Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. Spakmæli 43 Skák Jón L. Árnason Anatoly Karpov var hætt kominn gegn heimamanninum Winants á heimsbikar- mótinu í Brussel. Winants missti af væn- legri leið í miötaflinu og síðar gat hann tryggt sér jafntefli á einfaldan hátt. Stað- an var þannig, Winants hafði hvítt og átti leik: 38. ’RfB? Dal+ 39. Rfl Rxd4 40. Hxg7 Kxg7 41. Dg3+ Kh8 42. Dd3 Rf5 43. Da6 og Winants gafst upp um leið. Frá stöðumyndinni var mun sterkara að leika 38. Hxg7! Kxg7 39. Dg3+ Kh8 40. Df4 Hg8+ 41. Kh2 Hg7 (41. - Hg6 42. Dxf7 býður hættunni heim) 42. Dxh6 + Hh7 42. Df6+ Hg7 43. Dh6+ og jafntefli með þrá- skák. Bridge Hallur Símonarson Það er alltaf gaman að sjá falleg vam- arspil - sjá þegar spUarar treysta hvor öðrum fuUkomlega. Austur gaf. Allir á hættu: * K4 ¥ 65 ♦ 105 + KG109765 * 65 ¥ 107432 ♦ ÁDG872 * 97 ¥ KG98 ♦ K964 + ÁD4 * ÁDG10832 ¥ ÁD ♦ 3 + 832 Spilið kom fyrir í sveitakeppni í Quebec í Kanada á síðasta ári. Á öðru borðinu varð lokasögnin fjórir spaðar í suður. Vestur spilaði út í opnunarlit austurs, hjarta. Suður fékk tíu slagi. Gaf tvo slagi á lauf og einn á tígul. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: Austur Suöur Vestur Norður IV 1* 2» 3+ pass 3¥ pass 34 pass 4+ 44 pass pass 44 54 pass pass 5* dobl P/h Þar sem austur haföi í tvígang sagt pass við tígulsögnum vesturs - eftir að vestur hafði í bytjun stutt hjartað - taldi spilar- inn í vestur að miklar líkur væru á að austur ætti tígulkóng. Spilaði því út tíg- ultvistinum í 5 spöðum dobluðum. Það heppnaðist vel. Austur átti slaginn á tíg- ulkóng og reyndist traustsins verður, þegar hann spilaði lauftvistinum til baka!! Fallegt. Vestur trompaði og austur fékk síðar tvo laufslagi. Tveir niður eða 500 og samtals 1120 fyrir spilið. Það gerði 15 impa. fæst í blaðasölunni f a járnbrautarstöðinni i Kaupmannahöfn. Hvers vegna tókstu ekki út milliþáttinn og gafst öskutunnunni þetta strax? Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 13333, slökkvilið sími 12221 og sjúkrabifreið sími 13333 og í sím sjúkrahússins 14000. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slökkviliö 2222, sjúkrahúsiö 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 22222. Isafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna 1 Reykjavík 13. til 19. maí 1988 er í Vesturbæjarapóteki og Háaleitis- apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Noröurbæjarapótek er opið máinudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæöi apótekin hafa opið fostudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opiö virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opiö í þessum apótekum á afgreiöslutíma verslana. Apótekih skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opiö í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öörum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar em gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavaröstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreiö: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11166, Hafnar- fjöröur, sími 51100, Keflavík, sími 13333, Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á vegum Krabbameinsfélagsins virka daga kl. 9-11 í síma 91-21122. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu em gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustööin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvaktlæknafrákl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsugæslustöövarinnar). Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna í síma 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-6, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliöinu í síma 222?,2 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartimi Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18 alla daga. GjörgæsludeOd eftir sam- komulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fóstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18. 30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfiröi: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Fimmtudagur 19. maí Rýfur Mussolini bresk-ítalska samn inginn og sendir herafla til Spánar? - Bretar óttast að stefna Chamberlains í utanríkismálum sé dauðadæmd ef ítalir meta meira sigur Francos en gerða samninga Hann veit ekkert en heldur sig vita allt. Það bendir greinilega til stjórn- málalegs frama G.B. Shaw Söfnin Borgarbókasafn Reykjavikur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafniö í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270. Sólheimasafh, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind sööi eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opiö mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opiö mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafhiö í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Allar deildir em lokaöar á laugard. frá I. 5.