Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 9 Umsátrinu lokið Starfsmenn Rauða krossins á Ind- Gullna hofinu í Amritsar. Umsátrið landi leituðu í morgun að líkum í um hofið, sem staðið hafði yfir í tíu Síðustu fjörutíu og sex síkharnir, sem höfðust við inni í Gullna hofinu í Amritsar, gáfust upp í gær. Símamynd Reuter daga, endaði skyndilega í gær með uppgjöf og sjálfsmorðum. Fjörutíu og sex aðskilnaðarsinnar sinntu í gær viðvörunum lögregl- unnar og gengu út úr hofinu með hendur fyrir ofan höfuð. Þrír að- skilnaðarsinnar gleyptu eitur og dóu inni í helgasta stað hofsins þar sem heilög bók síkhanna er geymd. Tveir síkhar voru skotnir til bana er þeir reyndu að flýja. Umsátrið hófst þann 9. maí þegar byssumenn skutu til bana lögreglu- foringja fyrir utan Gullna hofið. Vegna viðkvæmni síkha gagnvart nærveru lögreglumanna í Gullna hofmu, sem er helgasta hof síkha, voru starfsmenn Rauða krossins fengnir til þess að ganga úr skugga um að engin lík lægju þar eftir. Að minnsta kosti þijátíu manns létu lífið í umsátrinu. Enginn lögreglumaður er sagður hafa fallið. Samtals gáfust nær tvö hundruð aðskilnaðarsinnar upp fyrir yfirvöldum. Nær hundrað og þrjátíu af þeim sem gáfust upp á sunnudaginn hafa verið ákærðir fyrir refsivert athæfi. Gerasimov mótfallinn austumskri EB-aðild Snorri Vakson, DV, Vísc Hér í Austurríki hafa að imdan- fómu farið fram miklar umræður um það hvort landið eigi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB) eður ei. Memi hafa að vonum skiptar skoðanir á málinu. Stórfyr- irtækin sjá sér leik á borði að stækka til muna markað sinn en smáu fyrirtækin og landbúnaður- inn telja sig hljóta að verða undir í hinni hörðu samkeppni sem skap- ast myndi. En það er önnur hlið á- málinu sem skiptir ekki siður miklu máli. Þegar stríöinu lauk 1945 var Aust- urríki hernumið bæði af banda- mönnum og Sovétmönnum. Harð- ar deilur voru um yfirráð landsins og leit um tíma út fyrir að Vín yrði önnur Berlín. Því var þó afstýrt og áriö 1955 var undirrituð stjórnar- skrá sem kvaö á um stofiiun sjálf- stæðs lýðveldis og hurfu þá herir bandamanna og Sovétmanna til síns heima. Eitt meginatriöi þessarar stjórn- arskrár er að landið skuli vera hlutlaust og megi ekki eiga aðild að nokkurs konar hemaðarbanda- lögum eða pólitískum þjóðabanda- lögum. Hér er meðal annars verið að koma í veg fyrir að atburöirnir frá 1938 endurtaki sig er Þjóðverjar innlimuðu Austurríki í Þriðja rík- iö. En þá er spumingin sú hvort Evrópubandalagið sé eingöngu efnahagsbandalag eða hvort það geti einnig talist pólitísk samtök. Austurríkismenn hafa einnig möguleika á að sækja um aöild með sérákvæöum sem snerta hlutleysi landsins en slíkt er enn á umræðu- stigi. Sovétmenn hafa hingað til verið fremur jákvæöir gagnvart aðild Austurríkismanna aö Evrópu- bandalaginu en í gær kvaö skyndi- lega við annan tón. Þá sagði Gera- simov, talsraaður sovéska utanrík- isráðuneytisins, að engan veginn væri hægt að samræma aðild að Evrópubandalaginu stjómarskrá landsins sem undirrituð var við lok hersetu Sovétmanna. Þessari yfir- lýsingu Gerasimovs hefur verið illa tekiö af hægri sinnuöum stjóm- málamönnum hér og meðal annars sagði Jörg Haider, formaöur jafii- aðarmanna, að aðild Austurríkis að Evrópubandalaginu væri innan- ríkismál og ekki annarra aö álykta um slikt, En þar sem hér er um aö ræða afskaplega viðkvæma umræðu, meöal airnars um fortíð landsins, er nokkuö víst aö reynt verður aö fara hægt í sakimar og komast að samkomulagi viö alla aðila máls- ins. Yfirmenn hersins hindrun fyrir afvopnunarsamningi Yfirmenn bandaríska hersins hafa verið aðalhindrunin fyrir samningi stórveldanna um langdræg kjama- vopn. Þetta sögðu bandarískir emb- ættismenn í gær. Yfirmennimir hafa áhyggjur af þeirri samsetningu langdrægra kjarnavopna sem yrði eftir til fæling- ar. Þeir hafa ekki lokið athugunum sínum né tekið ákvörðun um þetta mikilvæga atriði, að sögn embættis- mannanna. Með þeim skilmálum að Sovésk kona í malbikunarvinnu fyrir framan húsið sem Reagan Bandarikja- forseti og Nancy kona hans munu dvelja í meðan á leiðtogafundinum f Moskvu stendur. Simamynd Reuter nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp tóku embættismennimir þátt í samræð- um um vopnaeftirlit. Sumir þeirra voru harðorðir í garð yfirmanna hersins og kváðu þá skorta ábyrgðar- tilfmningu. Aðrir