Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. E fnahagsmálih Þetta verður magurt ár í efnahag landsmanna eftir efnahagsaðgerðir stjórnarinnar og þeirra, sem síðar munu koma í kjölfarið. Bullandi ágreiningur er í stjórn- arliðinu, þar sem sumir vilja ganga enn lengra í gengis- fellingu og meðfylgjandi kjaraskerðingu. Líklegt er, að þeir muni koma ýmsu shku fram, ef ríkisstjórnin situr áfram. En hvernig er staðan í efnahagsmálum? Nú er búizt við, að verðbólgan verði ekki undir 24 prósentum á árinu. Það gerist, þótt rauðu strikin í kjara- samningunum verði þurrkuð út. Fjármálaráðuneytið segir, að verðmælingar í apríl og maí hafi sýnt um 16 prósent verðbólgu, miðað við heilt ár, samanborið við 32 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrst eftir gengisfellinguna nú megi gera ráð fyrir, að árshraði verðbólgunnar verði um 40 prósent. Á haustmánuðum verði farið að draga úr þeim verðbólguhraða og fari hann niður í 11-13 prósent. En á móti þessum kenning- um má spyrja: Kemur ekki með haustinu eða fyrr til enn nýrrar gengisfellingar? Það gæti þýtt, að við værum að binda okkur í 30-40 prósent ársverðbólgu. Staða út- flutningsatvinnuveganna er enn ekki sú, að við getum talið tryggt, að gengi krónunnar falh ekki enn einu sinni á þessu ári. Einnig ber að taka tillit til krafna Framsókn- arflokksins um meiri gengisfellingu. Spurningin um frekari gengisfelhngu veltur einkum á stöðu útflutningsatvinnuvega og hvert stefnir um við- skiptahahann við útlönd. Sú staða er óglæsileg. Nú þegar hefur viðskiptahalhnn orðið 4-5 milljarðar króna í ár. Jafnvel þótt gengisfehingarnar séu teknar í dæmið, stefnir í, að viðskiptahalhnn verði 10 miUjarðar á öllu árinu. Fjármálaráðuneytið segir, að í kjölfar efna- hagsaðgerða í marzbyrjun hafi stefnt í 9-10 miUjarða viðskiptahalla á árinu. Síðan hafi markaðshorfur í sjáv- arútvegi versnað. Fiskverð hafi stórlækkað á mikilvæg- um erlendum mörkuðum. Gengi BandaríkjadoUars hafi haldið áfram að lækka á alþjóðlegum mörkuðum. Ver- tíð hafi víða verið lakari en búizt var við. Þetta hafi mjög rýrt gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Staða útflutn- ingsatvinnuvega hélt áfram að versna rátt fyrir fyrri gengisfellinguna í ár. Og hvað um þá stöðu nú? Eftir gengisfellinguna nú verður fyrst tahnn munu verða 1 prósent hagnaður í sjávarútvegi. En halli á fryst- ingunni er talinn munu verða 2,5-3 prósent. Verður við þetta unað það sem eftir er árs? Slíkt verður að efa. GengisfeUingin nú bætir stöðu útflutningsatvinnuvega í bili - að sjálfsögðu. Fyrir síðustu gengisfeUinguna var hallinn í sjávarútvegi talinn vera 5 prósent, þegar á heildina var Utið. Halli í frystingu var talinn 10 pró- sent. Halli á útgerð var álitinn 2 prósent. Þannig eru helztu stærðir enn neikvæðar þrátt fyrir aðgerðir. Gert er ráð fyrir, að þjóðartekjur minnki um 2-3 prósent á árinu, eða meira. Kaupmáttur launa rýrn- ar sem því nemur. Við höfum upplifað góðæri. Vafalaust þurfti að mæta skakkaföUum með gengisfelUngu. Hún varð ekki um- flúin nú. En vissulega segja margir, að þetta sé komið á höfuðið hjá okkur. Við séum komin inn í vítahring verðbólgu og tíðra gengislækkana. Ekki eru rök til að hafna þeirri skoðun. Margt bendir