Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988.
29
Hinhliðin
99
Ég læt
UilIlUSllliId
duga í bili
- segir Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals
44
Þorgrímur
son, fyrirliði Islands-
meistara Vals í knatt-
spyrnu og ritstjóri
íþróttablaðsins, er 1
hinni hliðinni að þessu
sinni. Knattspyrnu-
menn hófu vertíð sína
á dögunum og því er
ekki úr vegi að fá fyrir-
liða íslandsmeistar-
anna til að sitja fyrir
svörum.
hefur lengi verið í eldl-
ínunni og lengstum
verið með betri mönn-
um í Valsliðinu. Svör
hans fara hér á eftir:
Fullt nafn: Þorgrímur, ,sveitó“ Þrá-
insson.
Fæöingardagur og ár: 8. janúar
1959.
Maki: Indæl unnusta, Ragnhildur
Eiríksdóttir.
Börn: Læt unnustuna duga í bili.
Biífeið: Toyota Corolla GTI, árgerð
1988.
Starf: Fjölmiðlamaður.
Laun: Misjöfn, veltur oft á sólskin-
inu.
Áhugamál: Blessaður boltinn og
flest sem hreyfist.
Hvað hefur þú fengiö margar tölur
réttar í lottóinu? Einu sinni flórar
réttar, ég reif miðann í bræði.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að rifja upp bæði dauðafærin
sem ég fékk í fyrrasumar.
Hinhliðin
Stefán Kristjánsson
Hvað finnst þér leiðinlegast aö
gera? Lenda í spretthlaupi viö
Guðna Bergsson.
Hvað er það neyðarlegasta sem
komið hefur fyrir þig? Það var þeg-
ar mér tókst eftir klukkutíma aö
brjótast inn í bíl sem stóð við hlið-
ina á mínum og var sömu geröar
og eins á litinn.
Uppáhaldsmatur: Frosnar grísatær
og steikt hangikjöt.
Uppáhaldsdrykkur: Gamla mjólk-
in, beint úr spenanum á beliunni.
Hvaða íslenskur íþróttamaöur er
fremstur í dag? Ásgeir Sigurvins-
son og spjótkastararnir okkar, Sig-
uröur Einarsson og Einar Vil-
hjálmsson.
Uppáhaldsblað: Fiskifréttir, vegna
Guöjóns.
Uppáhaldstíraarit: íþróttablaðiö
mitt.
Fallegasta kona sem þú hefur séð
fyrir utan unnustuna: Grace Kelly,
hún var dýrgripur.
Hiynntur eða andvigur ríkisstjórn-
inni: Hlymtur en á móti virðis-
aukaskattinum.
í hvaða sæti hafhar íslenska lands-
liðið í handbolta í handknattleik-
skeppni ólympiuleikanna? Von-
andi á verðlaunapalli en 6. sætiö
er raunhæft.
Hvaöa persónu langar þig mest til
aö hitta? Ragnhildi mína, hún er
búin að vera erlendis í 9 mánuði.
Uppáhaldsleikari: Nokkrir óne&id-
ir framlínumenn en auk þeirra er
William Hurt kómískur.
Uppáhaldssöngvari: Ámundi Sig-
mundsson á mjólkurbílnum.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Allir
þeir sem greiddu atkvæði gegn
bjórnum.
Hlynntur eða andvígur bjómum:
Andvígur, því miöur þarf að hafa
vit fyrir flestum okkar.
Hlynntur eða andvígur veru varn-
arliðsins hér á landi: Hlynntur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan er björt, best og bæt-
andi.
Uppáhaldsútvarpsmaöur: Þeir eru
þó nokkrir sem eiga framtíðina fyr-
ir sér, til dæmis Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson, Anna Björk og Höröur
Amarsson.
Hvort er betra Sjónvarpið eða Stöð
2? Er lítt háður sjónvarpi en horfi
þó meira á Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður Mað-
urinn með björgunarhringinn,
Heimir Karlsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Fínt að
fá útrás á Lækjartungli.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur
og Víkingur frá Ólafsvik.
Að hverju stefhir þú á þessu ári?
