Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. Spumingin Trúir þú áörlög? Elísabet Ólafsdóttir: Já, þaö geri ég. Erla Eiríksdóttir: Já, ég trúi því aö ýmsir hlutir séu ákveðnir fyrirfram. Garðar Árnason: Já, ég er örlagatrú- ar. Elísabet Eyjólfsdóttir: Ég neita þeim allavega ekki. Þorkell Guðmundsson: Nei, þaö geri ég ekki. Ingólfur Þórsson: Já, aö vissu marki geri ég það. Lesendur Vatnsvirkjanir og náttúruvemd: Hvergi friður, hvevgi má virkja! svo kom bakslagiö. Það varö aö fara varlega í sakirnar, ekkert máttí í raun skerða svo aö ekki yröu náttúruspjöll af! Og þaö vegna svo mikilvægrar framkvæmdar sem stórvirkjun er! Þetta sjónarmið ræöur alltof oft í málflutningi hjá talsmönnum og reyndar ráðamönnum dreifbýlis- ins. Það má aldrei framkvæma neitt af viti eða skipuleggja fyrr en búið er aö fá samþykki hinna höröu stuðningsmanna hinna svokölluöu náttúruverndarsjónarmiöa, sem þó eru ekki í neinu samræmi við ein- lægan stuðning viö jafnvægi í nátt- úru eða byggð. Eða hvaða sjónar- mið ráða hjá mönnum sem tala fjálglega um aö rjúfa þurfi einangr- unina við hin ýmsu byggðarlög en vilja síðan halda sem flestum frá því aö koma þangað? Þannig hafa þeir í Mývatnssveit- inni líka látíð í ljós áhyggjur af of miklum ferðamannastraumi þang- að að sumri tíl og telja að stemma verði stigu við því sem þeir kalla „offjölgun" ferðamanna á vissu tímabih. Menn úr sama byggðar- lagi hafa þó líka talað um að virkja þurfi náttúruauðhndir þessa fagra héraðs tíl hagsbóta fyrir aukinn ferðamannastraum þangað. - Hver getur hent reiður á svona málflutn- ing hjá talsmönnum hinna dreifðu byggöa? Vill fólk einangrun eða vill fólk aukinn samgang við aðra landsmenn og þá einnig útlenda ferðamenn, og þar með framfarir og framkvæmdir? Erlendur Guðmundsson skrifar: Það er stundum undarlegt að heyra frá sumum fuhtrúum lands- byggðarinnar þegar þeir koma fram á opinberum vettvangi, eins og í útvarpi eða sjónvarpi, og reyna í sama orðinu að hvetja til fram- kvæmda og framfara heima í hér- aði og ætla að koma til móts við sjónarmið einangrunarsinnanna sem hafa í raun tögl og hagldir í sérhverju héraði og byggðarlagi útí á landsbyggðinni. Því miður. Ég er einn brottfluttra lands- byggðarmanna en hef að sjálfsögðu sterkar taugar til míns heimahér- aðs. Það ergir mig mjög þegar menn, sem koma fram fyrir hönd síns sveitarfélags eða heimabyggð- ar, hafa í frammi þessa skinhelgi og tvískinnung gagnvart nauðsyn- legum framforum og uppbyggingu. Tökum sem dæmi viðtal sem ég varð áheyrandi að í útvárpi fyrir þó nokkru. Þaö eru áreiðanlega nokkrar vikur síðan og muna þetta þá kannski fáir nú. Þarna var um að ræða persónu sem talaði um möguleika á að næsta stórvatns- virkjun yrði á Vestfjörðum. - En Geta náttúruauðlindir og ferðamannastraumur ekki farið saman? - Við Laxárvirkjun. Hverfékk rangar ntjyndir úr fiamköllun? Linda Hólm hringdi: Ég fór með filmu 1 framköhun í Ljósmyndabúðina, Laugavegi 118, fyrrihluta maímánaöar. Þeg- ar ég ætlaði að sækja myndirnar fékk ég fyrst það svar aö þær væru ekki tilbúnar. Síðan kemur það á daginn, aö þær eru ekki til staðar, höfðu týnst eða glatast með einhveiju mótí, sennilega þannig