Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Utlönd Rokktónleikar fyrir Mandela Oliver Tambo, leiðtogi and- stæðinga kynþáttaaöskilnaðar- stefnunnar í S-Afríku, vísaði í gær á bug fullyrðingum um að Afríska þjóðarráðiö fengi engan ágóða af góðgerðartónleikum þeim sem haldnir verða í London á morgun til að hylla blökku- mannaleiðtogann Nelson Mand- ela í tilefni af sjötugsafmæli hans í júlí. Þingmenn breska íhaldsflokks- ins og nokkur dagblöð hafa gagn- rýnt breska útvarpiö BBC fyrir að ætla að sjónvarpa beint tón- leikunum frá Wembley leikvang- inum. Með sjónvarpsútsending- unni sé BBC að auglýsa Afríska þjóðarráðið sem berst gegn stjórninni í S-Afríku. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Sting, Dire Straits og Whitney Houston. Hagnaöur af tónleikunum kemur í hlut hreyfingar gegn aðskilnaö- arstefnunni og sjö stofnana sem hjálpa bömum í S-Afríku. Á tónleikunum verða lesin skilaboö frá Nelson Mandela sem veriö hefur í fangelsi í S-Afríku í 26 ár. Með þvi að halda tónleik- ana er meðal annars verið aö fara fram á frelsi Mandela fyrir sjö- tugsafmæh hans þann 18. júlí. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 18-20 Ab Sparireikningar 3jamán. uppsögn 18-23 Ab 6mán.uppsögn 19-25 Ab 12mán. uppsogn 21-28 Ab 18mán. uppsogn 28 Ib Tékkareikningar, alm. 8-10 Ab, Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verðtryggo Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán.uppsogn 4 Allir* Innlán með sérkjörum 20-30 Vb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,50 Vb.Sb Sterlingspund 6.75-8 Úb Vestur-þýsk mörk 2.25-3 Ab Danskarkrónur 8-8,50 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 30-32 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 31-34 Bb.Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 33-35 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9.5 Allir Utlántilframleiðslu isl. krónur 29,5-34 Lb SDR 7,75-8,50 Lb Bandarikjadalir 9,00-9,75 Úb Sterlingspund 9,75-10,50 Lb.Bb,- Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 5,25-6,00 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 44,4 3,7 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. júni 88 32 Verðtr. júní 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júni 2051 stig Byggingavísitalajúní 357,5 stig Byggingavisitalajúní 111,9stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% 1 . april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,1349 Einingabréf 1 2,888 Einingabréf 2 1,669 Einingabréf 3 1,851 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,340 Kjarabréf 2,893 Llfeyrisbréf 1.452 Markbréf 1,507 Sjóðsbréf 1 1,393 Sjóðsbréf 2 1,240 Tekjubréf 1,428 Rekstrarbréf 1,5677 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip '234 kr. Flugleiðir 212 kr. Hampiöjan 112 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrendingur hf. 220 kr. Verslunarbankinn 114 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 121 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Óviss kosningaúrsltt Sósíalistar í Frakklandi biðla nú ákaft til kjósenda og segja að farið geti svo að þeir tapi ef almenningur flykkist ekki á kjörstað á morgun. Þá fer fram seinni umferð þingkosn- inganna. í fyrri umferðinni, sem fram fór síðasta sunnudag, sátu 34 prósent kjósenda heima. Hingað til hefur Mitterrand forseti ekki látið mikið á sér bera í kosn- ingabaráttunni en á fimmtudags- kvöldið kom hann fram í sjónvarpi og vilja andstæðingar hans meina að það hafi verið tákn ringulreiðar í herbúðum sósíalista. Samkvæmt frönskum kosninga- lögum hafa skoðanakannanir verið bannaðar síðastliðnar tvær vikur en spáð er engu að síður og þykir víst að sigur sósíalista hangi á bláþræði. Þær stofnanir, sem efndu til skoð- anakannana fyrir fyrri umferð kosn- inganna og spáðu sósíalistum yfir- burðasigri með fjörutíu sæta meiri- hluta, útiloka nú ekki þann mögu- leika að sósíalistar geti beðið ósigur. Án meirihluta á þingi þyrfti Mitter- rand forseti að reiða sig á stuðning kommúnista eða fá miðjumenn til að rand Frakklandsforseta sem nú getur ekki verið öruggur um sigur sósialista segja sig úr bandalagi við hægri í þingkosningunum á morgun. -Simamynd Reuter menn. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, átti í gær fund með Mitter- Neyðarlögin í S-Afríku hert Neyðarlögin í Suður-Afríku voru hert í gær um leið og þau voru end- umýjuð og verður reynt að þagga enn meira niður í andstæðingum stjórnarinnar. Nýju aðgerðirnar, sem birtar voru í málgagni stjórnarinnar í gær, fela í sér að bannað verður að flytja fregnir af því sem Desmond Tutu erkibiskup og aðrir meölimir bann- aöra samtaka kunna að láta frá sér fara ef líta má á orð þeirra sem ógn- un við öryggi almennings. í skýrslu þar sem endurnýjun neyðarlaganna, sem sett voru á árið 1986, er varin segir að stjórninni í S-Afríku beri skylda til að berjast gegn ofbeldi. Hert neyöarlög hafa í för með sér að fréttamenn veröa að vega og meta sérhver ummæli vandlega og til dæmis má ekki vitna í Tutu ef hann hvetur til refsiaögerða gegn stjórn- inni í S-Afríku. Hert veröur eftirlit með litlum, óháðum fréttastofum sem birta frétt- ir gegn stjórnvöldum. Þær verða nú að láta skrá sig hjá yfirvöldum. Stúdentar i Seoul í S-Kóreu komust ekki til fundar við fulltrúa námsmanna frá Norður-Kóreu að síður til mótmælaaögerða. gær en efndu engu -Simamynd Reuter Stúdentamir stöðvaðir Lögreglunni í Seoul í Suður-Kóreu tókst í gær að koma í veg fyrir göngu þúsunda róttækra stúdenta aö landa- mærum Norður-Kóreu. Ætluðu stúdentarnir að funda þar með námsmönnum frá Norður-Kóreu og ræða sameiningu landanna. Um fimm hundruð stúdentar voru handteknir og fleiri þúsundum dreift af hörku er þeir reyndu að komast út úr höfuðborginni. Að sögn sjónar- votta tóku tugir þúsunda lögreglu- manna, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir, þátt í aðgerðun- um gegn stúdentum. Guðfræðinemi frá Yonsei háskólanum í Seoul liggur nú alvarlega slasaður eftir að hafa fengið táragashylki í höfuðið. Talið er alls hafi um hundrað særst í átök- unum. Af þeim 40 þúsundum stúdenta sem höfðu heitið því að ganga til landa- mæranna tókst aðeins tveimur að komast á mótorhjóli fram hjá tíu varöstöðvum á veginum frá höfuð- borginni. Þeir voru gripnir aöeins nokkur hundruð metrum frá Imjin ánni sem er síðasta náttúrulega hindrunin að landamærunum. Brúin yfir ána hefur verið lokuð frá byrjun mánaðarins vegna viðgerða. Fulltrúar stúdenta í Norður-Kóreu áttu í engum erfiöleikum meö að komast á fundarstaðinn. Þúsundárfrá kristnitöku Haldió var upp á þúsund ára af- mæli kristninnar i Sovétrikjunum í gær og var Raisa Gorbatsjova víðstödd. Slmamynd Reuler Raisa Gorbatsjova og háttsettir sovéskir embættismenn voru í gær viðstaddir sérstaka hátíðar- athöfn í Bolshoileikhúsinu í Moskvu í tilefni þess aö þúsund ár eru liðin frá því að kristni var innleidd i Sovétríkjunum. Yfirbiskup sovésku rétttrúnað- arkirkjunnar fór fögrum orðum um Gorbatsjov í setningarræðu sinni og kvaö hann alla biskupa kirkjunnar hafa orðið fyrir mikl- um áhrifum á fúndi meö aðalrit- aranum í apríl síðastliönum. Um 400 erlendir kirkjunnar menn voru viðstaddir hátíðar- höldin. Þar á meðal var fulltrúi páfagarðs. Mengað vatnsból Vatnsból íbúanna í Tours i Frakk- landi er mengað og er þeim út- hlutað ómenguðu vatnl á torgí borgarinnar. Slmamynd Reuter Lokað var fýrir vatnsdreifingu til um tvö hundruð þúsund heim- ila 1 vesturhluta Frakklands í gær vegna hættulegra efna í ánni Lo- ire. Vatn, er notað var við slökkvi- störf eftir sprengingu í efhaverk- smiöju við Auzouer, nálægt To- urs, á miövikudaginn, bar með sér eiturefni í ána. Úthiutaö var vatni til íbúa svæðisins í gær og vatná flöskum seldist vel í stórmörkuðum þar sem gera má ráð fyrir að lokað veröi fýrir vatniö í nokkra daga Sandkastali á listahátíð Síðasta hönd lögð á sandkastal- ann sem reistur var i tílefni lista- hátíðar. Simamynd Reuter Mánaðarlöng listahátíð stendur nú yfir á feröamannaeyjunni Sentosa sem tilheyrir Singapore. Margir lögðu fram sinn skerf og meðal þeirra var bandaríski sandlistarmaðurinn Gerry Kirk sem reisti kastala úr sandi. Kastalinn er jafnhár og kókos- pálmarnir, sem ekki eru langt undan, eða sjö metra hár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.