Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. Utlönd Virkja íþróttafólkið í bar- áttunni gegn gæludýraáti Kattakjötskaupmaður i Seoul bíður viðskiptavina við verslun sína. Köttunum er hrúgað i búr eða þeir bundnir lifandi utan á þau. Simamynd Reuter Dýravinir í Seoul, höfuðborg Suð- ur-Kóreu, ætla að virkja þann fjölda íþróttamanna, sem sækja mun ólympíuleikana þar í haust, í baráttu sinni gegn slátrun þarlendra „sæl- kera“ á hundum og köttum. Dýravinirnir ætla að bjóða íþrótta- fólkinu, og öðrum þeim sem flykkjast munu til Seoul vegna leikanna, í skoöunarferöir á markaðstorg borg- arinnar og sýna þeim slátrun dýr- anna og matreiðslu á veitingahúsum. Jafnframt ætla þejr að hvetja gestina til þess að taka þátt í bréfaskriftaher- ferð sem ætlað er að knýja yfirvöld í S-Kóreu til þess að stöðva þessa matvælaframleiðslu. Glæpastarfsemi Dave Dawson, sem hefur meö mál- efni Asíu hjá alþjóðlega dýravernd- unarsjóðnum að gera, segir aö í Seo- ul eigi sér stað glæpastarfsemi, sem verði að stöðva. Segir hann að í flest- um öðrum löndum væri athæfi þetta refsivert að lögum, þar sem kettir og hundar séu taldir félagar manna og vinir. „Það er hræðilegt að bera vini sína matreidda á borð,“ segir Daw- son. Dawson segir dýravini ákveöna i aö nýta sér ólympíuleikana í þessu skyni því eftir þá verði ekki auðvelt að skapa nægilegan þrýsting á stjórnvöld í landinu. Bannað frá1984 S-kóresk stjórnvöld hafa af máh þessu nokkrar áhyggjur. Benda þau á að slátrun hunda og katta til mat- reiðslu hafi veriö bönnuð í landinu frá árinu 1984 og að veitingastaðir hafi fengið tilmæh um aö hafa hundakjötsrétti ekki á matseðlum sínum. í bréfi, sem Ahn Byong-sha, við- skipta- og iðnaðarmálaráðherra S- Kóreu, sendi Dawson nýlega, segir meðal annars: „Meirihluti Kóreu- manna telur það skammarlegt og ill- mannlegt að slátra þessum dýrum og eta þau. Þeir fáu sem enn stunda þetta ólöglega athæfi gera það í fel- um, vitandi um skömm þá sem fylgir því.“ Talsmaður kóreska upplýsinga- ráðuneytisins hefur bætt því við að ríkisstjórnin telji að jafnvel í þeim ólöglegu veitingastöðum, sem enn bjóði upp á kattaog hundakjöt, fækki viðskiptavinunum stööugt og slátr- unaraðferöir séu ekki lengur jafn- grimmilegar og þær voru. Ómannúðleg slátrun Dýravinir halda því fram að hund- ar séu kæfðir, þar sem talið er að adrenalínið, sem líkaminn framleiðir við það, geri kjötið af þeim meyrara. Kettir munu yfirleitt drepnir með höfuðhöggi en einnig munu dæmi þess að þeim sé fleygt hfandi í sjóð- andi vatn til þess aö búa til „Go Yangi Soju“, en það er drykkur sem eldra fólk telur lækna gigt. Þrátt fyrir fuhyrðingar stjórnvalda um hiö gagnstæða sýna nýlegar skoðanakannanir að um fjórði hver Suður-Kóreubúi hefur borðað hundakjöt og um tíu af hundraði kattakjötsrétti. Veitingastaðir þeir sem bera rétti þessa á borð fara sér hins vegar mun hægar í auglýsingastarfsemi sinni. Þeir hafa flutt sig um set af helstu strætum borgarinanr inn í öngstræt- in. Þar má enn sjá skilti sem auglýsa „Poshintang" og „Poyangtang" (heilsusúpu og næringarríka súpu) en hvort tveggja er dulnefni á hunda- kjötssúpu. Eykurkynorku Suður-Kóreubúar telja að hunda- kjöt og kattakjöt hafi margt sér til ágætis. Auk lækningamáttarins, sem áðurnefnt kattaseyði er talið hafa gegn gigt, telja margir að sneiðar af hundakjöti, sem soðnar eru í súpu meö hvítlauk, kryddi og sesam-fræi, auki mönnum kynorku. Þá er drykkur sem nefnist „Kae Soju“ einnig vinsæll. Hann er áfeng- ur og gerður með því að sjóða heilan hund með grösum og kryddjurtum í tvo sólarhringa. Virtað vettugi Talsmenn heilbrigðisyfirvalda í S- Kóreu segja aö þeir veitingastaðir, sem halda áfram að bera ketti og hunda á borö, eigi á hættu að missa veitingaleyfi sín. Dawson og félagar hans segja hins vegar að í S-Kóreu séu engin almenn