Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. Utlönd Óeirðir á Vanuatu Myrtu tuttugu og átta BRASILIA Morðin eiga að hafa átt sér stað i tjallahéruðum Perú Mannréttindahópur í Perú full- yrðir að hermenn stjórnarhers landsins hafi myrt að minnsta kosti tuttugu og átta smábændur í fjalla- héruðum landsins um síðustu helgi í hefndarskyni fyrir árásir skæru- liða maóista á hermenn. Talsmenn hópsins segja að her- menn hafi gert áhlaup á bæinn Cayara í Ayacucho-héraði á laug- ardag, skömmu eftir að skæruliðar gerðu hersveit fyrirsát í nágrenni bæjarins. Lögreglan í Perú segir að skæru- liðar hafi fellt tóJf hermenn og sært tuttugu í árásum á laugardag. Þá segir mannréttindahópurinn að hermenn hafi síðar um helgina ráðist á þorpin Coenhua og Hu- amnilla og myrt þar smábændur sem komust undan á fiótta frá Cay- ara. Sjáifsalasími fyrir heimili Bandaríska fyrirtækið South- western Bell Telephone hefur nú hannað og sett á markað símtæki sem gæti leyst vanda þeirra sem búa við áþján af hálfu þeirra sem ganga í síma annarra til afnota. Tæki þetta er venjulegt símtæki, til afnota í fyrirtækjum og á heimil- um, nema að því leyti aö það þarf að setja í þaö pening til að þaö virki. Tæki þetta vekur vonir margra sem til þessa hafa þurft aö bera kostnaö af símnotkun annarra. Nú _ er hægt aö láta ágenga granna borga símtöl sín, án þess aó’véra’íeTðmleg ur. Og það sem ef til vill gerir símtæki þessi enn áhugaveröari fyrir marga er að með þeim verður hægt að láta unglinga borga simtöl sín af vasapeningum og þannig halda símanotkun þeirra í lágmarki. Sumsé, hinn merkilegasti gripur og mesta furöa að hann skuh ekki hafa komiö fram á sjónarsviöiö fyrr. Síminn sem Southwestern Bell Telephone hefur nú sett á markað. iu«er Birgöir til lögreglunnar á Vanuatu voru Huttar frá Ástralíu. Simamynd Reuter Einn maöur lét lífið, tíu særöust og um þrjátíu voru handteknirþeg- ar til óeirða kom á Kyrrahafseyj un- um Vanuatu á miðvikudag. Óeirð- imar .spruttu upp úr mótmælaað- gerðum um tvö þúsund innfæddra sem krefiast úrbóta á skiptingu nýtfiegs lands á eyjunum. Telja þeir sér mismunað varðandi eign- arhald í þeim efnum. í óeirðunum réöust mótmælend- ur á verslanir, brutu íþeim glugga og rændu þær. Þá réðust hinir innfæddu einnig á nokkrar opinberar byggingar í Port Vila, höfuðborg eyjanna. Lögreglunni á Vanuatu tókst að stööva óeirðimar eftir aö henni bámst birgðir frá lögreglunni í Verslanagluggar voru brotnir og Ástralíu, þar á meðal táragas og verslanlmarrændaríóeirðunum. gasgrímur. Sfmamynd Reuter Slanga í bananasendingu Nær tveggja metra löng Python- slanga fannst í bananasendingu i finnska bænum Seinajoki nú í vik- unni. Slöngunnar varð ekki vart í sendingunni fýrr en hún haföi bitið mann. Eftir nokkra ígrundan var ákveðið aö drepa slönguna og var dóminum fullnægt samstundis. Ekki er vitað hvemig slangan komst í bananasendinguna sem kom til Finnlands frá Suður- Amerikuríkinu Kólurabíu. Mögulegt er tahð að einhver hafi komið henni fyrir 1 bananakassa meö vilja en liklegra mun þó vera Slangan í kassa af banönum. aö kvikindið hafi skriðið ofan í simamynd Reuter kassann fyrir tilviljun. Uppreisnar minnst Rúmlega þrjátíu þúsund manns hlýddu í gær á ræður stjórnmálamanna og leiðtoga stúdenta í borginni Kwangju í Suður-Kóreu í gær. Símamynd Reuter Óeirðalögregla skaut í morgun táragasi að þrjú þúsund námsmönn- um í Seoul í Suður-Kóreu sem voru á leið til bandarísku menningar- stofnunarinnar þar í borg eftir frið- samlega útfor félaga þeirra. Hann hafði stytt sér aldur á sunnudag