Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988.
Spumingin
Telur þú að það fylgi, sem
Kvennalistinn fær í
skoðanakönnunum, sé
raunverulegt?
Margrét Kristjánsdóttir: Ég tel aö
það sé raunverulegt en fylgiö þyrfti
að vera meira.
Hólmfríður Þóroddsdóttir: Það held
ég alveg örugglega.
Helgi Ólason: Nei, algert rugl, skoð-
anakannanir eru óáreiðanlegar.
Kri&tján Sigurjónsson: Já, ég held
það en flnnst fylgið of mikið, þær
lofa upp í ermina sína.
Ingibjörg Ólafsdóttir: Nei, þetta er
dægurfylgi.
Þorstein Kristinsson: Nei, það held
ég ekki, það breytist þegar á herðir.
Lesendur
..
„Rugludallareglur“ kallar bréfritari reglurnar um skyldunotkun sætisbelta og ökuljósa allan sólarhringinn. - Úr
umferðlnni.
Smw
m " vi •»] 1 i.
Banaslys og belta- og Ijósanotkun:
Hverjum hafa nýjar
reglur gagnað?
Starfandi ökumaður skrifar:
Það er dapurleg staðreynd að fleiri
banaslys hafa orðið í umferðinni í
Reykjavík það sem af er þessu ári en
urðu allt árið í fyrra. Alls urðu bana-
slys í umferðinni hér i borginni á sl.
ári fjögur, en það sem af er þessu ári
eru banslys orðin flmm.
Hvað veldur þessum ósköpum?
Hafa ekki verið settar nýjar reglur
sem áttu einmitt að koma í veg fyrir
slys en ekki fjölga þeim? Fyrst
skyldunotkun sætisbelta að viðlögð-
um sektum og svo skyldunotkun
ökuljósa allan sólarhringinn, einnig
að viðlögðum sektum! - Eða áttu
þessar nýju reglur ekki að koma í
veg fyrir slys í umferðinni?
Hveijum hafa gagnast þessar nýju
og hertu reglur, reglur sem ég kalla
„rugludallareglur"? Ég fullyrði af
mikilli og langri reynslu í akstri, að
þeir sem mest hafa „gagnast" regl-
umar um skyldunotkun sætisbelta
eru ökuníðingar og þeir sem nota
sætisbeltin sem skálkaskjól til að aka
hratt eða vegna dómgeindarskorts
og fá þá fólsku öryggistilfmningu að
við að hafa beltin spennt séu þeir
þess umkomnir að fá útrás með hrað-
akstri og gefa dauðann og dj. (í þeirra
orða fyllstu merkingu) í allt og alla
í kringum sig.
Og svo ég snúi mér sérstaklega að
reglugerðinni um skyldunotkun bíl-
ljósa allan sólarhringinn þá hefur
hún ekki gagnast einum né neinum
en valdið mörgum bíleigandanum
talsverðu tjóni með því að þurfa að
greiða fyrir leigubíla og aðra aðstoð
við að endurvekja rafgeyminn þegar
gleymst hefur að slökkva ljósin um
hábjartan daginn. Það er ekkert ann-
að en útúrsnúningur, þegar manni
er bent á af yfirmönnum umferðar-
mála, að maöur eigi eða skuli bara
kaupa sér tæki í bíhnn til að nota sem
aðvörunarkerfi vegna ljósanna.
Þetta eykur allt kostnað, bæði tækið
sjálft og svo veröur talsverður kostn-
aður vegna aukinnar ljóaperunotk-
unar. Maður sér líka þessa dagana
að fleiri eða færri bílar aka með að-
eins annað ljósið - eða þá alls ekki
nein ljós, sem er auðvitað best um
hábjartan daginn.
Og hvað sem líður röksemdafærslu
umferðarráðs og lögreglu, sem er
knúin til að fylgja eftir þessum nýju
reglum, þá er það staðreynd að um-
ferðarslysin hafa ekki minnkað þrátt
fyrir hinar nýju reglur sem trygg-
ingafélögunum tókst að þrýsta í gegn
á Alþingi, þau hafa stóraukist með
tilkomu þeirra.
Það er mikið talað um fræðslu eins
og það orð sé einhver allsherjar-
lausn. Það fá allir fræðslu um gild-
andi umferðarreglur áður en þeir
taka bílpróf og sú fræðsla er full-
nægjandi. Þaö vita t.d. allir um há-
markshraða og allir vita auðvitað að
umferðargötur og vegir er ekki leik-
vangur. En það er fyrst og fremst
eftirlit og aftur eftirht með sann-
gjörnum og rökréttum reglum sem
getur eitt fært tíðni umferðarslysa
niður hjá þessari miklu bílþjóð.
Umræður í Skuggsjá Sjónvarps:
Frammámenn í skugga
reynsluleysis
Einar Árnason skrifar:
Ég hlustaði og horfði á þáttinn
Skuggsjá í Sjónvarpinu (RÚV) fyrir
stuttu. Þar ræddi stjórnandi þáttar-
ins við nokkra af þeim sem fjölmiðlar
setja gjaman í hóp frammámanna í
viðskipta- og fjármálahfi okkar ís-
lendinga. Óþarfi er að nafngreina þá,
en þetta voru menn úr bönkum og
athafnalífinu.
Heldur fannst mér þessir menn hafa
htið til málanna að leggja og halda
mest uppi almennu snakki um lands-
ins gagn og nauðsynjar og svöraðu
ahs ekki þeim væntingum sem marg-
ir höfðu tahð að opinberuðust frá
mönnum í slíkum stöðum. Þátturinn
var þó ekki verri, en heldur ekkert
betri, en aðrir af þessum toga. Stjóm-
andinn spurði þó nokkuð eðlilegra
spuminga, fannst mér, um eitt og
annað sem menn með reynslu hefðu
getað svarað, a.m.k. fyrir sitt leyti.
