Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Side 7
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 7 dv________________________________________________Stjórnmál Viðræður við verkalýðshreyfinguna runnar út í sandinn: Ágreiningur um alla þætti efnahagsmála Slæmt efnhagsástand og harðvítugar deilur eru um grundvallaratriði í stjóminni Jónarnir komu til viðræöna með 17 tillögur sem koma áttu til framkvæmda strax og þrjár aðrar fyrir rikisstjórnina að glíma við í sumar. Meðal annars fjölluðu tillögurnar um róttæka uppstokkun á ríkisfjármátum. Steingrímur mætti síðar með 22 tillögur sem meðai annars fjölluðu um kúvendingu í peningamálum. Þorsteinn vildi hins veg- ar gengisfellingu með allra nauðsynlegustu hliðarráðstöfunum. Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Afraksturinn var gengisfelling og áframhaldandi viðræður. Ekkert bendir til þess að stjórnarflokkarnir séu að nálgast samkomu- lag og viðræður við verkalýðshreyfinguna hafa gert lítið annað en flækja málið. DV-mynd Brynjar Gauti Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar riðar til falls. Um helgina var ætlunin að setja saman efnahagsaðgerðir. Þess í stað gaus ágreiningur flokkana um grundvallaratriði efnahagsmála upp. Árangurinn varð enginn. Gengiö var fellt aö tillögu Seðlabanka og ákveðið að ræða við aðila vinnumarkaðarins um rauðu strikin. Þær viðræður hafa snerust í höndum ríkisstjómarinnar og upp úr þeim slitnaöi Á sama tíma kýta ráðherrarnir sín á milli. Steingrímur hélt blaða- mannafund vegna ummæla Þor- steins um efnahagsaðgerðir Fram- sóknar. Jón Baldvin segir Steingrím brjóta gegn eigin samþykktum og neitar að borga reikninga frá Stein- grími vegna Flugstöðvarinnar. Endalok Stefaníu ganga aftur Ástandið í stjóminni minnir óþægilega mikið á endalok Stefaníu, einu stjórnarinnar sem þessir flokk- ar hafa átt sæti í. Þá var Hermann Jónasson, faðir Steingríms, utan stjórnar og lét eins og hann bæri enga ábyrgð á ákvörðunum stjórnar- innar. Hermann krafðist harðra að- gerða í efnahagsmálum. Þó Stein- grímur sé ráðherra hefur hann leikið svipaðan leik. Hann hefur krafist harðra aðgerða og talað sem einn af stjórnarandstöðunni. Óánægjuraddir í Framsóknar- flokknum, til dæmis Ólafur Þ. Þórð- arson og Guðmundur G. Þórarins- son, hafa fengið byr undir báða vængi. Steingrímur lagði mikið af kröfum þeirra fyrir ríkisstjómina sem tillögur í efnahagsmálum. Miö- stjómarfundur Framsóknar verður í byijun júni. Þá verður tekin ákvörðun um hvort flokkurinn verði áfram í þessari ríkisstjórn. Öfugþróun í efnahagsmálum Ríkisstjórnin þarf nú að taka ákvarðanir eftir gengisfellinguna. Ef rauðu strikin verða afnumin mun afkoma sjávarútvegsins batna um eitt prósent en eitthvert tap verður á frystingunni áfram. Það stefnir í um 4,5 prósent kjararýrnun á árinu, 3 prósent vegna gengisfellingarinnar og 1,5 prósent vegna samdráttar í atvinnulífinu. Verðbólgan stefnir í 23 prósent á árinu. Framfærslukostnaður mun hins vegar hækka um 28 prósent. Fyrir gengisfellingu stefndi við- skiptahallinn í 13,5 milljaröa á árinu. Eftir lækkun gengis má búast við 10-11 milljarða viðskiptahalla, eða 4 prósent af landsframleiðslu. Hallinn verður því enn meiri en í fyrra en þá var hann 3,5 prósent af lands- framleiðslu eða 7,2 milljarðar. Um næstu áramót er gert ráð fyrir að erlendar skuldir þjóðarbúsins verði orðnar 100 milljarðar króna, eða um 42 prósent af landsfram- leiðslu. Járn í járn í viðræðum við verkalýðshreyfinguna Um helgina kom í ljós aö sú ríkis- stjóm sem glímir við þennan vanda er hálflömuð. Ágreiningur stjórnar- flokkanna nær yfir flest svið efna- hagsmála. Þó helgin hafi farið í deil- ur um stærð gengisfellingarinnar er auðséð að enn er langt í land þó það mál hafi verið afgreitt. Framsókn lagði til að rauðu strikin yrðu afnumin og laun fólks í Verka- mannasambandinu yrðu hækkuð upp til samræmis við verslunar- menn. Sjálfstæðisfiokkurinn vildi líka banna rauð strik en lagði til sér- staka launauppbót til hinna