Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988.
Frjáist.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Hverjir felldu gengið?
Viðskiptaráðuneytið hefur birt þær athyglisverðu
upplýsingar að bankar og lánastofnanir hafi keypt gjald-
eyri fyrir milljarð dagana fyrir gengisfellinguna. Þessi
gjaldeysirssala var orsökin fyrir því að ríkisstjórnin og
Seðlabankinn ákváðu að loka fyrir gjaldeyrissölu og
gengisfellingin varð ekki umflúin. Samtals var gjaldeyr-
ir seldur fyrir vel rúmlega tvo milljarða og var því hagn-
aður þeirra sem keyptu gjaldeyri á gamla genginu nær
tvö hundruð milljónir króna. Tap Seðlabankans var að
sama skapi jafnmikið.
Það eru auðvitað kaldhæðnisleg örlög þegar í ljós
kemur að bankarnir, þar á meðal ríkisbankarnir, áttu
stærsta þáttinn í skipbroti fastgengisstefnunnar. Ekki
má heldur gleyma stórfyrirtækjum á borð við Eimskipa-
félag íslands sem keypti gjaldeyri fyrir eitt hundrað
milljónir króna. Það virðast með öðrum orðum einkum
hafa verið aðilar, sem ýmist eru innanbúðar í peninga-
kerfmu eða eiga aðgang að því, sem höndluðu með gjald-
eyrinn þessa örlagaríku daga. Tap Seðlabankans hlýst
af því að salan fer fram á því gengi sem gildir þegar
gjaldeyrispöntun er gerð, en afhending gjaldeyrisins
getur dregist fram yfir gengisfelhngu, eftir því hvernig
stendur á hjá Seðlabankanum. Allt er þetta innan gild-
andi reglna en kahar hins vegar á breytingar á þeim til
að afstýra gengisáhættu Seðlabankans.
Enda þótt athyghn beinist þannig að spekúlasjónum
bankanna og þeim að nokkru leyti kennt um gengis-
fellinguna, er þó ljóst að stjórnvöld geta ekki borið af
sér sök. Það er ekki hægt að ásaka forráðamenn banka
eða fyrirtækja fyrir að gæta hagsmuna sinna, þegar svo
stendur á sem þessa maídaga. Menn kunna enn að leggja
saman tvo og tvo og öllum sem fylgjast með gengismál-
um og peningamálum var ljóst að það var aðeins tíma-
spurning hvenær gengið yrði feht. Fastgengisstefnan
stóðst ekki lengur, gengið var í raún fallið. Flestum var
sömuleiðis ljóst að ríkistjórnin beið einasta eftir því að
þingi yrði slitið til að hefjast handa um efnahagsráðstaf-
anir sem lágu í loftinu. Fiskvinnslan kveinkaði sér und-
an rangri gengisskráningu, útflutningsatvinnuvegirnir
riðuðu th fahs. Ekki aðeins stjórnarandstaðan heldur
áHrifamikhr talsmenn atvinnurekstrar, hagfræðingar
og almenningur gerðu ráð fyrir gengisfellingu þegar hér
var komið sögu. Hver vill ekki bjarga sínu skinni undir
slíkum kringumstæðum?
Ríkisstjórnin svaf á verðinum. Hún hélt dauðahaldi
í fastgengisstefnuna og bauð hættunni heim. Þeirri
hættu að almenningur, fyrirtæki og stofnanir hæfu
kapphlaup í gjaldeyrisútsöluna, meðan henni var haldið
opinni. Spákaupmennska og gjaldeyrisbrask eru fastir
fylgifiskar rangrar gengisskráningar, sér í lagi þegar
öll teikn eru á lofti um efnhagsaðgerðir, eins og ekki fór
fram hjá nokkrum manni í þetta skipti.
