Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988.
7
JOV
Fréttir
Austfirðingar vilja fá 10-15 km jarðgöng:
„Davíð á ekki skilið að fá núll
með gati ffá Vegagerðinni“
„Við Austfirðingar getum ekki
beðið lengur eftir því að hafist verði
handa við jarðgangagerð hér hjá
okkur. Við teljum okkur eiga fullan
samfélagslegan rétt á því að í þess-
ar framkvæmdir verði ráðist,"
sagði Jónas Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri á Seyðisfirði, en
hann stendur í fylkingarbrjósti
fólks á Austurlandi sem krefst rót-
tækra aðgerða í vegamálum Aust-
firðinga.
Jónas sagði að sem dæmi um
ástandið mætti nefna að í vetur
hefðu Oddsskarð og Fjarðarheiöi
verið ófær í fimm daga og byggðar-
lögin þar því verið einangruð þann
tíma. Þetta væri ástand sem nú-
tímamenn gætu ekki látið bjóöa
sér.
Þeir Austfirðingar vilja jarðgöng
sem geti tengt saman byggðir á
Austurlandi og telja þeir að aðeins
með þeim hætti verði byggð þarna
varðveitt. Um helgina var haldinn
fundur áhugamanna um málið og
voru um 60-70 manns mættir þar
og að sögn Jónasar ríkti mikill ein-
hugur á fundinum.
„Á fundinum var samþykkt aö
ýta þessu máli úr vör af fullum
krafti. Við viljum fá viðurkenningu
opinberra aðila á að þetta sé raun-
verulegur og fýsilegur kostur og í
raun sá eini raunhæfi sem mögu-
legur er til aö halda fólki hér í
byggðarlaginu.“
- segir Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri á Seyðisfirði
Kostnaðartölur svipaðar og
hjá Færeyingum
Jónas sagöi að framkvæmdirnar
við Ólafsfjarðarmúla nú sýndu að
þær tölur, sem þeir Austfirðingar
hefðu verið að ræða um, væru
raunhæfar. Við Ólafsfjörð væru
framkvæmdir sambærilegar því
sem Færeyingar hefðu veriö að
gera og nú væri greinilega tækifæri
fyrir Islendinga að ráðast í jarö-
gangagerð en við værum ótrúlega
langt á eftir öðrum löndum að
þessu leyti. Þetta væri bara spurn-
ing um reynslu og tækni sem viö
þyrftum nú að öðlast. Jónas sagði
að því hefði verið mótmælt að
kostnaður hér væri svipaður og í
Færeyjum en útboðið í Ólafsfjarð-
armúla sýndi hins vegar að 'svo
væri. En hvar vill Jónas taka pen-
inga fyrir þessum framkvæmdum?
„Ég skal segja þér það að kostn-
aðurinn við þetta er aðeins helm-
ingurinn af samanlögðum kostnaöi
við flugstöðina, ráöhúsið, Seöla-
bankahúsið, Kringluna og skopp-
arakringluna. Þar með er búið að
leysa þaö mál.
Það er ljóst að þaö veröur að
mæla arðsemi í fleiru en peningum,
svo sem félagslegri og búsetulegri
arðsemi. Þetta tal um að Reykjavík
þurfi peninga frá Vegagerðinni er
óskiljanlegt. Davíð ætti ekki að fá
núll með gati frá Vegagerðinni.
Auðvitaö hefur borgin nóg af fjár-
öflunarmöguleikum og í raun allt
aðra aðstööu en byggðarlög úti á
landi.“
A kortinu sjást göng þau sem Austfirðingar vilja fá. Engar forsendur
eru enn fyrir hendi til að segja fyrir um nákvæmlega hvar þau koma
en kortið sýnir í grófum dráttum á hvaða hátt Austfirðingar vilja að
göng tengi saman byggðir Austurlands.
Jónas sagði að þeir Austfirðingar
vildu nú ganga frá ákveðnum hring
á Austurlandi og til þess þyrfti fjög-
ur jarðgöng sem yrðu á bilinu 3-5
km. hvert. Ekki væri búið aö
ákveða ennþá hve löng þau verða,
enda séu ýmsar forsendur enn
óljósar.
Jónas sagði t.d. að jarðgöng á
Austurlandi gætu vel hafist í meira
en 200 m hæð sem væri það viðmið
sem Vegagerðin notaði. Þetta væri
vegna þess að veðurfar á Austurl-
andi væri allt annað en á Norður-
og Vesturlandi. Miklu snjóléttara
væri á Austfjörðum og því væri
hægt aö hafa göngin mun ofar sem
gerði það að verkum aö þau yröu
styttri og þar með ódýrari.
En hvenær vilja Austfirðingar
láta ráöast í þetta mikla fyrirtæki?
„Við miðum við að það þurfi tvö
til þijú ár í undirbúningstíma en
þaö er sá tími sem talið er aö fari
i Ólafsfjarðargöngin. Við miðum
við að það veröi hafist handa hér
hjá okkur um það leyti en við ger-
um okkur þó grein fyrir aö við er-
um á eftir Vestfiröingum. Þeir eru
á undan okkur í forgangsröð og við
sættum okkur við þaö.
