Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 15 Hamingjan Það er ekki smátt sem hér er í fang færst að ætla aö tjá sig við ykkur um hamingjuna! Hvers vegna var svo farið fram á það viö mig frekar en hvem annan að skrifa um hamingjuna? Jú, víst veit ég það að alltof fáir útvaldir eru þeirrar hamingju aðnjótandi að vera fæddir t.d. í hinum yndis- lega firöi Skagafirði og vera Skag- firðingar. En er ástæðan ef til vill ekki sú? Er ástæðan kannski sú að ég brosi oftar en annað fólk? Er bros kannski ekki merki um ham- ingju? Eða er það ef til vill vegna þess að ég er með svo stóran munn ' að þegar ég brosi nær brosið svo gott sem milli eyrna minna? Eru tilfmningar mínar kannski eitthvað öðmvísi en annars fólks, t.d. þeirra sem ekki eru Skagfirð- ingar? En hvað er hamingjan? Er hægt að gefa mönnum hana inn í sprautu eða töfluformi? Er til sönn ham- ingja og fölsk hamingja? Er hún fólgin í ytri umgerð mannanna eða aðstæöum þeirra? Maður er manns gaman Hér er stórt spurt og verður ef til vill fátt um svör. Við þessum spumingum eru sjálfsagt tæpast til einhlít svör. Ef hægt væri að af- marka hamingjuna, mæla hana og veita fólki hana eftir ákveðnum formúlum væru sjálfsagt allir jafn- hamingjusamir í heiminum og ís- lendingar þá ekki hamingjusam- asta þjóð í heimi! Sjálfsagt verða menn að fá upp- fylltar ákveðnar lágmarksþarfir sínar svo sköpuð verði skilyrði til að fólk geti verið hamingjusamt. Og þó! Er ekki líka nokkuð ein- staklingsbundið hvaö gerir menn hamingjusama? Ég er á þeirri skoðun að einn af grunnþáttum hamingjunnar liggi í hinu fornkveðna spakmæli „Mað- ur er manns gaman". Góðir vinir hafa reynst mér ein af uppsprettum hamingju minnar. Ég á marga góða vini og mér er fremur vel við flest fólk. „Góður vinur getur gert kraftaverk", segir í dægurlagatexta sem hljómsveitin Upplyfting flutti hér um árið og ég er viss um að það er alveg rétt. Vináttan verður KjaUarinn Jóhann Pétur Sveinsson hdl. og formaður Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra þó að vera gagnkvæm, hamingjan er ekki eingöngu fólgin í því að þiggja vináttu annarra, heldur einnig í því að vera veitandi í því sambandi. Þér líður ekki siður vel þegar þú hefur getað gert eitthvað fyrir vin þinn en þegar vinur þinn gerir eitthvað fyrir þig. Eins og ég sagði hér fyrr held ég að ástæður hamingju manna séu mismunandi. Ég lít svo á að það sé ekki neitt eitt sem geti gert menn hamingjusama. Vináttan er að mínu mati ham- ingjuvaldur. En það er ástin líka! Hvaö sjáum við hamingjusamara en fólk sem elskar hvað annað? Ástin ein út af fyrir sig væri eðli- lega efni í annað eins pistil og þenn- an um hamingjuna og auðvitað er hún, eins og ég sagði, einn ham- ingjuvaldurinn. Hvar væri mannskepnan? Eitt uppáhaldsorðatiltæki góðs vinar míns og félaga hljóöar svo óíslenskað: „If you don’t have a dream, you won’t have a dream come true.“ Er þetta ekki eitt af því sem gerir fólk hamingjusamt? Hvar væri mannskepnan ef hún ætti sér ekki drauma, ef hún hefði ekki eitthvað að stefna að? Ég held að það sé einn þáttur hamingjunn- ar að stefna að einhverju, eiga eitt- hvað að berjast fyrir og að sjá ár- angur baráttu sinnar. Það þurfa ekki að vera voldug stefnumið eins og að bjarga heiminum, þó svo að öll stefnum við náttúrlega að því ljóst og leynt. Áfangasigrarnir, ár- angurinn, þurfa ekki að vera stórir til að veita manni hamingju. Víst er þaö að gott er að eiga góða vini, elska einhvern, vera elskaður og hafa eitthvað til að stefna að. Allt eru þetta þættir sem stuðla að hamingju manna. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður geti haft sitt að segja um hamingju manna er þó frumfor- sendur hennar aö því er ég tel að finna hjá viðkomandi einstaklingi sjálfum. Þú verður að vera sáttur við sjálfan þig, aðstæður þínar og verk þín. Þetta er líka spurning um viðhorf! Þjóðskáldiö okkar Sverrir Stormsker segir: „Horfðu á björtu hliðarnar". Á hverjum hlut eru að minnsta kosti tvær hliðar. Það skiptir því meginmáli hvemig við tökum hlutunum, brostu við lífinu og þá mun lífið brosa við þér! Þrátt fyrir að einbýlishús, laun bandarískra forstjóra, glæsilegur fjallajeppi, afmglari, farsími og all- ir þessir mikilfenglegu hlutir séu ekki trygging fyrir hamingju verð- ur að ætla að ákveðið lágmarksör- yggi, fjárhagslegt, tilfmningalegt og félagslegt, þurfi að vera fyrir hendi til að hamingjan geti blómstraö að öðru leyti. Allavega vildi ég miklu frekar vera sæmilega hamingjusamur, þannig að ég hefði nokkurn veginn til hnífs og skeið- ar, fremur en sársoltinn hamingju- maður. Hitt er það hvort viö höfum „Hvar væri mannskepnan ef hún ætti sér ekki drauma, ef hún hefði ekki eitt- hvað að stefna að?“ „Fáir útvaldir eru þeirrar hamingju aönjótandi að vera fæddir í hinum yndislega Skagafirdi," segir m.a. í greininni. - Skagfirskir hestamenn á Vindheimamelum. ekki lagt of mikið upp úr þessari hamingju hlutarina, fjárhagslegri hamingju. Að vera sátt við okkur og okkar Af hveiju vinna íslendingar meira og minna allan þann tíma er þeir hafa lausan? Er það kannski hamingja út af fyrir sig aö vinna svo mikið að ekk- ert annað komist að? Tæpast! Erum við ef til vill bara svo veik- geðja að við getum ekki sagt nei þegar við erum beðin um aö vinna ákveðin verk? Eða leggjum við orð- ið of mikið upp úr að eignast hitt og eignast þetta? Skiptir það einhverju máli hvort náungi okkar er meö þrjátíu, fjör- tíu eða fimmtíu þúsund krónum meira í laun en við ef viö höfum nóg fyrir okkur? Til hvers þurfum við að fá hærri laun, verða okkur úti um meiri tekjur þó svo að einhverjir, sem lægra voru launaðir en við, fái launahækkun? Verðum við hamingjusamari við það að vera alltaf miklu hærri í launum en einhveijir aðrir? Verð- um við hamingjusamari við að eiga jafnmikið og nágranni okkar? Ég held tæpast. Ég held að við séum á villigötum hvað þetta snert- ir. Ég held að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti, hætta þessum metingi, vera sátt viö okk- ur og okkar. í því er hamingjan m.a. fólgin. Nú hef ég rætt vítt og breitt um hamingjuna. Víst er þetta óþijótan- legt efni og hægt væri að ræða það lengi enn. Ég held hins vegar, les- endur góðir, að þið séuð búnir að fá ykkar skammt af hamingju, í bili allavega, og er að hugsa um að gera mitt til að auka á hamingju ykkar. Nú, á hvern hátt get ég nú gert það! Jú, það liggur í augum uppi, ekki satt. Það geri ég auðvitað með því að hætta þessum skrifum. Nei, bíðið þið við, engin fagnaðar- læti strax. Mig langar að ljúka þess- um skrifum mínum með orðum Þorsteins Eggertssonar í söngtexta er hann gerði fyrir „Lónlí blú bojs“. Kvæði hans nefnist Hamingjan og á glettilega vel við hér í þessari grein. Tilvitnunin hljóðar svo: ...hamingjan er best af öllu sköpunarverkinu, blanda af feg- urö, ást og góðmennsku varð að skærri, tærri hamingju en ham- ingjan er ei öllum gefin fremur en skíragull en með viljastyrk verður veröldin full af HAMINGJU“. Jóhann Pétur Sveinsson Forsetinn og Forsetakosningar verða 25. júní. Frú