Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. Fréttir Veitingarekstur í Viðey: Viðeyjarstofa opnar 18. ágúst í sumar „Viðeyjarstofu má líkja við hand- ritin. Hún er hluti af menningararf- leifð okkar íslendinga," sagði Magn- ús Sædal hjá embætti borgarverk- fræðings í samtali viö DV. Viðeyjarstofa í Viðey verður opnað á afmælisdegi borgarinnar þann 18. ágúst nk. Viðeyjarstofa og kirkjan í Viðey hafa gengist undir lagfæringar sem hófust í mars á síðasta ári. Áætl- aö er að þeim muni ljúka í sumar. Verið er að endurbyggja Viðeyjar- stofu og kirkjuna og færa þau í upp- runalegt horf. Að loknum fram- kvæmdum er gert ráð fyrir að í Við- eyjarstofu verði funda- og veitinga- aðstaða. Að sögn Magnúsar standa yfir viðræður um veitingarekstur við Bjarna Árnason, eiganda Hótel Óð- insvéa. Friðrik Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri Hótel Óöinsvéa, sagði í samtali við DV að könnunarviðræð- ur stæðu yfir en að ekki væri búið að ganga frá neinu enn sem komið er. Stefnt er að því að aðstaðan í Við- eyjarstofu verði opin allt árið en að svo stöddu er ekki ljóst hvort svo verður. Veitingareksturinn verður í nokkrum herbergjum á jarðhæð Við- eyjarstofu en í risi hússins er gert ráð fyrir 175 fermetra sal. í þessum sal er aöstaða til fundahalda sem og annarra samkoma. Viðeyjarstofa er elsta hús í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur og hef- ur varðveist mjög vel. Lokið var við byggingu hennar árið 1755. Kirkjan var reist skömmu síðar og vígð árið 1774. Viðeyjarstofa er fyrsta húsið í flokki gömlu steinhúsanna sem svo voru kölluð og er byggð úr íslensku grjóti. Lagfæringar þær sem nú standa yfir á Viðeyjarstofu og kirkjunni eru fjárfrekar. I fyrra var 47 milljónum króna kostað til þeirra og í ár má búast við framkvæmdum fyrir 90 milljónir. -StB Verktakasambandið og Landssamband iðnaðarmanna: Burt með bann á vísitoluna Bæði Landssamband iðnaðar- manna og Verktakasambandið hafa óskað eftir því við stjómvöld að verk- samningar verði undanþegnir ákvæði bráðabirgöalaga um bann við verðtryggingu á skammtíma fjár- skuldbindingum. í bréfi Landssambandsins til Þor- steins Pálssonar segir að sambandið hafi ekki fengið um það skýr svör, hvorki hjá Seðlabanka né viðskipta- ráðuneytinu, hvort þetta bann gildi um verksamninga. Ekki sé þó hægt að skilja lögin á annan hátt. Shkt bann leiddi af sér aukna áhættu verktaka, hækkun samningsfjár- hæðar, styttri greiöslutíma og óvissu á markaðinum. Ef slíkt bann er ætl- an ríkisstjórnarinnar telur Land- sambandið æskilegt að það verði gert afdráttarlaust og að fram fari kynn- ing á opinberum vettvangi. -gse Hinn eini sanni Megas gerir nú víðreist um landið. Hann er að kynna nýútkomna plötu sina, Höfuðlausnir. Hér má sjá kappann einbeittan á svip syngja og leika fyrir aðdáendur sína á Egilsstöðum. Á þessari nýjustu plötu Megas- ar þykir kveða við talsvert nýjan tón. Meðal annars fer hann nýjar leiðir með undirleik. Hann hefur fært sér tækn- ina meira í nyt en áður. Megas er nú á ferð um Norðurland og mun skemmta Akureyringum á morgun, fimmtudag. Ljósa- og beltanotkun: Fólk getur átt von á sektum segir Omar Smávt Armannsson yfirvarðstjóri „Það er ekki herferð í gangi en fólk getur átt von á að verða sektað ef það notar ekki ökuljós og bíl- belti,“ sagöi Ómar Smári Ár- mannsson, yfirvarðstjóri umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykja- vik. Ómar Smári sagðist telja að Ijósa- og beltanotkun hefði ekki hrakað frá því að nýju umferðarlögin tóku gildi 1. mars síðastliðinn. Dagana 14. til 18. mars var gerð könnun. Þar kom í ljós almenn notkun á ljósum og beltum. 