tU, að hún sé rétt. Gömlu úrræðin, sem stundum voru köUuð íhaldsúr- ræði, hafa verið tekin upp úr skúffunum. Ríkisstjórnin gerði ekki nóg, fyrr en í óefni var komið. Mestum vand- anum hefði mátt afstýra með sneggri gerðum. Haukur Helgason „Gleymum því aldrei að löggæslumenn eru að framfylgja þeim reglum sem við sjálf höfum sett,“ segir grein- arhöfundur. Að dæma engan að ósekju: Engum skyldi heldur við réttlætinu hlíft Enn einu sinni hefur risaletrið verið notað í tilefni kærumála á hendur löggæslumanna. Skemmti- leg er sagan ekki þó að skaðlausu mætti stríðsletrið vera ögn minna og orðgnóttin aðeins varkárari. Nú er það meginskoðun mín að skylt sé að fara vel ofan í öll þau mál sem tengjast afskiptum opin- berra embættismanna af hinum almenna þegni þjóðfélagsins. Þar þarf hlutlaus aðili til að koma og kryfja mál sem allra best og kveða síðan upp sem réttlátastan dóm. „Sekur ersáeinn .. Þann dóm vil ég hins vegar helst ekki sjá fyrir fram aö meira og minna óskoöuðum málavöxtum, svo sem alltof oft tíðkast í dag - og það gildir jafnt um mál sem dæm- ast í lokin, eins og uppsláttur fjöl- miðilsins var eða nálægt þvi, eða hvort um reynist að ræða meiri og minni ósannindi. Hver og einn á rétt á því að vera ekki dæmdur fyrir fram. „Sekur er sá einn, er tapar,“ seg- ir skáldið og sá er tapar ærunni-að meira eða minna leyti í æsifréttum ósönnuðum með öllu nær henni ekki svo glatt aftur ef og þegar end- anlegur dómur gengur honum í hag. Aðgát skyldi ætíö höfð og er ákaf- fega hæpið og siðferðilega rangt að hengja menn fyrir fram með ann- arra frásögn eina aö leiðarljósi. Þetta er rétt aö fram komi alveg skýrt í ljósi þess sem hér kemur í framhaldinu. Lágmarkskröfur Mér hefur alltaf þótt sem sérlega vel verði að vanda til vals á lög- gæslumönnum, svo erfitt, viö- kvæmt og vandasamt sem starf þeirra er. Þar kemur margt inn í sem tengist hinum mannlega þætti en hvergi skyldi því gleymt að viss- ar lágmarkskröfur verður að gera til menntunar og starfsþjálfunuar - lágmarkskröfur er aö vísu alltof vægt orð, kröfur um staðgóða und- irstöðu, m.a. varðandi mannleg samskipti sem alltaf eru á næsta leiti - kröfumar em sjálfsagöar. Ég hef því af því æmar áhyggjur þegar þessir annars þörfu þjón- ustumenn réttar og laga virðast ekki hafa þann þroska til aö bera sem þarf að vera slíku starfi sam- fara. Og vel að merkja: Það þarf ekki marga gikki í veiðistööinni. í svo viðkvæmri veiðistöö sem þessari, eins og víðar, er einn gikk- ur einum of mikið og það er máski það sem málið snýst um. Vissulega er erfitt að hugsa sér eina stétt manna svo alfullkomna að þar skipti enginn skapi og augnabliks- ius ergi verði aldrei til illra gerða. En svo er það nú samt að einmitt hér er komið að kjama þeirra mála sem svo mjög hafa verið á döfinni. Hvað sem líður frásögnum öllum KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ og uppslætti stríðsletursins þá er eitt ljóst. Menn hafa misst fótfest- una, ekki tekist að hafa taumhald á geði sínu, reiðin eða eitthvað ann- að orðið öllu öðm yfirsterkari og því fór nú sem fór. Gagnkvæm virðing Verst þykir mér að í hvoragu þvi tilfelli, sem mest hefur verið um rætt, virðist svo sem aðrir nær- staddir hafi getað hindrað