Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 11 Utlönd Aðgangur takmarkaður Likklæöíð frá Torino var siðast sýnt opinberlega árið 1978. Simamynd Reuter Miklar deilur hafa nú risið meðal vísindamanna vegna þeirrar ákvörðunar páfagarðs að takmarka nyög flölda þeirra rannsóknarstofa sem fá aö rann- saka líkklæöið frá Torino. Klæði þetta sýnir merki þess að hafa verið sveipað um lík manns sem hefur borið sár svipuð þeim sem Kristur á að haíá hlotið við kross- festinguna og telja margir að þetta séu líkklæöi hans. Rann- sóknarstofur hafa viljað fá að ald- ursgreina klæðið, en nú hefur páfagarður takmarkaö mjög þær rannsóknir sem heimilaðar eru. Vili varaforsetastól Jesse Jackson á kosningafundi í New Jersey í gær. Simamynd Reuter Bandaríski blökkumannaleið- toginn Jesse Jackson, sem enn keppir einn við Michael Dukakis, fyikisstjóra Massachusetts, um útnefningu sem forsetaefni demókrata fyrir kosningarnar í itaust, sagði í gær að hann teidi sig eiga að hijóta útnefningu sem varaforsetaefni flokksins, Jackson lýsti þessu yflr á kosn- ingafundi í Trenton i New Jersey í gær. Jackson hefur hlotið um 980 kjörmenn í forkosningum demó- krata til þessa, en Dukakis hefur tryggt sér fylgi 1.708 fulitrúa á flokksþinginu. Dukakis, sem talinn er nær ör- uggur um útnefningu sem for- setaefni demókrata, hefur til þessa neitaö að ræða hugsanleg varaforsetaefni. Framdi sjálfsmorð Lögreglumaðurinn hélt lengi aff- ur af félögum sínum með þvi að bera byssuna að munni sér. Simamynd Reuter Steve L. Green, lögreglumaður í Kansas í Bandaríkjunum, framdi í gær sjálfsmorö að við- stöddum hópi félaga sinna úr lög- reglunni í Kansas-borg. Green, sem var illa haldinn andlega eftir að hafa verið vísað tímabundiö úr starfi, haföi hótað að svipta sig lífi og hafði hópur lögreglumanna reynt að fa hann ofan af því í þijár.klukkustundir. Hélt Green þeim í skefjum raeð því aö stinga hlaupi skammbyssu sinnar upp i sig ef þeir reyndu að komast ná- lægt honum. Umsátrinu lauk svo með því aö Green skaut sig til bana. Osammála um aðgerðir gegn Suður-Afríkustjóm Desmond Tutu erkibiskup hefur lýst yfir óánægju sinni með að trúar- leiötogar í Suður-Afríku skuh ekki hafa komið sér saman um áætlun gegn aöskilnaðarstefnunni. í lok tveggja daga neyðarráðstefnu um virkar aðgerðir án ofbeldis sagði Tutu aö komast hefði mátt miklu lengra. Um tvö hundruö kristnir leiötogar ásamt nokkrum leiötogum hindúa, múhameðstrúarmanna og gyðinga ákváðu á ráðstefnunni, sem haldin var í Jóhannesarborg, að hrinda af stað friðsamlegri „heríerð sannleik- ans“. Tutu sagði hins vegar að fjöldi leiðtoganna hefði ekki viljað sam- þykkja tillögu samtaka suður-afr- ískra verkalýðsfélaga um þriggja daga mótmæÚ frá 6. júní til 8. júní. Stjómin í Suður-Afríku hefur for- dæmt aögerðir kirkjunnar manna gegn aðskilnaðarstefnunni og sakar þá um að ýta undir byltingu. Desmond Tutu erkibiskup losar um munnkefli á unglingum sem sett voru upp og áttu að tákna aðgerðir Suður- Afríkustjórnar við að þagga niður í andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar. Simamynd Reuter / • ■ VERÐ MIÐAST VIÐ BILINN KOMINN A GOTUNA ÁRMÚLA 23 - SÍMAR 685870 - 681733 Háþekja, 5 dyra, 4 gíra, STD, kr. 539.900,- stgr. Háþekja, 5 dyra, 4 gíra, DLX, kr. 575.500,- stgr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.