Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988.
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
Lausar stöður við
framhaldsskóla
Viö Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík, er laus til
umsóknar kennarastaða í íþróttum.
Viö Menntaskólann á Akureyri vantar kennara í eftir-
taldar greinar: sögu, efnafræði og líffræði.
Við Framhaldsskólann á Húsavík er laus til umsókn-
ar staða bókasafnsfræðings.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 16. júní næstkomandi.
Þá framlengist umsóknarfrestur á áður auglýstum
kennarastöðum til 10. júní næstkomandi: í stærð-
fræði (2 stöður) við Menntaskólann á Akureyri og
við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennara-
stöður í dönsku, ensku, íslensku, stærðfræði, við-
skiptagreinum og þýsku. Þá er óskað eftir sérkenn-
ara til að kenna nemendum með sérkennsluþarfir.
Menntamálaráðuneytið
AUGLÝSING
um lausar stöður hjá Hollustuvernd ríkisins
Með vísun til laga um breytingu á lögum nr.
109/1984, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit,
með síðari breytingum, sem samþykkt voru á Alþingi
2. maí 1988, auglýsir heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið lausar til umsóknar eftirtaldar stöður hjá
Hollustuvernd ríkisins:
1. Staða framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Staðan
veitist frá og með 1. ágúst til fjögurra ára. Einung-
is má skipa mann sem hefur menntun og reynslu
á stjórnunar- og rekstrarsviði. Framkvæmdastjóri
annast fjármálalega stjórnun og stjórn almennrar
skrifstofu.
2. Forstöðumaður heilbrigðiseftirlits. Staðan veitist
frá 1. ágúst nk. til 6 ára. Forstöðumaður heilbrigð-
iseftirlits skal hafa háskólamenntun og viðhlítandi
sérþekkingu í heilbrigðisvernd og starfsreynslu í
heilbrigðiseftirliti. Heilbrigðiseftirlit hefur yfirum-
sjón með því að framfylgt sé ákvæðum heilbrigð-
isreglugerðar og annarra reglugerða er lúta að
heilbrigðiseftirliti. Það annast vöruskráningu og
eftirlit með innflutningi matvæla og annarra
neyslu- og nauðsynjavara.
3. Forstöðumaður rannsóknarstofu. Staðan veitist
frá 1. ágúst nk. íil 6 ára. Forstöðumaður rannsókn-
arstofu skal hafa háskólamenntun á sviði örveru-
og/eóa efnafræði og sérþekkingu og starfsreynslu
á sviði rannsókna á matvælum og neyslu- og
nauðsynjavörum. Hlutverk rannsóknarstofu er að
annast efna- og gerlafræóilegar rannsóknir sem
lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit gera ráð
fyrir á sviði matvæla, neyslu- og nauðsynjavara
og mengunar. Ennfremur að annast sérstök rann-
sóknarverkefni eftir því sem stjórn stofnunarinnar
ákveður hverju sinni.
4. Forstöðumaður mengunarvarna. Staðan veitist frá
1. ágúst nk. til 6 ára. Forstöðumaður mengunar-
varna skal hafa háskólamenntun á sviði verk- eða
efnafræði og sérþekkingu og starfsreynslu á sviði
mengunarvarna. Hlutverk mengunarvarna er að
hafa yfirumsjón með því að framfylgt sé ákvæðum
mengunarvarnareglugerðar og annarra hliðstæðra
reglugerða. Ennfremur að annast mengunarvarnir:
1. Tillögur að starfsleyfum og úrvinnslu gagna
hvað snertir mengunarvarnir.
2. Skipulagningu og umsjón með framkvæmd
mengunarrannsókna í samræmi við lög um holl-
ustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
5. Forstöðurmaður eiturefnaeftirlits. Staðan veitist
frá og með 1. janúar 1989 til 6 ára. Forstöðumað-
ur eiturefnaeftirlits skal hafa háskólamenntun og
viðhlítandi sérþekkingu á eiturefnafræði og starfs-
reynslu á því sviði. Hlutverk eiturefnaeftirlits er
að annast yfirumsjón með vöruskráningu og inn-
flutningi eiturefna og hættulegra efna í nauð-
synjavörum.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um mennt-
un og störf sendist heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 1.
júlí 1988.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
30. maí 1988
Útlönd
Gagnrýna tára-
gasnotkun
Bandarísk yfirvöld lýstu í gær yfir
áhyggjum sínum vegna táragasnotk-
unar ísraelskra hermanna gegn mót-
mælendum á herteknu svæðunum.
Tilkynnt var að haft hefði verið sam-
band við ísraelsk yfirvöld vegna
þessa.
