Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. „Eg hló fyrst þegar þeir báðu mig að fara í framboö," seg- ir Sigrún Þorsteins- dóttir, sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta á móti Vigdísi Finn- bogadóttur. DV-mynd GVA Sigrún Þorsteinsdóttir, 46 ára húsmóöir úr Vestmannaeyjum, hef- ur ákveðið að gefa kost á sér til for- setaembættis á móti Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands. Kosning- ar fara fram 25. júní. Sigrún sagði í samtali við DV að það heföu verið Áshildur Jónsdóttir i Flokki manns- ins og nokkrir aðrir vinir sem hvöttu hana til að fara í framboðið. Sjálf hefur Sigrún veriö virk í Flokki mannsins og Manngildishreyfing- unni. „Ég hló í fyrstu þegar framboðið var nefnt við mig,“ svaraði Sigrún er hún var spurð um viðbrögð við þeirri beiðni. „Ástæðan fyrir því aö ég ákvað að gefa kost á mér er sú að ég er manngildissinni og margir minna vina. Hvers vegna ég varð fyrir valinu í framboðið verður þú að spyija einhverja aöra en mig. Við viljum sjá breytt þjóðfélag hér, manneskjulegra á allan hátt. Breyt- ingar á ríkisstjóm, alþingi, verka- lýðshreyfingum og forsetaembætt- inu.“ - Hvers konar breytingar áttu þá við? „Við erum að tala um mannsæm- andi laun fyrir átta stunda vinnudag, húsnæði fyrir alla, málfrelsi og ferðafrelsi. Þegar unnið er við mann- réttindabaráttu þá hugsar maöur um hvar hægt er að koma skoðunum sín- um á framfæri til að þessar breyting- ar geti átt sér stað. Forsetaembættiö er mjög kjörið þar sem forseti þarf aö skrifa undir öll lög. Ef forseti neit- ar að skrifa undir lög, þá þarf sam- kvæmt stjómarskránni aö vísa lög- unum til þjóðarinnar sem er aukning á lýðræði. - Er það Flokkur mannsins sem stendur að baki þér? „Nei, miklu fremur fólk í Mann- gildishreyfmgunni sem að hluta til er armur úr Flokki mannsins.“ - Er framboðið framapot Flokks mannsins? „Alls ekki. Það eru ekki pólitískir flokkar sem bjóða fram til forseta heldur einstakhngar. Margir halda að forsetaembættið sé ekki pólitískt, einungis vegna þess að forsetar hafa tekiö einhhða afstöðu með ríkis- stjómum hveiju sinni. Ég ht svo á að embættið sé mjög póhtískt eins og það að skrifa undir lög sem eru stjómunarákvarðanir. “ - Hefurðu í hyggju að breyta forseta- starfmu i einræðisvald? Að taka lögin i þínar hendur og breyta þeim? „Það er misskilningur að forsetinn haíi vald þótt hann neiti að skrifa undir lög því þar með vísar hann þeim til þjóðarinnar. Mér finnst já- kvætt að þjóðin eigi lokaorðiö. Þjóðin kýs á fjögurra ára fresti menn til setu á alþingi og eitt er sagt af þessum stjórnmálaflokkum fyrir kosningar en annað gert eftir kosningar. Mér fmnst að ýmis mál ætti að leggja fyr- ir þjóðina og gera allt miklu lýðræð- islegra og virkara. Skref í sjálfstæðis- átt.“ - Þurfum við þá nokkuð að vera að kjósa menn á þing til að taka ákvarð- anir fyrir okkur? „Það má ekki gera lítið úr þeim hiutum. Þeir þurfa að búa til frum- vörp og vinna forvinnu en það sem ég meina er að forsetaembættið gefur möguleika á að standa sterkan vörð um val einstakhngsins. Ef embættið stæði vörð um hag einstakhngsins, eins og stjómarskráin gefur mögu- leika á, þá heföi ekki veriö skrifað undir matarskattinn. Það var vitað að stór hluti þjóðarinnar var á móti honum og það var ekkert talað um hann fyrir kosningar. í því tilfelli hefði verið sjálfsagt að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Niðurstaðan hefði verið sú að mun ódýrara hefði verið að versla í matinn í dag.“ - Nú hefur verið litið á það sem sjálf- sagðan hlut þegar forseti gefur kost á sér áfram að hann verði sjálfkjör- inn aftur. Hvernig heldurðu að al- menningsálitið bregðist við gagnvart þér? „Það verður á báða vegu. Ég geri mér grein fyrir að framboð mitt verði ekki eingöngu undir húrrahrópum. Það eru hka mjög margir hrifnir. Viöbrögðin hafa komið mér á óvart. Mjög margir em tilbúnir að hafa kosningar og finnst það sjálfsagt. Viðbrögðin þar sem ég hef komið hafa veriö miklu betri en ég átti von á.“ - Hvar hefurðu leitað eftir meðmæl- endum? „Fyrst var ætlunin aö ég myndi ekki koma nálægt því að safna með- mælendum. Ég vildi hins vegar ekki hafa það þannig. Ég vildi heyra frá fólkinu sjálfu og finna viðbrögðin. Ég hef farið hér niður í miðbæ, í Fehahverfiö í Breiðholti, í Hafnar- fiörð og á Akureyri. Þar fór ég í frystihús, Qölbýhshús og á ýmsa vinnustaði. Sumir vildu ekki skrifa undir en það var ekki vegna þess að þeir væru á móti framboöinu sem slíku. Ein kona, sem ég talaöi við, sagðist t.d. ekki vilja skrifa undir vegna þess að það væri prinsippmál hjá sér að skrifa aldrei undir neitt. Hún sagði hins vegar aö henni litist vel á framboðið. Sagðist ætla að kjósa mig og fá fleiri til þess líka.“ - Nú hefur Vigdís verið mjög vinsæl meðal þjóðarinnar. Er það að breyt- ast? „Hefur fólk verið spurt? Annars þarf þetta ekki að þýða að fólk sé óánægt með Vigdísi því að margir voru líka sem sögðust ætla að kjósa hana og vera hrifnir af henni. Það fólk hafði samt ekkert á móti kosn- ingum. Aðalatriðið í þessu er að fólk hefur ákveðnar hugmyndir um for- setaembættið og hefur aldrei látið sér detta í hug að það eigi að vera öðru- vísi. Þegar við höfum rætt við fólk um að breyta embættinu þá finnst því þaö aht í lagi. Vigdís hefur staðiö sig mjög vel miðað viö þær hug- myndir sem eru um embættið. Hún er vinsæl en það er líka stundum sagt að best sé að hætta leik þegar hæst stendur." - Hvað um þig sjálfa. Hvaða fortíð hefur þú? „Lengst af hef ég verið húsmóðir í Vestmannaeyjum þar sem ég er fædd og uppalin og báðir mínir foreldrar. Ég hef venjulega alþýðumenntun og tala ensku ágætlega. Alla tíð hef ég tekið mjög virkan þátt í félagsmálum í Vestmannaeyjum. Ég hef unnið í frystihúsi og á saumastofu og þekki vel láglaunastefnuna. Ég hef starfaö í Manngildishreyfingunni í sex eða átta ár. Ég fæddist inn í Sjálfstæðis- flokkinn en var aldrei virk þar að ráði fyrir utan að baka kökur fyrir kosningar og þess háttar. Þegar ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.