Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Knattspyma uriglinga Framarar Reykjavíkur- meistarar í 4. flokki A. Reykjavíkurmeistarar Fram í 4. flokki A-liða. Fremri röð frá vinstri: Jónas F. Valdimarsson, Ámi Eyþórs- son, Ólafur Kristjánsson, Hólm- steinn Halldórsson, Ólafur Theód- órsson, Árni Ingimundarson, Ás- bjöm Jónsson og Örvar Gíslason. Áftari röð frá vinstri: Kristbjörn Þor- kelsson liðsstjóri, Arnar Amarsson fyrirliði, ívar P. Jónsson, Kjartan Hallkelsson, Ágúst Þorsteinsson, Kjartan Ragnarsson, Sigurður Páls- son, Guðmundur Benediktsson, Arn- ar Símonarsson, Valtýr Gunnarsson og Magnús Einarsson þjálfari. DV-mynd HH 2. flokkur kvenna: Fyrirliði í 2. flokki KR, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, hampar bikarnum eftir sigur í Reykjavikurmótinu. Vegna þrengsla verður mynd af meisturunum að bíða næsta laugardags. DV-mynd HH svona fer þegar maður syni bæjarstjórans rauða spjaldið! samur Hleypið krökkunum inn á grasió Flestir halda því fram að knatt- spyma leikin á möl sé nánast léleg eftirlíking af þeim leik sem hægt er að ná fram á grasi og tek ég undir þá skoðun. Allir leikir vormóta fara fram á möl og er það ósköp skiljanlegt. Hjá þeim félögum sem ráða yfir grasvöllum em þeir opnir meist- araflokki í byrjun júní undir eðli- legum kringumstæðum. Mörg und- anfarin ár hafa yngri flokkar þess- ara félaga fengið sárafáa heima- leiki færða yfir á hið eftirsótta gras. Með tilkomu fleiri grasvalla hjá hinum ýmsu félögum ætti að vera hægt að snúa þessari þróun við og hlífa krökkunum við hinu mikla rykkófi sem fylgir þurri möl. Unglingasíöa DV hvetur öll þau félög, sem hafa yfir grasvöllum að ráöa, til að leyfa unga fólkinu að spila alla sína heimaleiki íslands- mótsins á þeim. Hafið hugfast að það er alltaf hægt að græða upp grasvöllinn og lagfæra en það tjón sem mölin get- ur valdið knattspyrnulegum þroska unglingsins getur verið ill- bætanlegt._______________HH Formaður unglinganefndar KSÍ heitir Sigbjörn Rangt var farið meö nafn formanns unglinganefndar KSÍ á unglinga- síðu DV 28. maí sl. Hið rétta er að hann heitir Sigbjörn Gunnarsson og hefur aðsetur á Akureyri. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. -HH KR-stelpurnar innsigluöu sigur sinn í Reykjavíkurmótinu með því að leggja Val að velli í síðasta leikn- um, 2-1. Leikurinn var háður á KR- velli 30. maí sl. - Valstúlkurnar börð- ust vel í þessum leik og stóðu lengi vel í meisturunum. Staðan í leikhléi var 1-1. Margrét Grétarsdóttir náði snemma forystu fyrir KR en skömmu síðar náðu Valsstelpurnar að jafna þegar boltinn hrökk af varnarmanni KR og í netið. KR-stúlkunum varð á í messunni þegar þær misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. í síðari hálfleik var nokkuð jafn- ræöi með liðunum en KR-ingar þó heldur meira ógnandi og þar kom að stúlkurnar náðu forystunni eftir harða hríö að marki Vals þegar Margrét bætti við sínu öðru marki og tryggði þar með sigur KR-inga. Sigur KR-stúlknanna var mjög sannfærandi í þessu Reykjavíkur- móti, þær unnu alla sína leiki og urðu úrsht eftirfarandi: KR-Fylkir 3-0 Valur-KR 0-4 Fylkir-KR 0-5 KR-Valur 2-1 Þetta eru miklir yfirburöir og greimlegt að KR-stelpurnar eru til alls vísar í íslandsmótinu. . Að leik loknum afhenti Ólafur Ól- afsson, fyrirliða KR-inga, Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur Reykjavíkur- bikarinn. Valsstúlkurnar uröu í 2. sæti og hlutu því silfriö. -HH 5. flokkur - A-riðill: Stórsigur Breiðabliks gegn Leikni - Bjami Jónsson með þrennu í B-liði íslandsmótið er hafið af fullum krafti. Miðvikudaginn 1. júní mættu Leiknisstrákarnir í 5. flokki A-riöils til leiks gegn Breiðabliki. Leikurinn fór fram á Vallargerðisvelh í hinu fegursta veðri og að viðstöddum fjölda áhorfenda sem hafði greinilega mikla skemmtun af. Breiðabliksstrákarnir voru í mikl- um ham og sigruðu i báðum leikjun- um. A-leikinn með 6-0 og B-leikinn 7-1. Þessar tölur gefa náttúrlega til kynna mikla yfirburði Bhkanna, enda hvert rúm vel skipað og tækni og leikskipulag með besta móti. í jöfnu höi Kópavogs voru þeir Kjartan Antonsson og Aron Haraldsson þó atkvæðamestir. Hjá Leikni var aftur á móti liðsheildin ekki eins jöfn. Þó voru þar strákar innan um sem sýndu afbragðstakta, til dæmis þegar Haukur Gunnarsson skoraði eina mark Leiknis með hjólhestaspyrnu af bestu gerð. Þar var svo sannarlega vel að verki staðíð hjá strák. Mörk Blikanna í A-liði gerðu þeir Aron Haraldsson, 2, Kjartan Antons- son, Árni Eyþórsson, Gunnar Ólafs- son og Björn Freyr Ingólfsson, eitt mark hver. Leikur B-liðanna var einnig góður og sýndu strákamir góð tilþrif. Mörk Blikanna gerðu Bjarni Jónsson, 3, enda skotharður með afbrigðum, Grétar Sveinsson, 2 og Guðmundur Guðmundsson og Þór Tjörvi Þórs- son, 1 mark hvor. Mark Leiknis geröi Haukur Gunnarsson. -HH Kjartan Antonsson er leikmaöur með 5. fl. Breiðabliks og átti mjög góðan leik gegn Leikni, R., á dögun- um. Unglingasíðan spurði hann aftur á móti um orsökina fyrir tapinu gegn Tý frá Vestmannaeyjum þar sem Týrarar sigruðu bæði í A- og B-liði: „Viö sóttum mun meira í þeim leik og vorum óheppnir að skora ekki mörk. Týrarar léku meiri varnarleik og beittu skyndisóknum sem þeir skoruðu úr. Það er alveg ferlegt að sækja og sækja, eins og við gerðum, og gera engin mörk,“ sagði hinn efnilegi Breiöabliksmaður. DV-mynd HH Frá leik Breiðabliks og Leiknis i 5. fl. A-liða. Blikarnir eru hér i sókn og Kjartan Antonsson í góðu færi en markvörður Leiknis náði aö loka markinu. DV-mynd HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.