Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 19. MAl 1988. Sviðsljós Peter Falk þarf líklega aö fara að dusta ryk- iö af gamla rykfrakkanum sínum sem hann notaði í hinum geysi- góðu Colomboþáttum. Nýlega var ákveðið að taka upp nokkra þætti til viðbótar og hljóta aðdáendur þáttanna að fagna þeirri ákvörð- un. Það var leikstjórinn Steven Spielberg sem leikstýrði þeim á sínum tíma og líklegt þykir að hann muni einnig taka að sér leikstjórn nýju þáttanna. Harrison Ford á að ganga í hjónaband í þriðju myndinni um Indiana Jones því að framleiðendur þáttanna telja að hægt sé að byggja upp meiri spennu með því að setja Indiana Jones í þá stöðu að þurfa ekki aöeins að verja sjálfan sig heldur og einnig eiginkonu. Heyrst hefur að Harrison Ford sé ekkert allt of hrifmn af húgmyndinni en hann fær engu um ráðið. Michael J. Fox var nýlega efstur í allsérkenni- legu kjöri. Aðilar, sem hafa það að áhugamáli að safna eigin- handaráritunum frægra stjarna, kusu hann sem besta vin sinn því ' að hann gefur sér alltaf tíma til þess að gefa fólki eiginhandará- ritun. Michael finnst alveg sjálf- sagt að gefa áritanir því aö það séu aðdáendumir sem geri stjörnurnar vinsælar og því séu stjörnurnar ekkert of góðar til þess að gera þetta smáviðvik. 1 rv'- Ólyginn sagði... Aldnir Húsvikingar hlýða á upplestur á samverustund með Lionsmönnum. DV-mynd JS Samvemstund eldri borgara Jóharmes Sigurjónsson, DV, Húsavik: Árviss atburður í félagslífi eldri borgara á Húsavík er samverustund í Félagsheimilinu í boði Lionsklúbbs Húsavíkur. Um 140 eldri borgarar nutu veitinga og skemmtiatriða sunnudaginn 8. maí síðastliðinn og skemmtu sér konunglega og tóku vel undir í fjöldasöngnum. Að venju lauk samverustundinni meö dansi og að sjálfsögðu ekki við undirleik rokksveitar. Félagar úr Harmonikkufélagi Þingeyinga léku fyrir dansi og masúrkinn, polkar og valsar voru allsráðandi eins og vera bar. Heimsókn í fiskasafn Allt fyrir frægðina Á hverju ári streymir stór hópur föngulegra stúlkna til Cannes á kvikmynda- hátíð þar í þeirri von að vekja áhuga kvikmyndaleikstjóra. Margar þeirra koma fram ansi klæðlitlar og telja að möguleikarnir aukist við það. Þær stúlkur vekja ávallt áhuga Ijósmyndara þótt framinn nái iðulega ekki lengra en svo að af þeim birtist ein mynd. ' Símamynd Reuter Fjöldi bama hlustaði hugfanginn á Kristján útskýra eitt og annað í samband- ið við.safnið og fiskana. DV-mynd Ómar Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: Uí7nn Úr Hamarsskóla, gremilegt ---------------------------------- sjomannsefni, eftir aö Kristján Egils- „Það var rosalegan gaman að sjá son, forstöðumaöur Fiskasafnsins í alla þessa fiska - ég ætla að koma Vestmannaeyjum, hafði sýnt börn- hingað fljótt aftur,“ sagði einn strák- um úr Hamarsskóla fiskisafnið. íþróttamenn Hattar fyrir árið 1987, talið frá vinstri: íþróttamaður '87, Kári Rafnkelsson. Körfuknattleiksmaður ’87, Birgir Vilhjálmsson. Knattspyrnu- maður '87, Guttormur Brynjólfsson. Handknattleiksmaður ’87, Sigurþór Arn- arsson. Fimleikamaöur '87, Sif Ólafsdóttir. Skíðamaður '87, Adda Birna Hjálmarsdóttir og frjálsíþróttamaður ’87, Andri Sigurjónsson. DV-mynd Al Hattardagurinn á Egilsstoðmn Aima Ingólfedóttir, DV, Egilsstödum: Hinn árlegi Hattardagur var hald- inn nýlega í íþróttahúsinu á Egils- stöðum. Þar sýndu íþróttamenn Hattar ýmislegt úr starfi sínu og voru síðan veitt verðlaun fyrir hverja íþróttagrein og íþróttamenn ársins 1987 voru heiðraðir. Var síðan brugð- ið á leik og keppt í heimatilbúinni íjölþraut í boltaíþróttum, fimleikum og frjálsum íþróttum. Fjölþrauta- drottning Hattar var Ása Heiður Rúnarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.