Það er hins vegar í fyrsta skipti sem bankarnir taka
þátt í leiknum og velta hlassinu af stað en þá er það
hka vegna þess að bankastarfsemi og rekstur bankanna
er háðari markaðssveiflum og samkeppni en áður. En
bankarnir fehdu ekki gengið, ekki Eimskip né aðrir
þeir sem keyptu gjaldeyri fyrir rúma tvo milljarða.
Gengið var fallið. Gjaldeyriskaupendurnir flýttu aðeins
fyrir. Þeir tóku ómakið af ríkisstjórninni, af því hún
svaf á verðinum.
Vonandi lærist mönnum af þessari reynslu, að það
er þýðingarlaust th lengdar að falsa gengið. Markaður-
inn lætur ekki plata sig.
Ehert B.Schram
Ölduselsskoli i Reykjavík
Staða skólastjóra
við Ölduselsskóla
Seinni hluta aprílmánaöar var
auglýst laus til umsóknar staða
skólastjóra yið Ölduselsskóla í
Reykjavík. Ölduselsskóli hefur
starfaö í 13 ár undir farsælli stjóm
Áslaugar Friðriksdóttur. Þegar
umsóknarfrestur rann út kom í ljós
að tveir höíðu sótt um stöðuna.
Annar umsækjandinn var Daníel
Gunnarsson sem verið hefur kenn-
ari viö skólann í átta ár og þar af
yfirkennari í þrjú ár. Hinn um-
sækjandinn, Sjöfn Sigurbjörnsdótt-
ir, hefur verið kennari í fjölbrauta-
skóla og ekki sinnt kennslu í
grunnskóla í 13 ár. Þegar umsókn-
irnar komu til afgreiöslu í fræðslu-
ráði Reykjavíkur kom í ljós að
kennarar skólans mæla eindregið
með Daníel, svo og foreldraráð
skólans. Fráfarandi skólastjóri
hafði einnig lýst eindregnum
stuðningi við hann. Daníel hefur
starfað í 15 ár við grunnskóla
Reykjavíkur, eða frá þeim tíma er
hann lauk prófi frá Kennarahá-
skóla íslands.
Sjöfn Sigurbjömsdóttir hefur
hins vegar ekki lokið neinu há-
skólaprófi né kennaraprófi. Hún
hefur sótt námskeið í uppeldis-
fræði sem svarar 6 námseiningum.
Þrátt fyrir svona mikla yfirburða-
stöðu sem Daníel hefur, bæði í
reynslu sem grunnskólakennari og
stjómandi, leyfir meirihluti fræðs-
luráðs sér að mæla með Sjöfn í
starfið umfram Daníel.
Gerðir meirihluta
fræðsluráðs
Þegar þessi tíðindi spurðust setti
menn hljóöa. Getur þaö verið aö
fræðsluráð Reykjavíkur velji sem
stjómanda við einn af stærstu skól-
um borgarinnar aðila sem ekki
hefur kennaramenntun og gangi
framhjá einum af farsælustu skóla-
mönnum sem völ var á? Getur það
átt sér stað að Áslaugu Friðriks-
dóttur og samstarfsfólki hennar,
sem byggt hafa upp þennan skóla,
sé sýnd svona mikil óvirðing? Er
vísvitandi verið að skemma það
farsæla starf sem átt hefur sér stað
við þennan skóla? Slíkar og þvilík-
ar spumingar komu upp í huga
fólks er það stóð frammi fyrir þessu
gerræði meirihluta fræðsluráðs.
Foreldrar bamanna í Öldusels-
skóla urðu miður sín. Fulltrúar
þeirra, þ.e. foreldraráð, hafði sent
fræðsluráði mjög eindregin með-
mæli með Daníel en meirihluti
fræösluráðs hafði hundsað álit
þeirra. Þá gripu foreldrar til þess
að safna undirskriftum meðal for-
KjaHarinn
Kári Arnórsson
skólastjóri
skökku viö þegar skólanefndir
virða menntunarþáttinn einskis
eins og gerist hjá meirihluta
fræðsluráös Reykjavíkur.
