Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988.
Iþróttir
Ómar ekki löglegur fyrr en í 9. umferð?
Olten gæti lent í
aukaleikjum um fall
gæli þá lent gegn liði Sævars Jónssonar
Svo kann að fara að Ómar Torfa-
son geti ekki byrjað að leika með
Fram í 1. deildinni fyrr en í 9. um-
ferð - gegn ÍA á Akranesi þann 11.
júlí.
Liö hans, Olten, er í þriðja neðsta
sæti fallkeppninnar í svissnesku 2.
deildinni, er með 8 stig en Baden
er næstneðst með 7 stig. Komist
Baden upp fyrir Olten þarf Olten
að leika úrslitaleiki við næstneðsta
lið í hinum riðli deildarinnar um
áframhaldandi sæti í 2. deild, og
þeim leikjum lýkur ekki fyrr en 5.
júni. Þá yrði Ómar löglegur með
Fram S. júlí og gæti væntanlega
ieikið með liðinu í fyrstu umferö
bikarkeppninnar um það leyti, en
myndi missa af 1. deildar leikjum
gegn Völsungi og Leiftri.
Lendi Olten i næstneðsta sætinu
eru miklar líkur á að Ómar mæti
félaga sínum úr íslenska landslið-
inu, Sævari Jónssyni, í úrslitaleikj-
unum um fallið. Solothum, lið
Sævars, er næstneðst í hinum riðl-
inum og er tveimur stigum á eftir
næsta liði þegar tveimur umferð-
um er ólokið.
Nái Olten að forðast næstneðsta
sætið er Ómar löglegur með Fram
24. júní og getur þá leikið gegn
Völsungi í 7. umferö. -VS
• Grétar Jónasson.
Grétar í
Volsung
Grétar Jónasson, sóknarmaður
úr Fram, hefur ákveðið að ganga
á ný til liðs við Völsunga á Húsa-
vik og leika með þeim í 1. deild-
inni í sumar.
Grétar lék með Völsungum í 2.
deildinni 1986 og hóf sl. sumar
með þeim en hætti eftir nokkra
leiki. Hann skipti yfir í Fram í
vetur en er nú sem sagt á leið
norður yfir heiðar á ný. -VS
Leikið á
Ólafsfirði
Ólafsfirðingar leika sinn annan
heimaleik í 1. deildar keppninni
annað kvöld, gegn Valsmönnum,
og hefst hann kl. 20. Upphaílega
átti að leika í kvöld á Hlíðarenda,
en hann verður ekki nothæfur
fyrr en um mánaðamót, gervi-
grasið var upptekið og niðurstað-
an varð því sú að leikjum liðanna
var víxlað, þau leika í staðinn á
Hlíðarenda í 11. umferðinni.
Leik Víkings og KA í l. deild-
inni, sem fram fer í Laugardaln-
um á laugardaginn, hefur verið
seinkað um klukkutíma. Hann
hefst kl. 15 en ekki 14 eins og
upphaflega var gert ráð fyrir.
-VS
Haukar og Bolungawík áfram í 4. deild:
Ekkert lið tekur
sæti ÍBÍ í 3. deild
Stjórn KSÍ ákvað í gær að ekki
yrði bætt við liði í SV-riðil 3. deildar-
innar þó að ísfirðingar hefðu dregið
sitt lið úr mótinu fyrir nokkrum dög-
um. Bolvíkingar gerðu kröfu til þess
að fá sæti þeirra sem næsta lið úr
4. deild, og Haukar, sem féllu úr 3.
deildinni í fyrra, fóru fram á við
stjórn KSÍ að þeir lékju aukaleik við
Bolvíkinga um sætið.
Samkvæmt heimildum DV er þessi
afstaöa byggö á því að of stutt hafl
verið þangað til íslandsmótið hæfist,
en keppni í deildinni byrjar annað
kvöld og stjórnin lítur þannig á að
ísfirðingar séu tíunda lið riðilsins og
falli á þann hátt í 4. deild.
-VS
Chelsea
arram
Gordon Durie var hetja Chelsea á
Stamford Bridge í gærkvöldi þegar
liðið sigraði Blackburn, 4-1, í auka-
keppni um sæti í ensku 1. deildinni.
Kerry Dixon og Kevin Wilson skor-
uðu hin tvö mörk Lundúnaliðsins.
Chelsea mætir Middlesbro í hreinum
úrslitaleikjum um hvort liðið leikur
í 1. deild á næsta keppnistímabih.
Middlesbro vann Bradford, 2-0, með
mörkum Bemie Slaven og Gary
Hamilton.
Það verða Walsall og Bristol City
sem leika um lausa sætið í 2. deild
en Torquay og Swansea bítast um 3. • Kerry Dixon skoraði eitt marka
deildar sæti. -RR Chelsea i gærkvöldi.