aö einhver hafi fengiö þær fyrir mistök. Nú lýsi ég hér með eftír þessum myndum mínum hjá þeim sem ef til vill hefúr þær undir hönd- um. Myndirnar eru m.a. frá skemmtikvöldi á árshátíö. - Sá eða þeir, sem þetta lesa og kann- ast við málið, eru vinsaralega beðnir að hafa samband við Ljós- myndabúöina, Laugavegi 118 eða mig sjálfa í síma 20577. Kodak-disk- myndavél fundin Gunnlaugur Karlsson hringdi: Ég fann Kodak-diskmyndavél (4000-gerðina) við Grímshaga fyr- ir stuttu. Engin filma var í vélinni en inni í henni eru stafirnir VC skrifaðir með blýanti. Sá sem kannast við þessa myndavél og getur gert tílkah til hennar getur hringt í síma 23789 og spurt eftir Gunnlaugi. Á sjóstangaveiðimóti í Eyjum: Hótelgisting hækkaði í verði Ægir Geirdal hringdi: Eg skrapp á sjóstangaveiðimótið í Vestmannaeyjum. Þaö var vel skipu- lagt og ekkert nema gott um það að segja. Áður en ég fór til Eyja hringdi ég og pantaöi hótelherbergi á Hótel Gestgjafanum fyrir mig og félaga minn. Mér var tjáö, að herbergið kostaði kr. 3.100.- og þá fyrir okkur báöa. Síðan bættist einn í hópinn og hringdi ég þá aftur til Eyja til þess að fá inn aukarúm í herbergið. Það var auðsótt mál. Við bjuggumst við, að sá kostnaður yrði svona á bilinu 1000 til 1200 krónur til viðbótar. Við komum síöan á staðinn og gistum þarna þrjár nætur. Þegar við fáum síðan reikninginn, við uppgjör gistingarinnar brá okkur heldur betur í brún, því reikningur- inn hljóðaði upp á kr. 18.127,- og her- bergið komið í kr. 5.900.- á sólar- hring. Viö vorum ekki ánægðir með þetta og höfðum sambnd við stjórn- anda hótelsins. Þá sagöist viðkom- andi hafa hækkaö verðið, rétt fyrir sjóstangveiðimótið, eða sama dag og við skráðum okkur inn á hótehð! Við vildum ekki gera veður út af þessu við brottfór, en svona fyrirkomulag er alls ekki gott. Það var annað sem ég tók eftir á þessum annars góða gististað. Það var eitt kvöldið, er viö vorum að ganga út, að við urðum varir við að menn voru á rölti í anddyrinu og lyklar að herbergjum voru auðvitað í seilingarfjarlægð, en enginn til stað- ar til aö gæta þeirra, a.m.k ekki með- an við sáum til. Þetta er ekki gott tii afspurnar og er ekki venja í gistihús- um yfirleitt. - Þjónusta og starfsfólk var þarna hins vegar hið elskuleg- asta og ekkert út á það að setja. Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Dýrt að Óánægður viðskiptav. skrifar: Ég varð alveg undrandi þegar ég komst í þá aöstöðu að bera saman verð á matvöru í verslunum, bæði í Reykjavík og Borgarnesi. Ég versla iðulega í K.B.B., því ég er í þannig aðstöðu, og staðgreiði það sem ég kaupi. búa í Borgarnesi Eg fór hins vegar nýlega til Reykjavíkur og verslaði þar. Mér ofbauð, því verðmismunur var svo rosalegur, hann var á bihnu 10-12 krónur á hveiju stykki sem keypt var. Þaö væri fróðlegt ef stjórnend- ur í K.B.B. útskýrðu hvernig á þessu stendur, því þetta er svo stórt fyrirtæki að það hlýtur að vera hægt að gera betur við viðskipta- vinina. Ég vil svo endilega hvetja Borg- nesinga til aö gera verðsamanburð, því hér er svo mikið láglaunasvæði að fólki veitir ekki af því að halda utan um hlutina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.