Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 5 r>v Viðtalið Pumpa lóð af ogtil Nafn: Einar Sigurðsson Aldur: 32 Staða: Fréttafulltrúi Flugleiða „Ég pumpa lóð af og til í þeim tilgangi aö telja raér trú um að ég sé á leið inn í hollt og gott líferni. En það er nú meira til aö sýnast fyrir sjálf- um mér en til að ná árangri," segir Binar Sigurösson, ný- ráðinn fréttafulltrúi Flug- leiða. Hann tekur við nýja starfmu af Boga Ágústssyni um miðjan júní. Einar Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Akureyri. For- eldrar hans eru Sigurður Bárðarson bifvélavirki og Sig- ríður Einarsdóttir. Eiginkona Einars er dr. Kristín Ingólfs- dóttir, lyfjafræðingur hjá Há- skóla íslands, og eiga þau eina fimm ára dóttur. „Hef hæfilegan áhuga á iþróttum“ „Eg hef hæfilegan áhuga á íþróttum en tek þó meiri þátt í þeim gegnum sjónvarp en sem vii-kur þátttakandi. Annars eru tómstundirnar ekki tpjög margar. Þær sem gefast hafa þó mest snúist í kringum fjölskylduna og flöl- miðla. Ég er lítill félagsmála- maður enda hef ég alltaf verið í vinnu þar sem ég er í miklu samneyti viö fólk og hef ég því ekki fúndiö ríka þörf hjá mér að bæta mér upp félagsskap sem sumir missa af í starfi sínu. Maöur reynir frekar að eyða tímanum með sínum nánustu." Fjölmiðlafræði og félagsstjórnmálafræðí Einar Sigurðsson er mennt- aður fjölraiðlafræðingur og félagsstjórnmálafræðingur frá tveimur háskólum í Lon- don. Hann var við nám í Lon- don á árunum 1978 til 1983 og starfaöi samhliða náminu sem dagskrárgerðarmaður og fréttamaður á Ríkisútvarp- inu. „Ég byrjaöi aö vinna við dagskrárgerð á Ríkisútvarp- inu um tvítugt. Með námi var ég fréttaritari útvarpsins í London og vann á útvarpinu í sumarfríum,“ segir Einar. Hann starfaði sem frétta- raaður hjá Sjónvarpinu árin 1983 til 1986 og var útvarps- stjóri Bylgjunnar frá stofnun hennar 1986 þar til í mars 1988. Frá því aö Einar lét af útvarpsstjórastarfmu hefur hann unnið að ýmsum verk- efnum fyrir íslenska útvarps- féiagiö. -JBj Fréttir Möig hundruð músa- og rottukvartanir á ári - mikið um að skolpræsalagnir séu skildar eftir opnar „Jú, jú, viö höfum verið kallaðir í Grjótaþorpið vegna rottugangs," sagði Asmundur Reykdal hjá hreins- unardeild borgarinnar í samtah við DV. Eins og kom fram í DV í gær hafa íbúar Grjótaþorps kvartaö und- an rottugangi í hverfinu og eru held- ur óhressir með frágang grunnsins sem grafmn var í Aðalstrætinu síð- asthðið haust. „Það virðist sem skolpræsalagn- irnar í þessum skurði hafi verið skhdar eftir opnar,“ sagði Ásmund- ur, „en þetta er nokkuð algengt og vitanlega ekki nógu gott. Þeir sem eru að grafa shka skurði verða að passa það að ganga frá öllum lögn- um.“ Að sögn Ásmundar fær hreinsun- ardeildin 600-800 kvartanir um músa- og rottugang árlega. „Á hverju sumri erum við með ár- lega herferð. Þá er eitrað í öll ræsi og er sett eitur í 4000-6000 brunna," sagði Ásmundur. „Mikilvægt er að rotturnar fái hvergi að vera í friði. Þær fjölga sér svo geysilega. Hvert rottupar getur átt um 800 afkvæmi á ári.“ Að sögn Ásmundar er ástandið hér á landi þó ekki slæmt miðað við það sem gerist í flestum stórborgum er- lendis og fer það frekar skánandi. -RóG. íbúar Grjótaþorps hafa kvartað undan rottugangi að undanförnu. Meindýraeyðar borgarinnar hafa nóg að gera á hverju vori við rottu- og músaveiðar en á þessum tíma er sérstaklega mikið um kvartanir vegna þessara kvikinda. En hún er nú ósköp sakleysisleg þessi litla trítla. Meira að segja kisurnar gáfu henni tækifæri á að réttiæta bæj- arröltið. Almenningssalerni í Reykjavík fá: Mun ekki fjölga á þessu ári Almenningsnáðhús eru fá á höfuö- borgarsvæðinu. Samkvæmt upplýs- ingum borgarverkfræðingsemb- ættisins geta Reykvíkingar leitað á náðir fjögurra