Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Úr lögregluskóla FBI í aðalvaröstjórastöðu: Lögreglan á að notfæra sér fjöln - segir Ómar Smári Armaimsson aðalvarðstjóri sem segir að hraeðsla við gagnrýni hafi einkennt störf yfirmanna embaettisins ÓmarSmáriÁr- mannsson, aðalvarð- stjóri í umferðardeild lögreglunnar, hefur gert stórátak í kynn- ingarstarfi fyrir lög- regluna. Fram að þessu hefur það verið Öh H. Þórðarson og Umferðarráð sem hafa séð um slíka kynningu en ekki lög- reglan sjálf. Breyttir siðir koma með nýjum mönnum og raunar er það með ólíkindum að Omar, sem errétt rúmlega þrítugur, sé kominn í hóp yfir- manna þessarar form- föstu stofnunar. Ómar Smári hóf störf í lögreglunni voriö 1975. Hann segist hafa veriö aö leita að sumarstarfi með skólanum en hann var við nám í Flensborg í Hafnarfirði. „Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, mælti með mér og ég fékk vinnu,“ sagði Ómar Smári er hann var spurð- ur um ástæðu þess að hann hefði upphaflega sóst eftir að gerast lög- reglumaður. Eftir stúdentspróf hélt hann áfram í lögreglunni og hefur íiengst þar. Ómar Smári var fyrstu árin í almennu deild lögreglunnar en fór síðan yfir í slysarannsókna- deild og þaðan í umferðardeild þar sem hann er núna. í lögregluskóla FBI Árið 1985 kom boð til lögreglu- stjórans í Reykjavík um að senda einn lögregluþjón í skóla FBI í Was- hington. Enginn íslenskur lögreglu- þjónn hefur áður farið í slíkan skóla en Bjarki Elíasson, skólastjóri lög- regluskólans, og Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hafa farið á námskeið erlendis, þó ekki á vegum FBI. „Skóhnn bauð einum fulltrúa frá hveriu Norðurlandanna og ís- lendingum var boðiö að vera með í fyrsta skipti. Lögreglustjórinn, Sig- urjón Sigurðsson, bauð mér að fara en þessi skóh er einn virtasti á sínu sviöi í Bandaríkjunum," sagði Ómar Smári. „Það er mikih metnaður hjá yfirmönnum í lögreglunni í Banda- ríkjunum að komast í skólann. Ef þeir standast námskeiðið, sem stend- ur yfir í þrettán vikur, er þaö leið tíl frama í starfi. Skóhnn er nfiög erfiö- ur og byggist aðahega á stjómun, skipulagningu í áætlanagerð og ýms- um sérsviðum. Hver maður þaif að velja sér minnst átta sérsvið og hvert svið gefur punkta th háskólanáms. í skólanum fer fram þjálfun á nýhöum í FBI, einnig er önnur dehd sem nefn- ist FBINA sem er hinn almenni arm- ur löggæslunnar. í þá dehd skólans er boðið um tvö hundruð lögreglu- mönnum víðs vegar úr Bandaríkjun- um og tíu frá öðrum heimsálfum th þátttöku í þeim námskeiðum. Ræktað manngildi Ég myndi segja aö uppbygging námskeiðsins væri að rækta með sér mannghdi og jákvæð viðhorf th lög- gæslumála. Um mitt námskeiðiö er tekið próf og þeir einir fá að halda áfram sem ná því. Að loknu nám- skeiðinu er tekið lokapróf á vegum háskólans í Virginíu. Lögregluskól- inn er um hálftíma akstursleið frá aðalstöðvum FBI1 Washington og er staðsettur á herstöðvasvæði. Örygg- isgæsla er mjög ströng og allt yfir- bragð byggist á heraga. Mjög strang- ar skólareglur eru í skólanum og ef einhveijum verða á mistök þá gæti hann fengið áminningu en þeir fyrir- gefa ekki tvisvar," sagöi Ómar Smári. „Allir nemendur, sem voru með mér, voru fuhorðnir menn, yfir- menn á lögreglustöðvum, og þeir gættu þess auðvitað að framfylgja öhum reglum. Yfirleitt eru þessir menn sendir frá lögreglustöövum og eru þá sérstaklega valdir af sínum yfirmönnum. Það sem mér fannst einkennandi hjá þessum mönnum var hjálpsemi við aðra. Viðhorfið í skólanum var að aðstoða náungann og það gerði námiö jákvætt og skemmthegt. Lágfreyðandi heilaþvottur Aðstaðan í skólanum var stór- kostlega góð og öðruvisi en við