Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 11
11 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. sig um það sjálflr. Símamyndir Reuter Björk Guðmundsdóttir er kyntákn meðal breskra karlmanna og þeir göptu yfir frábærri sviðsframkomu hennar í Aristo í London í fyrrakvöld. óskertri athygli áhorfendaallan tím- ann. Rokkið, í útsetningu Gunnars, Steingríms og Birgis, er ekki auð- veldasta tónlistarsæla sem maður getur hugsað sér. Svo virðist þó sem áhorfendur hafi kunnað vel að meta forréttinn sem þeir buðu upp á. Fólk klappaði nokkuð kröftuglega og virt- ist líka vel þó að íslenskir textar Gunnars hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Mín skoðun er sú að þeir hafi verið frábærir og allt hjálpaðist að sem hugsast gat. Að öllum líkindum hef- ur Svarthvítur draumur aldrei spilaö í jafngóðu hljómkerfi og þarna var en það skilaði sér frábærlega í aukn- um áhrifamætti tónlistarinnar. Gunnar var í mjög góðu formi og bæði Steingímur og Birgir voru upp á sitt besta. Uppbyggingin í dag- skránni var líka óaðfmnanleg. Hvergi var dauður punktur í dag- skránni sem var hæfileg blanda af gömlu og nýju efni. Sérstaklega fannst mér mikið til nýju laganna koma því þau staðfesta að Svarthvít- ur draumur er hljómsveit sem er í stöðugri þróun áhrifaríkra laga og texta. Óvenjustutt bið var eftir komu Sykurmolanna eftir að Svarthvítur draumur var búinn, enda óþreyju- fulhr aðdáendur farnir að stappa nið- ur fótum. Fyrstur á sviðið var Einar Örn en síðan komu þau gangandi inn á sviðið hvert af öðru nema Bragi Ólafsson sem varö fyrir því óláni að tábrjóta sig á tónleikum í Glasgow. Bragi kom inn á hækjum og tyllti sér á koll með bassann undir höndum. Um leið og þau byrjuðu að spha fann maður að eitthvað stórfenglegt var í vændum. Þau byrjuöu á Taktu Bensinn, elskan, sem er ógnvekjandi lag. Flestir áhorfendur héldu still- ingu sinni en það entist ekki lengi hjá sumum. Um leið og hljómsveitin skipti yfir í Mótorslys tvístraðist allt skipulag fremst í salnum og fimmtán metra aftur í salnum leystist allt upp í iðandi haf af dansandi fólki sem hélt sínu striki allt til loka tónleik- anna. Frammistaöa allra tónlistarmann- anna var mjög góð. Að öllum öðrum ólöstuðum bar Björk Guðmunds- dóttir af með framkomu sem bresku áhorfendurnir féllu algjörlega fyrir. Björk, sem er þekkt fyrir aht annað en dauða sviðsframkomu, betrum- bætti allt sem ég hef séð hjá henni áður á tónleikum. Söngur hennar sveiílaöist frá hálíhvísluðum gælu- vísum yfir í hljóðsprengingar sem þeyttu hvirfilvindum niður til áhorf- endanna sem sumir hverjir bókstaf- lega göptu. Karlmenn voru þar í meirihluta því Björk virðist hafa öðl- ast stöðu kyntáknsins í hugum breskra karlmanna. Það er í sjálfu sér ekkert skrýtiö því hún gefur meira af sjálfri sér í sönginn en nokk- ur annar listamaður sem ég veit um. Þegar allt kemur til alls felst í þess- ari gjöf hennar og hljómsveitarinnar í heild ekkert flóknara en einlæg skemmtun! Sykurmolarnir hafa náð shkum tökum á fólki einmitt vegna þess að tungumálið í tónlist þeirra felur í sér einfaldleika á yfirborðinu en dýpri merkingu ef hlustandinn kýs að kryfja hana nánar. Fullkomnun hennar felst í því að ekki þarf að kafa dýpra frekar en hver vill. Syk- urmolarnir eru einfaldlega gamal- dags Rokk’n roll og besta dæmið, sem ég þekki um slíka tónhst, vegna þess að þeir eru lausir við alla þá úreltu og ófrumlegu tilgerð sem hefur ein- kennt rokktónhst og svo margir halda að sé örugg leið til vinsælda. Björk var með stóra, gula skeið- klukku um hálsinn á tónieikunum. Tíminn, sem fer í hönd hjá Sykur- molunum, er mældur á skeiðklukk- unni hennar Bjarkar. Það er búið að ræsa í kapphlaupi Sykurmolanna gegn... Sykurmolunum. Eins og nú er komið getur ekkert stöðvað hlaup þeirra vegna þess að þeir hiaupa sinn sprett á allt annarri hlaupabraut tón- hstarinnar en allir aðrir. í raun eru það eingöngu þeir sjálfir sem geta stöðvað hlaupið með eigin skeið- klukku. Enginn veit hvenær klukk- an stansar en ég spái því að sprettur- inn eigi eftir að lengjast í margfalt maraþonhlaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.