lægst launuðu í september. Alþýðuflokk- urinn vildi taka upp viðræður við verkalýðshreyfinguna um verö- tryggingu á launum og í lánasamn- ingum. Ríkisstjórnin gekk að kröfu Alþýðuflokks í þessu tilliti. i miðlun- artillögunni var reyndar miðað við 15. júlí en ekki 1. júní eins og sam- þykkt var. í viðræðum við forystumenn verkalýsðshreyfingarinnar bauð rík- isstjórnin upp á að bæta gengisfell- inguna upp að 45 þúsundum og láta fasta krónutölu ganga upp eftir launastiganum. Þá bauð ríkisstjórn- in þeim sem ósamið er við Akur- eyrarsamningana en lagasetningu að öðrum kosti. Þá hefur verið rætt um hækkun á bótum Almannatrygg- inga. Þessu tilboði var illa tekið og í gær slitnaði upp úr viðræðunum. Framsókn óralangt frá hinum í peningamálum í peninga- og vaxtamálum lagði Sjálfstæðisflokkurinn til að farið yrði eftir tillögum Seðlabankans um að hækka bindiskyldu úr 13 í 15 prósent og hækkun vaxta á fyrirgreiðslu bankans til viðskiptabankanna. Alþýðuflokkurinn lagði það sama til. Áuk þess að Seðlabankanum yrði veitt heimild til að beita alla sem starfa á fjármagnsmarkaði bindi- skyldu og lausafjárkvöðum. Að skattameðferð á kaupleigusamning- um yrði breytt svo ekkert hagræði yrði af þeim umfram annars konar kaup. Þá vildi flokkurinn hraða end- urskoðun á lánskjaravísitölunni, meðal annars til að koma í veg fyrir misgengi launa og lána. Öfugt við hina flokkana vildi Fram- sókn draga úr bindiskyldu bank- anna. Þeir skyldu nota aukiö ráðstöf- unarfé sem af þessu hlýst til rekstr- arlána tfl útflutingsfyrirtækja og nýrra fyrirtækja í þeim greinum. Flokkurinn lagði tfl að bundið fé bankanna yrði ekki vísitölubundið í Seðlabankanum en væri með „ein- hverjum vöxtum“. Framsókn lagði einnig til að verðbréfasjóðir yröu skyldaðir til að hafa ákveðna lausa- fjárstöðu, tfl dæmis með kaupum á ríkisskuldabréfum. Kaupleiga yrði aðeins heimil vegna atvinnuvega og heimilt væri að rifta þeim samning- um hvenær sem leigjandi kysi. Framsókn vildi umfangsmiklar breytingar á vaxtastefminni, tafar- lausa lækkun dráttarvaxta og aö ákvörðun um vexti og vaxtamun yrðu flutt frá viðskiptabönkunum til Seðlabanka. Framsókn vildi banna með lögum alla vísitölubindingu nýrra lána, samninga, launa og verð- lags. Þá vildi flokkurinn afnema vísi- tölubindingu af eldri húsnæðislán- um, bæði hjá Húsnæðisstofnun og viðskiptabönkunum, og hækka vexti á almennum lánum í 5 prósent og af félagslegum lánum í 3 prósent. í miölunartillögu Þorsteins var gert ráð fyrir að farið yrði að tiflögu Seðlabanka um aukna bindiskyldu, tillögu Framsóknar varðandi verð- bréfasjóðina og bætt við klausu um að ríkisstjórnin skyldi stuðla að því að skapa skflyrði fyrir lækkandi Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Haukur Helgason raunvöxtum með minnkandi verð- bólgu, bættri stöðu ríkissjóðs og betra jafnvægi í peningamálum. Þessi atriði voru öll felld. Samkvæmt heimildum DV var Þorsteinn um tíma tilbúinn að ganga til móts við Framsókn varðandi hina róttæku kúvendingu í peningamál- um. Hann leitaði meðal annars áhts Seðlabankans á því að kippa láns- kjaravísitölunni úr sambandi. Hafsjór á milli í byggöamálum Alþýðuflokkurinn var með um- fangsmiklar tillögur varðandi at- vinnulíf. Hann vildi skipa nefnd tfl að finna leiðir til að auka hag- kvæmni í atvinnurekstri með samr- una og stækkun fyrirtækja auk fjár- hagslegrar endurskipulagningar. Hann vildi einnig að bankar og spari- sjóðir yrðu sameinaöir og útibúum fækkað. Alþýðuflokkurinn vildi end- urskoða framleiðslustjórnun í land- búnaði og einnig búvörusamninginn. Þá vildi hann endurskoða starfsemi stofnana landbúnaðarins tfl að koma á hagkvæmni og spamaði. Hann vildi einnig hækka gjald á gámafisk, endurskoða fiskveiðistefnuna og gera tilraun með takmarkaða sölu á veiðileyfum. Framsóknarflokkurinn var einnig með fjölþættar tfllögur um atvinnu- stefnuna eins og peningamálin. Hann vfldi að öllum eldri skuldbreytingar- lánum atvinnuveganna yrði breytt í gengistryggð lán í stað vísitölubund- inna