eigum að venjast. Heimavistin var stærri en nokkurt hótel hér á landi, fyrir- lestrasahr voru stórir og vel skipu- lagðir. Gangar tengdu byggingar saman þannig að óþarfi var að ganga úr húsi. Þarna var kvikmyndahús, banki, verslanir, rannsóknastofur, líkamsræktarsalir með tækjabúnaði og ahur búnaöur th skólahalds var einfaldlega frábær," sagöi Ómar Smári ennfremur. Hann sagði einnig að sér hefði -komið á óvart hversu kennarar voru skipulagðir. „Það var heh kennslugrein út af fyrir sig hvemig þeir komu flóknu kennslu- efni th skha á einfaldan hátt. Allir þessir kennarar eru sérþjálfaðir á vegum FBI. Ég hélt áður en ég fór utan að skólinn yrði lágfreyðandi hehaþvottur en það var þvert á móti.“ Ómar Smári sagði að varla væri hægt að líkja þessum skóla við lög- regluskóla sem við sjáum í bíómynd- um. „Það voru auðvitað mörg mis- munandi námskeið í gangi. Þarna sá ég sérsveitaræfingar, fíkniefnalög- regla var í þjálfun, einnig voru í gangi framhaldsnámskeið fyrir FBI, en starfsmenn FBI þurfa að taka próf í skólanum einu sinni á ári og þurfa að standast bæði líkamlegar og and- legar kröfur. Við fengum að fylgjast með þjálfun hjá „víkingasveit", sér- staklega í sambandi við hvemig þær frelsa gísla og flugvélayfirtöku eftir rán. Nám fyrir einræðisherra Námið, sem ég var í, var meira tengt stjómun, t.d. uppbygging lög- gæslu og stjómun eininga, skipu- lagning á starfsmannahaldi, sam- vinna innan eininga, ýmis áæfiana- gerð og stjómunaruppbygging, einn- ig kennsluaðferðir og var þá lögð áhersla á muninn á því að kenna bömum eða fuhorðnum. Þama fór fram þjálfun á kennurum og leið- beinendum og kennslutæki ýmiss konar kynnt. Svo var farið inn á sál- fræði, afbrotasálfræði og þjóðfélags- fræði, falsanir og fingrafararann- sóknir og margt fleira. Aht sem ég lærði í skólanum kemur mér að not- um í hvaða starfi sem ég er og kannski best sem einræðisherra," sagði Ómar Smári og brosti. Hann hefur kennt í lögregluskólan- um síðan 1982 og ætti námið hjá FBI að koma að góðum notum þar. Á meðan Ómar Smári var í náminu urðu lögreglustjóraskipti og Böðvar Bragaspn tók við embætti af Sigur- jóni. „Ég kom heim og hélt áfram mínu gamla starfi sem lögreglumað- ur eins og ekkert hefði í skorist," sagði Ómar Smári en það var ekki fyrr en fyrir ári sem hann fékk stöðu aðalvarðstjóra eftir að hann sótti um hana. Áður en th þess kom hafði hann farið á annaö námskeið fyrir lögreglumenn sem haldiö var í Sviss. „Eg óskaði eftir að komast á nám- skeið á Spáni í fyrra en embættið sá sér ekki fært að senda mig sökum fjármagnsleysis. Hins vegar vonast ég th að geta sótt námskeið sem haid- ið verður í Osló á þessu ári. Ég hef áhuga á því, þar sem farið verður út í skipulagningu í smærri byggðarlög- um, en Reykjavík flokkast undir það. Það námskeið myndi koma sér vel í ahra skipulagningu hér,“ sagði Óm- ar Smári. Ekki metnaðargjam - Ertu að vinna þig upp í lögreglu- stjóraembættið? „Ég gæti aldrei komist í það emb- ætti þar sem einungis lögfræðingar eiga kost á því. Það er enginn metn- aður hjá mér að komast upp met- orðastigann hér innan stofnunarinn- ar. Mitt markmið er að standa mig í þvi starfi sem ég gegni hveiju sinni,“ svaraði Ómar Smári og var hann þá spurður hvort ekki væri sjaldgæft að ungir menn kæmust í toppstöður innan lögreglunnar. „Það telst nú ekki th undantekninga. Bjarki Ehas- son varö snemma aðalvarðstjóri og ungur yfirlögregluþjónn miðað við þá menn sem þá voru við störf í kringum hann. Ungir menn liafa orð- ið lögreglufuhtrúar og staðið sig ágætlega. “ - Var óánægja hjá eldri mönnum er þú fékkst aðalvarðstjórastöðu? „Sú staða hlýtur ahtaf að koma upp þegar ungir menn eru