Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 9 útlönd Eykur bjartsýni um samninga Leiðtogafundurinn í Moskvu er talinn hafa verið gagnlegur, þrátt fyrir nokkrar væringar á milli stór- veldanna vegna áherslu þeirrar sem RonaliJ Reagan Bandaríkjaforseti hefur lagt á mannréttindamál. Segja báðir aðilar að fundir þeirra Mik- hails Gorbatsov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, og Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta í Moskvu hafi verið mjög gagnlegir og George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, gengur svo langt aö segja að fundimir hafi aukið verulega lík- urnar á að samkomulag um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna náist á þessu ári. Leiðtogarnir tveir munu í dag leggja lokahönd á samninginn um eyðingu meðaldrægra kjarnorku- vopna, sem þeir undirrituðu í Was- hington í desembermánuöi síðast- liönum, en samningurinn hefur nú verið staðfestur af þingum beggja ríkjanna. • Þá munu leiðtogarnir í dag gera nokkuð sem hvorugur þeirra hefur til þessa gert en það er að halda fréttamannafund í Moskvu. Gor- batsjov, sem nú hefur verið við völd í Sovétríkjunum í liðlega þrjú ár, hefur aldrei haldiö fréttamannafund í sínu eigin landi. Reagan Bandaríkjaforseti hefur slakað nokkuð á gagnrýni sinni á Sovétríkin í ferð þessari. Hann dró meðal annars í gær til baka þau ummæli sín að Sovétríkin væru heimsveldi hins illa. Aðspurður um þaö hvort Sovétríkin kæmu honum enn þannig fyrir sjónir svaraði for- setinn því neitandi og kvaðst með þeim ummælum hafa verið að vísa til- annarra tíma. Reagan hélt sovéskum vinum sín- um veislu í gærkvöld. Þar vakti at- hygli að sovéski andófsmaöurinn Andrei Sakharov var meðal gesta, ásamt Mikhail Gorbatsjov aðalritara og íleiri ráðamönnum. Reagan og Gorbatsjov horfa á þegar Shultz og Sévardnadse, utanrikisráð- herrar stórveldanna tveggja, undirrita samninga um eftirlit með tilraunum með kjarnorkuvopn i gær. Simamynd Reuter Gorbatsjov og Reagan skála í kvöldverðarboði forsetans i gærkvöldi. Símamynd Reuler Leiðtogarnir tveir ræða við sovéska borgara á Rauða torginu i gær. Simamynd Reuter Segja Reagan óupp- lýstan og hrokafull- an kynþáttahatara Bandarískir indíánar hafa reiðst ákaflega ummælum Ronalds Reag- ans Bandaríkjaforseta á fundi með stúdentum í Moskvuháskóla og segja ummælin sýna að forsetinn sé illa upplýstur hræsnari og kyn- þáttahatari. Hafa indíánarnir sent þriggja manna nefnd til Moskvu sem á að útskýra fyrir forsetanum hvað mannréttindabrot eru - að mannréttindabrot séu meðal ann- ars það að fjarlægja og einangra fólk á búsvæðum sínum til þess að fjármálavaldið geti nýtt gæði landsins. Reagan hefur lagt mikla áherslu á mannréttindamál á leiðtogafund- inum í Moskvu undanfama daga og hefur gagnrýnt Sovétmenn harðlega fyrir þau mannréttinda- brot sem hann telur þá enn ástunda. Sovétmenn hafa reiðst forsetanum fyrir hörku hans í þessum efnum og hefur Mikhail Gorbatsjov meðal annars áminnt Reagan um að stórveldin ættu ekki að reyna að þvinga sínum eigin viðhorfum hvort á annaö. Margir Sovétmenn hafa jafnframt bent á meðferð Bandaríkjamanna sjálfra á þeldökkum og indíánum sem dæmi um að þeir hafi ekki sjálfir hreinan skjöld í mannréttindamál- um. Á fundi með stúdentum í Moskvuháskóla í gær var forsetinn spurður um ameríska indíána. For- setinn svaraði því til að margir indíánar hefðu orðið auðugir af ol- íugróða en aðrir kysu að halda áfram því sem forsetinn nefndi frumstæða lifnaðarhætti á vernd- uöum svæöum. Forsetinn vísaði til þeirra sérrétt- inda sem indíánar nytu í menntun- armálum og almannatryggingum í Bandaríkjunum og bætti því við að ef til vill hefðu hvítum mönnum orðið á mistök með þeim. Ef til vill hefði hvíti maðurinn ekki átt að láta undan kröfum indíána um að fá að lifa áfram frumstæðu lífi á vernduðum svæðum. Ef til vill hefði hvíti maðurinn átt að segja við indíánann: „Nei, komdu frekar og vertu borgari með okkur.“ Dennis Jennings, einn af leið- togum indíána, sagði í gær að um- mæli forsetans væru ósannindi. Benti hann á aö tugir þúsunda indí- ána heföu látið lífið í útþensluher- ferðum Evrópumanna í Ameríku, svo og í öðrum herferðum Banda- ríkjamanna. Susan Marjo, annar af leiðtogum indíána, sagði aöjorsetinn hefði með tilsvörum sínum sýnt hversu fáfróöur og hrokafullur hann væri. Susan sagði að forsetinn hefði móðgað menningu, trúarbrögð og hefðir bandarískra indíána með því að kalla lifnaðarhætti þeirra frum- stæða. Forsetinn sagöi meðal annars að hann væri reiðubúinn til að hitta fulltrúa indíána hvenær sem er og ræða umkvörtunarmál þeirra. Marjo sagði hins vegar í gær að fólk hennar hefði reynt að ná fundi forsetans í átta ár, en án árangurs. Reagan torseti, undir höggmynd at Lenín, á tundinum með stúdentum Moskvuháskóla i gær. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.