Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fulltrúar útgerðarinnar og viðskiptabankanna í stjórn Fiskveiðasjóðs ákváðu að lána til Haralds Kristjánssonar
frá Hafnarfirði áður en stjórnin kom saman. Þessi lánveiting striðir gegn auglýstum útlánareglum sjóðsins þar
sem þegar hafði verið samið um smiði skipsins. DV-mynd BG
Utgerðin myndar blokk í Fiskveiðasjóði:
Lanm akveðin
fyrir fúndinn
Brotið gegn útiánareglum sjóðsins
Fulltrúar fiskvinnslunar og Seðla-
banka greiddu ekki atkvæði um að
lána ætti til fjögurra togara og
tveggja báta í stjórn Fiskveiðasjóðs.
Ástæðan var sú aö fúlltrúar útgerðar
og viðskiptabankanna virtust þegar
hafaö myndað meirihluta í stjórninni
fyrir lánveitingu til þessara skipa.
Einn togarinn, Haraldur Kristjáns-
son frá Hafnarflröi, er þegar kominn
tii landsins en samkvæmt auglýs-
ingu sjóðsins lánar hann ekki til
skipa sem þegar hefur verið samið
um kaup eða smíði á.
í meirihlutanum, sem var myndaö-
ur fyrir fundinn, voru Kristján Ragn-
arsson, formaður Landssambands
útvegsmanna, Óskar Vigfússon,
formaður Sjómannasambandsins,
Björgvin Vilmundarson, bankastjóri
Landsbankans, og Jakob Ármanns-
son, fulltrúi Útvegsbankans í stjórn-
inni. Fulltrúar vinnslunnar, Friðrik
Pálsson frá Sölusambandi hrað-
frystihúsanna og Árni Benediktsson
.frá Sambandsfrystihúsunum auk
Geirs Hallgrímssonar, bankastjóra
Seðlabankans, skiluðu auðu við at-
kvæöagreiösluna um „pakka“ út-
gerðarinnar.
í þessum pakka voru togararnir
Bessi frá Súöavík, Júlíus Geir-
mundsson frá ísafirði, Snæfugl frá
Reyðarflrði auk Haralds Kristjáns-
sonar.
-gse
Hallarbyiting á Helgarpóstinum:
Launagreiðslur stöðvað-
ar og mannflótti
yfir á Alþýðublaðið
Á aðalfundi Goðgáar, útgáfufyr- ur Sigurgeirsson, fyrrverandi aöal- blaðsins. Þá hefur Jónína Leós-
irtækis Helgaipóstsins, náöi nýr . fulltrúi borgarfógetans í Reykja- dóttir fært sig af Helgarpóstinum
meirihluti undirtökum í stjóm fé- vík. Á sínum tíma skrifaöi Heigar- og yfir á Alþýöublaðið og einnig
lagsins. Stióniarformaður var kos- pósturinn töluvert um rannsókn HinrikGunnarHilmarssonauglýs-
inn Róbert Árni Hreiðarsson lög- rannsóknarlögreglunnar á inn- ingastjóri.
maöur en á aðalfundi árið áöur heimtu Ólafs á fógetagjöldum Um 7 milljón króna tap var á
hafði honum verið þrýst út úr vegna innheimtu á afnotagjöldum rekstri Helgarpóstsins í fyrra. Nýr
sljórn. Ríkisútvarpsins. meirihluti hefur gengið til samn-
Með Róbert Árna í stjórninni em Hákon Hákonarson hefur hætt inga við starfsfólk blaðsins ura að
þeir Birgir S. Hermannsson viö- störfum sem framkvæmdastjóri gefa út víxla fyrir launum sínum
skiptafræðingur, sem er nýr í Helgarpóstsins og hafiö störf á Al- l. júní. Ástæða þess er að gamli
stjóminni,ogSiguröurRagnarsson þýöublaöinu hjá fyrrum ritstjóra meirihlutinn var í persónulegum
sem áöur var sijórnarformaður. í Helgarpóstins, Ingólfi Margeirs- ábyrgöum fyrir bankafyrirgreiðsl-
varasljórn eru Þórir Lárusson, syni. Fyrrum framkvæmdastjóri um. Nýr meirihluti hefur ekki enn
formaöur Félags ungra borgara, Alþýðublaðsins, Valdimar Jóhann- fengið slíka fyrirgreiöslu.
Gísli Guðmundsson, forstjóri Bif- esson, hefur tekið viö af Hákoni -gse
reiða og landbúnaðarvéla, og Ólaf- sem framkvæmdastjóri Alþýðu-
Vissu ekki um rotturnar
„Þaö var alls ekki vísvitandi gert
að láta grunninn standa opinn í því-
líku ástandi," sagði Birgir Ármann
Haraldsson hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna í samtali við DV.
Eins og sagt hefur verið frá í frétt-
um DV hafa skolpræsalagnir í Aðal-
strætinu staöið opnar í marga mán-
uði og hafa íbúar Grjótaþorps kvart-
að undan rottugangi þar um kring.
Um er að ræða lagnir í opnum grunni
sem grafinn var síðastliðiö haust.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er
annar byggingaraðilinn.