í Washington Post var það haft eft-
ir palestínskum læknum og embætt-
ismönnum, sem starfa á vegum
hjálparstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, að vitað sé um tólf hundruð
slysatilfelli af völdum táragassins,
tugi fósturláta og að minnsta kosti
ellefu dauðsföll frá því að uppreisnin
á herteknu svæöunum hófst í des-
ember síðastliðnum.
Bandaríkjastjórn selur ekki tára-
gas beint til Israels en hefur veitt
bandarískum fyrirtækjum leyfi til
sölu á táragasi þangað.
Varnarmálaráðherra ísraels, Yitz-
hak Rabin, sagði í gær að uppreisnin
á herteknu svæðunum hefði aðeins
hjaðnað á yfirborðinu. Hann kvaö
grjótkast Palestínumanna hafa
minnkað en þeir fleygðu hins vegar
fleiri bensínsprengjum og öðru
sprengiefni að ísraelskum bílum.
Þessi níu mánaða gamla paiestinska telpa missti annað augað i fyrradag
er hún varð fyrir gúmmíkúlu úr byssu ísraelsks hermanns. Hann skaut
ásamt öðrum hermönnum að mðtmælendum í flóttamannabúðum á Gaza-
svæðinu. Símamynd Reuter
Hörð viðbrögð við
réttarrannsókninni
Bjami HinrBcsson, DV, Boideaux:
Ákvörðun ríkisstjómar Michels
Rocard um að höfða skuli mál á
hendur sumra þeirra hermanna er
þátt tóku í frelsun gísla úr höndum
innfæddra aðskilnaöarsinna á
Nýju Kaledóníu í byrjun síðasta
mánaðar hefur að sjálfsögðu kallað
á hörð viðbrögð. Sérstaklega eru
það hægri flokkarnir sem láta í sér
heyra og þá þeir sem viö stjóm-
völinn sátu þegar frelsunin átti sér
stað.
En ákvörðunin kom ekki á óvart
og hæpiö að halda öðru fram en að
réttarrannsókn sé eðlilegt fram-
hald þeirrar rannsóknar á þessu
máli sem þegar hefur farið fram
innan hersins sjálfs og hjá dóms-
málaráðuneytinu.
i árásinni á Gossanah-hellinn,
þar sem gíslunum var haldið, féllu
nítján aðskilnaðarsinnar og tveir
hermenn. Strax eftir árásina komu
upp raddir um að hægt hefði verið
að leysa málið án þessara blóðsút-
hellinga og að margt væri óljóst
varðandi dauða sumra. aðskilnað-
arsinna.
í yfirlýsingu sinni á mánudaginn
varðandi réttarrannsóknina var-
aðist Jean-Pierr Chevenenent
varnarmálaráðherra að ganga of
langt. Sagði hann að sumar aögerð-
ir heföu gengið gegn heiðri og
skyldu hersins en neitaði að hægt
væri að tala um aftökur á aðskiln-
aðarsinnum.
Þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherr-
ans virðist margt ennþá mjög óljóst
og líklegt að stjórnvöld vilji gera
minna úr málinu en efni standa til
svo ekki verði ólga í hemum. Mit-
terrand forseti sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gærmorgun þar sem kvað
við svipaðan tón og sagði forsetinn
að ekki væri verið að ásaka herinn
né sakfella hann heldur bæri aö
leita sannieikans varðandi
ákveðna atburði svo friður og
samningaviðræður kæmust á aftur
á Nýju Kaledóníu.
Ákvörðun stjórnarinnar hefur
vakið mikla reiði meðal hvítra á
Nýju Kaledóníu sem telja þetta gjöf
til aðskilnaðarsinna og að þeir hafi
í raun ekki fengið annaö en þeir
áttu skiliö.
Sovéskar vopnabirgðir
eftir í Afganistan
Afganskur skæruliði á verði gegn loftárásum. Skæruliðar hafa náð á sitt
vald mörgum svæðum frá þvi að sovésku hermennirnir hófu heimferð sina
en enn má búast við árásum frá sovéskum flugvélum. Simamynd Reuter
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins sakaöi í gær Sovétrík-
in um aö hafa skilið eftir vopnabirgð-
ir að andvirði eins milljarðs dollara
í Afganistan þegar sovésku her-
mennirnir fóru þaöan. Sagði tals-
maðurinn að þetta samsvaraði
áframhaldandi hernaöarlegri aöstoð.
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa
sagt að þrátt fyrir samningana um
brottför sovésku hermannanna
muni þeir halda áfram að styðja
hreyfingu skæruliöa þar til yfirvöld
í Moskvu hætta stuðningi sínum við
Kabúlstjórnina.
Upplýsingarnar um vopnabirgð-
irnar í Afganistan eru sagðar koma
úr yfirlýsingu sovésks herforingja.