Sigrún Þorsteinsdóttir, 46 ára húsmóðir úr Vestmarinaeyjum, gefur kost á sér. Framboð hennar er, eins og hún segir sjálf, ekki gegn Vigdísi Finnbogadóttur heldur gegn óréttlátu og ofbeldisfullu kerfi. Hún vill sjá breytingar á rík- isstjórn, Alþingi, verkalýðshreyf- ingunni og forsetaembættinu; framboð fyrir framtíðina, mann- réttindi og frið; framboð sem mun geta vakið trú á stjórnkerfmu og stjómmálamönnum og síðast en ekki síst vakið þjóðina til virkni og skilnings á því aö þjóðin geti valið á milli þess að eiga hlutdeild í ákvarðanatökum um mál sem hana varðar og þess að láta ráðsk- ast með sig. Þjóðin má vita að hún ber ábyrgðina og er látin borga brúsann, hvort sem henni líkar betur eða verr. Án aðhalds? Einhverjir munu segja að þeir sem nú taka ákvarðanirnar fyrir þjóðina séu réttkjörnir fulltrúar hennar. En þá spyr ég hvort þjóðin treysti þeim svo vel að hún vilji láta þá ráða öllum sínum málum án nokkurs aðhalds. Með lýðveldistökunni var lýð- ræðið fært til okkar eins og kemur skýrt fram í bókinni Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson (útg. 1959). En þar segir eftirfarandi í kaílan- um um stjórnskipan og stjómsýslu Kjallarinn Erla Kristjánsdóttir húsmóðir í Reykjavík á bls. 15. „Forsetinn staðfestir lög skv. 26. gr. en hann hefur ekki synjunar- vald, svo sem konungur hafði, heldur getur hann aðeins skotið frambúðargildi laganna undir dóm þjóðarinnar." Forsetinn er þess vegna ekki einvaldur eins og kon- ungurinn heldur felst vald hans í því að hann getur aðeins vísað málum undir dóm þjóðarinnar og þannig séð til þess að þjóðin ákveði sjálf ef forsetinn telur að vegið hafi verið að hag hennar og réttindum með lagasetningu. Fámennisveldi Þegar litið er á þessi ákvæði sýn- ir það okkur hvað hugmyndir um forsetaembættið hingaö til hafa fært stjómskipan landsins langt frá því sem henni var ætlað að vera samkvæmt stjórnarskránni. Öll þessi ákvæði um rétt okkar sam- kvæmt stjórnarskránni eru hins vegar staðlausir stafir ef við höfum ekki í forsetastóli sterkan málsvara sem þorir og vill beita þessum ákvæðum og hefur vakandi auga „Öll þessi ákvæöi um rétt okkar sam- kvæmt stjórnarskránni eru hins vegar staölausir stafir ef við höfum ekki 1 / forsetastóli sterkan málsvara sem þor- ir og vill beita þessum ákvæðum.“ lýðræðið „Með lýðveldistökunni var lýðræðið fært til okkar,“ segir hér meðal annars. - Frá Þingvöllum árið 1944. þegar mikilvægum málum er ráðið fyrir þjóðina. Það sýnir best hvernig ráðamenn eru búnir að handleika þetta emb- ætti að þeir skuli skipuleggja utan- landsferð fyrir forseta einmitt nú þegar um svo mikilsverð mál er að ræða, að taka grundvallarmann- réttindi eins og samningsrétt af öll- um launþegum landsins. Hvernig getur annað eins og þetta gerst? Jú, skólar og íjölmiðlar hafa brugðist því hlutverki að fræða þjóðina um lýðræðislegan rétt hennar og fólk hefur gert sér að góðu að fá fyrst upplýsingar um málin þegar búið hefur verið að taka ákvarðanir. Þessi þögn um lýðræðisrétt okkar er þó ekki svo einkennileg því fá- mennisveldið, sem búið hefur til hugmyndina um óvirkt forseta- embætti, er það sama fámennis- veldi og ákveður stefnuna í menntakerfi okkar og kannski eru fjölmiðlar undir einhverjum álíka þrýstingi, alla vega ríkisfjölmiðl- arnir sem eru undir beinni stjórn og eftirliti stjórnvalda. Það er tími til kominn að breyta þessu. Með nýju framboði er tæki- færi til þess. Notum okkur það! Erla Kristjánsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.