Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 15 Að stjórna af þekkingu Þaö hefur færst mjög í vöxt hér á landi undanfarin ár að stjómun sé aöeins oröheiti eöa stööutákn. Stjómun sem aögerð er að veröa æ fátíðari. Þetta finnst mér mjög at- hyglisverð staðreynd í ljósi þess hvaö þjóðfélagið hefur fjárfest mikið í háskólanámi manna á þessu sviöi. hef stundum spurt sjálfan mig hvort hugsanlegt sé að menn, sem mennta sig á þessu sviði, fari allir sérhæfingarleiðina. Það virðist, eftir verkum þeirra, sem þeir hafi ekki þroska eða þekkingu til þess að geta haft heildaryfirsýn yfir alla þætti stjórnunar. Fyrirtækið ísland Fyrirtæki það, sem við rekum öll, heiti Lýðveldið ísland. Fyrir- tæki þetta er tölvert deildaskipt og hver deild skiptist upp í margar rekstrareiningar. Tfi þess að stjórna því þarf mjög mikla yfirsýn. Helstu deildir þessa fyrirtækis okkar eru: tekjuöflunardeild sem skiptist upp í undirdeildir fyrir sjávarútveg, iðnað og landbúnað. Hver þessara undirdeilda hefur svo margar rekstrareiningar. Önnur deild í fyrirtæki okkar er þjónustudeildin. Hún skiptist einn- ig upp í undirdeildir. Má þar nefan t.d. verlsunardeiid, framleiðslu fyr- ir innlendan markað, viðskipta- og fjárfestingadeild, feröa- og flutn- ingaþjónustu. Þriðja aðaldeild fyrirtækis okkar er samhjálpar- og stjórnunardeild. Þessi deild skiptist aftur upp í t.d. lífeyrismál og heilbrigðismál, menntamál og menningarmál, hús- næðismál, dómsmál og yfirstóm. KjaHarinn Guðbjörn Jónsson fulltrúi Yfirstjórn þessa fyrirtækis okkar er skipuð 63 mönnum (Alþingi) sem kosnir eru með allsherjaratkvæða- greiðslu. Yfirstjóm þessi setur lög og reglur um samskiptahætti innan fyrirtækisins. Hún setur einnig reglur um viðskipti við aðila utan fyrirtækisins og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra. Yfirstjórnin skipar svo framkvæmdastjórn (ráðherrana) sem sjá um fram- kvæmd samþykkta yfirstjómar og hefur eftirht meö því að eftir þeim sé farið. Til þess að annast eftirlit þetta hefur framkvæmdastjómin starfshópa (ráðuneytin). Rekstrareiningar innan fyrir- tækisins eru sumar reknar beint á ábyrgð yfirstjórnar en einnig eru sjálfstæðar einingar sem greiða gjöld af veltu sinni í heildarsjóð fyrirtækisins. í grófum dráttum Hér hefur verið dregin upp gróf og mjög ófullkomin mynd af þjóð- félagi okkar. Af þessari mynd er „Fyrstu spor í átt til gjaldþrots eru allt- af tekin þegar hætt er aö þróa tekjuöfl- un, meö því t.d. að gæta fyllstu hag- kvæmni í fjárfestingum og rekstri...“ Stjórnun, orðheiti eða stöðutákn. - Stjórnun sem aðgerð er að verða æ fátíðari, segir m.a. í greininni. þó glöggt hægt að sjá aö stjórnend- ur, hvort heldur í yfirstjóm eða hinum einstöku rekstrareiningum, þurfa að hafa mikla yfirsýn ef fyrir- tækið á ekki að verða gjaldþrota. Algengustu ástæður gjaldþrota eru hæfnisskortur framkvæmda- stjórnar, sofandaháttur og sjálfum- gleði yfirstjórnar. Þegar þessir tveir eiginleikar eru fyrir hendi hætta einstakar rekstrareiningar að fara eftir nauðsynlegum reglum um hag heildarinnar en reyna að draga til sín eins mikið og þær geta komist yfir. Fyrstu spor í átt til gjaldþrots eru alltaf tekin þegar hætt er að þróa tekjuöflun með því t.d. að gæta fyllstu hagkvæmni í fjárfestingum og rekstri og ekki er sinnt upp- byggingu nýrra tekjuþátta með arðsemi í fyrirrúmi. Þetta gerist yfirleitt samhhða