Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 3 Fréttir Gjaldeyriskaup bankanna: Ekki gefið upp hvað hver fékk Seðlabankinn og viðskiptaráðu- neytið hafa ekki gert opinbert hversu mikið hver banki tók út af gjaldeyri dagana fyrir uppstigningardag en um 30 prósent af þeim gjaldeyri, sem rann út þá, varð eftir í bankakerfmu. Þetta gaf bönkunum um 100 milljónir í gengishagnað. „Að svo stöddu vil ég ekkert segja frekar til um gjaldeyrisviðskipti þessa daga. Ég bendi á að sumir bankarnir starfa sem einkafyrir- tæki,“ sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra. Eru seðlabankalögin ekki túlkuð of vítt ef bankaleynd þeirra er látin ná yfir viðskipti sem stríöa gegn al- mannahagsmunum eins og margir telja? „Ég tel ekki að þessi viðskipti hafi gert það. Bankarnir keyptu ekki óeðlilega mikinn gjaldeyri, miðað viö þá ásókn sem var í hann þessa viku. En ég bendi á að það er full ástæða til þess að breyta reglum um gjald- eyrissölu Seðlabankans til banka og sparisjóða," sagöi Jón. -gse Tveir af hásetunum á Olafi Bjarnasyni SH með goiþorskinn á milli sín. DV-mynd ÁEA Golþorskur í Olafsvík var tveggja manna tak Ámi E. Albertsson, DV, Ólafsvflc Hann er sjálfsagt með þeim stærstu sem komið hafa á land, þorskurinn sem fékkst í trollið á Ól- afi Bjarnasyni SH föstudaginn 27. maí. Þegar búið var að taka innan úr honum var hann þó varla nema tveggja manna tak og þurftu háset- arnir, sem héldu honum á loft fyrir fréttaritara DV, að taka á til að hægt væri að ná góðri mynd. Það er öllum sjómönnum gleðiefni að slíkir fiskar skuli enn finnast í sjónum eftir eins lélega vertíð og veriö hefur hér í vetur. Enginn kvaðst eiga bílinn: Tók hann trausta- taki og seldi hann „Viðskiptavinur" á einni af bíla- sölum borgarinnar stal þaðan Range-Rover jeppa og seldi eftir aö hafa spurst fyrir um bílinn og enginn sagst eiga hann. Þegar „viðskiptavin- urinn“ vildi leita frekari upplýsinga sögðu starfsmenn bílasölunnar „ekki ég“ og bentu á eiganda bílsins. Hann svaraði á sama veg, „ekki ég.“ „Við- skiptavininum“ þótti því greinilegt að enginn vildi eiga bílinn. Hann braust inn í bílinn og ók á brott og seldi skömmu síðar. Nokkur tími leið þar til upp um athæfið komst. Hinn rétti eigandi hafði keypt dýrari bíl af bílasölunni. Stefnt var að sölu Range-Roversins og átti söluverðið að ganga upp í milligjöfma. Eigandinn var látinn skrifa upp á víxil sem átti að inn- heimta ef bíllinn seldist ekki innan ákveðins tíma. Þegar eigandinn fékk tilkynningu um greiðslu á víxlinum uppgötvaðist hvað gerst hafði. Starfsmenn bílasölunnar töldu víst að eigandi bílsins heföi loks sótt bíl- inn. Þeir segjast hafa í tvígang óskað eftir því við eigandann og töldu bíl- inn alls ekki vera á þeirra ábyrgð. Eigandinn hafði ekki sótt bílinn, heldur hafði eins og fyrr sagði, „við- skiptavinur“ tekið bílinn trausta- taki. Hinn rétti eigandi telur að bíll- inn hafi verið á ábyrgð bílasölunnar en því er bílasalan ekki sammála. Þegar svo var komið var málið kært til rannsóknarlögreglu. „Viö- skiptavinurinn" mun hafa gengist við broti sínu. Eigandi bílsins og bíla- salan deila um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Ekki hefur þess verið krafist að bíllinn verði sóttur til þess sem nú telur sig, í góðri trú, vera eiganda hans. -sme Hugmynd að næstu HÁDEGIS VEISLU „Hálf ‘ dós af rjómaskyri. Nóg pláss fyrir mjólk út á. Njóttu vel! NÝJUNG AUK/SlA K3d1-573

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.