Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. Lífsstm „Viö yiljrnn ekki að fólk sé platað" - Verðlagsstofnun gegnir mikilvægu hlutverki fyrir neytendur Jóhannes Gunnarsson og Guðmundur Sigurösson vinna að nýjustu verðlagskönnuninni. DV-mynd GVA Verölagsstofnun hefur eftirlit meö að lögum um samkeppnishömlur og ófullnægjandi viðskiptahætti sé framfylgt. Lögin ná einnig yflr rang- ar, villandi eöa ófullnægjandi upp- lýsingar um vöru og þjónustu. Að sögn þeirra Guðmundar Sig- urðssonar og Jóhannesar Gunnars- sonar, starfsmanna Verðlagsstofn- unar, er starfsemi stofnunarinnar mun víðtækari en almenningur oft telur. Það sem helst kemur fyrir sjónir almennings eru verðkannanir hennar. En mál eins og samkeppnis- mál og athugasemdir vegna órétt- mætra viðskiptahátta eru orðnir vaxandi þættir í starfsemi stofnunar- innar. Getur átt sér eðlilegar skýr- ingar Verðlagseftirht er stór hluti af starfseminni. Það fer fram með þeim hætti að gerðar eru verðkannanir öðru hvoru sem birtar eru almenn- ingi. Að auki berast oft kvartanir eða athugasemdir frá neytendum vegna verðlags. Þá er máhð kannað og leið- ir það oft til verðlækkunar á tiltek- ínni vöru. Stundum getur verið um mistök í verðmerkingu að ræöa eða önnur mannleg mistök. Oft getur mikill verömunur á milh verslana átt sér eðlilegar skýringar. Þar geta verðsveiflur á ákveönum vörutegundum eins og grænmeti komið til sem og toUabreytingar á tilteknum vöruflokkum eins og gerð- ist um síðustu áramót. Þá getur verð- munurinn einfaldlega stafað af því að ein verslun keypti vöruna inn fyr- ir breytingar, en hin eftir þær. „Þetta eftirUt sem við höfum með verðlagi er ákveðið aðhald sem er nauðsyn- legt. Nú þegar höfum við míög gott eftirUt með matvörum og byggingar- vörum. Og þaö er staðreynd að það er fátt sem verslunum er verr við en aö koma iUa út úr verðkönnun" sagði Jóhannes. Samkeppnishömlur óæski- legar Eftir að verðlag var gefið fijálst í landinu hefur Verðlagsstofnun stefnt að auknu eftirUti með samkeppnis- málum. Reynt er að vinna gegn því að fyrirtæki bindist verðlagssamtök- um sem virka sem samkeppnis- hömlur og hafa í fór með sér skaðleg- ar afleiðingar fyrir neytendur, at- vinnurekendur og þjófélagið í heild. „Viö reynum að fylgjast með að eðU- leg þróun eigi sér stað eftir að verð- lag varð fijálst. Hér áöur fyrr gátu seljendur sett ábyrgðina yfir á aðra ef kvartað var yfir verði, en nú eru það þeir sjálfir sem þurfa að fylgjast með og bera ábyrgðina,“ sagði Jó- hannes. Villandi og rangar upplýsing- ar Að sögn þeirra félaga er töluvert um að þeir þurfi að gripa í taumana vegna rangra, villandi eða ófuUnægj- andi upplýsinga um vörur. Gott dæmi um villandi upplýsingar var þegar fyrirtæki auglýsti sófasett með leðurlúx-áklæði til sölu. En þar sem áklæðiö var ekki úr leðri heldur úr poliúrithanefni, sem er mun ódýrara en leður, þótti nafnið mjög villandi fyrir neytendur. Þeir gátu jafnvel haldið að leðurlúx væri sérstaklega gott leður. Mistökin þama vom þau að enska orðið leatherlook hafði ver- ið þýtt sem