Ég tel að við íslendingar megum
engan tíma missa. Við erum á hrað-
ferö inn í næstu öld og það er ljóst
að ef við eigum að geta haldið í
unga fólkið þá þarf þarna að verða
mikil breyting.“
-SMJ
Helgi Hallgrímsson:
„Kvörtum ekki
undan samvinnu
Ríkið skuldar Reykjavík hálfan milljarð vegna vegagerðar:
„Sættum okkur ekki
við þessa meðferð"
við Alþingi“
litið farið eftir arðsemismælingum
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
Flestöll þau mannvirki, sem
Vegagerðin lætur gera, eru arð-
semismæld á einhvern hátt en eigi
að síöur viröist vera tilviljun háö
hvort farið er eftir þessum arðsem-
ismælingum. Það kom t.d. skýrlega
í ljós þegar ákveðið var að ráðast
í gerð jaröganga í Ólafsfjarðarmúla
en enga arösemi er hægt að mæla
á þeim göngum.
Jarðgöng koma reyndar illa út
úr arðsemismæhngum en þó má
finna jarðgöng sem hugsanlega
geta skilaö einhveijum arði, Lagn-
ing varanlegs slitlags mun koma
best út þegar arðsemi er mæld.
Helgi Hallgrímsson aöstoðarvega-
málastjóri var spurður að þvi hvort
ekkert mark væri tekið á arðsemis-
útreikningum Vegagerðarinnar?
„Það raá segja að stundum sé far-
iö eftir þeim og stundum ekki. Við
hjá Vegageröinni höfum aldrei
haldið því fram að arðsemin sé ein-
hlítur mæhkvarði. Það tengist
þeirri sfaðreynd aö arðsemismæl-
ingum eru takmörk sett“
Helgi sagði aö arðsemi væri
reiknuð yfir 20 til 30 ára tímabil.
Bornar væru saman tekjur og
gjaldatölur og þannig reynt að fá
arðsemisprósentu á ákveðnum
tíma. Helgi sagöi aö þeir hjá Vega-
gerðinni kvörtuðu ekki yifir sam-
vinnu við Alþingi né fjárveitingar-
valdið.
í drögum að framkværadaráætl-
un í Reykjavík 1988-1992 er bent á
arðsemi þeirra framkvæmda sem
er lagt til að ráöist verði í hér í
Reykjavík. Þar segir aö um götur
þær, sem þar sé fjallaö um, það
munu vera þjóðvegir og þjóðvegir
í þéttbýli, aki daglega um 400.000
bílar. Er þar sagt að ef unnt sé aö
stytta aksturstíma bifreiða þessara
um eina mínútu á dag og tíma-
kostnaður bils, ökumanns og far-
þega sé raetinn á 200 kr. yrði tíma-
spamaður á ári hveiju tæpar 500
mifijónir. Þessu til viðbótar kæmi
síðan spamaður á reksturskostn-
aöi bíla,
-SMJ
„Borgin hefur lagt út fyrir ríkis-
sjóð vegna vegagerðar í þéttbýli og
er nú svo komið að ríkið skuldar
borginni hálfan mihjarð vegna þess.
Þá hefur verið gefið upp að ríkið
ætlar ekki að greiða verðbætur á
þessa upphæð sem hefur verið tekin
að láni hjá borginni. Við munum
ekki sætta okkur við þessa með-
ferð,“ sagði Davíð Oddsson borgar-
stjóri en fyrirsjáanlegt er að ríkið
muni ekki greiða nema 60 til 70 millj-
ónir vegna vegagerðar á höfuðborg-
arsvæðinu á þessu ári.
Fyrir stuttu átti Davið viðræður
við samgönguráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, og sagði Davíð að vilji
hefði komið fram hjá ráðherra að
bæta hlut borgarinnar, en fjármagn
væri ekki til staðar.
Þá sagði borgarstjóri að ýmis
mannvirki, sem langt væri komið
með og hefði þurft að ljúka, svo sem
Sætún og Bústaðavegur, yrðu líklega
ekki kláruð í ár og þeir peningar sem
til verksins hefðu farið myndu því
ekki skila neinum aröi í ár.
Borgarstjóri sagði að byggíng um-
ferðarmannvirkja gæti vissulega
flokkast undir forgangsverkefni en
eigi að síður væri ekki fýsilegur kost-
ur fyrir borgina að lána ríkinu meiri
fjármuni til þessarar vegagerðar nú
þegar áform væru um að greiða ekki
verðbætur á féð. En hvernig ætlar
borgarstjóri að sækja þetta mál -
ætlar hann í mál við ríkissjóö?
„Nei, þetta mál verður sótt með
öðrum hætti. Við munum t.d. leita
til þingmanna Reykvíkinga og sjá
hvort þeir geta beitt sér í þessu máh
eins og þingmenn annarra kjördæma
hafa gert. Það er þó ljóst að varla
verður mikil breyting í ár, enda fjár-
lagagerð löngu lokið.“ -SMJ
BREMSUKLOSSAR • HJÖRULIÐIR • AUKALJÓS • BÚKKAR • TJAKKAR • HÖGGDEYFAR
ÖRYGGISBELTI • KERTI • VARAHLUTIR • AUKAHLUTIR • HJÓLKOPPAR