en áður hafði hann dreift flugmiðum þar sem Bandaríkin voru sökuð um að styðja „undirokandi" stjórn Roh Tae-Woos. Einnig mótmælti hann því að yfirvöld í Suður-Kóreu skyldu hafa leyft að uppreisnin í Kwangju 1980 skyldi bæld niður. Um þrjú þúsund námsmenn í Seoul í Suður-Kóreu efndu til mótmælaað- gerða í gær og brenndu eftirmynd bandariska fánans ásamt eftirmynd- um af Chun Doo Hwan, fyrrverandi forseta, og Roh Tae-Woo, núverandi forseta. Voru námsmennirnar að minnast uppreisnarinnar í Kwangju fyrir átta árum. Simamynd Reuter Samkvæmt sameiginlegum varn- arsamningi hefur bandaríski herinn, sem staðsettur er í Suður-Kóreu, yfirstjórn yfir her Suður-Kóreu ef til aðgerða kemur. Bandarísk yfirvöld hafa alltaf neitað allri aðild að at- burðunum. Um tvö hundruð manns létust í átökunum samkvæmt upp- lýsingum hins opinbera en stjórnar- andstæðingar segja að fleiri en eitt þúsund hafi fallið. Roh forseti var hershöfðingi árið 1980, þegar uppreisnin varð, og náinn vinur Chun Doo Hwans, fyrirrenn- ara síns í forsetaembættinu. Alls fylgdu um tíu þúsund manns námsmanninum til grafar í gær en þrjú þúsund tóku þátt í mótmælum eftir jarðarförina. Nokkrir stúdentar rifu niður skilti af menningarstofn- uninni og köstuðu bensínsprengjum að henni en skemmdir urðu þó ekki miklar. Allt að hundrað þúsund manns fóru í fjöldagöngur víðs vegar um Suður-Kóreu í gær til þess að minn- ast maídagsins frá 1980 þegar stúd- entar í Kwangju gerðu uppreisn gegn herlögum forsetans og handtöku stjómmálamannsins Kims Dae- Jung. Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, heimsækir Aust- urríki innan skamms en hann kær- ir sig ekki um að hitta Kurt Wald- heim, forseta landsins, ogþví verð- ur aðeins um óopinbera heimsókn að ræða. Carlsson mun hitta Vran- itzky kanslara að máli og endur- gjalda opinbera heimsókn hans til Svíþjóöar síðastliöiö sumar. En heirasókn Carlssons verður með öðrum hætti en heimsókn Vranítzkys til Svíþjóðar. Að sögn Dagens Nyheter er ástæðan sú að Carlsson vill ekki hitta Waldheim að máh og hefði því aldrei fallist á opinbera heimsókn til landsins. Fortíð Waldheims í hersveitum nasista í seinni heimsstyrjöldinni hefur einangrað hann æ meir og þa’ð eru ekki margir þjóðhöfðingjar sem hafa komið í opinbera heim- sókn til Austurríkis síðan Wald- heim var kosinn forseti landsins. Hóta að drepa gíslana Bardagárnir í úthverfunum í suð- urhluta Beirút héldu áfram í morgun en þar hafa mannræningjar hótað að drepa gísla sína ef sýrlenskar her- sveitir grípa inn í bardagana. Að sögn lögreglunnar féllu fimm manns og rúmlega níu særðust í átökunum í nótt. Sýrlendingar og íranir héldu áfram að deila um það í gærkvöldi hvort sýrlenski herinn ætti að grípa inn í götubardagana til þess að stöðva blóðbaðið en alls hafa nú tvö hundr- uð og sextíu manns fallið frá þvi að bardagamir hófust fyrir tveimur vikum. Hótunin um að gíslarnir verði drepnir er sögð hafa borist sýrlensk- um yfirvöldum á sunnudag, einum degi eftir að sjö þúsund sýrlenskir hermenn voru sendir til Beirút. Hót- unin er sögð vera ein af helstu ástæð- unum fyrir því að sýrlensku her- mennimir hafa enn ekki látið til skarar skríða. Samkvæmt múham- eðskum embættismanni hafa írönsk yfirvöld boðist til aö aíhenda sýr- lenskum yfirvöldum alla gíslana með því skilyrði að ekki verði ráðist inn í úthverfin í suðurhluta Beirút. Eftir að hafa tekið þátt i bardögum alla nóttina í Beirút í Líbanon tókst þessum þjóðvarðliða amal-shíta að finna sér öruggan stað til hvíldar. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.