skeytingarleysi eöa þekkingarleysi yfirstjómar og framkvæmdastjómar. Samhliða þessu fer svo þjónustuhlutinn aö draga til sín stærri hlut teknanna en honum er ætlað, og það kemur ahtaf fyrst niður á samhjálpinni og þróunarmöguleikum tekjuöflunar- innar. Höft eða hagnýt stjórnun Þegar upp hafa komið raddir, sem telja þörf á aðhaldi í fjárreiðum landsins, rísa upp sjálfskipaðir riddarar eyðslunnar og hafa hátt um skerðingu frelsis og óþolandi höft. Sannleikurinn er nú bara sá aö höft hafa alla tíð verið eina virka stjórnunin hér á landi og em enn. En því miður beinast þau eingöngu að skerðingu frelsis til tekjuöflunar fyrir þjóðfélagið. Á árum haftanna, sem svo eru kölluð, beindust höftin fyrst og fremst gegn eyðslu þess litla gjald- eyris sem við öfluöum. Frá fyrstu tíð th dagsins í dag hefur maðurinn þurft að leggja hömlur á langanir sínar. Á sama hátt er það staðreynd enn í dag aö sá er aflar tekna á heimili hefur ákvörðunarvald um hvernig þeim er variö. Hvers vegna er þessi þáttur talinn fjarstæöa í stjórnkerfinu en dyggð á heimilun- um? Skyldu stjórnvöld vera búin að finna endimörk þess sem hægt er að láta sig langa í? Með hestu kveðjum. Guðbjörn Jónsson „MR er öðru visi menntastofnun sem kennir önnur sjónarmió um þekk- ingu og þjóðfélag," segir greinarhöfundur. um Hversu oft heyrist ekki sú fullyrð- ing að skólum, uppeldi og menntun fari hrakandi? Að nemendur nú til dags viti ekki neitt og að agaleysi í skólum sé yfirþyrmandi. Að menntakerfið sé að sálga þjóðinni með ofureyðslu. Að kennarar vinni ekki nema hálfan vinnutímann! Yfirleitt er málflutningur af þessu tæi ekki byggður á sérlega haldgóðum staðreyndum. Oftast eru slíkar fullyrðingar einfa'ldlega rangar. Þeir sem flytja þær láta sig það engu skipta því að þær eru hluti af íhaldssömum alþjóðlegum áróðri byggöum á þeirri skoðun að skólar eigi að viöhalda ríkjandi ástandi í heiminum (les: þjóðfélags- legu misrétti) í stað þess að vera virkt afl í þjóðfélagsbreytingum í átt til jafnréttis (t.d. karla og kvenna eða jafnréttis milh lands- hluta). Var einhvern tíma gullöld? Lítum aðeins á þessar fullyrðing- ar, t.d. á það hvenær var gullöld íslenskra skóla. Alla síðustu öld hafa verið einhveijir sem hafa talið skólum fara aftur. Margir töldu að miklu betri árangur hefði verið af kennslu á kvöldvökum á 19. öld en í farskólum á fyrri hluta 20. aldar. Aðrir básúnuðust yfir því að stærð- fræðideild hefði verið stofnuð í Menntaskólanum í Reykjavík og gríska lögð niður sem skyldunáms- grein fyrir stúdenta. Að ekki sé talað um áróður dagsins í dag um hvað þekkingu útskrifaðra stúd- enta fari hrakandi. Sjónarmið sem þessi eru ekki byggð á staðreyndum. Ef einhveij- ar staðreyndir koma viö sögu þá eru þær samtvinnaðar skoðunum og þjóðfélagslegum aðstæðum sem valda því t.d. að fleiri nota stærð- fræði en grísku þegar upp í háskóla er komið. Þegar verið er meta framför og afturför verður aö taka með í reikninginn þjóðfélagsleg áhrif breytinganna. Það hlálega er að. ef þaö væri mælt þá kæmi auðvitað í ljós að MR-ingar 1988 vita miklu meira heldur en MR-ingar 1968. Þeir vita jafnvel fjölmargt sem enginn vissi KjaUarinn Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur og nemi í Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum 1968. Hvort MR-ingar 1988 eru hins vegar merkilegra fólk en MR-ingar 1968 skal ósagt látið (ég hef