Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG Simi 13010 EINN SÁ FALLEGASTI! WðlBRAUTASKÚUMH BREIÐHOUI FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Skólaslit verða í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, föstudaginn 20. maí nk. og hefst athöfnin kl. 13.30. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur er lokið hafa áföngum sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveinsprófs svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi. Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára braut- um, fá skírteini sín afhent í Fella- og Hólakirkju eftir skólaslitin (um kl. 15.00) og síðan á skrifstofu skólans. Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG Sími 12725 MMC Pajero, stuttur, bensín, árgerð 1988, ekinn 7 þús. km, steingrár, 3 dyra, krómfelgur, útv./segulb. Verð kr. 1100 þús. Upplýsingar á Bílasölunni Bjöllunni Menning_____________________________dv „Með fínan söng í línunni" Teikningar Karis Kvaran í Galleri Svart á hvrtu Karl Kvaran - Án titils, blýantur á pappír. Þegar talað er um Karl Kvaran, verð- ur flestum sennflega hugsað tfl ná- kvæmlega útlistaðra flata í sterkum litum eða ferli brotamikilla bauga þvert yfir stóran myndflöt. Hvort tveggja útheimtir auðvitað talsverðar skipulagsgáfur, og þær hefur Karl í ríkum mæli, eins og all- ir aðdáendur hans vita. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Enga mynd lætur hann frá sér fyrr en öll kurl eru komin tfl grafar varð- andi hana, aflir innviðir hennar hafa verið vegnir, metnir og prófaðir á ótal vegu. En forsendur allra þessara skipu- lagninga og prófana er að finna í pottþéttri teiknikunnáttu Karls, þeim hæflleika hans að geta greint myndrænan kjarna frá hismi - en hann var einn af örfáum listamönn- um sinnar íslensku kynslóðar sem lærði að teikna upp á eldgamlan aka- demískan máta, eftir gifs- og marm- arastyttum. Hér er ég ekki að tala um teikningu í þröngum skflningi, það er, blýants- strik á pappír. Alls staðar þar sem málaðir fletir mætast, þar er teikn- ingu að fmna, pensildrættir eru hka teikning. „Auðnin ægilega...“ En Karl hefur hka teiknað í þröng- um skflningi, sjá myndir hans í Gall- erí Svart á hvítu. Þótt freistandi sé að skoða þær sem formyndir eða vísa að máluðum verkum, er í þeim bæði taktfóst hrynjandi og spenna sem gefur þeim sjálfstætt gildi. Svo háþróaður er skflningur Karls á eðh myndflatarins, sem sumir Ustamenn kaUa, „auðnina ægflegu“, að hann þarf ekki að þenja nema eitt eða tvö strik yfir flötinn til að koma af stað togstreitu. Oftar fer hann þó bfl beggja milli óhlutbundins línuspils og fígúratífra skírskotana, þannig að athygh okkar sveiflast í sífellu á mflU þessara tveggja póla. Minni og minningar Ef einhver vfll, getur hann greint í kvikum hrynjandi teikninganna eitt og eitt lítið landslagsminni, eða þá minningu um það sem Svavar Guðnason mundi kalla „kvenmanns- bóg“. En þessar teikningar þarfnast ekki þessara minna og minninga, svo mikil og djúp er í þeim músikin. Við þetta er rétt að bæta því við, sem ég held að hafi ekki komið fram, að þessar teikningar Karls eru flestar frá 1974, sem er til marks um vand- fýsni listamannsins. -ai Nýjar bækur Bilun Aprílbók Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins var sagan BILUN eftir svissneska höfundinn Friedrich Dúrrenmatt í þýðingu Baldurs Ing- ólfssonar. Sagan kom fyrst út árið 1956. Bilun segir frá vefnaðarvörusalanum Alf- redo Traps. Hann verður fyrir því að bíll hans bflar þegar hann er á leið til heimabæjar síns úr söluferð. Hann leitar skjóls í húsi nokkru og hittir þar fyrrverandi saksóknara, verjanda og dómara. Og svo er þarna einnig böðull tfl staðar. Traps þiggur kvöldboð og fellst á að taka þátt í leik með gömlu mönnunum þar sem þeir eru allir í sömu hlutverkum og þeir tókust á við í lífinu en hann í hlutverki sakbomings. Fram fer réttarhald, sókn og vörn og kemur þá ýmislegt skuggalegt í ljós sem vefnaðarvörusalinn hafði Utt gert sér grein fyrir áður. Friedrich Durrenmatt er heims- þekktur höfundur, bæði sem leik- og sagnaskáld. Meðal leikrita hans sem sýnd hafa verið á íslandi eru: Eölis- fræðingamir, Sú gamla kemur í heimsókn, Loftsteinninn og Rómúlus mikU. Passíusálmarnir Marsbók Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins var Passíusálmamir eftir Hallgrím Pétursson. Er bókin vönduð og fagurlega skreytt. Stuðst er við útgáfu Helga Skúla Kjartans- sonar frá 1977. Helgi sagði í formála þeirrar útgáfu meðal annars um verkið: „Þannig eru Passíusálmarnir orðn- ir sígilt rit, hlekkur í íslenzkri menn- ingu sem ekki verður á brott num- inn. Þar standa þeir við hUð hinna beztu fornrita, eddukvæða úr heiðn- um sið og íslendingasagna frá ka- þólskum tíma; eiga það sammerkt með þeim að halda gfldi sínu þótt tímar og viðhorf breytist, að geyma einkennishugsanir sinnar aldar svo djúpt hugsaðar og svo fagurlega greyptar í dýran málm tungunnar, að hverjum manni er sálubót og and- leg hressing að rekja þá stigu sem gestur, hversu langt sem hann kann að eiga heima úti í víðum heimi nýrra hugmynda á nýrri öld.“ Bókin er 261 bls. að stærð. Útiit: Guðjón Ingi Hauksson. Filmuvinna, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. rn'O'latm Á annan í hvítasunnu fer fram fegurðarsam- keppni íslands. Ellefu stúlkur taka þátt í keppninni, þar af eru sjö fegurðardrottning- ar landshlutanna. Stöð 2 verður með beina útsendingu frá síðari hluta keppninnar. Þar verður stefnt að því að sýna stúlkurnar þar sem þær koma fram á sundbolum og í kvöldkjólum. Að auki verða ýmis glæsileg skemmtiatriði inn á milli. Ásdís Loftsdóttir verður kynnir Stöðvar 2 á staðnum. Sjá nánar í DV á morgun. Um helgina verður vormót skátafélagsins Hraunbúa í Krýsuvík. Leikunum er að þessu sinni skipt í fjórar aldir sem bera nöfnin fornöld, víkingaöld, tækniöld og geimöld. Eftir orðum dagskrárstjóra að dæma er hér um að ræða stórkostlega leika með alveg ótrúlegum nýjungum. Mörg hundruð manns eru þegar búin að skrá sig á mótið sem opið verður gestum á sunnudag. Nánar verður sagt frá þessu í DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.