Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 19 Sviðsljós Hjólin ecu flest stór og kraftmikil hjá meölimum Sniglanna. Kraftmikil mótorhjól Sniglarnir eru ansi fjölmennur klúbbur eigenda kraftmikilla mótor- hjóla og þeir eru vanir aö hittast á Hallærisplaninu eða þeysa saman í hópum hingaö og þangað um landið. Þeir eru famir að bera yfirbragð fé- laga sinna í útlöndum, búningar alhr eru mjög verklegir og úr leðri sem títt er um þá sem stunda mótorhjóla- akstur sem áhugamál. Hjóhn eru einnig mörg hver á við það þaö kraftmesta sem sést erlendis enda stolt eigenda sinna. Ljósmynd- ari DV var á ferð á Hallærisplaninu um daginn og festi nokkra snigla á filmu. Flestir sniglanna eru klæddir glæsilegum leðurbúningum frá hvirfli til ilja. DV-myndir Hanna Sig Heimilislausir fengu glaðning: Gáfu 4 milljónir Leikararnir Robin Whliams og Bihy Crystal afhentu nýlega ávísun upp á 4 milljónir króna til styrktar heimilislausum á kosningafundi hjá Michael Dukakis sem keppir um út- nefningu forsetaembættisins meðal demókrata. Robin Whliams var út- nefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Good Morn- ing America og Bihy Crystal þótti standa sig vel í síðustu mynd sinni, Running Scared. Sameinuð stórveisla Sjá mátti mikinn fjölda fólks streyma í Skipholt 70 á fimmtudaginn í síð- ustu viku enda stórveisla þar í gangi. Fjórir aðilar héldu þar upp á áfanga sem þeir náðu í lífinu. Jónas Elías- son, prófessor og verkfræðingur, hélt upp á hálfrar aldar afmæh sitt og sonur hans, Erhngur Elías, fagnaði stúdentsáfanga úr MR. Bræöur Jónasar eru þrír og tveir þeirra, Ehas Bjarni og Halldór, höfðu líka ástæðu til þess að fagna því dótt- ir Elíasar og sonur Halldórs eru einnig nýstúdentar úr MR og héldu sína veislu um leiö. Nýstúdentamir í veislunni voru því þrír, allir bræðraböm, þau Erlingur Ehas Jón- asson, Jóhanna Lind Elíasdóttir og - Stefán Halldórsson. Ejórði bróðirinn, Þorvarður R. El- íasson, átti engan stúdent í veislunni Stór dagur í lífi þeirra, nýstúdentarn- ir Jóhanna Lind Eliasdóttir, Erlingur Elías Jónasson og Stefán Halldórs- son með Jónasi Elíassyni sem hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt. DV-myndir GVA en í staðinn útskrifaði hann 140 stúd- stjóri Verslunarskóla íslands. Þetta menna og mikill fjöldi fólks sem enta daginn eftir en hann er skóla- var stór dagur í lífi þessara ætt- fagnaði með þeim. Þetta var merkisdagur í lífi fólksins á myndinni: Elias Bjarni Elíasson verkfræðingur og Rannveig Egilsdóttir, kona hans, dóttir þeirra og nýstúdent, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Erlingur Elías Jónasson nýstúdent, Stefán Halldórsson og foreldrar hans, Halldór Eliasson prófessor og Björg Cortez Stefánsdóttir. Sitjandi eru Jónas Eliasson prófess- or, sem hélt upp á fimmtugsafmæli sitt, og kona hans, Ásthildur Erlingsdóttir lektor, en þau eru foreldrar Erlings. Ólyginn sagði... Peter O'Toole - leikari sem er best þekktur fyr- ir hlutverk sitt í myndinni Law- rence of Arabia - var kærður og þurfti aö mæta fyrir rétti um dag- inn. Fyrrum sambýhskona hans kærði hann fyrir aö skila ekki fimm ára syni þeirra beggja en hún hefur umráðarétt yfir hon- um. Peter O’Toole hefur að sjálf- sögðu umgengnisrétt við son sinn en er ekki ánægður með hversu lítið hann fær að hafa drenginn hjá séróg skilaði honum því ekki til baka á tilsettum tíma. Réttar- höldin fara fram fyrir luktum dyrum. Burt Lancaster stendur einnig i málaferlum en hann lögsækir um þessar mundir Columbia kvikmyndafyrirtækið fyrir aö hafa svikið samninga við sig. Til stóð að Lancaster léki í kvikmynd sem mun heita Old Gringo en Columbia fyrirtækið hætt snögglega viö að nota Lan- caster og fékk þess í staö Gregory Peck til þess að taka að sér hlut- verkið. Astæöan mun vera bág- borin heilsa Lancasters en hann átti að fá 60 milljónir fyrir leik- inn. Þess í stað fékk hann greidd- ar 8 milljónir til málamynda og er ekki ánægður með það. Brigitte Nielsen - fyrrum Stallone - verður vænt- anlega bráðlega að skipta um nafn og heita Brigitte Gastineu. Hún hefur nú í nokkra mánuði búið með ameríska fótbolta- manninum Mark Gastineu sem er rúmlega tveggja metra vöðva- fhkki. Þau eiga von á barni sam- an og kváðu vera að velta fyrir sér að ganga í hjónaband.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.