Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 40
w Veðrið á morgun: Austanátt og þurrt víðast hvar Á morgun veröur hæg austan- og noröaustanátt, lítilsháttar súld við austur- og suöausturströnd- ina en annars staðar þurrt. Hiti verður á bilinu 4-12 stig. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1988. Framsókn frest- ar fúndinum Á framkvæmdastjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær var ákveðið aö kalla ekki saman mið- stjórn flokksins fyrr en síðla sumars. Upphaflega stóð til að hún kæmi saman í byrjun þessa mánaðar. Þar sem miklu af efnahagsráöstöf- unum ríkisstjórnarinnar var skotiö til nefnda ákvað framkvæmdastjórn- in að bíða með miðstjórnarfundinn. Hún verður kölluð saman þegar í ljós verður komið hverjar aðgerðir ríkis- stjórnar verða og hvaða árangur verður af þeim ráðstöfunum sem þegar hafa verið ákveðnar. -gse Flugvirkjar hjá Flugleiðum neita að vinna yfirvinnu en að sögn Boga Ágústssonar blaðafulltrúa hefur ekki borist nein formleg tilkynning um skipulegar aðgerðir. Sagði Bogi aö engar tafir hefðu orðiö vegna aö- gerðanna en þó væri ljóst að nota yrði DC-8 flugvél á morgun vegna þess að fresta varð svokallaðri B- skoðun á Boeing flugvél af minni gerð, DC-278. -SMJ Árekstur í Keflavík: Sjö flutt á sjúkrahús Harður árekstur fólksbíls og lítillar rútu varð á mótum Aðalgötu og fða- valla í Keflavík í morgun. í rútunni var margt manna á leið til vinnu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Rútan valt við áreksturinn og varð að flytja sjö manns á sjúkrahús. Flestir fengu að fara heim að lokinni skoðun. Ekki urðu slys á fólki í fólks- bílnum. Áreksturinn varö með þeim hætti að annar ökumannanna virti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir hinn. Flytja varð báða bílana, mikiö skemmda, á brott með kranabíl. -sme LOKI Því er ekki sleppt sem bankarnir halda Akureyrarblað fylgir DV á morgun og verður það 32 síður. DV verður því 80 síður. Þetta er 8. árið sem DV gefur út sérstakt Akureyrarblað og hafa starfandi blaðamenn DV á Ak- ureyri hverju sinni unnið efni blaðs- ins. í Akureyrarblaðinu, sem fylgir DV á fimmtudag, er fjölbreytt efni. Nefna má viðtöl við Emu Indriða- dóttur, Ragnar Sverrisson, Gunnar *' ■BpNielsson, Þráin Lárusson ogívar Sig- mundsson. Eina skóverksmiðja landsins var heimsótt, einnig Bautabúrið, Akur- eyrarflugvöllur, Slökkvistöðin, Sam- ver og hestaþjónusta. Margt fleira mætti nefna um efni blaðsins. I morgun hófst hér á landi alþjóðleg ráðstefna gigtarlækna. Fimm hundruð erlendir vísindamenn taka þátt i ráð- stefnunni ásamt íslenskum sérfræðingum. Hér verða samankomnir allir helstu sérfræðingar heimsins á þessu sviði. Eins og alkunna er er gigt einn algengasti sjúkdómur sem til er. Talið er að allt að fimmti hver íslendingur hafi einhver einkenni gigtarsjúkdóma. Gigt er jafnframt dýrasti sjúkdómur sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi fást við. Myndin er tekin þegar forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir kom til setningar ráðstefnunnar i Háskólabíói i morgun og þar voru henni færð blóm. -RóG/DV-mynd GVA Týndi námsmaðurinn: Gæti þurft að ráða einka- spæjara Ekkert hefur enn spurst til íslenska námsmannsins, Halldórs ísleifsson- ar, í Bandaríkjunum sem síðast heyrðist í 14. mars. í utanríkisráðu- neytinu fengust þær upplýsingar aö svo til vonlaust væri að gera ein- hveijar sérstakar ráðstafanir til leit- ar enda væru Bandaríkin gífurlegt landflæmi og tala týndra manna þar skipti hundruðum þúsunda. Þá mun bandaríska lögreglan ekki hafa nein —^íök á að kafa í þetta mál og hefur verið bent á að til að rannsaka þetta sérstaka tilvik þyrfti helst að ráða einkaspæjara. Að sögn fulltrúa í sendiráðinu í Washington mun það hafa komið fyrir áður að fólk láti ekki til sín heyra í nokkuð langan tíma en það mun þó vera gagnstætt vanalegri hegðun Halldórs. Það varð meðal annars til þess að skólafélagi hans í Texas fór strax að spyijast fyrir um hann. -SMJ 110 milljóna gróði viðskiptabankama: ■ ■■■ ■ Bankarmr vilja ekki skila gengisgroðanum Hver á að borga tapið fiá því í febrúar? - spyr Stefán Pálsson „Eg get ekki séð að það sé hægt miðað við óbreyttar reglur. Þessi krafa hlýtur að vera úr lausu lofti gripín,“ sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans og formaður Sambands íslenskra við- skiptabanka, aðspurður um hvort til greina kæmi að bankamir end- urgreiddu þann hagnað sem þeir fengu dagana fyrir og eftir upp- stigningardag. Viðskiptabankarnir keyptu gjaldeyri fyrir 1.010 milljónir um- fram það sem þeir seldu viðskipta- mönnum sínum. Þennan gjaldeyri hafa þeir síðan selt á nýju gengi. Miðað við 11 prósent meðaltals- hækkun gjaldeyris varð hagnaöur bankana um 110 milljónir króna. Raddir eru nú uppi um að krefja bankana um endurgreiðslu á þess- um hagnaði. Jón Sigurðsson viöskiptaráö- herra hefur þegar farið þess á leit við Seðlabankann að reglum um galdeyrisviðskipti bankans og við- skiptabankanna verði breytt. Ráð- herra vill koma í veg fyrir að bank- arnir hafi möguleika á að hagnast á gengisfellingu með likum hætti og nú gerðist. „Éghefséð skýrslu Seðlabankans og þar kemur fram að ekkert óeðli- legt var við þessi viðskipti. Bank- amir kaupa gjaldeyri áður en hon- um er ráðstafað. Þeir kaupa haim miðað við óskir viðskiptavina sinna. Ðagana fyrir uppstigningar- dag var geysilegur þrýstingur frá viðskiptamönnum bankana og því gerðu þeir stórar pantanir,“ sagði Stefán. Er ekki óeölilegt að bankarnir skuli hagnast gríöarlega við þessar aðstæður? „I lok febrúar var gengið fellt um 6 prósent. Þá vorum við í Búnaðar- bankanum undir. Hver ætlar að borga það tap bankans?" svaraði Stefán. Af því sem gert hefur verið opin- bert af skýrslu Seðlabankans um gjaldeyrisviðskiptin fyrir uppstign- ingardag má lesa að bankarnir hafi hagnast mismikiö. Jón Sigurðsson hefur ekki viljað gefa upp hversu mikiö hver banki fyrir sig fékk í sinn hlut „að svo stöddu“. -gse Flugvirkjar Flugleiða: Vinna ekki yflrvinnu Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað ( DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bltstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Oreifing: Simi 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.