Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988.
Sandkom
allri sinni nekt!
Árlegmetsölu-
bók lands-
maxrna, síma-
skráin, erkom-
in ú(. Litlar ;
: breytingarhafa
veriögerðará
innvolsinu,
nemahvað
búiöc-raðtlytja
Suðurland ut í Vestmannaeyjar og
er enn ekki vitað hversu ánægðir
Eyjaskeggjar cru með þaö. Aöal-
breytingin á símaskráxmi er hins veg-
ar kápan. í staðmyglulegrarlitasam-
setningar og auglýsinga trá bönkun-
um er nú Gullfoss kominn þar sem
honum ber að vera: á forsíðuna. Nú
er símaskráin orðin svo falleg að
sennilega hríðfellur alveg sala á hlíf-
um og kápum utan um hana en slíkar
kápur hafa verið mjög vinsælar, ekki
h vað síst tíl aö hylja frekar dapurlegt
útlit skrárinnar. Þetta árið íær síma-
skráin sennilegast að tróna inni á
flestum heimilum landsmanna í allri
sixininekt!
Snýr Skerið aftur?
Sembeturfer
eruflölmiðlar
aðroestúhætt-
iraðflalla.um
nýafstaðna
Eurovision-
keppni. W var
viötal við
Sverri Storm-
skeráStjörn-
imni nýlega.
Stormsker var spurður hvað hann
væri að bardúsa þessa dagana. Hann
svaraði því til að hann sæö þá stund-
ina fyrir framan videóið og svo væri
lúdóiö að sjálfsögðu innan seilingar.
Og svo bætti S verrir við: „Og náttúr-
lega er ég að bíða eftir næstu keppni!"
Þetta gefur óneitanlega tU kynna að
Sverrir hugleiði að taka aftur þátt í
söngv'akeppninm næsta ár. Þar með
myndi hann brjóta blað í íslenskri
söngvakeppnishefð því til þessa hafa
Eurovisionhafar orðið með öEu af-
huga söngvakeppni Evrópu eftir að
hafa hlotíð sextánda sætiö, gott ef
ekki afhuga tónlist almennt í vissan
tíma.
Ræsin háttuppi?
Timinngreinir
fráþviigærað
útvarpsstöðin
Bylgjan hafi
bi-orið isiensk
fánaliigaðíára-
nótt laugar-
dagsins.ífrétt-
innisegir með-
aiannars:
„Þannigvar
fáninn uppi mun lengur en fánalög
segja til um, og auk þess sem fánarn-
ir lágu í göturæsi útvarpsstöðvarinn-
ar.“ Einhvem veginn áttar Sand-
kornsritari sig ekki á því bveraig fán-
arnir gátu verið uppí og í göturæsinu
í senn, Nema þá að ræsin við Bylgj-
una séu höfö svona hátt uppi til að
koma í veg fyrir rottugang. En fréttin
heldur áfram með viðtali við Pál
Bylgjustjóra Þorsteinsson: „Lögregl-
an tók á þessu meö mikilli ábyrgð og
mikilli festu. En í stað þess að leið-
beina okkur hvemig á að fara að lög-
um þá tóku þeir það til ráðs að gera
þá (fánana) upptæka og hótuðu að
brenna fánana." Einfóldum Sand-
kornsritara varð það á að hugsa
hvort það væri ekki einnig brot á
fánalögunum að brenna þá?
Brúðkaup
aldarinnar
Góðkunningi
Sandkorns náði
sér í gullfallega
ogmoldríka
stúlku ojj brúð-
kaupiðstóðfyr-
irdyrum.Fjöi-
skyldabrúðar-
innarvaraf-
skaplegafínog
merkileg og tók undirbúning veisl-
unnar i sínar hendur og hafði brúð-
guxninn tilvonandi lítið um hann að
segja. Tveimur dögum fyrir brúö-
kaup hélt tengdamamma fyrirlestur
yfir væntanlegum tengdasyni og end-
aði með þ ví að segja: „Þetta á að verða
brúökaup aldarinnar. Allt vcröur að
vera fúllkomið. Jafti vel hið ómerki-
legasta smáatriöi má ekki vanta!“
„Aiit í lagi, tengdamarama," sagði
brúöguminn, „égmæti öruggiega!'1
Umsjón Axel Ammendrup
Fréttir
Hleninartæki lyrir farsíma:
Deilt um lögmæti þeirra
- lögreglan að fá tæki sem ekki er hægt að hlera
í kjölfar aukinna vinsælda farsíma
hefur sala á svokölluðum „scanner-
um“ eða rásaleiturum einnig aukist.
