Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 31
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 43 hjá stofnunum sem þessari að ungir menn með hugmyndir fá ákveðinn mótbyr hjá sér eldri mönnum. Menn, sem hafa starfað hér í yfir flörutíu ár, telja sig ekki þurfa ráðleggingar frá yngri mönnum en sem betur fer held ég að þetta sér að breytast. Því er ekki að neita að það hefur verið tilhneiging til að drepa áhuga áhuga- samra manna. Maður hefur oft fund- ið að betra er að halda að sér höndum en standa í stríði við menn sem vinna að sömu málefnum með ööru hugar- fari með manni. Það er mjög góður andi og félagsskapur hér innan deilda og sumir ílengjast í starfmu beinhnis vegna hans. Starfið út á við er ekki beint skemmtdlegt þótt við fáumst auðvitað Ííka við skemmtileg málefni." - Er mikil skipting á milli almennu deildarinnar og umferðardeildar? „Hún er alltaf að minnka og al- menna deildin er orðin virkari í umferðarmálum en nokkum tíma áður. Sennilega er það vegna átaks sem við byrjuðum á í september og sameinar deildimar. Við leggjum ákveðna áætlun fyrir í byijun hvers mánaöar og allir ganga að því sama. Sá rígur, sem var fyrir nokkrum ámm á milli deilda, er úr sögunni. Það má vera að einstaka eldri lög- reglumaður hafi ákveðin viðhorf til þessara mála en þau er ekki að finna hjá yngri mönnum." - Hafa þær umræður, sem átt hafa sér stað um fantaskap lögreglu- manna að undanfórnu, áhrif á störf lögreglumanna í umferðardeild? „Lögreglan er auðvitaö ein hend þótt hér sé verkaskipting á mihi deilda. Mínir menn hafa líka haft afskipti af málum, legið undir hótun- um um kærur og blaðaskrif en kannski minna vegna eðhs starfsins. Mannleg samskipti byggjast á öðmm gmndvelh í almennu deildinni þar sem oft er við drukkið fólk að eiga og erfiðar aðstæður. Okkar starf er hins vegar bein afskipti vegna um- ferðarlagabrota ýmiss konar og þar er yfirleitt um ódrukkið fólk að ræða en það getur þó verið erfitt viður- eignar líka.“ Ómar Smári segist gjaman vilja fara meira út og vinna við umferð- ina. „Ég er að mestu bundinn innan veggja lögregltistöðvarinnar en við sérstök tækifæri hef ég farið út og unniö með mínum mönnum." Fann upp hraða- hindrunarhækkun Ómar Smári er ahnn upp til fimm ára aldurs í Grindavík þar sem hann segir að enginn lögreguþjónn hafi starfað. Þá flutti hann til Hafnar- íjarðar þar sem hann hefur búið síð- an. Hann var í framboði fyrir Óháða flokkinn í Firðinum og einhver sagði að hann væri maðurinn sem fann upp hraðahindrana-bungumar. „Ég sat í umferðamefnd í Hafnarfirði og gerði tihögu þar aö hraðahindmn yröi sett upp á Flókagötunni á móts við sundlaugina. Slys á börnum vom mjög algeng við þessa götu. Flest slysin voru rakin til hraðaksturs og nauðsynlegt var að neyða menn til að draga úr hraða. Þetta var árið 1976 og við höfðum sett upp skilti sem vömðu menn við að aka hratt en það dugði ekki. Mér fannst því rétt að leggja til að setja upp hindmn, sem var gert, og engin slys urðu við þessa götu næstu árin. Hraöahindrun var komin upp á einum stað áður en ekki í sama formi. Það var í Vestur- bergi þar sem gatan var þrengd. Bungan, sem við ákváðum að láta selja upp, töldum við að gæti gefið góöa raun við Flókagötuna. Svo tveimur, Asdísi, 7ára, ogóskírðri„19:19“. -DV-myndGVA reyndist vera og áður en við vissum af vom komnar bungur um alla ReyKjavik. Mér fannst það ekki rétt þar sem margar geröir af hraða- hindrunum em til. Þótt bungurnar ættu rétt á sér á Flókagötunni í Hafn- arfirði var ekki þar með sagt að það gilti ahs staöar. Ökumenn bölvuðu bungunum mjög kröftuglega