga fjórar dætur; Sigurður, f. 21.3. 1939, verkfræöingur, kvæntur Sig- rúnu Andrésdóttur tónlistarkenn- ara, en þau eiga þrjú börn og eitt bamabarn; Hildigunnur, f. 13.5. 1945, bankaritari, gift Finnboga Höskuldssyni tæknifræðingi, en þau eiga tvær dætur. Systkini Þórðar em: Valgerður, f. 7.9.1906, ekkja eftir Kristin Valdi- marsson, pípulagningamann í Reykjavík; Guðfmna, f. 20.7. 1910, gift Árna Stefánssyni, bifvélavirkja í Reykjavík, en þau em bæði látin; Theodór, f. 8.8.1912, sem er látinn, vélvirki í Reykjavík, en eftirlifandi kona hans er Laufey Þorgeirsdótt- ir; Sigríöur, f. 27.10. 1915, var gift Max Jeppesen, húsgagnasmið í Reykjavík, sem er látinn. Foreldrar Þórðar voru Guð- mundur Sæmundsson, verkamaö- ur í Reykjavík, og kona hans, Krist- ín Þóröardóttir. Guðmundur var sonur Sæmund- ar Jónssonar, b. á írafelli í Kjós, af Fremra-Háls-ættinni, og konu Þórður Guðmundsson. ■ hans, Guðfinnu Jónsdóttur. Foreldrar Kristínar voru Þórður Þorvarðarson, b. í Kalastaðakoti á Hvalflarðarströnd, og kona hans, Bergþóra Oddsdóttir. Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson, Staðar- bakka II, Ytri-Torfustaðahreppi, er sextugur í dag. Magnús fæddist á Staðarbakka og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um en hann hefur verið bóndi þar frá 1958. Magnús sat í hreppsnefnd Ytri- Torfustaðahrepps frá 1974-82 og hefur verið í stjórn búnaðarfélags- ins og formaður ungmennafélags- ins. Kona Magnúsar er Guðrún H. Jónsdóttir, f. 13.11. 1935. Foreldrar hennar eru Jón Pálsson, pípulagn- ingamaður í Hafnarfirði, og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir. Fósturdóttir Magnúsar er María, f. 3.10. 1955, skrifstofumaður í Reykjavík. Börn Magnúsar og Guð- rúnar eru: Guðmundur, f. 6.3.1958, bifvélavirki í Kópavogi; Guðrún Helga, f. 24.2.1959, skrifstofumaður í Reykjavík; Ingvar, f. 16.4. 1960, íþróttakennari á Sauðárkróki, en sambýliskona hans er Hjördís Ingi- marsdóttir; Páll Vignir, f. 6.4.1962, bifvélavirki í Reykjavík; Jón, f. 23.6. 1969, menntaskólanemi; Gísli Grét- ar, f. 2.7. 1971, og Magnús, f. 9.12. 1972. Systkini Magnúsar eru: Sigríður, f. 28.1. 1902, gift Karli Guðmunds- syni, b. á Laugarbakka, en þau eru látin; drengur, sem lést ungur; Benedikt, f. 30.11.1905, b. á Staöar- bakka, kvæntur Ásdísi Magnús- dóttur; Gísli, f. 9.4.1907, b. á Staðar- bakka; Magnús, f. 4.6.1911, en hann dó ungur; Ingvar, f. 5.6.1915, d. 1939, b. á Staðarbakka; Anna, f. 28.6.1918, framreiðslukona í Reykjavík; Guð- rún, f. í ágúst 1919, en hún dó ung. Foreldrar Magnúsar: Guðmund- ur Gíslason, b. á Staðarbakka, og kona hans, Margrét Benediktsdótt- ir. Foreldrar Guðmundar voru Gísh Guðmundsson, b. í Hnausakoti í Fremri-Torfustaðahreppi, og kona hans, Margrét