88,6% bíla í þétt- býli voru með Ijósi og 93,7% bíla í dreifbýli 83 til 86% ökumanna not- uðu bílbelti og 81 til 87% farþega í íramsætum. „Ég tel Ijósanotkunina svipaða og þá. Hún fer eftir veðri. Þegar bjart er geta menn gleymt að kveikja Ijósin. Undantekningar- laust bregðst fólk vel við þegar því er bent á að kveikja Ijós eða spenna belti. Það hefur enginn vont af því að nota bílbelti og aka með ökuljós- in,“ sagði Ómar Smári Ármanns- son. Umferðarráð kannar umferö inn- an skamms og þá fæst raunhæfur samanburður á notkuninni. -sme Bankamir eru sökudólgar Loksins kom að því. Fyrir harðfylgi krataráðherranna útbjó Seðla- bankinn sérstakan Usta yfir þá sem keyptu gjaldeyrinn á útsölunni í byrjun mai. Það voru bankarnir sjálfir sem áttu stærsta hlutann, eða vel rúmlega milljarð króna, og settu gjaldeyriseign þjóðarinnar næstum því á hausinn og neyddu ríkisstjómina til aö fella gengið og höfðu vesturfor af forsætisráð- herra. Og ekki nóg með þaö. Bank- amir snuðuðu Seðlabankann um tvö hundraö milljónir sem þeir höfðu í gengishagnað vegna kau- panna. Vesalings Seðlabankinn sit- ur uppi með sárt ennið og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Viðskiptaráð- herra hefur lofað Seðlabankanum að breyta reglugerðinni til að koma í veg fyrir að bankamir geti platað Seðlabankann vegna þess að seðla- bankastjóramir era of saklausir og einfaldir til að átta sig á svona prettum. Þeir hafa ekki vit á pen- ingaspekúlasjónum og skilja ekki þegar einhveijir vilja græða fyrir- fram á gengisfellingu. Svona mönnum verður aö hjálpa. Þeir eru bara seðlabankastjórar. Næst þeg- ar ríkisstjómin stendur fast á fast- gengisstefnunni ætlar hún að setja reglugerð sem bannar bönkum og öðrum gróðapungum að græða á einfeldni Seðlabankans. Steingrímur Hermannsson var búinn að segja að fólk væri ekki eins vitlaust og menn héldu. Það var fólkið, sagði Steingrímur, sem tók ríkisstjórnina í bólinu og felldi fyrir henni gengið. Nú er komið í ljós að þetta er ekki alls kostar rétt. Það voru bankarnir sem voru ekki eins vitlausir og menn héldu. Fólk- ið keypti ekki gjaldeyrinn. Fólkiö er áfram eins vitlaust og Steingrím- ur hefur haldið. Það er þó huggun harmi gegn, enda hefur ríkisstjóm- in einmitt gert út á þaö að fólkiö væri jafnvitlaust og ráöherrarnir hafa haldið. Ríkisstjómin getur þess vegna áfram platað fólk og haft það að fíflum vegna þess að þaö er svo vitlaust. Ríkisstjóminni er óhætt hvað fólkið varðar. En það era bankarnir sem era hættuiegir. Þeir eru ekki nægjan- lega vitlausir, bankastjóramir sem flokkamir og ráðherrarnir hafa skipaö í ríkisbankana. Það eru þeir sem fella gengið og hafa utanferðir af ráðherrum. Næsta verkefni ráð- herra og ríkisstjóma er að vanda betur valið á bankastjórum. Velja nógu vitlausa bankastjóra þannig að þeir átti sig ekki á því að gengið er fallið þegar það er fallið og kaupi ekki gjaldeyri á útsölu þegar hann er á útsölu. Bankastjórar era ekki þaö margir en stjórnmálamennim- ir era því fleiri og það ætti að vera næsta auðvelt aö velja vitlausa stjómmálamenn til að verða bankastjórar í framtíðinni. Það er nóg til af vitlausum stjórnmála- mönnum sem langar til að verða bankastjórar. Þegar það er loksins upplýst hverjir keyptu gjaldeyrinn af ríkis- stjórniniú forspurðri og höfðu tvö hundruð milljónir af Seðlabankan- um hlýtur það aö verða á dagskrá hjá ríkisstjóroinni hvemig beri að refsa sökudólgunum. Það nær auð- vitað ekki nokkurri átt að hér gangi menn lausir í landinu og kaupi ódýran gjaldeyri áöur en hann hækkar. Það verður að taka á svona glæpastarfsemi. Listinn ligg- ur fyrir. Seðlabankinn er búinn aö taka það saman hverjir það voru sem höföu fé af Seðlabankanum. Nú er ekkert eftir annað en að láta þá afplána refsinguna. Hefna sín á þeim. Til dæmis mætti leggja skatt á þá sem kaupa ódýran gjaldeyri. Seðlabankinn gæti líka hækkað refsivextina og skorið niður yfir- dráttinn. Nú verður að láta kné fylgja kviði. Bankastjórar, sem ekki era eins vitlausir og menn hafa haldiö, eru þjóöhættulegir menn og leggjast í þann forarpytt að hafa fé af Seðlabankanum til að hagnast á því sjálfir fyrir hönd sinna banka. Ríkisstjómin á að hengja á húsveggi lista yfir skúrk- ana og myndir af þeim og vara við þeim. Þetta era mennirnir sem eru ekki nógu vitlausir, þetta eru mennirnir sem ríkisstjórnin hélt að væra vitlausir en eru ekki vit- lausir. Þá getur Seðlabankinn, rík- isstjórnin og þjóðin varað sig á þessum ribbaldaiýð í framtíðinni. Og sett reglugerð um að taka þá í gegn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.