Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. Lífsstm Korpúlfsstaðir Kartöfluræktendur í vorverkum Nú er kominn tími til aö setja niður kartöflur. Síðustu vikuna hefur mátt sjá kartöfluræktendur víðs vegar um land bogra yfir görð- um sínum í góðviðrinu. A undan- fömum árum hefur Reykjavíkur- borg leigt út matjurtagarða á Korp- úlfsstöðum. Við kíktum þangað nýlega til að fylgjast með áhuga- sömum borgarbúum, að setja niður kartöflur í garöskikum sínum. í snertingu við náttúruna „Það má kallast þjóðlegasti siður, þetta að pota útsæðinu niður...“ söng kunnur poppari fyrir mörgum árum. Á þeim árum þótti það sjálf- sagður hlutur á meðal margra landsmanna að stinga upp garða sína og setja niður kartöflur á hverju vori, enda mikil búbót. Við- mælendur okkar voru ekki á einu máli um hagkvæmnina en voru sammála um að þetta væri ágætis leið til að komast í snertingu við náttúruna og sveitakyrrðina. Hent niður í hasti Viljálmur Friðriksson hefur ver- ið með garö þama ásamt konu sinni í sex ár. Hann kvaðst koma nokkrum sinnum upp eftir til að undirbúa garðinn áður en hann setur niður. Hann var í óðaönn að setja áburð á. „Ég sé fólk koma hingað og henda þessu niður í hasti og síðan sést það ekkert fyrr en að hausti og þá til að taka upp. En mér finnst svo gott að koma hingað upp eftir í kyrrðina til að líta eftir garðinum öðru hvoru. Það þarf líka að hreinsa og hlúa að plöntunum þegar þetta fer að koma upp.“ Viljálmur sagði að ekkert lægi á að setja niður. Það væri betra að undirbúa jarðveginn áður og setja niður þegar hlýnaði meira. Hann er vanur að breiða akrýldúk yfir garðinn. Það eykur hitann og flýtir töluvert fyrir uppskerunni. En uppskeran hjá honum hefur alltaf verið góð nema fyrsta sumarið sem var mikiö rigningasumar. Eins og bændurnir Hjónin Andrés Ólafsson og Am- dís Benediktsdóttir bjuggu í Hólmavík í mörg ár en nú búa þau í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Þau kváðust vera með smáræktun á svölunum en það nægði þeim ekki. „Við ræktuöum alltaf kartöflur, fyrir norðan, svona til þess að hafa einhver vorverk eins og bændurnir í kring. Þetta er nú meira gert fyrir ánægjuna en búbótina," sagði Amdís. „Já, og þetta er líka mikil heilsubót aö teyga að sér ferska Andrés Olafsson og Arndis Benediktsdóttir eru samhent við að setja niður. Tíðarandi loftið og komast í snertingu við móöurjörðina. Við emm ekkert að slíta okkur út á þessu. Tökum því rólega og setjumst á þúfu með svala öðru hvoru,“ bætti Andrés við. Þessi hressu og glaðlegu hjón hafa verið með garðinn í 5 ár. Þau rækta einungis gullauga, „við erum vön- ust því,“ sögðu þau að lokum. Engar geymslur Skarphéðinn Haraldsson er bara með hálfan garð í ár, á móti vini sínum. Hann hefur staðiö í þessu í 10 ár og yfirleitt fengið ágætis upp- skeru. En nú hefur Skarphéðinn áhyggj- ur af því að geta ekki komiö kartöfl- unum í geymslu. „Geymslurnar í Ártúnsbrekku em allar að fara undir svepparækt. Mér finnst að fyrst borgaryfirvöld eru að leigja út kartöflugarða ættu þau einnig að sjá til þess að einhverjar geymsl- ur standi til boða. Það er tilgangs- laust að rækta mikið magn ef ekki er hægt að geyma það,“ sagði Skarphéðinn sem neyðst hefur til að minnka við sig vegna þessa vandamáls. Hann setur niður ýmsar.gerðir en mest af gullauga og rauðum kartöflum. Aðspurður kvað hann sjaldgæft að fólk ræktaði annað en kartöflur í þessum görðum. „Það er erfitt að fá að vera í friöi með það,“ sagöi Skarphéðinn um leið og hann dreif fjölskylduna út úr bílnum til hefjast handa við útsæð- ið. Það er kannski ekki skrítið að erfitt sé að hafa freistandi græn- metisgarða í friði, því mikið mann- líf er á þessum slóðum. Golfvöllur- inn er vinsæll og einnig er mikið um hestamenn á þessum slóðum. Auk þess sem algengt er að fólk skreppi þangað upp eftir að skoða hið reisulega hús að Korpúlfsstöð- um og njóta náttúrufegurðar. -gh „Það er betra að undirbúa garðinn vel, ‘ segir Viljálmur Friðriksson, um leið og hann dreif- ir áburði yfir garðinn sinn. Skarphéðinn Haraldsson og fjölskylda drífa útsæðið niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.