Norska knattspyman:
Loksins vann Bvann
Brann frá Bergen vann loks leik í
norsku knattspyrnunni í gærkvöldi
- sigraöi þá 4. deildar liðið Voss, 3-0,
í bikarkeppninni. Brann hefur tapað
fyrstu fjórum leikjum sínum í 1.
deildinni og Teitur Þórðarson, þjálf-
ari liðsins, er undir mikilli pressu í
norskum Qölmiðlum af þeim sökum
- margir gera því skóna að hann
missti starfið innan tíðar ef honum
tekst ekki að koma liðinu á réttan
kjöl.
Gunnar Gíslason og félagar í meist-
araliði Moss unnu einnig öruggan
bikarsigur í gærkvöldi, 5-0, gegn
Hofslund. -VS
• Jose Gallart, leikmaður með Espanol, stekkur yfir Wolfgang Rolff frá Leverkusi
hins vegar Rolff og félagar sem löbbuðu yfir Espanol í seinni hálfleiknum, skoru
fyrsta stóra titil.
Frækileg frammistaða Bayer Leverkuse
Gott forskot
verja fór fyri
- Leverkusen vann, 3-0, og Espanol fór á
Sigurður Bjömsson, DV, V-ÞýskalaiÆ ar Úrslitin voru ráöin' Hann er 53 ara
-------;------------- og var ákveðinn í að hætta störfum eftir
Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í Le- þetta keppnistímabil.
verkusen í gærkvöldi þegar heimaliðiö,
Bayer Leverkusen, varð UEFA-meistari ..Uppselt var á Ulrich-Haberland, leik-
eftir frækinn sigur á spænska félaginu yang Leverkusen, í fyrsta skipti í sögu
Espanol. Spánverjarnir höfðu unnið félagsins en hann rúmar 25 þúsund
fyrri leikinn, 3-0, og virtust með pál- áhorfendur. Leverkusen sótti stíft í fyrri
mann í höndunum og þeir héldu marka- hálfleik en fékk fá umtalsverð færi. Á
lausum leik í gærkvöldi þar til 57 mínút- 16. mínútu gerðist umdeilt atvik. Tita,
ur voru liðnar. Þá hrundi allt, Leverkus- sóknarmaður Leverkusen, náði boltan-
en skoraöi þrisvar og sigraði síðan í víta- um af NKono, markverði Espanol, þegar
spymukeppni. Fyrsti stóri titill félagsins hann ætlaði að spyrna frá marki, skall-
og sömuleiðis hjá hinum virta þjálfara aði þegar markvörðurinn henti boltan-
þess, Eric Ribbeck, sem brast í grát þeg- um upp í loftið, náði honum og skoraði.
Gunnlaugur vann
besta afrekið
Gunnlaugur Grettisson vann besta
afrekið á Vormóti ÍR í frjálsum
íþróttum á Valbjarnarvelli i gær-
kvöldi með því aö stökka 2,08 m í
hástökki. Gunnlaugur fékk að laun-
um forkunnarfagran bikar frá íspor
til varðveislu í eitt ár.
Af öðmm úrslitum má nefna að
Sigurður Þorleifsson, HSK, sigraöi í
langstökki, stökk 6,95 m, Guðmund-
ur Karlsson, FH, sigraði í sleggju-
kasti, kastaði 58,54 m. Birgitta Guö-
jónsdóttir, HSK, sigraði í spjótkasti,
kastaði 42,92 m og í kringlukasti sigr-
aði Margrét Óskarsdóttir, ÍR, kastaði
40,60 metra. •
Pétur Guðmundsson, HSK, keppti
ekki í kúluvarpi vegna meiðsla en
Andrés Guömundsson, félagi hans,
sigraði meö 14,30 m kasti. -JKS
Þjálfari Evrópumeístaranna teklnn víð íslensku landsliðunum:
John Garner ráðinn til GSÍ
John Gamer, 41 árs Englendingur, Gamer er fyrrverandi atvinnumað- er komið.
er tekinn við sem landsliðsþjálfari ís- ur og þjálfaði í fyrra landslið íra sem Jóhann hefur valiö þtjá keppendur
lands í goffi og hóf störf á þriðjudag- varð Evrópumeistari áhugamanna. fyrir Evrópumót einstaklinga sem
inn. Hann þjálfar öll landslið karla og Hann mátti þó ekki stjórna liöinu í fram fer í Hamborg 9.-12. júní. Það em
kvenna, en Jóhann Benediktsson hef- sjálfrikeppninni,ensáumallanundir- Úlfar Jónsson, GK, Sigurður Péturs-
ur hins vegar tekið við embætti iands- búninginn, og starf hans hér á landi son, GR, og Hannes Eyvindsson, GR,
liðseinvalds karla og kvenna og Hann- verður svipað. Hann býr liðin undir en Hannes var valinn í stað Ragnars
es Þorsteinsson verður einvaldur keppnienþeir Jóhann og Hannes veija Ólafssonar, GR, sem boöaði forfóll í
unglingalandshðsins. þau og stjóma þeim þegar á hólminn gær. -VS