Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 29 Smáauglýsingar - Sími 27022 Ferðamenn, athugið: Ódýrasta ís- lenska bílaleigan í heiminum í hjarta Evrópu. Nýir Ford ’88 bílar í lúxusút- færslu. íslenskt starfsfólk. Sími í Lúxemborg 436888, á Islandi: Ford í Framtíð við Skeifuna Rvk, sími 83333. ■ Ýmisleqt FOR-ÐUMST EYÐNI CG HÆTTULEG KYNNI Er kynlif þitt ekki i lagi? Þá er margt annað í qlagi. Vörurnar frá okkur eru lausn á margs konar kvillum, s.s. deyfð, tilbreytingarleysi, einmana- leika, framhjáhaldi o.m.fl. Leitaðu uppl. Opið frá kl. 10-18 mán.-föstud., Erum í húsi nr. 3 v/Hallærisplan, 3. hæð, sími 14448. Þetta og heilmargt fieira spennandi, t.d. nælonsokkar, netsokkar, netsokka- buxur, opnar sokkabuxur, sokkabelti, corselet, baby doll sett, stakar nær- buxur á dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Sendum í ómerktum póstkr. Rómeo og Júlía. Hröðum akstri fylgir. öryggisleysi, orkusóun og streita. Ertu sammála? yUMFBCWR rað Torfærukeppni. Torfærukeppnin á Hellu verður haldin laugard. 11. júní næstkomandi. Keppt verður í tveimur flokkum: 1. Flokki sérbúinna torfæru- bifreiða. 2. Flokki almennra torfæru- bifreiða. Keppendur skrái sig í síðasta lagi mánudaginn 6. júní í síma 99-5353 eða 99-5165. Flugbjörgunarsveitin Hellu. Smókingaieiga. Höfum til leigu allar stærðir smókinga við öll tækifæri, skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna- laugin, Nóatúni 17, sími 16199. ■ Þjónusta Minigrafa til leigu. Hentar vel inni á eldri lóðum, við sumarbústaðinn og á fleiri stöðum, t.d. í gröft fyrir dren- lögnum, gróðurhúsum, hitapottum, trjábeðum, hellulagningu eða síma og rafmagni í sumarbústaðinn o.fl. Uppl. hjá Guðmundi, sími 667554. Vélaleiga Arnars. Tökum að okkur alla almenna jarðvinnu, gerum föst verð- tilboð, erum með vörubíl. Uppl. í síma 46419, 985-27674 og 985-27673. SAMTÖK ALDRAÐRA Vinningsnúmer í happdrætti félagsins 1988 502 nr. 6 8339 nr. 13 653 nr. 2 8631 nr. 18 1503 nr. 12 8805 nr. 15 1731 nr. 4 9031 nr. 11 2000 nr. 5 9032 nr. 9 2420 nr. 21 9081 nr. 14 3149 nr. 3 9335 nr. 20 4995 nr. 8 10742 nr. 1 5247 nr. 22 11143 nr. 17 5907 nr. 19 11193 nr. 16 7213 nr. 10 11247 nr. 7 ____________Lifsstfll Ánamaðk- ar eru til gagns Ánamaðka er best að geyma í mosa eigi þeir að notast í beitu. Þannig haldast þeir við i sem náttúrulegustu umhverfi. Nú fer senn að líða aö því að fólk fari út í garð og leiti sér aö ána- möðkum. tessar litlu verur eru gagnlegar veiðimönnum sem nota þá í beitu. Ánamaðkar geta einnig verið jarðveginum í görðum til mikils gagns. Þeir breyta m.a. ólif- rænum efnum í lífræn efni s.s. prótein. Þrífist maðkar vel í jarð- vegi gefa þeir frá sér slím. Slímið er hagstætt fyrir aörar smáverur í jarðveginum sem gera gróðri og túnum gagn. Ánamaðkar þrífast best þar sem lífræns áburöar nýtur viö. Þeir hafast helst við í grasi. Það fer eftir veðri hve djúpt þeir leita niður í grassvörðinn eða moldina. Helst koma ánamaökarnir upp á yfir- borðið þegar skyggja tekur og þeg- ar