lána. Flokkurinn vildi hraöa búháttarbreytingum og flytja út landbúnaðarafurðir.Framsókn vildi einnig efla Byggðastofnun, að dreif- býlisverslun fengi aöstoð þaðan og helmingi Jöfnunarsjóðs yrði varið tfl að jafna aöstöðumun landsbyggðar- innar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði engar tillögur í þessum málaflokkum og þær voru heldur ekki í miðlunartfl- lögunni. Alþýðuflokkurinn krafðist uppstokkunar rikisfjármála AÍþýðuflokkurinn var með viöa- miklar tfllögur um ríkisíjármál. Hann vildi einungis heimila hækk- anir á fjárlögum sem hægt væri að rekja tfl launahækkana. Öðrum hækkunum yrði að mæta með því að draga saman seghn. Fjárlög næsta árs yrðu afgreidd með tekjuafgangi sem næmi einu prósenti af lands- framleiðslu. Rikisútgjöld lækki á næsta ári um 2 prósent. Til þess að ná þessum markmiðum verði öll sjálfvirkni í ríkisútgjöldum afnumin og þar með allir markaðir tekjustofn- ar. Hraðað yrði endurskoðun laga um um tekju- og eignarskatt og ákvæða um skattlagningu eignar- tekna. Framsóknarflokkurinn hafði eng- ar tillögur í ríkisfjármálum. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til aö fjárlög næsta árs yrðu afgreidd halla- laus og án skattahækkana. Ríkissjóð- ir tæki engin ný erlend lán á næsta ári. í miðlunartfllögunni var tekin upp tillaga Alþýðuflokksins um að binda aðra liði en launahöi í fjárlögum þessa árs. Hún var fehd. Ósamkomulag um erlend lán Alþýðuflokkurinn vildi þrengja heimildir tfl erlendrar lántöku þann- ig að hlutfah innlendrar fjármögnun- ar yrði aukið. Flokkurinn vildi heim- ila erlend lán tfl aö treysta fjárhag útflutningsfyrirtækja ef þau stæðust arðsemiskröfur. Framsóknarflokkurinn vildi draga úr erlendum lánum til opinberra framkvæmda, lán til nýrra fiskiskipa yrðu bönnuö og að gjald yrði lagt á alla nýja mannvirkjagerð utan íbúö- arhúsnæðis. Flokkurinn vfldi hins vegar heimila aukna erlenda lántöku vegna skuldbreytinga útflutnings- greinanna. Sjálfstæðisflokkurinn lagði ekki til neinar tillögur varðandi erlenda lán- töku. í miðlunartillögunni var tekið upp ákvæði um að dregið yrði úr ijár- festingarlánum fyrirtækja og sjóða og aukið svigrúm yrði notað tfl að leyfa lán tfl fjárhagslegrar endur- skipulagningar útflutningsfyrir- tækja. Þetta ákvæði var fellt. Ekkert samkomulag um verðlagsmál í verölagsmálum vildi Alþýðu- flokkurinn herða á verðlagseftirliti með samanburðarathugunum, aö landbúnaðarafuröir hækkuðu um 5 prósent 1. júni og væru síöan bundn- ar launahækkunum, eins og fiskur- inn, og aö verð á opinberri þjónustu yrði fryst tfl áramóta. Kostnaðar- hækkunum hins opinberra yrði mætt með aðhaldi í rekstri. Framsóknarflokkurinn vfldi frysta álagningu til áramóta og einnig verö á opinberri þjónustu. Flokkurinn lagði til að ríkissjóður yfirtæki skuldir Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða, „eins og um var sarnið". Sjálfstæðisflokkurinn vildi athuga heimfldir verðlagslaga tfl að heröa á verðlagseftirhti á meðan áhrifa geng- isbreytingarinnar gætti. Þorsteinn setti í miðlunartillögu sína hert eftir- lit meö verðsamanburði. Það var fellt út á fundi formannanna. Stórar ákvarðanir, tímaþröng, ágreiningur og erfið staða Ur þessu tfllöguflóði kom htil mús, eins og forsætisráðherra orðaði það. Gengisfehing og viðræður við aðila vinnumarkaðarins. Verkalýsðhreyf- inguna undir forsæti Ásmundar Stef- ánssonar vildi ræða um efnahagsað- gerðir á breiðum grunni. Upp úr við- ræðunum shtnaði í gær og virðist samráðiö viö verkalýðshreyfmguna þar með vera runnið út í sandinn. Ríkisstjómin hefur nú tæpar tvær vikur til að hemja flóðið í nothaefar ráöstafanir í efnahagsmálum sem flokkarnir geta alhr sætt sig við. En fyrst þarf stjórnin að beija í brestina í samstarfmu. Það var það hætt kom- ið um helgina að stjómarliðar vom alvarlega famir að velta fyrir sér kosningum. Af miskhð ráðherranna síðustu daga er ekki annað að merkja en aö ýmsir þeirra séu ekki famir ofan af þeim hugmyndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.