settir í stöðu sem eldri menn hafa gert sér vonir um að fá og telja sig eiga rétt á. Það veldur óneitanlega vonbrigöum fyrst í stað og ég skh vel að það hafi kom- ið við einhvem þegar ég fékk þessa stöðu. Öh sár gróa um síðir, mér hefur verið vel tekiö í umferðardehd- inni og hef aldrei fundið fyrir and- streymi," sagði Ómar Smári. Hann sagði aö starfið væri ábyrgðarmikið og þá sérstaklega gagnvart umferð- inni. „Ég sé fyrir mér mikiö óunnið verk í umferöinni. Kerfið er svifa- seint th ahra breytinga sem við telj- um að þurfi að eiga sér stað og lengi að taka við sér. Við hefðum vhjað hafa þetta miklu skjótvirkara.“ Hræddir við gagnrýni - Nú hefur öll kynningarstarfsemi aukist mikið hjá umferðardeild lög- reglunnar og þú kemur mikið fram í fjölmiðlum. Er það eitthvert sér- stakt átak sem þú fannst upp hjá sjálfum þér? „Okkar starf hjá lögreglunni er ekki kynningarstarf og við fáum ekki krónu í auglýsingastarfsemi. Við get- um ekki beitt okkur á þeim vettvangi nema nýta okkur þær aðstæður sem fyrir hendi eru. Okkur er skylt að upplýsa almenning um það sem er að gerast og benda á það sem betur má fara. Við ætlum að gera það og nota öh tækifæri til þess. Öh blaða- skrif, sem oröið hafa, nýtum við okk- ur og ýtum fremur undir þau en hitt. Umfjöhun á opinberum vettvangi hefur áhrif á almenningsáhtiö. Viö höfum sett okkur takmark hér í lög- reglunni að reyna að gera betur, eitt slys er einu slysi of mikið. Raunar hef ég persónulega ahtaf vhjað forð- ast fjölmiðla en þeir eru þess eðhs að ef þú tjáir þig um ákveöið mál áttu á hættu að fá gagnrýni á móti. Það hefur einkennt löggæsluna hing- að th að yfirmenn hér hafa ekki vhj- að tjá sig um mál á opinberum vett- vangi vegna þess að þeir eru smeyk- ir við gagnrýni. Mér finnst hins veg- ar alveg sjálfsagt að fá svör og þarfar ábendingar og að fleiri en ein hhð komi fram á hveiju máh. Flestir landsmenn hafa vhja til að laga þessa hluti en menn greinir á um leiðir th þess. Við verðum að gera okkur grein fyrir að fjölmiölar eru hluti af thver- unni og hræðsla við þá, eins og hefur verið ríkjandi, er óþörf. Þá megum við ekki gleyma að fjölmiðlar hafa mótandi áhrif og það þarf lögreglan að notfæra sér því öðruvísi nær hún ekki th fólksins. Það er oft einkenn- andi fyrir opinbera starfsmenn aö hreyfa ekki við málum, þá kosta þau ekki óþarfa vinnu eöa umstang, ekki þarf að svara fyrir þau og engu er rótað upp. Þetta gildir bæði um okk- ur og aðra. Það kostar ákveðna vinnu og umstang að vera í fjölmiðlum en á móti getur það skilaö árangri fyrir almenning og það er th góðs. Lögregl- an á að vera miklu virkari í fjölmiðl- um og mér sýnist stefna lögreglu- stjórans vera í þá áttina." - Finnst þér fjölmiðlar hafa sýnt þín- um störfum áhuga? „Ég held ég geti ekki kvartað und- an því þótt það sé misjafnt. Ef við höfum leitað eftir aðstoð fiölmiðla hafa þeir verið boðnir og búnir að koma á framfæri málefnum er varða umferðina. Þeir matreiða að vísu misjafnlega en viö getum ekki kvart- að. Mitt starf felst í daglegri stjómun umferðargæslunnar og að halda mönnum að störfum. Upplýsinga- streymiö út á við er í rauninni ekki í mínum verkahring þótt það hafi þróast í þá átt. Þegar ég sótti um þetta starf óskaði ég sérstaklega eftir því viö Bjarka Ehasson að fá að hafa thtölulega fijálsar hendur ef ég fengi starfið. Hann var sammála því og hann hefur staðið við sín orð, frekar ýtt undir ef eitthvað er, enda tel ég það jákvæða þróun hér hjá lögregl- unni að ungir menn fái að spreyta sig og nýta þær hugmyndir sem þeir hafa. Rígur milli deilda minnkar í gegnum tíðina hefur það verið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.