—31.8. Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safhsins er á þriöjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13.30-16.00. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi í síma 84412. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi7: Op- ið alla virka daga nema mánudaga kl. II. 30-16.30. Um helgar kl. 11.30-18. Listasafn Einars Jónssonar er opiö laugard. og surrnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagaröurinn er opinn alla daga kl. 11-17. Náttúrugripasafniö við Hlemmtorg: Opiö sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánu- daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu- daga 14-17. Þjóðminjasafn tslands er opiö sunnu- daga, þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13.30-16. Bilaitir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 22445. Keflavik, sími 2039. Hafnarfjöröur, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjamames, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 1515, eftir lokun 1552. Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekið er viö tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- Vandamái að stríöa, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 20. maí. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ættir að láta skoöanir þínar í ljós, sérstaklega ef þú ert á höttunum eftir stuðningi við nýja hugmynd. Að öðru leyti verður dagurinn hefðbundinn. Sennilega kemur eitthvað athyglisvert upp seinni partinn. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú ættir endilega aö taka föstum tökum einhver mál eða verk sem þú hefur sett tii hliðar af einhveijum orsökum. Breyttar aðstæður síðan geta veriö ástæðan fyrir að þér geng- ur betur núna. Happatölur þínar eru 4,13 og 27. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þig vantar ekki ímyndunarafl eða kraft, vandamálið er helst hvernig þú getir haft sem best not fyrir það. Það gæti verið best fyrir þig að horfa til lengri tíma. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú þarft sennilega að hlusta á aðra sem hafa veriö óheppn- ari en þú og lána jafnvel öxl til að gráta við. Þú ættir ekki að taka nærri þér gagnrýni sem þú mátt búast við. Hún kemur jafnvel úr hörðustu átt. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þú ættir ekki að gera stórvægilegar breytinar á einhveiju sem snertir annað fólk. Þú ættir að reyna að fá álit annarra á ákveðnu máh. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Styrkur þinn liggur sennilega í hugmyndaflugi þínu og hvernig þér tekst að koma þeim á framfæri. Þú ættir að taka daginn snemma og gefa sjálfum þér tima til að hugsa. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú gætir komiö miklu í verk í dag en þú verður aö vera tilbú- inn til að sýna öðrum hvað það er sem þú ert að hugsa. Það er ekki víst að aðrir fylgi eftir eldmóði þínum. Vertu alla vega viðbúinn því. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú gætir séð möguleika í hugmyndum annarra og nýtt þér þá. Eitthvað kemur þér á óvart, sennilega eitthvað sem þú hefur tapað eða lánað fyrir lögnu. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú eyðir miklum tíma í að hugsa um fjölskylduna og heimil- ið og ekki að ástæðulausu. Það sem gæti hugsanlega háð þér í dag er einbeitingarskortur. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú ættir aö ganga úr skugga um aö allar upplýsingar séu réttar áður en þú framkvæmir þær. Varastu hluti sem gætu verið teknir illa upp. Happatölur þínar eru 1, 19 og 35. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þaö þurfa allir að tala mikið í dag. Það gengur fullt af kjafta- sögum. Sumar eru athyglisveröar, aðrar ekki. Þú ættir að reyna að nýta þér þær upplýsingar sem þú telur þig þurfa og hlusta ekki á hitt. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Ákveðin mál gætu þróast í eitthvað mjög athyglisvert. Þú ættir ekki að hika við aö nýta þér hvert tækifæri sem þér býðst í átt aö takmarki þínu. Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.