Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Page 42
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988.
*4
LífsstfQ i>v
Rómverski keisarinn Barbarossa
var mesti áhrifavaldur Hamborgar.
Árið 1189 gaf hann út tilskipun um
að höfn borgarinnar yrði fríhöfn. Þar
með var brotið blað í sögu borgarinn-
ar. Eftir þetta byrjaði hún að vaxa
og dafna.
HamborgvarðeinafHansaborgun-
um. Fyrir utan skammtíma yfirráð
konunga og keisara var henni stjórn-
að af kaupmönnum. í þeirra höndum
óx hún og dafnaði og varð brátt stór-
veldi í alþjóðlegum viðskiptum.
Borgin hefur búið að þessu æ síðan.
Átta hundruð ára höfn
Höfnin, sem á átta hundruð ára
afmæh á næsta ári, er stærsta höfn
Þýskalands og sú þriðja stærsta í
Evrópu. Hægt er að lesta og landa
úr fimm hundruö skipum samtímis
í höfninni. Vörur fylla gífurlega stór
pakkhús borgarinnar og eru verð-
mæti þeirra um áttatíu milljarðar.
Sextiu þúsund manns vinna við
'höfnina.
Þó svo að höfnin sé sá vaxtarbrodd-
ur sem borgin er sprottin upp af er
hún ekki lengur sú uppspretta við-
skipta sem hún var. Á liðnum árum
hefur samdráttur í skipaflutningum
komið illa við Hamborgarhöfn. Borg-
arbúar hafa brugðist við þessu með
því að reyna að auka annan iðnað
og viðskipti. Hamborg er að verða
miðstöð fjölmiðla- og upplýsinga-
heims Þýskalands. Síðast en ekki síst
blómstrar ferðamannaiðnaðurinn.
Græna borgin
í kynningu á Hamborg hafa borg-
aryfirvöld mætt óvæntum erfiðleik-
um. Víða er hafnarborgarímynd
Hamborgar sterk og neikvæð. Það
er ekki aðeins á íslandi heldur víðar
í heiminum sem htiö er á Hamborg
sem daufan og leiðinlegan stað þar
sem óhrein hafnarhverfm eru áber-
andi. Þessi ímynd er fjarri þvi að
vera sönn. Þó að höfn hennar sé viða-
mikill og sterkur þáttur í lífinu þar
hefur hún ekki neikvæð áhrif á útlit
hennar.
í raun er Hamborg ein grænasta
borg Evrópu. íbúar hafa um langa
tíð lagt áherslu á að prýða hana görð-
um og gróðri. Úthverfm eru til dæm-
is umleikin skógi. Það er minna mál
fyrir böm, sem búa í Hamborg, að
komast út í náttúmna heldur en þau
sem búa í Reykjavík. Þessi græni lit-
ur kemur flestum á óvart sem koma
í fyrsta sinn til Hamborgar.
Það einkennir gömul hús í miö-
bænum að hagsýni kaupmanna hef-
ur ráðið ferðinni í ákvörðun á bygg-
ingastíl. Húsin eru látlaus en falleg.
Borgin er mjög hrein og mikið unnið
í því að halda henni þannig. ímynd
hafnarhverfaborgarinnar hverfur
fljótt þegar ferðamenn sjá hana með
eigin augum.
Manstu úti í Hamborg
Þar sem borgin hefur í gegnum
tíðina verið miðstöð viðskipta hafa
margir átt erindi til hennar. Sú þjón-
Barbarossa keisari gerði borgina að frihöfn 1189 og hafði það mikil áhrif
á framtíð hennar
■n
f'*
/ :
usta, sem byggst hefur upp í kringum
gesti er því alls ekki ný. Löng reynsla
í móttöku ferðamanna hjálpar til að
gera borgina eina af þeim borgum
sem skemmtilegt er aö ferðast til.
Hótel- og veitingahúsarekstur stend-
ur á gömlum merg.