almenningssalerna á veturna þegar móðir náttúra kallar. Á sumrin eru að auki starfrækt al- menningssalerni í Hljómskálagarð- inum í Reykjavík. í Bankastræti eru tvö náðhús. Ann- að er ætlað konum en hitt karlmönn- um. Þar er opið frá klukkan níu á morgnana til kl. 23 að kvöldi. Á viðkomustað strætisvagna við Hlemmtorg er einnig aðstaða sem almenningur getur nýtt sér þegar þörf er á. Þar er opið frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 22 á kvöldin. Á viðkomustað strætisvagna á Lækj- artorgi er einnig aðstaða fyrir al- menning. Náðhúsið þar er aftur á móh læst og þurfa gestir því að fá lykil húsvarðar til að geta létt á sér. Á mótum Miklubrautar og.Löngu- hlíðar eru einnig almenningssalerni. Opnunartími er frá hádegi til klukk- an 19 alla virka daga. Þar er aftur á móti ekki opið um helgar. Á sumrin eru einnig starfrækt náðhús í Hljóm- skálagarðinum. Þar er opiö frá klukkan 7 að morgni til klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá borg- arverkfræðingsembættinu var áætl- að að fjölga almenningsnáðhúsum í miðborginni. Til stóð að reisa bygg- ingu á Lækjartorgi sem hýsa myndi salernisaðstöðu fyrir almenning. Slíkar framkvæmdir verða þó að bíöa betri tíma því ekki er gert ráð fyrir þeim á þessu ári. -StB Djúpivogur: Tónlistin í hávegum - 54 nemendur í tónskólanum í vetur Siguröur Ægisson, DV, Djúpavogi: Á dögunum var Tónskóla Djúpa- vogs slitið og voru af því tilefni haldnir í grunnskólanum mikhr tón- leikar þar sem fram komu yfir 40 nemendur tónskólans. Þar mátti heyra og sjá leikið á blokkílautur, orgel, píanó og bæöi klassíska gítara og rafmagns. Þá kom þar einnig fram Samkór Djúpavogs og söng nokkur lög. Mikill íjöldi áheyrenda kom á þessa skemmtun, er stóð yfir í rúma tvo klukkutíma, og þótti hún takast með afbrigðum vel. Það eru Búlandshreppur, Geit- hellnahreppur og Beruneshreppur er standa að tónskólanum. Metað- sókn var að skólanum síðastliðinn vetur; alls voru nemendur þar 54 en hrepparnir þrír hafa innan við 600 íbúa. Veturinn þar áður voru nem- endur 36. Síðastliðna tvo vetur hefur kennari og skólastjóri verið Haraldur Braga- son en nú hefur veriö sótt um að fá að ráða mann í hálfa stöðu í viðbót þar eö einn maður annar þessu hvergi. Þess má geta að Haraldur er líka organisti Djúpavogskirkju og æfir auk þess Samkórinn. Símaskráin 1988: Tekur gildi á sunnudag Eins og skýrt var frá í DV í gær er símaskráin 1988 komin út. Upp- lag hennar er um 145 þúsund ein- tök. Blaðsíöutalið er nú 832 en það er aukning um 64 siður frá þvi í fyrra. Nýja símaskráin tekur giidi 5. júní nk. Númerabreytingar á svæð- um 99 og 98 taka gildi nokkrum dögum síðar og verður það nánar auglýst í dagblöðum. Ný götu- og númeraskrá yfir höf- uðborgarsvæðið er einnig komin út Hún er til sölu á afgreiðslustöð- um Póst- og símamálastofnunar og kostar 850 krónur. -StB Sigrún sendir forseta Islands skeyti: Mótmælir setningu bráðabirgðalaga Sigrún Þorsteinsdóttir forseta- frambjóðandi sendi í fyrradag skeyti th Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, þar sem hún tekur undir mótmæli Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við setningu bráðbirgðalaga þeirra sem ríkisstjórnin setti á dög- unum. Stuðningsmenn Sigrúnar segja skeytið hafa verið sent vegna þess að forsetinn er staddur hér á landi um þessar mundir og vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að setja ný bráöabirgðalög í stað þeirra fyrri. Auk þess árétti Sigrún með skeyt- inu það viðhorf sitt að ekki skuli undir nokkrum kringumstæðum taka af fólki jafnsjálfsögð lýðréttindi og samningsréttinn. -JBj Nemandi og kennari leika saman á klassiska gítara, Þorgils Ragnarsson og Haraldur Bragason. DV-mynd SÆ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.