Jónsdóttir. Foreldr- ar Margrétar voru Benedikt Jóns- son, b. á Bjargarstöðum, og kona hans, Sesselja Jónsdóttir. Magnús og Guðrún taka á móti gestum í félagsheimilinu í Ásbyrgi eftir klukkan 21 á laugardaginn. Erla Óskardóttir. Erla Óskardóttir, húsfrú aö Búö í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, er íimmtug í dag. Erla fæddist að Ysta-Bæh undir Austur-EyjaíjöUum. Maður hennar er Daníel Hafhða- son frá Búð, f. 29.7. 1935, sonur Hafhða Guðmundssonar frá Búð og Guðrúnar Daníelsdóttur frá Guttormshaga. Böm Erlu og Daníels eru: Sigurð- ur Jón, f. 25.12.1959, búfræðingur, en sambýhskona hans er Soffla Bragadóttir; Kolbrún Kristín, f. Óskarsdóttir 21.4.1964, nemi; og Hafrún Inga, f. 5.7. 1968. Erla á eitt barnabarn, Hrannar Mána, f. 3.10.1987. Erla á fimm hálfsystkini. Hálf- systir hennar, samfeðra, er Elín Guðrún, gift Þráni Þorvaldssyni og eiga þau þrjú börn. Hálfsystkini Erlu, sammæðra, eru Stefán Jóns- son, kvæntur Sigríði Sveinsdóttur, en þau eiga fjögur börn; Karen Jónsdóttir, gift Þresti G.M. Eyjólfs- syni, en þau eiga þrjú börn; Bryn- dís Jónsdóttir, gift Ágústi Inga Andréssyni og eiga þau þrjú börn; og Steinunn Jónsdóttir en sambýl- ismaður hennar er Haliur Einar Ólafsson og eiga þau tvö börn. Foreldrar Erlu eru Óskar Magn- ússon frá Steinum undir Austur- Eyjafjöllum og Sigríður Ingimund- ardóttir frá Ysta-Bæli undir Aust- ur-Eyjafjöllum. Stjúpfaðir Erlu er Jón Stefánsson frá Stokkseyrarseli. Erla tekur á móti gestum á heim- ili sínu fóstudaginn 20.5. eftir klukkan 18. Helga H. Bergmann Helga H. Bérgmann, Hátúni 12, Reykjavík, er fertug í dag. Helga er fædd i Reykjavík og ólst að mestu leyti upp hjá móðurforeld- rum sínum, Jóni Ölafssyni og Al- dísi Ósk Sveinsdóttur. Hún var í Gagnfræðaskóla vesturbæjar 1961-1965 og Húsmæðraskóla kirj- unnar á Löngumýri í Skagafirði 1968-1969 og í fimm mánuði 1976. Helga vann á Slysavarðstofunni í Rvík 1970-1976 og hefur tekið mik- inn þátt í starfi íþróttafélags fatl- aðra í Rvík og nágrenni. Helga gift- ist 10. júni 1984, Siggeiri Gunnars- syni, f. 28. febrúar 1951, fyrrv. mat- sveini í Rvík. Foreldrar hans eru, Gunnar Stefánsson, flutningabíl- stjóri á Reyðarfirði, og kona hans, Aðalbjörg Siggeirsdóttir, sem lést 1953. Fósturforeldrar Siggeirs voru Ólafur Þorsteinsson, b. á Snæfelli í Reyðarfirði, og kona hans, Guðný Stefánsdóttir. Systkini Helgu, sammæðra, eru Svanhvít Þórarinsdóttir, f. 31. ágúst 1952, gift Jóni B. Bjarnasyni, kenn- ara í Rvík, og eiga þau tvö börn, Salóme Jóna Þórarinsdóttir, f. 19: maí 1954, gift Vilhjálmi Skaftasyni, sjómanni á Skagaströnd, Matthild- ur Halla Þórarinsdóttir, f. 11. okt- óber 1955, býr í Rvík, Samúel Ingi Þórarinsson, f. 15. apríl 1960, teikn- ari á