Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Side 33
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 33 Lífsstíll ... og þeir brosa undir sólgleraugunum Sumarfatnaður á fömum vegi Guðmundur Óli (maöurinn með hattinn) var ekkert að klæða sig svona i tilefni veðurs. Hann var að klára prófin ásamt þeim Svenna og Þráni. ... og litli bróöir, Andri Freyr, tók niður ullarhúfuna og setti upp derhúfu í tilefni dagsins. Helga, Rakel og Rut höfðu allar sett upp sólgleraugu en Fannar í kerrunni varð að láta sér nægja að snúa sér undan sólinni. I þægilegum stuttbuxum og þung- um þönkum. Ragnheiður Ágústa léttkiædd i bænum með pabba og mömmu, Árna Óla og Bjögu Hjarðar... Á fyrsta alvöru sumardeginum í Reykjavík nýlega brugðum við okkur niður í bæ til að athuga Laugavegur eða Lignano? hversu fljótt fólk er að skipta yfir í sumarfatnaðinn. Greinilegt var að sumir höfðu ekki áttað sig á að góðviðrið væri komið til að vera. í kuldaskóm og dúnúlpum örkuðu þeir innanum þá stuttbuxna- klæddu og bjartsýnu í strigaskóm. Fyrstu stuttbuxumar sem viö rákumst á voru hálfsíðar og rönd- óttar og tilheyrðu Helgu Sveins- dóttur sem arkaði frísklega niður Tískan Laugaveginn með Bergvin Har- aldssyni sem var að leita sér að nýjum skóm. Hann bað okkur í guös bænum um að sýna ekki þá gömlu á mynd. Er neðar dró á Laugaveginn urðu fleiri og fleiri fáklæddir á leið okkar. Fólk virtist vera að átta sig á þessu. Sumir stukku í snatri inn í næstu búð er myndavél var miðað á þá. Þeir hafa kannski ekki viljað láta hanka sig fáklædda á almannafæri. Eða jafn- vel voru þeir að stelast í auka kaffi- tíma. Það sem vakti athygh við sumar- fatnaðinn var hversu frumlegur hann var oft á tíöum. Stuttbuxurn- ar í öllum síddum fyrir ofan hné Stutt pils og stuttar buxur, þær voru komnar í sumartískuna þó trén væru enn ekki farin að átta sig á þessu. og í fjölbreyttustu Utum og mynstr- um. Sumar með smekk, sumar eins og samfestingur eða áfastar hlýra- bol. LítiU kjóll og stuttir sokkar, skokkuðu léttfætt við hlið okkar. Ragnheiður Ágústa var í bænum meö pabba og mömmu, Árna Óla og Björgu Hjarðar. Litli bróöir hennar, Andri Freyr, tók niður ull- arhúfuna og setti upp derhúfu í til- efni dagsins. Sólgleraugu og bros á öðru hverju andUti, þetta var ótrú- legt; Ungur maður í 'stuttbuxunum einum fata fyrir ofan hné og hlý- lega klæddur til fótanna, arkaði á undan okkur. Var þetta Lignano eða Laugavegur? Þessi könnunarleiðangur á heit- um maídegi leiddi til þeirrar niður- stöðu að Islendingar eru fljótir að skipta yfir í sumarfatnað þegar sumarið lætur sjá sig á annað borð. En þeir verða ekki bara léttklædd- ari á slíkum degi heldur léttist lundin líka og þeir brosa undir sól- gleraugunum. -gh Helga Sveinsdóttir og Bergvin Haraldsson svona rétt aö átta sig á góða veðrinu. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.