Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. Fréttir Aðalsteinn Jónsson, utgeröarmaöur frá Eskifirði, ásamt dóttursyni sínum, Daða Þorsteinssyni, fyrir framan Eld- borgina, sem bráðum verður Hólmaborg, áður en hún lagði af stað til nýrrar heimahafnar. DV-mynd BG Eldborgin til EskHjarðar: Almenningur lánar mér fyrir skipinu segir Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmað- ur á Eskifirði, hefur keypt aflaskipið Eldborgu HF 13 frá Hafnarfirði til Eskiíjarðar en nú gerir hann út fjög- ur skip þaðan. Eldborgin er mjög glæsilegt loðnuveiðiskip, 937 lestir að stærð. Hún er smiðuð í Svíþjóð 1978. Aðalsteinn undirritaði kaupsamn- inginn í fyrradag og lagöi skipið af stað til Eskifiaröar í dag þar sem þaö fer fljótlega á rækjuveiðar. Fyrir á Hraðfrystihús Eskifiaröar, en Aðalsteinn er einn af aöaleigend- um þess, skuttogarann Hólmatind og helming í skuttogaranum Hólma- nesi. Auk þess sem tvö skipa fyrir- tækisins bera nöfn foreldra Aðal- steins, Guðrún Þorkelsdóttir og Jón Kjartansson. Nýja skipið ætlar hann að skíra Hólmabörg. Kaupverð henn- ar var 207 milljónir með veiðarfær- um. - Hvernig geturðu keypt þetta dýrt skip, Aðalsteinn? „Væri ekki réttara að orða það þannig að ég hafi verið að fá hana lánaða. Ég þekki engan útgerðar- mann sem getur raunverulega keypt eitt eða neitt eins og staðan er í sjáv- arútveginum í dag. Miklar skuldir hafa hvílt á skipinu en til að gera kaupin möguleg hefur verið tekið lán af opinberu fé. Það er meöal annars þú og almenningur sem lánar mér fyrir skipinu." - Eru næg verkefni fyrir skipið á Eskifirði? „Verkefnin eru ekki nógu mörg eins og er. Þetta er loðnuveiðiskip sem hefur einnig leyfi til að veiða rækju. Á Eskifirði höfum við góða loðnubræðslu og glænýja rækju- verksmiðju. Höfuðmarkmiðið með kaupunum er að tryggja verksmiðj- unum nóg hráefni. En það er mín reynsla gegnum árin að eini mögu- leikinn til að útgerö geti gengið sé að sami aöilinn geri út skipið og hafi nýtingu aflans með höndum. Það er grundvallarforsendan fyrir því að hægt sé að ná endum saman,“ segir Aðalsteinn. -JBj Húsnæðismálin tekin til heildarendurskoðunar Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að ganga frá tillögum að skipan hins almenna húsnæðislána- keríis. Hlutverk nefndarinnar er að semja lagafrumvarp um framkvæmd ráðstafana og leiða í breyttri skipan hins almenna húsnæðislánakerfis. í nefndinni eiga sæti fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu ásamt aðilum vinnumarkaðarins. Formað- ur nefndarinnar er Kjartan Jóhanns- son alþingismaður. Aðrir nefndar- menn eru Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, Júlíus Sólnes alþing- ismaður, Kristín Ástgeirsdóttir sagn- fræðingur, María Ingvadóttir við- skiptafræðingur, Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og Þráinn Valdimarsson framkvæmdastjóri. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum það tímanlega að hægt verði að leggja fram lagafrumvarp um end- urskipulagningu almenna húsnæðis- lánakerfisins í byijun næsta þings. -SMJ Selfoss: Blómin kíkja á sólina Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Hér hefur verið Mallorcaveður undanfarna daga. Fólk er taka til í göröum sínum og undirbúa kartöflu- garðana, einhveijir eru búnir að setja niður. Fjölær blóm eru víða sprungin út, einkum þó páskaliljan, sem þó var í seinna lagi núna. Önnur eru aö kíkja út eins og til að athuga veðráttuna og fara varlega. Þess má þó geta að páskaliljurnar hennar Þóru Þóroddsdóttur að Víði- völlum 20 voru sprungnar út um miðjan apríl, langt á undan örðum. Ég spurði Þóru hvað hún gerði til þess og hún svaraði. „Ég fer út í garð- inn oft á dag og hef svo gaman af blómunum, fylgjast með þeim og tala við þau. Einnig að gera moldina létt- ari í kringum þau. Svo gef ég þeim svolítinn áburð en læt karlinn minn ekkert vita um það - áburð inniblóm- anna.“ Hundur brtur fólk í Hrísey -þótt hundahald sé bannað Valdis Þorsteinsdóttir, DV, Hrísey: Fyrir nokkru var blaðberinn DV í Hrísey bitinn af hundi og í gær, 16. maí, var sár hans ekki enn farið aö gróa. Hundahald er alveg bannað í Hrísey samkvæmt sýslusamþykkt 30. júní 1943 og hún hefur verið í fullu gildi. Samt sem áður vaða hér uppi hundar. Beinlínis orðnir plága þó svo að í sýslusamþykktinni standi orðrétt, 77. grein. „Hundar, sem ráðast á menn eða elta skepnur, eru réttdræpir. Hundar mega ekki vera lausir um nætur." Nú er ég búin aö tala við fulltrúa sýslumanns hér en ekkert hefur ver- iö gert. Hundurinn, sem beit blað- berann, hefur komið við sögu áður því í ljós hefur komið að hann hefur bitið fleiri manns. Enginn segir neitt