Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 27 Sæl nú!... Þungarokksveitin AC/DC er um við hljómleikaferð um gjör- leikum vestur i Bandarikjun- um að gitarleikari hljóm- sveitarinnar, Malcolm Yo- ung, hefur ekki verið með á sviðinu heldurfrændi hans, Stevie Young. Talsmenn hljómsveitarinnar segja skýringuna vera þá að Mal- 'colm Young sé einfaldlega búinn að fá nóg af hljómleik- um í bili og hafi ákveðið að taka sérfrí svona í lokferð- ar. Þessi skýring þykir ekki fréttaskýrendur getum að því að Malcolm sé hættur í AC/DC... Það hefur nú ver- ið staðfest að söngkonumar Sinead O'Connor og Björk Guðmundsdóttir hyggja á samstarf og er búist við að þærfari í hljóðver þá og þegar til að hljóðrita tvö log eða svo. Annað lagið ku eiga að vera íslenskt þjóðiag en hitt irskt þjóðlag. Einnig hafa borist fréttír af því að Sinead O'Connor hafi áhgua á að koma hingað til lands til hljómleikahalds... Gamla soul-brýnið James Brown er kominn í versta klandur eftir að hafa gert tilraun til að kála konu sinni með byssu. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa barið konuna með einhvers konar barefli og reynist þessar ásakanir sannar á hann yfir höfði sér tugthúsvist um langahrið... Les Warner, trommuleikari hljómsveitar- innarThe Cult, hefur verið sagt að hypja sig á brott og sem nærri má geta er hann ekki mjög hress með þessa ákvörðun. Hann segir að þeir lan Astbury og Bill Duffy séu á bak við þetta og þeir hafi ekki einu sinni séð sóma sinn i þvi að til- kynna sér þessa ákvörðun sjálfir, heldur iátið umboðs- mann hljómsveitarinnar um að koma skilaboðunum áleiðis. Wamer hyggur á málaferli vegna ógreiddra launa en til að hafa i sig og á á meðan hefur hann stofn- að hljómsveit með fyrrum Raven... Whitney Houston hefur verið ráðin tii að syngja inn á plötu einkenni- slag fyrir ólympiuleikana i Seoul i haust.. .stopp... -SþS- dv___________________________________________________ Nýjar plötur Woodentops - Wooden Foot Cops on the Highway Þýð og stríð á víxl Woodentops. Nýjasta plata Woodentops, Wood- en Foot Cops on the Highway, er með köflum þokkalega ómþýð. Af lögun- um níu eru þrjú í þægilega kantin- um, You Make Me Feel, Heaven og Tuesday Wednesday. Önnur eru tals- vert meira krassandi, rifinn gítar, harður trommusláttur, grjóthörð nýbylgja (eða er hún kannski ekki til lengur) þegar hæst lætur. Ég verð að játa að ég þekki fyrri verk hljómsveitarinnar Woodentops hvorki út né inn. Hins vegar hef ég heyrt allnokkur lög með sveitinni í einum meðvitaðri poppþáttum út- varpsstöðvanna. Miðað við það virð- ist mér Woodentops ekki í neinni sérstakri framfór. Og tónhstin á Wooden Foot Cops on the Highway er meira fráhrindandi en oft áður. Þótt ég sé ekkert himinhrópandi glaður yfir plötunni er ég þó síður en svo að afskrifa hana. Útsetningar allnokkurra laga eru áheyrilegar. Talsvert er nostrað við smáhluti sem eru lítt greinanlegir við fyrstu hlust- un eða hlustanir en síast inn smátt og smátt. Platan er því langt því frá að vera hrá þó aö svo virðist á yfir- boðinu. -ÁT- Feargal Sharkey - Wish Veit sín takmörk A-ha - Stay on These Roads Á „réttri" braut Feargal Sharkey hefur frá þvi hann hóf sólóferil náð nokkuð góðri fót- festu í breska poppbransanum. Kem- ur þar aðallega til auðlærð og meló- dísk lög sem hann með sinni sér- stæðu rödd gæðir lífi. Nýjasta plata hans nefnist Wish og fetar hann dyggilega í kjölfarið á fyrri afurðum. Útsetningar svipaðar, lögin svipuð og Sharkey keyrir á góðum hraða í gegnum auölærð lög. Rödd Sharkey nýtur sín best í hröð- um og taktföstum lögum á borð við More Love, Girls in Pardise og If This Is Love þar sem nokkuð er lagt í útsetningar og blásturhljóðfæri not- uð og stuðst við bakraddir. Þetta eru þau lög sem koma til með að halda Wish á lofti. Þegar Sharkey hættir sér í rólegri lög getur hann ekki frek- ar en Bubbi Morthens leynt „víbr- ingnum“ i röddinni og um leið hversu takmörkuð rödd hans er. Feargal Sharkey gerir enga stóra hluti á Wish. Hann rennir sér átaka- laust í gegnum misgóö lög, þekkir sín takmörk og hættir ekki út í neinar nýjungar. Við bestu lögin stoppar maður aðeins en ekki lengi. Feargal Sharkey þarf að gera mun betur ef nafn hans á ekki að falla í gleymsku. HK. Fergal Sharkey. A-Ha. Síðan sænska sveitin ABBA sáluga var og hét hefur engri norrænni hljómsveit tekist að ná viðlíka vin- sældum um heimsbyggðina, nema ef vera skyldi norska tríóinu A-ha. Frægðarferill þess hófst vestanhafs með laginu Take on Me en síðan hafa vinsældir þess verið mestar í Evrópu. Þriðja breiðskífa A-ha leit dagsins ljós nú fyrir nokkru og þegar hefur eitt laga hennar náð nokkrum vin- sældum hérlendis, titillagið Stay on These Roads, eða haltu þig á þessari braut. Og segja má að það séu ein- kunnarorð þessarar plötu því A-ha heldur sig á sömu braut og hljóm- sveitin markaði sér með fyrstu plöt- unni, Hunting High and Low, og hélt áfram á plötunni Scoundrel Days. Þó má merkja á þessri nýju plötu að þetta eru reyndari og þroskaðri menn en áður, lögin rista að mörgu leyti dýpra, eru flóknari en áður og þurfa um leið meiri hlustunar við. Þessi þróun er fullkomlega eðlileg en samtímis gæti það gerst að þessi plata næði ekki jafnmiklum vinsæld- um og fyrri plötur hljómsveitarinnar vegna þess að hér eru einfaldlega ekki jafnmörg lög og á fyrri plötum, sem gætu slegið í gegn sem smáskíf- ur. Hins vegar gæti þetta verið skref í rétta átt fyrir A-ha í þá veru að höfða til eldri hóps en sveitin hefur gert hingað til. Shkt tekur vitaskuld tíma en takist það hefur hljómsveitin tryggt sér það að þurfa ekki eilíflega að semja sömu smellina fyrir sama aldurshópinn. En hvernig semmenn vilja yfirleitt aldursgreina og stimpla tónlist er tónhst A-ha fyrst og fremst vönduð og fáguð popptónhst sem getur höfð- að til allra aldurshópa. -SþS- ÍSLANDSMOTIÐ jT si-miéfr í DAG KL. 15.01 Á GERVIGRASVELLINUM í LAUGARDAL © Metab HENSON |f| 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.