bleyta er á yfirborðinu. Skíni hins vegar sólin leita þeir niður í Heimilið jarðveginn. Maðkarnir hafa nefni- lega ekki húð eins og önnur dýr sem ver þá fyrir útfjólubláum geisl- um sólarinnar. Þess vegna þorna þeir upp í sóhnni. Bleyta er þeim hins vegar nauðsynleg. Njóti rign- ingar ekki viö í lengri tíma þá leita þeir lengra niður í jarðveginn þar sem þeim hættir síður við að þorna upp. Maðkamir hafa engin augu. A framenda þeirra eru hins vegar ljósnæmar frumur. Þannig forðast þeir sólarljósið og erfitt er að finna þá. Einhver ráðagóöur maður lagði til að þá væri best að koma aftan aö möðkunum! Svo einfalt er þaö nú ekki því maökarnir leitast við að halda afturendanum niðri. Lifrænn áburður Hafi einhver hug á að rækta ána- maðka í garði sínum er best að forðast tilbúinn garðáburö. í líf- rænum búfiáráburði þrífast maðk- arnir best. Þeir leitast við að taka lifræn efni frá yfirboröinu niður í jarðveginn. Þessum efnum breyta þeir í lífræn efni. í tilbúnum áburði eru þessi efni hins vegar ekki. Það hefur komið í ljós að í túnum, þar sem tilbúnum áburði hefur verið dreift, er Utið eða ekkert um ána- maöka. Ánamaðkarnir koma upp þegar... Til eru nokkrar aðferðir til þess að ná ánamöðkunum upp á yfir- boróiö. Þessar aðferöir eru mis- jafnlega mannúðlegar. Eðlilegast er að fara út á kvöldin þegar skyggja tekur og þegar bleyta er í jarðvegi. Þá koma þeir helst upp og þeir eru einfaldlega tíndir upp úr grassverðinum. Einnig er hægt aö stinga upp mold í beðum. Þó er meira um að maökamir hafist við í túnum. Þeir sem rannsakað hafa ána- maðka nota formalín til þess aö fá, 1 þá upp á yfirborðið. Þetta er fijót og árangursrík aöferð. Hún er not- uð í rannsóknum þegar maðkar í túnum eru taldir. Formalínið fer ekki vel með maðkana. Þess vegna hentar þessi aðferð síður eigi að nota maðkana í beitu. Að hleypa straumi í jarðveginn er önnur aðferð sem fæhr maðkana upp á yfirboröið. Einnig er hægt að stinga höggbor niður í gras- svörðinn til aö fá þá upp. Þessar aðferðir eru ekki sérlega náttúru- legar. Því er helst mælt með að bera lífrænan áburð á túnin svo maðkamir þrífist sem best. Fara síðan út í garö þegar skyggja tek- ur. Ef ekki rignir má hjálpa til meö - því aö úða vatni yfir grasflötina. Þá ættu maðkarnir að láta sjá sig. Forðist eitur Að úða garða er orðið algengt fyrirbæri. Oft á tíðum geta slíkar framkvæmdir veriö til óþurftar. Skrúögarðyrkjumeistarar telja garðúðun í mörgum tilfellum óþarfa. Úöun skuli aðeins nota í neyð. Hafi garðar verið úöaðir hef- ur það ófyrirsjáanlegar afleiöingar fyrir ánamaðka. Þetta hefur nei- kvæð áhrif á þá. Eiturefnin, sem úðað er, dreifast víðar en í viðkom- - andi göröum. Éti t.d. fuglar maðka í úðuöum görðum þá dreifast þessi efni víöar með fuglunum. Garðeigendur skyldu því hugsa sig tvisvar um áður en látiö er úða. Einnig ber að varast hvers kyns skordýraeitur æfli maður aö halda rækt ánamaðka við. ÓTT. - 5an»ií<t. * ' Erhannmættur Ormar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.