Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Úlgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð I lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Tæp staða
Þótt ríkisstjórnarbræðslunni takist að komast fram
úr deilunum nú, hefur þessi stjórn ekki bitið úr nál-
inni. Fólk sér, á hinum hörðu deilum, hversu illa stjórn-
in er stödd. Ríkisstjórnin kom sér í gær niður á efnahags-
aðgerðir. Þá sagði einn stjórnarþingmaður, að því færi
ijarri, að stjórnin hefði tryggt sér neinn friðartíma. Allt
plaggið, sem stjórnin sendi frá sér til þingflokkanna,
væri lítið bitastætt og vandanum yrði ýtt á undan sér.
Þetta eru orð að sönnu. Stjórnin var enn í fallhættu.
í samkomulaginu í stjórninni var gert ráð fyrir, að
þeir kæmust ekki fram úr öðrum, sem ósamið ættu.
Sett yrðu bráðabirgðalög á vinnudeilur þær, sem ekki
yrði samið um í tæka tíð, en hinir lægstlaunuðu fengju
einhverja umbun. Þannig yrðu skattleysismörk hækk-
uð. Ellilífeyrir yrði hækkaður, svo og aðrar slíkar bæt-
ur. Til að gefa Framsókn dúsu, fengju bændur ríflegan
stuðning. Rætt var um lækkun vaxta, en alls óljóst
hvernig það yrði gert, enda vísað til nefndar. Lánskjara-
vísitala skyldi felld út á skemmstu lánum. En verð-
bréfafyrirtækin skyldu neydd til að kaupa ríkisskulda-
bréf fyrir ákveðinn hluta ráðstöfunarfjár. Ekki verður
annað séð en slíkt muni valda hækkun vaxta á verð-
bréfamörkuðum. Því verður að segja, að alls er óvíst
um, hvort vextir lækkuðu eitthvað þrátt fyrir samþykkt
stjórnarherranna, í vaxandi verðbólgu, sem í sjálfu sér
leiðir til hærri vaxta.
Eftir þessar samþykktir ríkisstjórnarinnar var enn
gífurlega mikill vandi óleystur.
Eftir var að setja niður harðar deilur um stærð geng-
isfellingar. Tíu prósent gengisfelling hafði verið ákveð-
in. En sumir vildu allt að fimmtán prósent gengisfell-
ingu. Það var eðlilegt, því að enn stefndi í, að viðskipta-
hallinn yrði tíu milljarðar króna á árinu öllu. Því fylgir
að sjálfsögðu sams konar skuldasöfnun þjóðarbúsins.
Verðbólguhraðinn verður um 40 prósent á næstunni,
miðað við heilt ár. Alls óvíst er, að við komumst aftur
út úr þeim dansi á næstunni, því að enn kann að stefna
í nýja gengisfellingu.
Mikil ósamstaða kom fram hjá ráðherrum þríflokk-
anna. Enn gæti svo farið, að stjórnarsamstarfið spryngi,
og það fyrr enn seinna.
Þessi ríkisstjórn stóð sig illa. Hún lét stóru tækifærin
til aðgerða úr greipum sér ganga. Undir hennar yfir-
stjórn eða stjórnleysi fór góðærið forgörðum, en eftir
sitja landsmenn með sárt ennið. Stjórn Þorsteins Páls-
sonar vann ekki til verðlauna. Hver neyðarreddingin
fylgdi annarri eftir.
Því er eðlilegt, að menn spyrji, hvort önnur stjórnar-
mynstur séu ekki betri.
Þannig kæmi til greina, að til dæmis Borgaraflokkur-
inn kæmi í stjórn í stað Framsóknarflokksins eða Al-
þýðuflokksins.
Borgaraflokkurinn í stað Framsóknar gæti til dæmis
þýtt í raun nýtt viðreisnarmynstur. Líklegt er, að stjórn-
ir af þessu tagi yrðu samhentari en þríflokkastjórn Þor-
steins Pálssonar.
Eðlilegt er, að menn velti þessu fyrir sér í ljósi síð-
ustu atburða.
Bræðsla þríflokkanna um hádegið í gær, undir for-
ystu Þorsteins Pálssonar, átti að vera neyðarredding til
að forðast þá stjórnarkreppu, sem við blasti.
Reynslan nú sýnir, að ónóg var að gert.
Haukur Helgason
Jólatréö okkar framdi sjálfsmorð
í byrjun desember.
Þessi norræna jurt haföi staðið
iðgræn undir brennandi miðbaugs-
sólinni allt sumarið. Um leið og
vitjunartími hennar nálgaðist fékk
hún brúnu veikina.
„Þetta jólatré er dautt,“ sagði
drengurinn. „Fyrst þomaði það
upp og svo fúnuðu ræturnar.“
Hann veit allt.
„Af hverju heldurðuþað?" spuröi
ég og hélt áfram að nudda lífi í
aðframkomna limi trésins.
„Af því ég gleymdi að vökva það
í allt sumar og svo vökvaði ég þaö
á hverjum degi eftir að rigningarn-
ar byrjuðu."
Ég skreytti það samt.
Tréð fór minnkandi yfir jólin.
Þetta brúna molnaði af.
Af þessu varð nokkur vinnu-
sparnaður. Þegar þrettándinn rann
upp hafði tréið tekiö sig að mestu
niður sjálft.
Upp úr því fóru jólakortin að
koma. Þetta var ár dökkbláu kort-
anna. Við fengum:
Háskólann í myrkri.
Hríslu í klakaböndum í myrkri.
Háteigskirkju í myrkri.
Hallgrímskirkju í myrkri.
Þingvallakirkju í myrkri. *
Freðna styttu af frammámanni. í
myrkri.