reyndar ekki áhuga á svarinu). Til viðbótar má nefna að það vill svo til að ég veit að stúdentar frá Menntaskól- anum við Sund vorið 1986 vissu meira um 20. aldar mannkyns- og íslandssögu en stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1975 vissu um sama efni (þaö er ekki bara það sem bættist við af sögu á þessum ellefu árum, heldur var þetta efni einfaldlega ekki til umfjöllunar í MA á umræddum tíma!). MR-ingar 1988 eru hins vegar áreiðanlega ekki merkilegri en stúdentar frá fjölbrautaskólum hist og her um landið. Það er ekki bara hvað stúdentarnir vita og geta sem veldur því að ég fullyrði þetta eða sigur nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands í spurningakeppni framhaldsskólanna í sjónvarpinu 1986. MR er öðru vísi menntaskofn- un sem kennir önnur sjónarmið um þekkingu og þjóðfélag. Þeir sem eru málsvarar þess að MR-stúdent- ar séu öðrum lærðari (það er reyndar venjulega orðað „betur búnir undir háskólanám") taka af- stöðu með tilteknum þjóðfélagsleg- um gildum. Það gera að sjálfsögðu einnig málsvarar fjölbrautaskól- anna. Munurinn er sá að talsmenn „MR-gúdanna“ telja sín gildi hlut- laus á meðan talsmenn íjölbrauta- skóla og jafnréttis til náms vita vel að engin gildi eru hlutlaus. Hefur eitthvað breyst? Önnur meginspurning, sem spyrja má, er hvort eitthvað hefur breyst í íslenskum skólum sl. 20 ár. Hvort t.d. samfélagsfræðin ill- ræmda, sem aldrei komst til fram- kvæmda nema að örlitlu leyti, hafi kollvarpað allri söguþekkingu landsmanna eins og hafdið hefur verið fram í alvöru. A.m.k. hefur minna breyst en mörgum áköfum skólamönnum finnst að hefði þurft að breytast. Sérstaklega á það við um hvað ver- ið er aö gera í hverri einstakri kennslustund. Hafa kennsluhættir breyst með nýju námsefni? Hefur innihaldið breyst? Er enn verið að kenna bömum og unglingum sömu sjónarmiðin? Hvaö sem öðru líður er vel ljóst að lestur, skrift, reikn- ingur og íslenska eru ennþá kjarnanámsgreinar sem allir kenn- arar leggja ríka áherslu á. Eitt hefur sem betur fer breyst: Fleiri en áður geta stundaö nám í framhaldsskólum. Er sú staðreynd kannski þyrnir í augum þeirra sem áður nutu þeirra forréttinda að geta stundað nám í MR meðan fáir aðrir framhaldsskólar voru til? Eru þeir smeykir við að fá fleiri utan af landi í háskólanám eða til fram- haldsnáms erlendis? Er það slæmt að Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur gert mér og mörgum öðrum, sem ella hefðu ekki átt þess kost, kleift að stunda þroskandi og gagnrýnið nám? Ekki einir í heiminum íslenskir íhaldsmenn eru ekki einir í heiminum við að berjast gegn samfélagsfræði og auknum möguleikum alþýðufólks til náms (með fjölbrautaskólum, Lánasjóði, o.s.frv.). í Hessen í Þýskalandi hef- ur verið gerð svipuð aðför að sam- félagsfræði og á íslandi, hér í Bandaríkjunum eru róttæk hægri öfl enn að berjast fyrir því að banna kennslu um þróunarkenningu Darwins, að heimta bænahald og reyna að rífa niður alla ávinninga í átt til jafnréttis, í Bretlandí er rík- isstjórn Thatchers að... Við getum haldið upptalningunni áfram en rúmið hér leyfir það ekki aö þessu sinni. Ingólfur Á. Jóhannesson „Islenskir íhaldsmenn eru ekki einir í heiminum viö að berjast gegn sam- félagsfræöi og auknum möguleikum alþýðufólks til náms (með fjölbrauta- skólum, Lánasjóði, o.s.frv.).“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.