Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Síða 34
46
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988.
Knattspyma unglinga
3. flokkur kvenna:
Fylkisstelpumar mættu ekki til leiks
3. fl. kvenna í Fylki átti aö leika
gegn KR sl. þriðjudag á KR-vellinum
en stelpumar létu ekki sjá sig og
fengu KR-stelpumar þar tvö ódýr
stig. Þetta er afar slæmt til afspurnar
fyrir knattspymuiökun kvenna og
ef stúlkurnar ætlast til aö þær séu
teknar alvarlega mega svona hlutir
ekki gerast.
HH
Þjálfari hjá 3. fl. Leiknis, örn Eyjólfsson, talar um fyrir sínum mönnum í leikhléi i leiknum gegn Val sl. þriöjudag.
DV-mynd HH
3. flokkur karla A:
Slök dómgæsla á Valsvelli
Valur-Leiknir, 5-2
Leiknir sótti Val heim sl. þriöjudag
í leik 3. fl. A. Leikurinn einkenndist
allt of mikiö af hörku sem haföi mjög
neikvæð áhrif á knattspyrnuna.
Dómarinn lék þar stórt hlutverk.
Hann leyfði gróf brot í tíma og ótíma
og þróaðist leikurinn að mestu í
óþarfa hörku. Um tíma var leikurinn
þónokkuð spennandi og þá sérstak-
lega þegar staðan var 3-2 fyrir Val.
En með seiglunni tókst Valsstrákun-
um að skora tvö mörk undir lokin.
Hinn eldfljóti Valsdrengur Páll
Þórólfsson skoraði þrennu og var
óumdeilanlega maður leiksins.
Gunnar Gunnarsson og Óttar Páls-
son gerðu sitt markið hvor. Mörk
Leiknis gerðu Finnur Númason og
Kjartan G. Björnsson.
HH
leik Fram og Fylkis.
Páll Þórólfsson, 3. fl. Vals, skoraði
þrennu gegn Leikni. DV-mynd HH
2. flokkur karla A:
Víkingur
stendur best
að vígi
eftir sigur
á Þrótti
Þróttur og Víkingur áttust við í 2.
fl. A sl. þriðjudagskvöld. Víkingar
styrktu mjög stööu sína í Reykjavík-
urmótinu með þessum sigri. Fyrsta
mark leiksins skoraði markmanns-
hrelhrinn Þórður Jónsson fyrir Vík-
inga. Rétt fyrir leikhlé jafnaði Pétur
Sigurösson fyrir Þróttara úr vitá-
spymu. Maðurinn bak við þennan
veigamikla sigur Víkinga var Jó-
hann Jónsson sem skoraði sigur-
markið um miðjan seinni hálfleik.
HH
Þessir snaggaralegu pollar úr 6. fl. Víkings voru til varnar i bráðabananum
gegn KR á sunnudaginn var og stóðu sig mjög vel. Frá vinstri: Hilmar Þ.
Hafsteinsson varnarmaður og Jón Baldur Valdimarsson markvörður.
DV-mynd HH
! Álagið má ekki
! verða of mikið
I í kaffihléi á síðasta ársþingi KSÍ
Ivoru mjög fjörugar umræður um
allt er lýtur að knattspyrnu.
Ég tyllti mér niður þar sem í
gangi voru miklar umræður um
| knattspyrnu þeirra yngri og bar
þar margt á góma. Einum fannst
| miður að keppnisfyrirkomulagi í
15. fl. skyldi vera breytt þannig að
lagt yrði niöur íslandsmót í fyrr-
Inefndum flokki á stórum velli en
leikið þess í staö þversum og 7
I manna lið í stað 11. Öðrum fannst
1 það til bóta og það má vel vera. Það
| skiptir nú kannski ekki öllu máli
. því aðalatriðið er aö börnin hafi
| gaman af að leika knattspyrnu og
Inái að þroska þá hæfileika sem
gera þau að góðum knattspyrnu-
Imönnum.
Einn þátttakendanna í þessum
I hringborðsumræðum hafði það að
segja aö leggja ætti niður íslands-
| mót í 5. fl. og hafa bara svæðis-
. bundin mót. Sá hinn sami hélt því
| fram aö keppni um íslandsbikar
Iværi of mikið álag fyrir svo unga
krakka. Norðmenn héldu sig við
■ svæðisbundin mót sem sköpuöu
ekki þá spennu sem fylgir lands-
móti. Þetta fannst mér merkileg
fullyrðing.
í sambandi við álag á börnin skipt-
ir þjálfarinn afar miklu máli. Tök-
um sem dæmi tvo þjálfara. Annar
ætlar til keppni í minni háttar
móti innan héraðs. Hinn ætlar með
sitt lið til þátttöku í landsmóti. Sá
sem ætlar á minni háttar mótið
getur lagt mun meira upp úr sigri
og íþyngt krökkunum mun meir
en sá sem heldur á íslandsmótið.
Það er nefnilega allt undir þjálf-
aranum komið hvernig til tekst
með Möan barnanna en ekki vægi
mótsins. Þjálfarar, látið börnin
aldrei fmna annað en að þetta sé
fyrst og fremst leikur, en með
mátulegum aga þó. Það er vanda-
verk að vera unglingaþjálfari og
algert frumskilyrði er að börnun-
um líði vel.