„Við vissum ekkert um aö skolp-
lagnirnar hefðu opnast en fréttum
það fyrir stuttu þegar menn frá
hreinsunardeildinni létu okkur
vita,“ sagði Birgir, „þá létum við
strax loka skuröinum."
-RóG
MIÐVIKUDAGUR l'. JÚNÍ 1988.
=
Ný lög á þau gömlu
Ríkisstjórnin setti í gær umbeðin
bráðabirgðalög til nánari útlistunar
á þeim bráðabirgðalögum sem hún
setti ellefu dögum fyrr.
Nýju lögin eru viðbót við 8. grein
gömlu laganna um bann við verö-
tryggingu á skammtíma skuldbind-
ingum. Samkvæmt nýju lögunum er
einungis átt við lánsfé og sparifé.
Þetta ákvæði nær því ekki yfir verk-
samninga og aðrar shkar skuldbind-
ingar. Þá er Seðlabankanum heimilt
að auglýsa reglur er leyfi innláns-
stofnunum að taka við sparifé og
verðtryggja þó það sé til skemmri
tima en tveggja ára. Samkvæmt
þessu mun bannið einungis ná yfir
útlán. -gge
Fiskmarkaður Norðuriands:
Framtiðin ræðst
nú í vikunni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Nefnd, sem fjallað hefur um fram-
tíð Fiskmarkaðar Norðurlands hf. á
Akureyri undanfarnar vikur, mun
skila niðurstööum sínum á fram-
haldsaðalfundi félagsins sem hald-
inn verður nú í vikunni.
Eins og fram hefur komiö hefur
rekstur markaðarins gengið mjög
erfiðlega og er ástæðan nær ein-
göngu sú að sáralítill fiskur hefur
borist til hans.
Á aðalfundi félagsins urðu miklar
umræður um hvort leggja skyldi
markaðinn niður. Niðurstaða þeirra
umræðna varð sú að nefnd skyldi
skoða máhð, ræða við hluthafa og
leggja niðurstöður sínar fyrir fram-
haldsaðalfund sem haldinn verður
nú í vikunni.
Þorleifur Þór Jónsson, sem stýrir
nefndinni, vildi ekkert tjá sig um
málið er DV ræddi við hann. Sam-
kvæmt heimildum DV er þó taliö nær
fullvíst að nefndin muni leggja til aö
starfsemi markaðarins verði hætt
um óákveðinn tíma en fyrirtækið
ekki gert upp.
Það styður þetta að annar af fram-
kvæmdastjórum Útgerðarfélags Ak-
ureyringa hf., sem er aðili að mark-
aðnum, hefur lýst því yfir að ekki sé
grundvöllur fyrir starfsemi markaö-
arins og útgerðarfélagið hefur aldrei
selt fisk til markaöarins. Var þó
reiknað með því, er markaðurinn tók
til starfa, aö Útgeröarfélagið yrði stór
aðili í viðskiptum við hann.
Gjaldþrot Hermanns Björgvinssonar:
61 krafe að upp-
hæð 135 milljónir
var samþykkt
Skiptastjóri í þrotabúi Hermanns
Björgvinssonar hefur samþykkt 61
kröfu í búið. Kröfurnar nema rúm-
um 135 milljónum króna. Fleiri kröf-
um var lýst í búið, eða 67, og námu
þær tæpum 320 milljónum króna.
Hæsta krafan var frá Siguröi Kára-
syni, 182 milljónir króna. Bústjóri
hafnaði þeirri kröfu.
Þrotabúið mun höfða 27 mál til að
freista þess að fá þannig greiddar
skuldir sem Hermann átti útistand-
andi. Þeirra á meðal er mál á hendur
Siguröi Kárasyni til greiðslu á ávísun
aö íjárhæö 182 milljónir króna.
Innan fárra daga er að vænta dóms
yfir Hermanni Björgvinssyni hjá
sakadómi Kópavogs. Eins og kunn-
ugt er er Hermann ákærður fyrir
okurlánastarfsemi. -sme
Slysið á Amameshæðinni:
Ungi maðurinn látinn
Ungi maðurinn, sem slaöasti í Hann hét Erlingur Bjömsson,
umferðarslysi á Amarneshæð að- fæddur 29. mars 1966 og var því tutt-
faranótt síðastliðins sunnudags, lést ugu og tveggja ára. Erlingur bjó að
af völdum meiöslanna á mánudags- Greniteigi 39 1 Keflavík. Hann var
kvöld. ókvæntur og bamlaus. -Sme
Næg orka á Hótel Örk:
Búið að greiða
hluta skuldanna
„Helgi Þór Jónsson er búinn að
greiöa hluta af gjaldfóllnum orku-
skuldum og verið er aö vinna að sam-
komulagi um það sem eftir er. Ég á
því von á að þaö verði næg orka á
Hótel Örk, alla vega næstu daga,“
sagöi Hafsteinn Kristinsson, forseti
bæjarstjómar Hveragerðis.
Bæjarstjórnin haíði samþykkt að
ioka fyrir orku til hótelsins yrði ekki
gert átak varöandi vanskil á orku-
reikningum. 1. júní, eða dagurinn í
dag, var lokadagur þess frests sem
Helgi Þór fékk. Hann hefur nú greitt
hluta skuldanna og því hefur ekki
verið gripið til þess ráðs að loka fyr-
ir orkuna.
-sme