Kunningi minn, sem horfði á þátt-
inn með mér, hafði svar við þessu á
reiöum höndum. Hann sagði að það
væri ekki hægt að ætlast til þess að
slíkir menn, er þarna sátu, gætu svo
sem svarað miklu því þá skorti
reynsluna. Ég hváði og vildi fá nán-
ari skýringar á þessu.
Jú, hann sagði að í fyrirtækja-
rekstri á íslandi í dag væru þau fyrir-
tæki hverfandi sem væri stjórnað af
eigendum sjálfum, hvað þá þeim sem
þau hefðu stofnað og hefðu vaxið upp
með þeim. Flestir stjórnendur hér
væru stjórnendur sem hefðu verið
framleiddir á færibandi og síðan
hefði þeim verið rétt eitt stykki fyrir-
tæki til að stjórna. Slíkir menn hefðu
því miklu minni ábyrgðartilfinningu
en þeir sem ættu fyrirtækin eða
hefðu sett þau á fót.
Þetta sagði kunningi minn vera
einn helsta orsakavaldinn í slökum
árangri fyrirtækjareksturs í landinu.
Hér væru aðstæður ekkert verri en
áður var og þó mun betri, og mun
betri en víða annars staðar í heimin-
um. Það væri hins vegar ljóst, eins
og kom fram í þessum Skuggsjár-
þætti, að stjórnendur fyrirtækja og
stofnana væru varir um sig, þyrðu
ekki að segja meiningu sína, því þeir
þyrftu fyrst að fá „línuna“ eða um-
boð eigenda og því væri tilhneigingin
oftast sú aö svara eins og síðasti
ræðumaður, enda byrjuðu þessir
menn að taka undir með honum áður
en þeir tjáðu sig. Stjómendur, sem
væru réttir og sléttir launamenn, í
mesta lagi með samningsumboð við
vinnudeilur, væru ekki sú tegund
stjórnenda sem gagnaðist íslenskum
fyrirtækjum, hvort sem þau væra í
einkarekstri eða opinberum.
Stjórnendur framleiddir á færibandi og síðan rétt eitt stykki fyrirtæki til að
stjórna, segir m.a. í bréfinu.
DV
um tónlist
Siggi R. skrifar:
Aldrei hefur útlitið verið jafn-
svart í tónhstarsögu (og þá
kannski um leið menningarsögu)
heimsins. Einstefna tónlistar-
raanna, þó meö nokkrum undan-
tekningum, virðist vera að hrekja
aila neraa hörðustu „disco“-dís-
irnar frá útvarpstækjunum. Og
þeir fáu sera geta afborið þennan
eymavítissóda glyraja í eyrum
em hraktir í burtu af hinum
fmmlegu og skemmtilegu „leikj-
ran“ útvarpsstöðvanna.
Það er sem sé orðinn ógjöming-
ur að hlusta á útvarpsstöðvar
landans sökum lágkúra og
ómenningar. Það er í sjálfu sér
allt í'lagi, því ennþá má finna
ljósa punkta í tónlistarlífinu, ef
cfjúpt er kafað. Það má þó alltaf
skella plötu á fóninn.
Ég vil endilega biðja viökvæm-
ar sálir um land allt afsökunr á
þessu bréfi mínu, sem ef tíl vill
er eilítið neikvætt, en vona að
enginn taki þetta mjög nærri sér,
þó svo aö sumir mættu athuga
sinn gang aðeins betur.
En tilgangurinn er einungis aö
láta mínar skoðanir í ljós, ég veit
að ég er ekki einn í heiminum
eins og hann Palli vinur minn.
Ég veit lika að Jón Axel leikur
dýröleg lög fyrir húsmæður, en
hann veit kannski ekki að hús-
mæðurnar Iilusta bara á gömlu
„gufuna“ við uppþvottinn og
önnur heimilisstörf. - Ég vona að
Islendingar vitkist og hlusti á
tónlist en ekki „væl“ í framtíð-
inni. - Hættur að nöldra og bið
að heilsa öllum í sveitinni.
Ánægjulegur
dagur í
Reiðhöllinni
Anna Bergsdóttir hringdi:
Fyrir viku, sunnudaginn 9.
þ.m., fórum við í Reiðhöllina á
eins konar fjölskylduskemmtun.
Þama fór allt hiö besta ffam og
toppurinn á skemmtuninni var
þegar Sigurbjöm Bárðarson
knapi kom þeysandi á hesti sem
var allur uppljómaður með
stjörnuljósum.
Ég vil þakka Reiðhöllinni fyrir
ánægjulegan dag og prýðilega
skemmtim fyrir alla fiölskyldima
á sanngjörnu verði. Það er sann-
arlega hægt að mæla með
skemmtun af þessu tagi.
Sjómenn ogftskvinnslufólk:
Greiðsla til
H. J. hringdi:
Ég vil lýsa yfir vanþóknun
minni á því að þeir sem hafa lang-
hæstu launin, og það em víst
aðallega sjóraenn, skuli koma sér
þjá því að greiða til samneysl-
unnar efiir sömu reglura og við
hin sem höfum langtum lægri
laun.
Sjómennirair eiga ekki sjóinn
og það ætti að greiða þeim lægri
laun - þegar tekiö er tillit til fríð-
inda þeirra í formi skatta, fæðis
og klæða - en fiskvinnslufólkinu
hærri.