Umsjón
Halldór Halldórsson
4. fl. karla A:
Stórsigur Fram
Fram og Fylkir leiddu saman
hesta sína í 4. fl. A-hða á Framvellin-
um sl. þriöjudag. Framarar höfðu
mikla yfirburði í leiknum sem lykt-
aði með stórsigri þeirra því lokatölur
uröu 6-0. Fylkisstrákamir fengu
tækifæri til að laga stöðuna aðeins
þegar vítaspyma var dæmd á Fram
en mistókst.
Framhðið er skipað mörgum góð-
gegn Fylki
um einstakhngum og strákarnir
reyndu að spila þó svo að aðstæður
til slíks séu takmarkaðar á möl.
Mörk Framara gerðu þeir Kjartan
Ragnarsson, sem skoraði þrennu,
Guömundur Benediktsson, sem
skoraði tvö mörk, og Ólafur Theó-
dórsson eitt. B-hðsleikinn vann Fram
einnig stórt eða 10-3.
HH
Dregih til tíðinda í
Reykjavíkurmótinu
Reykjavíkurmóti yngri flokka fer
senn að ljúka. Línur er þónokkuð
farnar að skýrast en allt getur þó
gerst í síðustu leikjunum og vara-
samt að slá einhverju föstu. Hér á
eftir eru úrslit þeirra leikja sem þegar
hafa farið fram milli A-liða.
2. flokkur A:
KR-Víkingur 1-1
Fylkir-Valur 0-6
Þróttur-Leiknir 6-1
Víkingur-ÍR 2-0
Valur-KR 0-1
Fram-Víkingur 4-4
ÍR-Valur 0-6
KR-Leiknir 8-1
Valur-Fram 3-0
Þróttur-KR 1-3
Fram-Leiknir 7-1
KR-Fylkir 1-1
Þróttur-Fram 0-5
Valur-Víkingur 0-3
Fylkir-ÍR 3-2
Fram-Fylkir 2-0
ÍR-KR 2-2
KR-Fram 4-0
Þróttur-Víkingur 1-2
Víkingar standa einna best að vígi.
Þeir eiga þó eftir leik gegn Fylkir 26. mai. 3. flokkur A:
Víkingur-KR 1-1
Valur-Fylkir 0-0
Leiknir-Þróttur 3-2
ÍR-Víkingur 1-4
KR-Valur 5-0
Fylkir-Leiknir 9-0
Víkingur-Fram 0-8
Leikni-KR 1-7
Valur-ÍR 10-0
Þróttur-Fylkir 2-7
Fram-Valur 3-0
KR-Þróttur 11-0
Fylkir-KR 3-2
Þróttur-ÍR 0-17
Fram-Þróttur 17-0
Víkingur-Valur (M
Fylkir-Fram 1-0
Leiknir-V íkingur 1-2
KR-ÍR 4-0
Valur-Leiknir 4. flpkkur A: 4-2
ÍR-Ármann 14-0
KR-Víkingur 3-0
Fylkir-Valur 1-1
Þróttur-Leiknir 1-6
Ármann-Fram 0-21
Víkingur-IR 1-5
Valur-KR 2-2
Leiknir-Fylkir 1-1
Fram-Víkingur 5-1
KR-Leiknir 4-0
Fylkir-Þróttur 3-1
Valur-Fram 0-6
V íkingur-Ármann 18-0
Fram-Leiknir 12-0
Ármann-Valur 0-16
ÍR-Þróttur 15-0
KR-Fylkir 3-0
Þróttur-Fram 0-5
Leiknir-Ármann 6-0
Fram-Fylkir 6-0
Ármann-Þróttur 0-7
ÍR-KR 1-2
5. flokkur A:
Víkingur-KR 0-5
Valur-Fylkir 1-2
Leiknir-Þróttur 9-3
KR-Valur 4-0
Fylkir-Leiknir 4-3
Valur-ÍR 1-2
Leiknir-KR 1-10
Fram-Valur 1-1
KR-Þróttur 8-1
Leiknir-Fram 2-5
Þróttur-ÍR 0-9
Fylkir-KR 0-7
Fram-Þróttur 4-0
5. flokkur B:
Vikingur-KR 2-4
Valur-Fylkir 9-0
Leiknir-Þróttur 5-3
KR-Valur 3-1
Fylklr-Leiknir 0-4
Leiknir-KR 0-10
Fram-Valur 1-3
KR-Þróttur 4-2
Leiknir-Fram 0-5
Fylkir-KR 0-14
Fram-Þróttur 5-1
2. flokkur kvenna:
Fylkir-Valur 1-4
KR-Fylkir 3-0
Valur-KR 0-4
3. flokkur kvenna:
Fylkir-KR 0-8
Valur-Fylkir 5-0
KR-Valur 5-2
KR-Fylkir (Fylkir gaf).
Sameiginlegur stigafjöldi A- og B-
liða í 5. flokki sker úr um Reykjavík-
urmeistaratitil. KR-ingar standa vel
að vígi þar sem strákamir hafa unn-
ið alla sína leiki, bæði í A- og B-hði.