Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. MAl 1988. dv Úflönd Brottflutningur fyrstu sovésku her- mannanna afstaðinn Brottflutningur fyrstu sovésku hermannanna frá Afganistan er nú afstaðinn. Herménnimir óku yfir „vináttubrúna" á Amu Darya ánni í gær, en áin rennur á landamærum Sovétríkjanna og Afganistan við Termez. Sovésku hermönnunum var vel fagnað af löndum sínum við komuna yfir landamærin og þeim búin veisla. Ferð herdeildarinnar, sem telur um tólf hundruð manns, frá Kabul, höfuðborg Afganistan, gekk tíðinda- lítið fyrir sig. Ótti manna um að skæruliðar stjórnarandstöðunnar í landinu kynnu að gera árásir á her- mennina á leið þeirra úr landi reynd- ust ástæðulausar. Höfðu leiðtogar stjórnarandstöðunnar haft í hótun- um um að stunda skæruhemað gegn sovéska herliðinu allt að landamær- um ríkjanna tveggja. Skæruliðamir gerðu þó htlar tilraunir til aö valda skaða á þessari fyrstu brottflutnings- lest og reyndust þær aðgerðir, sem þeir gripu til, árangurslausar. Brottflutningur sovéska herliðsins frá Afganistan heldur nú áfram sam- kvæmt áætlun undir eftirliti Samein- uðu þjóðanna. Líklegt er talið að nú þurfi að finna nýjan yfirmann sendi- nefndar Sameinuðu þjóðanna í Afg- anistan sem fylgist með framkvæmd brottflutninganna. Núverandi yfir- maður nefndarinnar, Diego Cordovez, hefur fengið boð frá ný- kjörnum forseta Ecuador um að ger- ast utanríkisráðherra í ríkisstjórn hans. Talið er líklegt að Argentínumaður muni taka við yfirstjóm eftirlits Sameinuðu þjóðanna með brottflutn- ingunum ef Cordovez lætur af því starfi. Fyrstu sovésku hermennirnir fara yfir landamærabrúna við Termez. Brúin er nefnd „vináttubrúin" en hún liggur yfir Amu Darya fljótið. Simamynd Reutcr Fyrstu sovésku hermennirnir, sem komu til Sovétríkjanna frá Afganistan nú i vikunni, njóta hádegisverðarveislu sem þeim var gerð við heimkomuna. Símamynd Reuter Mqi ir TTE . N ' 4 - i ^ - “ TjlPSÍ NÝKOMIÐ Brasilia mahóní, askur, eik, iraco, pann- marfins brenne. Fullþurrkaður viður. BYGGlfí HF. Grenásvegi 16 - sími 37090 BÆJARFÉLÖG-VERKTAKAR-VINNUSKÓLAR Minnkið fjármagnskostnaðinn. Bjóðum til leigu í styttri eða lengri tíma sterka og góða Land-Rover jeppa, 7 og 10 manna, einnig pallbíla og sendibíla. Leigjum einnig kerrur af mörgum stærðum. Upplýsingar hjá næsta umboðsmanni Reykjavík, Skeifan 9, sími: (91) 686915 og (91) 31615 Akureyri, Tryggvabraut 12, sími: (96) 23515 og (96) 21715 og útibú í kringum landið. Bílaleiga Aureyrar Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI Formaður gyðinga- samtaka misnotaði miskabætur Asgeir Eggerlssan, DV, Miinchen; í Ijós hefur komið að hinn látni formaður samtaka gyðinga í Vestur- Þýskalandi, Wemer Nachmann, hef- ur misnotað talsvert fé úr sameigin- legum sjóði gyðinga. Eftírmaður hans, Heinz Galinski, segir að hér sé um að ræða vexti af 400 milljónum marka sem Vestur-Þýskaland greiddi gyðingum í miskabætur á árunum 1980 til 1987. Galinski segir að peningamir hafi upphaflega verið greiddir samtökUn- um Claims Conference og hafi átt að renna til gyöinga sem hlutu illa með- ferð á árum nasista. Samtökin greiddu Nachmann peningana og kom hann þeim fyrir á bankareikn- ingum fyrirtækis síns. Sjálfar skaðabætumar komust til réttra aðila en vöxtunum á Nach- mann að hafa stimgið í eigin vasa. ALLT MOGULEGT verslun med hitt og þetta, Laugavegi 26, sími 21615

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.