DV, kvæntur Kristínu Einars- dóttur og eiga þau þrjú börn og Ingibjörg Þórhildur Þórarinsdóttir, f. 22. janúar 1962, gift Cris Roberts, býr í Bandaríkjunum. Systir Helgu samfeðra er Aðalbjörg Ragna Berg- mann, f. 27. júní 1951. Foreldrar Helgu eru Hjörtur Bergmann Óskarsson, málari í Rvík, og Borghildur Jónsdóttir. Hjörtur er sonur Óskars, sjómanns frá Skagaströnd, Bjarnasonar. Móðir Hjartar var Aðalbjörg Tryggvadóttir, frá Tjörn á Vatns- nesi. Borghildur er dóttir Jóns b. á Hömrum í Laxárdal, Ólafssonar, b. á Borgum í Hrútafirði, Jónsson- ar, b. í Bakkaseh Eiríkssonar. Helga H. Bergmann. Pétur Stefánsson Pétur Stefánsson. Pétur Stefánsson frá Nöf er ní- ræður í dag. Pétur fæddist að Litlubrekku í Skagafirði, sonur hjónanna Stefáns Péturssonar og Dýrleifar Einars- dóttur. Eftir lát föður síns flutti Pétur með móður sinni og systkin- um til Siglufjarðar en þar bjó hann lengst af. Pétur byrjaöi ungur til sjós og stundaöi sjóinn í fjölda ára en eftir að hann kom í land starfaði hann á síldarplani, í síldarverksmiðjum og í íshúsi á Siglufirði. Fyrri kona Péturs var Ólöf Jón- ína Gunnlaugsdóttir, ættuð frá Ól- afsfirði, en hún lést i febrúar 1926. Pétur og Ólöf Jónína eignuðust eina dóttur. Síðari kona Péturs var Jónína Margrét Ásmundsdóttir frá Kleif í Eyjafirði. Pétur og Jónína Margrét eignuðust sjö börn en misstu þrjú þeirra i frumbemsku. Jónína Margrét lést í janúar 1975. Pétur átti Qögur systkini en á nú eina systur á lífi. Pétur dvelur nú á sjúkradeild aldraöra á Hrafnistu í Hafnarfirði. Til hamingju með daginn 85 ára Helga Rögnvaldsdóttir, Syðri Hof- dölum, Viðvíkurhreppi, er áttatíu og fimm ára í dag. 75 ára Kristín Pálsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Kristín Helgadóttir, Fossheiði 58, Selfossi, er sjötug í dag. Unnur Runólfsdóttir, Miðleiti 5, Reykjavík, er sjötug í dag. 60 ára Hólmfríður Bjarnadóttir, Hlíðar- vegi 55, Kópavogi, er sextug í dag. 50 ára Valgerður Guðmundsdóttir, Mar- íubakka 32, Reykjavík, er fimmtug í dag. 40 ára Nikulás Kajsson, Vogabraut 10, Akranesi, er fertugur í dag. Áki Jónsson, Víöigrund 14, Akra- nesi, er fertugur í dag. Linda Arvids, Skúlagötu 64, Reykjavík, er fertug i dag. Ólafur Vilbertsson, Morastöðum, Kjósarhreppi, er fertugur í dag. Guðmundur Árnason, Laxakvísl 13, Reykjavík, er fertugur í dag. Þuríður Hauksdóttir, Norðurgötu 17, Akureyri, er fertug í dag. Auður Gísladóttir, Grænukinn 27, Hafnarfirði, er fertug í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hveturafmælis- börn og aðstandendur þeirra tilað senda því myndirog upplýsingar um frændgarð og starfs- sögu þeirra. Þessar upp- lýsingar þurfa að berast ísíðasta lagi tveimur dögumfyrirafmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.