Að leiða lið mitt til sigurs og brosa
framan í heiminn.
Hvaö ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Sumarleyfi??? Bíddu, ég þekki
ekki orðið.
-SK
• Þorgrímur Þrainsson hampar hér sigurlaununum Valsmanna á dög-
unum (meistarakeppni KSÍ. Þorgrímur segir að það sem hann stefni að
á þessu ári sé að leiða lið sitt til sigurs i íslandsmótinu og brosa framan
i heiminn, likt og hann gerir á þessari mynd.
DV-mynd Brynjar Gauti
Hvítasunnukappreiðar
Dagskrá. Laugardagur 21. maí:
Klukkan 9.00: unglingar, 13-15 ára, á Asavelli.
Klukkan 9.30: tölt á Hvammsvelli. Klukkan 11.00:
börn, 12 ára og yngri, á Asavelli. Klukkan 13.00:
úrslit, 5 efstu unglingar, 13-15 ára, á Asavelli og
úrslit, börn, 12 ára og yngri, 5 efstu hestar. Klukkan
15.30: kappreiðar, 300 m brokk, 800 m brokk og
150 m skeið. Verólaunaafhending fyrir kappreiðar.
Dagskrá. Mánudagur 23. maí:
Klukkan 13.00: mótið sett og hópreið. Klukkan
13.30: úrslit í tölti, 5 efstu hestar, úrslit í A-flokki, 5
efstu hestar, og úrslit í B-flokki, 5 efstu hestar. Verð-
launaafhending: börn og unglingar, A-flokkur, B-
flokkur og tölt. Klukkan 15.30 hefjast kappreiðar, 250
m skeið, 250 m stökk, 800 m stökk og 350 m stökk.
Verðlaunaafhending í kappreiðum.
Hestamannafélagið Fákur
Forval vegna
hugbúnaðarútboðs
Á næstunni verður leitað tilboóa í lokuðu útboði í
bókhaldskerfi, fjárhags- og viðskiptabókhald fyrir
sjúkrahús og fleiri stofnanir. Notaður verður bók-
haldslykill svipaður lykli ríkisbókhalds. Deildaskipt-
ing og hvers konar sundurliðun á mismunandi svið
lykilsins þarf að vera auðveld. Viðskiptabókhald er
ekki stór þáttur en þarf að vera þjált í meðförum.
Kröfur verða gerðar um öryggi gagna og að kerfið
uppfylli kröfur um endurskoðun, um skjölun og lip-
urt notendaumhverfi. Reiknað er með að notaðar
verði einmenningstölvur en notkun á neti eða í ann- -
ars konar fjölnotendaumhverfi kemur til greina. Þar
sem tími til kerfisgerðar er stuttur verður sérstaklega
litið á þann möguleika að aðlaga kerfi sem þegar
hefur fengist reynsla á í notkun.
Fyrirtæki, sem óska að taka þátt í forvali þessu, sendi
vinsamlegast upplýsingar um fyrirtækið og kerfi, sem
þau hafa að bjóða, til Fjárlaga- og hagsýslustofnun-
ar, Arnarhvoli, í síðasta lagi 26. maí. Upplýsingar
gefa Jóhann Gunnarsson í síma 25000 eða Erna
Bryndís Halldórsdóttir í síma 27888.
Samvinnuskólinn
Bifröst
Undirbúningsnám á Bifröst
Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir undirbún-
ing fyrir rekstrarfræðanám á háskólastigi.
lnntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi
án tillits til námsbrautar, t.d. í iðn-, vél-, verk-
mennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnaðr
ar-, sjómanna- eða verslunarskóla o.s.frv.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar,
enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði, félagsmála-
fræði og samvinnumál.
Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð, raunhæf verk-
efni, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl.
Námstími: Einn vetur, frá september til maí.
Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili,
félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði
ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv.
Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla
áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling
næsta vetur.
Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam-
vinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að
sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla-
göngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri
störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöó.
Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu.
Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri
en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu.
Samvinnuskólinn á Bifröst,
311 Borgarnesi, sími 93-50000.