Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 25 sn i úrslitaleiknum í gærkvöldi. Það voru iðu þríyegis og tryggðu Leverkusen sinn Símamynd/Reuter in í UEFA-bikamum: Spán- r lítið! taugum í vítakeppni Ágætur dómari leiksins dæmdi markiö ógilt. Á 57. mínútu kom svo fyrsta markið, Tita náöi aö pota boltanum í netiö af stuttu færi, 1-0. Fimm mínútum síðar brunaði Klaus Táuber, nýkominn inn á sem varamaður, upp kantinn og gaf fasta sendingu frá endamörkum, Falko Götz henti sér glæsilega fram og skallaöi í markið. Stórkostleg tilþrif og staöan 2-0. Leverkusen sótti án afláts og á 81. mín- útu skallaði Kóreumaðurinn Bum-Kun Cha í mark Espanol, 3-0. Þar með þurfti aö framlengja og þá var Leverkusen áfram ívið sterkari aðilinn en þó var allt annaö að sjá til Spánverj- anna en í leiknum sjálfum. Ekkert var skorað og því þurfti vítaspyrnukeppni. Spánverjar skoruðu úr sínum fyrstu tveimur spyrnum á meðan Falkenmeyer lét NKono verja frá sér fyrstu spyrnu Leverkusen. En þá biluöu taugar leik- manna Espanol, þeir klikkuðu þrisvar á meðan Þjóðverjarnir skoruðu jafnoft og þar með voru úrslitin ráðin - Leverkus- en þurfti ekki á sinni fimmtu spyrnu að halda. Fögnuður áhorfenda og leikmanna Leverkusen var taumlaus í leikslok og í hátalarakerfi vallarins glumdi við „We are the champions" með Queen! Fæstir reiknuðu með að Leverkusen gæti unnið upp öruggt forskot Espanol en með dæ- migerðum þýskum baráttukrafti tókst Uðinu það ómögulega. íþróttir Þjátfaraskipti hjá körfuknattleiksliði UMFN: Valur er hættur Njarðvíkingar leita að bandarískum þjáffara Ægir Már Kárason, DV, Sudurmesgum; Valur Ingimundarson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari bik- armeistara Njarðvíkur og ætlar einvörðungu að spila með hðinu í úrvalsdeildinni næsta vetur. Valur hefur þjálfað liðið í tvö ár með góö- um árangri, það varð íslands- og bikarmeistari undir hans stjóm 1987 og varði bikarinn á dögunum. „Ég er búinn að þjálfa hðið i tvö ár og fmnst tímabært að hleypa í þetta nýju blóði,“ sagði Valur í spjalh við DV í gær en í sumar þjálfar hann knattspyrnulið Vals á Reyðarfiröi. „Það er mikil eftirsjá að Val sem þjálfara, þeir gerast ekki betri hér á landi. Valur er frábær leikmaður en enn betri þjálfari og þá er mikið sagt. Við erum að leita að banda- rískum manni til að taka við hans hlutverki,“ sagðiHOmar Hafsteins- son, formaður körfuknattleiks- deildar UMFN, við DV í gærkvöldi. • Valur Ingimundarson stjórnar ekki iiöi UMFN næsta vetur. ísland - Portúgal á þriðjudag: Amljótur valinn í ólympíuhópinn Arnljótur Davíðsson, sóknarmað- urinn efnhegi hjá Fram, hefur verið valinn í landsliðshóp íslands fyrir ólympíuleikinn gegn Portúgal sem fram fer á Laugardalsvellinum næsta þriðjudagskvöld. Friðrik Friðriksson, markvörður B 1909 í Danmörku, er í hópnum á ný en hann missti af leikjunum í Hol- landi og Austur-Þýskalandi vegna meiðsla. Að auki eru í hópnum þeir Guðmundur Hreiðarsson, Kristinn R. Jónsson, Þorsteinn Guðjónsson og Sveinbjörn Hákonarson, sem ekki voru með í þeirri ferð. Páll Ólafsson og Ormarr Orlygsson eru hins vegar ekki í hópnum að þessu sinni, en Ormarr gaf ekki kost á sér vegna prófa. • Pétur Pétursson er laus úr leik- banninu og veröur væntanlega í fullu fjöri í Keflavík í kvöld. í hópnum sem býr sig undir leikinn er 21 leikmaður. Markverðir eru, auk Friðriks, þeir Birkir Kristinsson, Fram, og Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi. Aðrir leikmenn eru Framar- arnir Þorsteinn Þorsteinsson, Viðar Þorkelsson, Pétur Arnþórsson, Guð- mundur Steinsson, Kristinn R. Jóns- son, Guðmundur Torfason og Arn- ljótur Davíðsson, KR-ingarnir Ágúst Már Jónsson, Rúnar Kristinsson og Þorsteinn Guðjónsson, Valsmenn- irnir Valur Valsson, Ingvar Guð- mundsson og Jón Grétar Jónsson, Skagamennirnir Ólafur Þóröarson og Heimir Guðmundsson, Halldór Áskelsson úr Þór, Þorvaldur Örlygs- son úr KA og Sveinbjörn Hákonar- son úr Stjörnunni. Keflvíkingar og KR-ingar heija 2. umferð 1. deildar keppninnar í knatt- spyrnu í kvöld. Félögin mætast á malarvellinum í Keflavík og hefst leikurinn kl. 20. Grasvöhur Keflvík- inga er ekki tilbúinn en heimamenn telja öruggt að hann verði til reiðu í næsta heimaleik, gegn Fram þann 8. júní. Keflvíkingar byrjuðu vel