lögðu áherslu á að samningur um langdræg kjarnavopn væri miklu flóknari en allir aðrir samningar milli stórveldanna og að bandarískir stjómmálaleiötogar hefðu ekki tekið lykilákvarðanir sem yfirmenn hersins gætu farið eftir. Reagan Bandaríkjaforseti og Gor- batsjov Sovétleiðtogi sögðu í desemb- er aö þeir myndu vilja undirrita samning um langdræg kjamavopn á leiðtogafundinum í Moskvu sem hefst þann 29. maí næstkomandi. Báðir aðilar viðurkenna að þaö verði ekki unnt. Samkvæmt þeirri tillögu, sem ligg- ur fyrir, myndi langdrægum kjarna- vopnum verða fækkað um helming á pappírnum en í raunveruleikanum yrði fækkunin ekki nema einn þriðji. Samningaviðræður halda áfram í Genf þar til að leiðtogafundinum lýk- ur en þá verður fjögurra til fimm vikna hlé á viðræðunum. Útlönd Kveiktu í Tveir íranskir fallbyssubátar réðust í morgun á norskt olíuflutn- ingaskip, Berge Strand, á sunnan- verðum Persaflóa. Bátarnir skutu fimm eldflaugasprengjum aö skip- inu þar sem það var á siglingu í Hormuz-sundi. Ekki mun hafa orö- ið mannfjón en við árásina kvikn- aði i skipinu. í gær réðust íranar á japanskt tankskip. Þetta eru fyrstu árásir írana á skip á Persaflóa í þijár vik- ur. Að sögn heimilda mun einn skip- veiji á Berge Strand hafa meiöst í árásinni á skipiö í morgun. Skemmdir urðu litlar og tókst björgunarskipum fljótlega að slökkva eldinn um borð. Áhöfn japanska skipsins Ace Chemi fer um borö í björgunarskip i gær. Sfmamynd Reutsr Biður um indíána Jóhannes Páll n. páfi fór þess í gær á leit viö Alfredo Strœssner, einræðisherra í Paraguay, að ríkis- stjórn hans sýndi landlausum smá- bændum og indíánum landsins réttlæti. Páfi sagði að bændumir og indí- ánarinr heföu gleymst og líf þeirra einkenndist af erfiöleikum og vandamálum. Páfi sagði aö kirkjan myndi skil- yrðislaust styöja kröfur þeirra um að virðing verði borin fyrir réttind- um þeirra. Um eitt prósent af landeigendum í Paraguay hafa yfirráð yfir sjötíu og sjö prósent nýtilegs landrýmis þar. Paraguay er síöasta landið í Suð- ur-Ameríku sem páfi heimsækir í yfirstandandi ferð sinni um álfuna. Páfi blessar unga stúlku i Paragu- ay. Símamynd Reuter Neita sögusögnum um sprenginguna Teikning af SS-24 eldflaug á járnbrautarpalli. Simamynd Reuter Sovétmenn hafa boriö til baka fregnir af því að sprenging sú, er varð í efnaverksmiöju í Úkraínu fyrir viku, hafi orðið þar sem framleiddir eru hlutar af SS-24 eldflaugum þeirra. Talsraaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði í gær aö sprengingin hefði orðið í tólf tonnum af ammoníti en hún myndi engin áhrif hafa á framleiðslu Sovétmanna á eldflaugum sem bera kjarnorkuvopn. Sagði talsraaðurinn að fuliyrðingar Bandaríkjamanna um aö sprenging- in hefði skaðað framieiöslu eldflauganna og myndi tefja hana um nokkra mánuði, væri ekki á rökum reistar. Sagði hann sprenginguna hafa orðið í geymslubyggingu en ekki í framleiöslubyggingu. Talsmaðurinn gat hvorki neitað né viðurkennt að efnaverksmiðja sú sem hér um ræöir framleiddi eldsneyti fyrir SS-24 flaugamar. Sagði hami að þrír menn hefðu látið lífið í sprengingunni og fimm hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Breskir vísindamenn halda því nú fram að streitan, sem fylgir þvi aö vera örvhentur í rétthentri veröld, stytti til nokkurra muna meðal-lífs- lengd þeirra sem fæðast meö þessum ósköpum. í grein í blaöinu Nature, sem gefiö er út í London, segir sálfræðingur- inn Stanley Coren að meðalaldur þeirra rétthentu, sem rannsókn hans náði til, hefði orðið 64,64 ár. Meðalaldur örvhentra hefði hins vegar reynst nokkru styttri, eða 63,37 ár. Niöurstöður sinar byggir Coren á rannsóknum á bandarískum hafnar- boltaleikurum. George Bush, varaforseti Bandarikjanna, sem nú á í vök aö veijast gegn Michael Dukakis i samkeppni þeirra um stuöning bandarískra kjós- enda fyrir forsetakosningamar í haust, reynir nú að skiija sig frá stefnu- mótun ríkisstjómar Ronalds Reagans, núverandi forseta. Stuðningsmenn Bush telja að óvinsælar aðgerðir ríkisstjómarinnar hafi neikvæð áhrif á fylgi Bush, þar á meöal aðgeröir hennar til þess að koma Manuel An- tonio Noriega frá völdum í Panama. Bush sagði í gær að hgpn myndi ekki samþykkja neina samninga í þeim efnum. Hann semdi ekki við hermdarverkamenn og ekki heldur við eiturlyfiasala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.