og hundurinn gengur laus. Það er eins og allir séu hræddir að gera eitt- hvað í málinu. Egilsstaðir: Kvenfélagið á móti áfengisútsöiu Airna Ingólfedóttir, DV, Egilsstöðum: Fundur í kvenfélaginu Bláklukku, haldinn 9. maí 1988, sem var eindreg- ið á móti opnun áfengisútsölu á Eg- ilsstöðum, skorar á íbúa bæjarins að íhuga hættuna sem opnun áfengisút- sölu hefur í fór með sér. Enn fremur skorar fundurinn á bæjarbúa að nýta kosningarétt sinn en sitja ekki heima 28. maí. í dag mælir Dagfari Hengjum bakarann Ríkisstjórnin hefur nú fyrirskipað leit að þeim aðilum sem hömstruðu gjaldeyri í síðustu viku. Það hamst- ur varð til þess að ríkisstjórnin neyddist til að loka gjaldeyrisdeild- um og fella gengið miklu mun fyrr en til stóð. Sagt er að gjaldeyrir fyrir tvo og hálfan milljarö króna hafi verið keyptur á einum eftir- miðdegi. Bróðurparturinn af inn- stæðum þjóðarbúsins fauk sem sagt burt í góðviðrinu og enginn veit hvert. Ríkisstjórnin nær ekki upp í nefið á sér vegna vonsku, Þorsteinn þurfti að aflýsa heim- sókn til Reagans, Denni þurfti að koma heim frá útlöndum og helgin var eyðilögð fyrir ráðherrunum með stöðugum fundahöldum. Það er von að mennimir séu reiöir. En út í hveija eru þeir reiðir? Það er vandamáliö vegna þess að ein- hver hulduher hefur safnast inn í bankana þennan alræmda eftir- miðdag og tæmt allar fiárhirslur. Þeir komu eins og þjófar að nóttu. Úr því ríkisstjómin er reið þá verð- ur hún aö vita út í hvern hún er reið og þess vegna hefur Jón Bald- vin fyrir hönd ríkisstjórnarinnar heimtað skýrslu um þá sem keyptu gjaldeyrinn. Hveijir vom það sem eyðilögðu utanferðirnar hjá ráö- herrunum, hverjir voru það sem spilltu helgarfríinu, hverjir voru það sem grófu undan ríkisstjóm- inni með því að hafa vit á því að kaupa gjaldeyri meðan hann var á útsölu? Þetta eru brennandi spurn- ingar og nú þarf aö fá skýrslumar til að ná sér niðri á skúrkunum. Það nær auövitað ekki nokkurri átt aö einhverjir aðilar í þjóðfélag- inu séu það vel með á nótunum að þeir notfæri sér gengisfellingarnar fyrirfram. Denni sagði strax aö fólk væri ekki eins vitlaust og menn héldu. Alltaf hittir hann naglann á höfuð- ið hann Denni en hann viðurkenn- ir um leið að þessi skynsemi fólks- ins hafi komið ríkisstjórninni á óvart. Ríkisstjómin hefur haldið að fólkið væri vitlausara en það er. Og þar sem það er ekki eins vit- laust og ríkisstjórnin hélt að ís- lendingar væru þá verður að refsa þessu sama fólki. Það verður aö fá skýrslur yfir nöfn þess til að ná sér niðri á því. Það má ekki gerast aft- ur að skynsamt fólk nýti sér skyn- semina til að taka ríkisstjórnina í bólinu. Ef gengið er fallið en ríkisstjómin ekki búin að fella gengið þá er það lágmarkskrafa íslenskra stjóm- valda að fólk átti sig ekki á þessu. Sumir í stjórnarandstööunni og sumir fiölmiðlanna hafa verið að benda fólki á þá staðreynd að geng- ið hafi verið fyrir löngu fallið. Frystihúsamenn og útflytjendur hafa tekið undir þennan söng og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur kennt þessum kjaftagangi um ótímabæra gengisfelhngu og útsölu á gjaldeyri. Það verður aö taka fyrir svona kjaftagang og það verður að stöðva það fólk og þá fiöl- miðla með öllum ráöum sem leyfa sér þann dónaskap að segja sann- leikann og nýta sér hann. Þess vegna er ríkisstjórnin aö krefiast upplýsinga úr bankakerfinu um þá dóna sem em ekki eins vitlausir og ríkisstjórnin hélt að þeir væru. Nú er það vitaskuld á hvers mann vitorði að ríkisstjórnin ætlaði að fella gengið. Hún ætlaði að gera þaö eftir að Þorsteinn væri kominn heim og eftir að Denni væri kominn heim og hún ætlaði að gera það eftir hélgina. Fólkið tók bara stjórnina í bólinu. Smiðurinn í þessu smíöaverki er ríkisstjórnin sjálf. Það er hún sem stjórnar efna- hagsmálunum, það er hún sem hefur haldið sér fast í fastgengis- stefnuna, það er ríkisstjórnin sem er smiðurinn. En eins og venjulega má ekki hengja smiðinn. Það verð- ur að hengja bakara fyrir smið og þess vegna skal nú gengið miUi bols og höfuðs á þeim óþjóðalýö sem ruddist inn í bankana til að kaupa gjaldeyri á útsöluverði áður en hann var hækkaður.- Ráðherrarnir eru bæði sárir og reiðir. Þeir em reiöir út í fólk sem er ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir aö vera. Það verður að fá skýrslur yfir þetta fólk og taka það úr umferö næst þegar gengisstefn- an er sprungin. Þeir einir mega fara frjálsir ferða sinna hér á landi sem eru nógu vitlausir til að láta það eiga sig að kaupa gjaldeyri fyr- ir slikk. Þeir vitlausu em banda- menn ríkisstjórnarinnar. Hina á að hengja. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.