Þessi handhægu tæki gera það að
verkum að hægt er að hlusta á sam-
töl sem fara í gegnum farsíma, bíla-
síma, þráðlausa síma og talstöðvar.
Til eru margar tegundir rásaleitara
og með sumum þeirra er hægt að
hlusta á flest þess háttar samtöl.
Ekki eru allir farsíma- og talstöðva-
notendur ánægðir með þessa þróun
mála. Sjómenn, sem keyptu mikið
farsíma þegar sala á þeim hófst hér
á landi, eru óhressir með að aflafrétt-
ir geti þannig borist manna á milli.
Með „scanner" er einnig hægt að
hlusta á fjarskipti lögreglunnar sem
að sjálfsögðu eru ekki ætluð eyrum
almennings. En samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar í Reykjavík mun
nýr búnaður verða tekinn í gagnið á
þessu ári sem gerir lögreglumönnum
kleift að ræða sín á milli mál sem
okkur hinum er ekki ætlað að hlusta
á.
Að sögn Ólafs Indriöasonar hjá
Pósti og síma eru menn ekki á eitt
sáttir um hvort þessi tæki séu lögleg
eður ei.
„Ég tel að þau séu ekki lögleg en
menn hafa ekki treyst sér út í aögerð-
ir vegna þeirra," sagði Ólafur í sam-
tali við DV.
„Við höfum bent samgöngumála-
ráðuneytinu á hvernig málum er
háttað en ekkert svar hefur borist.
Það er hugsanlegt að keyptur verði
trullunarbúnaður í farsímastöðvar
sem geri þaö að verkum að ekki verði
hægt að hlusta á samtöl sem fara á
milli í farsímum. En ekki er búið að
ákveða hvort eða hvenær slíkur bún-
aður yrði keyptur."
Að sögn Ólafs er mögulegt fyrir
farsíma- og talstöðvanotendur að
kaupa truílunartæki á hvert símtæki
eða talstöð. En slíkur búnaður er dýr
og að auki þyrftu báðir aðilar, þ.e
bæði sá sem hringir svo og sá sem
svarar, að hafa slíkan búnað til aö
koma í veg fyrir að utanaðkomandi
heyrðu samtal þeirra.
Énn sem komið er verða því far-
síma- og talstöðvanotendur að láta
sig hafa það þó að utanaðkomandi
hlusti á samtöl þeirra. -StB
Sláturiiúsi í Grindavík
synjað um sláturleyfi
Sláturhúsi Kaupfélags Suðurnesja
í Grindavík hefur verið synjað um
leyfi til slátrunar í haust. Slátur-
húsinu var synjað um leyfi sam-
kvæmt mati yfirdýralæknis en það
var eitt þeirra húsa sem fékk undan-
þágu til slátrunar í fyrra.
Sveinbjörn Eyjólfsson, deildar-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
sagði í samtali við DV að það yrði
ekki vandamál fyrir Suðurnesja-
menn að finna stað til slátrunar
vegna lokunar sláturhússins í
Grindavík. Suðurnesjamenn hefðu
slátrað á íleiri stöðum en í Grinda-
vík, s.s. á Selfossi og í Kjós. Mögu-
leiki væri fyrir kaupfélagið að semja
um slátrun á þessum stöðum.
Sveinbjörn sagði að búast mætti
við að ráðuneytið færi í júní aö gefa
út leyfi eða synjanir til slátrunar.