í deildinni um síðustu helgi, unnu Völsunga, 3-1, en KR gerði jafntefli við nýliða Víkings, 2-2. Bæði lið tefla fram sín- um sterkustu leikmönnum, Pétur Pétursson hefur tekið út sitt leikbann • Jan Mölby leikur varla í þessum búningi á Evrópumótinu í sumar. og er aö nýju í hði KR og Daníel Ein- arsson fer ekki í bann fyrr en gegn KA í 3. umferðinni og getur því leik- ið í kvöld. Annar leikurinn í 2. deildar keppn- inni er á dagskrá í kvöld, Breiðablik tekur á móti FH á grasvellinum í Kópavogi. Það verður fyrsti grasleik- ur íslandsmótsins í ár. í 4. dehd eru tveir leikir, Ægir fær Skotfélag Reykjavíkur í heimsókn th Þorláks- hafnar kl. 20 og þar ætti einnig að vera leikið á grasi og á gervigrasinu í Laugardal eigast við Ármann og Hafnir. -VS 2. umferðin hefst í kvöld: ÍBKogKRámöl- inni í Keflavík íslandsmótið - 2. deild: ÍR-ingar nýttu færin vel - unnu SeHyssinga, 3-1, á gervigrasinu „Ég er ekkert allt of ánægður með leik minna manna þrátt fyrir sigur í kvöld og ég hef trú á að við getum leikið mun betur en í þessum leik. Við fengum tvö mörk á silfurfati í byrjun og ég verð að játa að heppnin var okkur hliðholl að þessu sinni,“ sagði Theódor Guðmundsson, þjálf- ari ÍR-inga, eftir að lið hans hafði sigrað Selfyssinga, 3-1, í fyrsta leik 2. dehdar á gervigrasinu í Laugardal í gærkvöldi. Það má með sanni segja að ÍR-ingar hafi fengið tvö fyrstu mörk sín á silf- urfati. Gegn gangi leiksins skoruðu ÍR-ingar úr sinni fyrstu sókn á 10. mínútu. Vörn Selfyssinga var iha á verði þegar Bragi Björnsson gaf fyrir markið og Hallur Eiríksson skoraði laglegt mark eftir að hafa leikið á varnarmann. Tveimur mínútum síð-, ar var dæmd vafasöm vítaspyrna á Selfyssinga og Karl Þorgeirsson skoraði örugglega. Staðan þá orðin 2-0 eftir aöeins tvær sóknir Breið- holtsliösins en það sem eftir lifði fyrri hálfleiks sóttu Selfyssingar stíft án árangurs. Rothöggið kom síðan um miðjan síðari hálfleik þegar Halldór Hah- dórsson skoraöi þriðja mark ÍR-inga með fallegum skalla eftir auka- spyrnu Knúts Bjarnasonar. Selfyss- ingar reyndu hvaö þeir gátu til að minnka muninn en sóknarlotur liðs- ins voru daufar og ómarkvissar og lítt hættulegar fyrir sterka vörn ÍR- inga. Á síðustu mínútunni tókst gest- unum þó loks að skora þegar dæmd var rétthega vítaspyrna á IR-inga og Guðmundur Magnússon skoraði af öryggi. Guðmundur Stefán Maríasson dæmdi leikinn ágætlega. Maður leiksins: Hallur Eiríksson, ÍR. -RR Danska EM-liðið: Mölby ekki valinn - hættur við KB Þaö er næsta ljóst að Jan Mölby, leikmaður með Liverpool á Eng- landi, veröur ekki í landsliði Dana sem keppir í úrslitum Evrópumóts- ins i V-Þýskalandi. Sepp Piontek hef- ur valið þann hóp sem mun æfa fyr- ir keppnina og er Mölby ekki á með- al þeirra leikmanna sem landsliðs- þjálfarinn hefur kosið. Til stóö um tíma að Mölby gengi th liðs við danska félagið KB. Var ætlunin að hann spiláði með því lið til að öðlast leikform en Daninn hef- ur gjarnan setið á bekknum hjá Li- verpool í vetur. Sú áætlun, að leigja Mölby frá Englandsmeisturunum, er hins vegar grafin í kjölfar vals Pion- teks á leikmönnum: „Fyrst Sepp hefur ekki valið mig í landsliðshópinn tel ég að Evrópu- meistarakeppnin sé úr sögunni hvað mig snertir. Ég sé engan tilgang í því að koma heim og eyða kröftum tii einskis. Þá er betra að fara í langt frí þar til hjóhn fara aö snúast hjá Li- verpool með haustinu,“ segir Mölby, í spjalli viö danska blaðið BT. -JÖG Knattspyma: Jón Bjarni í raðir Fylkis Framherjinn Jón Bjami Guð- mundsson, sem lék með Víking- ura á síðasta timabhi, er nú geng- inn í raðir Fylkismanna á nýjan leik. Hann gerði 2 mörk meö Vik- ingum í fyrrasumar en skoraði grimmt árið á undan, þá 10 mörk í 18 leikjum. „Þaö er rétt aö Jón Bjarni verö- ur raeð okkur í baráttunni í sum- ar,“ sagði Lúövík Andreasson, forraaður knattspymudeildar Fylkis, í samtah við DV í gær. „Við höfum styrkst mikiö og þaö er hugur í mönnum. Viö stefiium á að ná 3. til 4. sæti í annarri dehdinni en það skamm- ast enginn þótt við fómm ofar,“ sagöi Lúvðik. Þess má geta aö auk Jóns hafa Fylkismenn fengið þá Örn Valdi- marsson og Pétur Óskarsson úr Fram, Stefán Steinsen úr KR og markvörðinn Pat Nolan frá Bandaríkjunum. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.