leðurlúx í staðinn fyrir leðurlíki til að mynda. „Viljum ekki að fólk sé platað“ Dæmi um óréttmæta viðskipta- hætti eru orðin algengari en áður sem ekki er óeðUlegt vegna ýmissa erlendra áhrifa. Lögin hér á landi em svipuð og í skandinavísku löndunum Neytendur þar sem þau eru mun strangari en í Bandaríkjunum og víða annars stað- ar. „Við viljum að fólk kaupi vöru vegna eiginleika hennar og verðs. Ekki að það sé platað til kaupa hana út á óskylt atriði eins og happdrætti eða getraun," sagði Jóhannes. Og Guðmundur bætti viö: „En við erum, eins og alUr vita, mjög happdrættis- glöð þjóð svo að margir taka þátt í þessu með glööu geði. MáUð er bara það aö oft er söluaðferðin óhæfileg gagnvart neytendum þar sem hún beinist einkum að börnum." Dæmi um sUkt er jólasveinaleikur gosdrykkjafyrirtækis fyrir síðustu jól og svipaður leikur á dósalokum annars gosdrykkjafyrirtækis um þessar mundir. Jákvæð þróun Aðspurðir kváðu þeir Guðmundur og Jóhannes mjög sveiflukennt hvers konar fyrirspurnir berast þeim. Það fer mikiö eftir því hvað er að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Eftir áramótin var til dæmis mikið um fyrirspurnir vegna tollalækananna. Um þessar mundir er mikið spurt um verð á útseldri iðnaðarvinnu eins og garöyrkju og húsaviðgerðum. „Við fógnum því mjög hversu mik- ið berst af fyrirspumum og athuga- semdum til okkar. Þetta er jákvæð þróun sem sýnir að neytendur eru vakandi, en það er líka grundvallar- atriði,“ sagði Jóhannes Gunnarsson að lokum. -gh Öryggi neytenda: Eitt aðalmála neytenda- samtaka heimsins 15. mars síðastliðinn héldu neyt- endasamtök heimsins daginn há- tíðlegan. Þetta var i sjötta sinn. Fyrsti „Neytendadagurinn“ var haldinn hátiölegur 15. mars 1983. Þetta var tuttugu árum eftir ræðu fyrrum Bandaríkjaforseta, Johns F. Kennedy, á Bandaríkjaþingi um grundvallarréttindi neytenda. Sameinuðu þjóðimar stofiiuðu al- þjóðanefnd 1983, formaður hennar var Gro Harlem Brundtland, for- sætisráöherra Noregs. Kjörorð nefhdarinnar var: Okkar sameigin- lega fraratíð. Verkefni hennar var að gera tillögur um samvinnu allra landa, bæöi landa þriðja heimsins og þeirra sem iengra em komin í tækniþróun. Stefnuyfirlýsing Brundtland var samþykkt af Alþjóöasamtökum neytendafélaga, IOCU, (Intematio- nal Organisation of Consumer Uni- ons) sem grundvöllur Neytenda- Slysahom Eiríka Á Fridriksdóttir dags 1988. Markmið IOCU og stefnuyfirlýsingarinnar em: Að öllum verði séð fyrir nægilegri fæðu og öðrum nauðsynjum. Að koma í veg fyrir verslun arhöft, sérstaklega ef um framleiðslu þriðja heims rikja er að ræða. þeim flölgandi. Þess vegna verðum við öll að vinna saman. Danska þjóöþingið, (Folketinget) hefur lagt tú að ríkisstjóm Danmerkur skipu- leggi haldgóða áætlun á grundvelli skýrslu Brundtlands, til að aöstoöa þriðja heiminn. Þetta skuli gert íyr- ir fyrsta janúar 1989. Gro Harlem Brundtland skýrir Að sporna gegn hættulegum frá þvi aö fleiri en 700 milljónir vörum og tækni. manna lifi nú í algerri neyð og fer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.