Stefnt væri að því að hafa lokið leyf-
isveitingum fyrir haustið. Frestur til
að sækja um sláturleyfi til land-
búnaðarráðuneytisins rennur út 15.
júní. -JBj
Ævintýrí í náttúrunni
Krakkar í Kópavogi fá kjörið tæki-
færi í sumar til að njóta náttúrunnar
og reyna sig í leikjum, þrautum og
lærdómsríkum skátastöxfum. Skáta-
félagið Kópar í Kópavogi stendur fyr-
ir ævintýra- og útilífsnámskeiöum
fyrir börn á aldrinum 10-13 ára. Far-
ið verður í fjallgöngu, fjöruferð,
hjóla- og hellaferð. Krakkarnir fá
líka kennslu í útieldun, skyndihjálp,
læra að hnýta hnúta og fá tilsögn
með áttavita. Þá verður farið í ýmsa
leiki og sungiö að hætti skáta.
-RóG.
Skátar hafa löngum kunnað lagið á þvi að njóta náttúrunnar. Þeir virðast
lika ánægðir með tilveruna, þessir ungu skátar sem neyta „útieldaðs"
matar, enda í ekta skátaútilegu.
Auðunn Jörgensson með laxinn góða af Flákanum. DV-mynd ÁEA
Ólafsvík:
Happadráttur á Flákanum
Ámi E. Albertsson, DV, Ólafsvík:
„Ég hélt nú fyrst að það væri fast
í botni,“ sagði Auðunn Jörgensson,
formaður á Laufeyju Jörgensdóttur
VE-23 sem er fimm tonna trilla frá
Vestmannaeyjum, „en ég beiö með
að draga í um það bil fimm mínútur
í von um að það losnaði við rekið.
Þegar ég fór aö hifa hélst stöðugur
þungi á færinu en DNG-rúllan fór
létt með það. Þegar færið kom upp
var slóðinn fullur af drjóla-þorski og
á neðsta króki var 16 punda lax. Ég
hélt að kokkurinn (Jörgen Náby, fað-
ir Auðuns) ætlaði að missa út úr sér
augun“.
Það voru því hróðugir feðgar sem
komu að landi í Ólafsvík fimmtudag-
inn 26. maí með 2,5 tonn af þorski
eftir daginn og myndarlax í kaup-
bæti.
Kjósendur til forsetakosninga:
Um 4.700 manns kjósa nú í fyrsta skipti
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofu íslands munu um 4.700
manns neyta kosningaréttar í
fyrsta sirm í forsetakosningunum
sem fram eiga að fara þann 25.
næsta mánaðar. Þaö eru þeir sem
fæddir eru 26. apríl 1969 til 25. júní
1970.
Með breytingu á kosningalögum
árið 1984 var kosningaaldur lækk-
aður úr 20 árum í 18. Að auki var
kosningaréttur rýmkaöur og veld-
ur lögræðissvipting, flekkað mann-
orð eða lögheimilisflutningur til
útlanda síðustu íjögur ár ekki missi
kosningaréttar.
Sveitarstjórnir semja kjörskrár
eftir kjörskrárstofnum Hagstof-
unnar. Samkvæmt þeim kjörskrár-
stofnum sem Hagstofan hefur unn-
ið með vegna forsetakosninga í
sumar, eru 176.527 manns á kjör-
skrá. Karlar eru 88.259, en konur
88.268.
Allir þeir sem eru fæddir 1970 og
fyrr eru teknir á kjörskrárstofna.
Þeir verða að hafa íslenskan ríkis-
borgararétt, eiga lögheimili á ís-
landi, eða hafa átt það síðustu íjög-
ur ár, talið frá 1. desember fyrir
kjördag. Á kjörskrárstofni eru 3.267
manns sem eiga lögheimili erlendis
1. desember 1987.
Nokkrar breytingar munu eiga
sér stað á kjörskrárstofni á kjör-
degi. Þeir sem ná 18 ára aldri á
árinu, eftir kjördag, svo og þeir sem
falla frá fram að kjördegi eru frá-
taldir í endanlegum tölum. Heild-
arfjöldi eftir áætlaða lækkun sök-
um þessa er 173.800 manns.
Áætluð fjölgun kjósenda á kjör-
skrá frá síðustu forsetakosningum,
29. júní 1980, er 21%. Mest er fjölg-
unin í Reykjaneskjördæmi, 35%,
en minnst á Vestfjörðum, 9%.
-StB