Þessi voru í þjóðlega andanum. í
listræna stílnum voru:
Silfurlitt kerti á dökkbláum
grunni.
Obbulítill mávur að svífa í hom-
inu á svarbláum fleti.
Á þessu var ein undantekning.
Hún sameinaöi þjóðlegt og hstrænt
í grádrapplitu. Verkið hét eitthvað
þegar það kom en við skírðum þaö
upp: Móðuharðindin leggjast þungt
á eyðibýlið.
Við röðuðum þeim á bókahilluna.
Svo fengum við þunglyndiskast í
hvert sinn sem viö gengum fram
hjá.
Löngu seinna komu jólapakkarn-
ir.
Jólagjafahefðin ku eiga rætur að
rekja til gjafanna sem vitringarnir
færðu Jesúbaminu. En þegar það
fæddist voru vitringarnir víðs-
fjarri. Fyrst þurftu þeir tð stússa,
kaupa jólapappír og límband og
svoleiöis. Það hefur verið erfitt, það
var ekki búið að finna neitt af því
upp. Þá áttu þeir eftir að beisla úlf-
alda sír og brokka yfir lönd, ef
ekki álfur. Því hðu að minnsta kosti
tveir mánuðir áöur en jesúbarnið
fékk fyrstu jólagjafimar í heimi.
Þetta veit ítalski pósturinn.
Því bera þeir aldrei út jólapakka
fyrr en þeim telst svo th aö vitring-
arnir standi í bæjarhliði Betlehem.
En í ár kom eitthvað fyrir. Þeir
voru komnir niður á hangikjötslög-
in í jólapóstfjallinu strax um miðj-
an janúar.
Við fórum í lopasokkana og
bjuggumst til að rífa harðfisk frá
roði og bregða sjálfskeiðung á ket-
ið.
Harðfiskurinn kom undan brúna
bréfinu ferskur eins og islensk
sveitastúlka um aldamótin (vant-
aði bara fléttuna). Prinspólóið
í talfæri
Auður Haralds
varpaði seiðandi gullnum blæ.
Tollurinn hafði ekki smakkað á
ópalnum í ár.
En hangikjötið var grænt.
Hvar var nú ahur baneitraði salt-
péturinn?
Flotglampinn stirönaði í augum
okkar.
En var okkur ekki alveg óhætt
að borða það samt?
Höfðu ekki íslendingar í ellefu
aldir stýft í sig myglað, maðkað,
úldið, kæst og pestardautt? Og voru
hraustasta þjóð í heimi?
Já, komu ekki skóladrengir í Lat-
ínuskólann að hausti með smjer-
birgðir sem áttu að endast fram á
voriö? Og voru orðnar grænar fyrir
áramót. Og voru etnar samt.
Það sagði allavega kennarinn í
gaggó þegar einn strákurinn ullaði
á brauðsneiðina sína.
Var það kannski einhver annar
gerih sem htaði vetrarsmj erbirgðir
latínunema grænar? Annar og
meinlausari gerhl en sá sem var
að eðla sig í hangikjötinu okkar.
Og varð ekki uppreisnin á Pot-
emkin einmitt út af möðkuðu kjöti?
Það gaf nú í skyn aö maðkað væri
ekki alveg í lagi. Eða köstuðu
mennirnir sér í dauðann fyrir
PÍPP? Var kannski ekkert að
marka svona austantjaldsheimild-
ir?
Þá vestantjaldsheimildir: Hetjur
Steinbecks fóru aldrei í kauffélagið.
Þeir fóru í ruslatunnurnar. Og
hirtu úr þeim úldið kjöt. Einmitt
svona eins og við áttum. Svo skutl-
uðu þeir kjötinu í sóda í tvo tíma
og þá fór þetta græna. Kom bara
upp úr eins og af nýslátruðu. Og
hetjurnar allar á lífi í næsta hefti.
Og lifir ekki Vestfjarðakjálkinn á
kæstu?
Að vísu þarf að míga á matinn
áður en hann er grafinn en við töld-
um alls ekki úthokað að þessi kind
hefði einhvem tíma pissaö upp í
vindinn og þá skvest á lærið.
En gátum við treyst á það?
Svo morar líka landið th dals og
fiöru af gamalmennum sem gráta
það sárast að fá ekki lengur lost-
ætiö mesta úr æsku, pestardauða
sauði. Var þetta kannski þannig
sælgæti?
Ég las hehbrigðisvottorð læris-
ins.
Kindin, sem átti það á undan okk-
ur, hafði verið með eindæmum
hraust. Grænmetisæta. Stundaði
að staðaldri skokk á ómenguðu
hálendi íslands. Aldrei verið bólu-
sett og aldrei hrokkið hor úr nös.
Það var þá ekkert varið í þetta
kjöt, þannig.
Á endanum buguðumst við og
fórguðum ketinu.
Þaö var ekki að við óttuðumst
matareitmn. Að vísu töldum við
að við þjóðarbrotið væmm svo úr-
kynjuð að við hefðum ekki þær
hrægammamagasýrur sem íslend-
ingar höfðu á öldum áður. En ef
það er eitthvað sem ítalska lækna-
stéttin kann á þá era það matareitr-
anir. Þaö gerir æfingin.
Heldur fylgdum við þessu
frammálambi um hehbrigt líferni
th grafar í ruslagámnum vegna
þess að við héldum að bragðið að
því gæti verið svipað og lyktin.
Heilbrigðisvottorðið innrammaði
ég. Mahóníramma.
Heilsa og hreysti þessa lambs
kom því ekki að notum við landa-
mæri lífs og dauða.
Ég hef líka ahtaf sagt það.
Þaö er ekkert líf eftir dauð-
ann.