óhappa- verk og er þá næst aö spyrja um vilja og þar næst um samtryggingu innan stéttar, svo sem víðar finnast dæmi um. Allra lakast þó ef hégóm- legar skemmdir á dauðum hlut - bifreið í því tilviki - ráða atferli manna og það m.a.s. þrátt fyrir ágætan umþóttunartíma. Nú held ég hér sé nóg sagt af neikvæðu því svo þekki ég til þessarar stéttar aö þar era mörg valmenni og einnig margt ágætlega staríhæfra manna. En þá kemur þetta með gikkinn í veiðistöðinni og þaö veldur mér áhyggjum af þeirri einfoldu ástæðu að öll stéttin er dæmd af gikknum grábölvaða. Og svo mikla aðstoð, vemd og gæslu veitir þessi stétt í raun - oft við erfiðar aðstæður - oftlega, ef ekki oftast þar sem áfengis„menn- ingin“ og bráðum þá bjór„menn- ingin“ hafa mannað svo og mennt aðdáendur sína - að þeir vita ekki sitt ijúkandi ráð eða þaðan af verra - svo mikilvæg era þessi störf fyrir okkur öll að við verðum að geta treyst því fólki sem þar vinnur og milli okkar og þess þarf og á að ríkja gagnkvæm vinátta og virðing. Gleymum því m.a. aldrei að lög- gæslumenn eru að framfylgja þeim reglum sem við sjálf höfum sett og sem við viljum að aðrir haldi í heiðri a.m.k., þó við gleymum því of oft gagnvart sjálfum okkur í augnabliksvanda eða villu. Frelsisskerðing -fréttafrelsi Ég vil hins vegar koma því að hér að fjallaö skuli um þessi mál af fyllstu gát, ekkert fahö né undan dregið og hlutlæg umfjöllun er ætíð af hinu góða. En hún þarf þá að vera hlutlæg. Menn æpa gjarnan um frelsisskeröingu þegar á slíkt er minnst, þetta svokallaða frétta- frelsi, en innan þess verða þá að rúmast viðhorf og útskýringar beggja aðila og umfram allt ekki dómsuppkvaðning með stærsta letri eða hæstu upphrópunum. Án þess að ætla að vilja hlífa þessari ágætu stétt í nokkru - og síst umfram aðrar - þá skulum við í alvöra hyggja að andhverf- unni. Hvemig menn í skjóli alls þessa færa að leyfa sér ýmislegt viö lög- gæslu sem þeir annars ekki gerðu, færu beinlínis að stofna til vand- ræða til að verða „pressu“frægir og fá jafnvel á sig píslarvættis- mark. Hugsum til þeirra mörgu sem.ævinlega skáka í áfengis- skálkaskjólinu, sem muna ekkert og vita ekkert þegar þaö hentar þeim. Þessir menn gætu vissulega hugsað sér gott til glóðarinnar að ná sér niðri á þeim sem eru að vas- ast ofan í þeirra eigin „prívati“ hér og þar og nærri því alls staðar, mega hvorki berja konuna sína né skjóta á náungann svo ekki sé ver- ið að rekistefnast í því af einhverj- um einkennisklæddum delum. Vegna allra þessara aðila og ótai annarra, svo og sjálfra okkar vegna, skulum við sannarlega ganga fram með fyllstu gát. Engum skal að ástæðulausu hlíft sem brot- legur reynist, enginn heldur að ósekju dæmdur. Um leið og vonað skal að strangar reglur gildi um val löggæslu- manna, að menntun þeirra og manngildi sé sem best, þá skulum við einnig muna að þetta eru okkar gæslumenn til aðstoðar og þjón- ustu sem hafa ber sem best sam- skipti við og umgangast mál þeirra af sanngimi og sannleiksást. Það ættum við öll að hafa í huga. Helgi Seljan „En þá kemur þetta meö gikkinn í veiðistöðinni og það veldur mér áhyggjum af þeirri einföldu ástæðu að öll stéttin er dæmd af gikknum grá- bölvaða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.