í fyrst- unni en síðan hafa menn sæst á þær. Bungurnar hafa minnkað slysatíöni þar sem þær hafa verið settar upp. Ég veit til þess að hjá umferðamefnd borgarinnar hggja alltaf fyrir um- sóknir um að settar verði hraða- hindranir í íbúðagötum. Það eru kannski viðbrögð við því að öku- menn virða ekki umferöarregl- ur,“sagði Ómar Smári. Þrátt fyrir setu sína á hsta í Hafnar- firði segist hann vera htiö póhtískur. „Ég hef ákveðnar skoðanir en þær fylgja engri póhtískri kenningu. Ég lánaði nafnið mitt út af góðu málefni á hsta óháðra í Hafnarfirði sem reyndar var að hluta til klofningur úr Alþýðuflokknum. Reyndar þurrk- aðist fylgið út í síðustu kosningum og fór yfir á gamlar slóðir. Maöur sætti sig við tapið þess vegna.“ Gömul bifhjól í notkun Nú er hvítasunna og Ómar Smári var spuröur hvort gert yrði sérstakt átak þessa helgi. „Dómsmálaráðu- neytiö hefur gefið út tilmæli til ahra umdæma á landinu að vera með sér- stakt eftirht um helgina og við verð- um með í því. Allir okkar bílar verða úti og við munum njóta aðstoðar landhelgisgæslunnar. Ahir fjallvegir eru enn lokaðir og viö munum fylgj- ast með að engir fari þar um. Það sýndi sig um hvítasunnu í fyrra að það var geysilega mikh umferð í upp- hafi og lok helgarinnar, sérstaklega í kringum sumarbústaðakjama. í fyrra fóru unglingar í Húsafeh þótt ekki hefði veriö auglýst skemmtun og það var mikið vandamál í Borgar- firði vegna ölvunaraksturs og slys beinhnis vegna þess. Við höfum laigt fram tihögur til úrbóta fyrir sumarið en ég veit ekki hversu kerfið er mót- tækhegt. Viö viljum að öh löggæsla verði efld, bæði hvað varðar mann- afla og tæki. Einnig vhjum við aukna umferðarfræðslu í skólum. Umdæm- ið hefur stækkað með tilkomu Selt- jamarness og Mosfehsbæjar og kall- ar á ákveðna þörf. Okkur vantar endurnýjun og fjölgun á bifhjólum og bhaflota. Þau bifhjól sem nú em í notkun em gömul, þau elstu fimmt- án ára, og þarfnast núkhs viðhalds.“ Ómar Smári segir að mikiö starf sé fram undan hjá umferðardehd- inni. Sett verður upp aukið eftirht með hraðakstri, áróður fer fljótlega í gang fyrir gangandi vegfarendur, reiðhjóhn og bömin em stórt verk- efni sem fariö verður í næstu daga. „Þetta er spuming um flárfestingu í mannslífum. Almenningur uppsker árangur þess að fara varlega í um- ferðinni," sagði Ómar Smári. Lögreglumenn hugsa um fleira en • umferðina þótt hún eiga stóran þátt í þeirra daglega lífi, eins og cdlra annarra landsmanna. Ómar Smári hefur verið aö koma yfir sig og flöl- skyldu sína húsi í Hafnarfirði og notað frístundir th smíöa. „Ég ámjög færan smiö að vini hér í lögreglunni sem hefur veitt mér ómældan stuðn- ing,“ sagði Ómar Smári. Hann er kvæntur Sigrúnu Grétarsdóttur og eiga þau tvær dætur. Sú eldri, Ásdís, er sjö ára en hin yngri, sem er tæp- lega tveggja mánaða, er enn óskírð. Svo skemmthega vildi th að hún fædihst nákvæmlega klukkan 19:19 en Ómar Smári hefur séð um lög- gæslumál í þeim þætti. „Það er að hluta th í mínum verkahring aö velja nafn á þá htlu en ég hef ekki ennþá haft tíma til þess,“ sagði Ómar Smári. Hann sagöi að aðalvarðstjórastað- an væri ekki endilega framtíðarstarf. „Ef sú staöa kæmi upp aö mér byðist eitthvaö annað þá myndi ég hugsa mig um og taka afstöðu á grundvelh þess. Ég hef t.d. hug á að starfa með Bjarka Ehassyni við uppbyggingu lögregluskólans sem er sérstaklega áhugavert verkefni," sagði Ómar Smári Armannsson aðalvarðsflóri. Þess má geta að hann var einn af eflefu mnsækjendum um stöðu yfir- lögregluþjóns en sú staða veröur veitt frá 15. júní. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.