dýraverndunarlög og að bönn og til- mæli yfirvalda séu virt að vettugi utan helstu borga og ferðamanna- staða. Dawson tekur fram að dýravernd- unarfólk ætli ekki að skipta sér af því hvaða kjöt annað fólk leggur sér til munns. Fyrst og fremst sé það ill- mannleg meðferö á dýrunum og ómannúðlegar slátrunaraðferðir sem berjast eigi gegn. Hann bætir svo við að baráttunni verði haldið áfram þar til árangur næst, hversu langan tíma sem það tekur. Stórhættuleg kjamorku- ver í nágrenni Hamboigar Gizur Helgason, DV, Liibecfc Birtar hafa verið niðurstööur nýrra rannsókna á þeim fjórum kjamorkuverum er liggja í næsta nágrenni við Hamborg. Sýna þær að þar er miklu ábótavant í örygg- ismálum. Hér er um að ræöa kjamorkuver- in viö Brúnsbúttel, Broktorf, Krúmmel og Stade. Ef eitthvert óhapp ætti sér stað í einhverju þessara fjögurra kjarnorkuvera gæti þaö haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Hamborgar. í Brúnsbúttel og Krúmmel virðist ástandið sérstaklega slæmt. Rann- sóknir sýna að öryggiskeríiö í Brúnsbúttel myndi bregðast áöur en kjamabráðnun ætti sér stað eins og gerðist í Tsémóbíl. í Krúmmel myndi öryggiskerfið halda í örfáar mínútur. Þetta myndi þýða að gíf- urlegt magn geislavirks gass myndi sleppa út í andrúmsloftið og ef slíkt slys ætti sér stað og vindar stæðu að Hamborg yrðu afleiðingarnar ógurlegar og svæðið yrði óbyggi- legt í fjölda ára. Rannsóknin nú kemur heim og Þýskt kjarnorkuver. saman við tveggja ára gamla skýrslu frá þýsku tæknistofnun- inni. Stjórnin í Schleswig-Holstein og sambandsstjórnin í Bonn töldu þessa skýrslu ekki tæmandi og ekkert gerðist því í málinu. Stjómin í Hamborg ræöur yfir tveimur þriðju hlutum atkvæða á aðalfundi HlV-orkustofnunarinnar sem haldinn verður eftir um það bil einn mánuð en á hennar vegum em kjarnorkuverin fjögur. Frjáls- lyndi flokkurinn, sem á sæti í stjórn Hamborgar, vill ekki koma nálægt lokun kjamorkuveranna og telur allt of mörg atriði ókönnuð. í gær tók Bjöm Engholm við for- sætisráðherraembættinu í Schles- wig-Holstein. Engholm hefur lýst því yfir að hann vilji láta loka öll- um kjarnorkuvemm í fylkinu og hann hefur nú tilkynnt að hann muni ná markmiði sínu með því að krefjast síendurtekinna athug- ana á öllum öryggisútbúnaði kjam- orkuveranna og bera fram ákærur í gegnum allt réttarkerfi Vestur- Þýskalands. Þess má geta að þrjú af kjam- orkuverum þeim, sem minnst var á í upphafi, liggja einmitt í Schles- wig-Holstein. Þaö má þvi búast við heiftarlegri baráttu á stjórnmála- sviðinu um framtíð kjarnorkuvera í Vestur-Þýskalandi í heild því ugg- laust er víðar pottur brotinn en í nánasta umhverfi Hamborgar. Hægari út- breiðsla eyðni Gunnlaugur A Jónsson, DV, Lundi: Útbreiösla eyöni í Svíþjóð hefur ekki reynst næstum því eins hröð og sérfræöingar höföu spáð fyrir nokkrum árum. Að undanfómu hafa fundist um þrjátíu ný tilfelli á mánuöi. Þá ætla sérfræðingar nú að óuppgötvuð smittilfelli séu ein- hvers staöar á bilinu 1200 og 1500 en ekki á milli 5000 og 10000 eins og áöur var tahö. „Sú staðreynd, að smitunin er ekki nærri eins útbreidd og viö óttuöumst, á að veröa okkur hvatning til aukinna aögerða gegn eyöni. Margt er enn ógert og margt má bæta í baráttunni gegn útbreiðslu þessa sjúkdóms,“ segir prófessor Robert Olin er stjórnar baráttunni gegn út- breiöslu eyðni í Svíþjóð. Minnkandi áfengisneysla Gizur Helgason, DV, LiSbedc Áfengisneyslan er á niðurleið í Vestur-Þýskalandi. Fyrir um þaö bil tiu ámm var áfengisneyslan á hvem íbúa 8,4 litrar af vínanda á ári en er í dag aöeins 6,7 lítrar. Innflutningur erlendra brenndra drykkia hefúr aukist allverulega og er nú einn fjórði hluti þess sem neytt er. Taliö er sennilegt að auknir skattar á áfenga drykki séu ein af ástæðunum fyrir minnkandi neyslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.