Möguleikar til útiveru og almennr-
ar dægrardvalar eru mikhr og næt-
urlífið er htríkt. Hamborg skartar til
Ferðir
Flöskuskipasafn, fiskmarkaður og ópera
í Harnborg er að finna flesta þá
möguieika til dægradvalar og
skemmtunar sem aðrar Evrópuborg-
ir bjóða upp á, ásamt nokkrum til
viðbótar. Fáar borgir í Evrópu eru
svo vel í sveit settar aö í miöri borg
sé hægt að stunda seglbretta- og báta-
sighngar.
Skemmtigarðar, blómagaröar og
græn svæði auðvelda fólki að hverfa
frá skarkaia borgarinnar og njóta
náttúrunnar. Byggingar, torg og
stræti eru forvitnum ferðalöngum
sífellt skoðunarefni 'og verslanir
Hamborgar draga til sín athygli.
Hægt er að eyða mörgum dögum í
að ráfa um garða og götur Hamborg-
_ar.
Flöskuskipasafn
Fimmtán söfn eru í borginni og
fjöldi leik- og óperuhúsa. Ofan á þetta
bætast viö ýmsir sýningarsalir.
Grúskarar og listunnendur hafa úr
nógu að moða í borginni.
Skoðunarbátar fara frá átta stöðum
í borginni og á fimmtán mínútna
fresti. Þeir sigla eftir mismunandi
leiðum. Sumir fara um höfnina en
sagt er að einn dag taki að skoða
hana alla. Aðrir sigla um innra og
ytra Alster og borgin er skoðuö frá
vatninu. Sumir ferðast upp eða niður
Elbu. í þeim feröum er gjarnan kom-
ið við á stað sem heitir Willkomm-
Höft. Á þessum stað er skipum, sem
koma til eöa fara frá Hamborg, heils-
að. Leikin eru þjóðlög heimalanda
þeirra. Þar er einnig að frnna mjög
skemmtilegt safn af flöskuskipum.
Ef fólk vill stýra eigin fleytum þá
er hægt að leigja báta af ýmsum
stærðum og gerðum. Valið er um
fótdrifna smábáta og upp í myndar-
legar skútur. Vatn, síki og ár Ham-
borgar gefa mörg tækifæri til dægra-
dvalar.
Þeir sem hafa stálvilja
Súllberg er nafnið á fjalli Ham-
borgar. Það er 74 metra hátt. Okkur
íslendingum þætti þetta rýr biti en
Hamborgarbúar eru stoltir af fjalli
sínu. Efst uppi er veitingastaður. Frá
m
«111
mi. : rta:1;.. ■
7: V i j
1 ( |
Alster gefur mikla möguleika til útiveru og dægradvalar
svölum hans sést vel um Elbu og til
þeirra skipa sem sigla þar um.
Fiskmarkaðurinn er opinn á
sunnudagsmorgnum. Þó aö markað-
urinn sé kallaður fiskmarkaður er
fiskur ekki aðalvörutegundin sem
boðin er þar. Grænmeti, kjöt, plönt-
ur, fatnaður, skartgripir og lifandi
dýr eru meðal þess sem fæst á mark-
aönum.
Þarna er sérstaklcga líflegt og hægt
er að gera mjög góð kaup. Þeir sem
hafa stálvilja og geta rifið sig upp á
sunnudagsmorgni ættu ekki að láta
markaöinn fram hjá sér fara. Mark-
aöurinn er opnaður klukkan sex á
morgnana og er lokað klukkan tíu.
Sumir hafa fyrir sið að enda íjörugar
laugardagsnætur með heimsókn á
markaðinn. í nágrenni markaöarins
er vel séð fyrir hressingarþörf fólks.
Lengi væri hægt að telja upp mögu-
leika sem Hamborg hefur til dægra-
styttingar en hér verður numið stað-
ar. Nánari upplýsingar er hægt aö fá
hjá ferðaseljendum og einnig í Ham-
borg sjálfri. Þar eru víða upplýsinga-
miöstöövar fyrir ferðamenn. -EG