Fræðsluráö hefur ekkért getað
sett út á störf Daníels og allii' bera
honum góða sögu. Hann nýtur
mikils trausts í félagssamtökum
kennara og er m.a. fulltrúi þeirra
í stjóm Námsgagnastofnunar.
Hann var á síðasta hausti kjörinn
í aðalstjórn Félags skólastjóra og
yfirkennara. Það hljóta aö vera
annarleg sjónarmið sem ráða því
þegar slíkum mönnum er hafnað
og í staöinn mælt með umsækjanda
sem ekki hefur starfaö við grunn-
skóla í 13 ár og hefur ekki kennara-
nám að baki. Það hefur verið stefna
menntamálaráðuneytisins og þá
jafnframt skólanna að efla for-
„Það skýtur því æði skökku við þegar
skólanefndir virða menntunarþáttinn
einskis eins og gerist hjá meirihluta
fræðsluráðs Reykjavíkur.“
eldra sem böm eiga í skólanum til
að sýna fram á eindreginn vilja
foreldranna og jafnframt að for-
eldraráðiö hefði vissulega talað
fyrir hönd foreldra almennt.
Niðurstaðan af undirskriftasöfn-
uninni varð sú aö foreldrar rúm-
lega 92% barnanna í skólanum ósk-
uðu eftir því að Daníel yrði settur
í stööuna og töldu hann raunar
sjálfkjörinn.
Menntun og mikilvægi
stjórnanda
Stjóm Félags skólastjóra og yfir-
kennara fundaði sérstaklega um
þetta mál og gerði menntamálaráð-
herra grein fyrir áliti sínu. Stjórnin
telur algerlega óviðunandi þegar
fólk, sem lokið hefur fullgildu
kennaranámi og aflað sér mikillar
starfsreynslu, er sett hjá viö stöðu-
veitingar í skólakerfinu og óverj-
andi ef þeir sem byggja starfsleyfi
sitt á öðm em teknir fram yfir.
Undanfarið hafa hvað eftir annað
komið fram opinber gögn sem ít-
reka mikilvægi góörar fagmennt-
unar kennara og einkum stjóm-
enda skóla. Sem viöurkenningu á
mikilvægi þessa starfs verður á
hausti komanda boðið upp á fram-
haldsnám fyrir stjómendur skóla í
fyrsta sinn. Það skýtur því æði
eldrastarf í skólunum, efla sam-
starfið viö foreldrana sem mest.
Talsverður árangur hefur náðst í
þeimefnum. Gott samstarf á þessu
sviði er ein af forsendunum fyrir
farsælu skólastarfi. Þeir fulltrúar,
sem borgarstjóm hefur kjörið til
setu í nefndum, meta stöðu sína á
undarlegan hátt ef þeir telja sig
hiklaust geta gengiö fram hjá ósk-
um nær 100% þeirra sem þjón-
ustunnar eiga að njóta.
Því verður ekki trúað að mennta-
málaráðherra lítilsvirði svo óskir
fólksins, svo sem meirihluti
fræðsluráðs hefur gert, né mikil-
vægi þeirrar menntunar sem fyrir
hendi þarf að vera til að annast
starf stjórnanda skóla. Ráðherrann
er þekktur fyrir það að beita sér
fyrir bættri menntun kennara og
stjómenda og hefur á opinberum
vettvangi lýst yfir mikilvægi góðr-
ar kennaramenntunar sem for-
sendu fyrir farsælu skólastarfi.
Ráherrann hefur vald til að skipa
svo málum að áfram haldist sá góði
starfsandi og sú mikla eining sem
er milli kennara og foreldra við
Ölduselsskóla og votta með þeim
hætti fráfarandi skólastjóra, Ás-
laugu Friðriksdóttur, þakklæti sitt
fyrir vel unnin störf.
Kári Arnórsson