Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Bláhvammur Arnarstapi Brúarás Stóra-Vatnshorn Garöar Lífsstfll Á kortinu kemur fram a hvaða bæjum er hægt að nota miðana. Flestir hafa gaman af að reyna sig við veiðimennskuna og þá ekki sist ungviðið. Með tilkomu „veiðiflakkarans" verður auðveldara að komast i silungsveiði a Efri-Vík Littla-Heiði • Stóra-Heiði Fljotstun Veitt út á miða Kjörinn félagi í ferðalagið Nýtt hefti áHaftsnlustöðumumalltlana Úrval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI í rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022 Frá Ferðaþjónusta bænda er að vænta nýjungar varðandi sölu veiði- leyfa til silungsveiði. Á síðustu vik- um hefur verið búið til einfalt sölu- kerfi og heitir það „veiðiflakkarinn“. Hægt verður að kaupa miða sem gilda sem veiðileyíl víös vegar um landið. Tíu miðar eru seldir í einu. Verð á veiðileyfum er mismunandi. Það getur til dæmis kostaö frá einum og upp í tíu miða að veiða á hinum ýmsu stöðum. Allar upplýsingar um veiðina Með hveijum miðapakka fylgir bæklingur sem greinir frá helstu at- riðunum sem veiðimaðurinn þarf aö vita. Fyrst og fremst eru upplýsingar um veiðisvæðið og hvar þarf að fram- vísa miðunum. Þá er upplýst um teg- und veiði, mögulega veiðivon, meðal- stærð fiska og um ferðaþjónustu í nágrenninu. Upplýsingarit þetta verður eingöngu afgreitt til þeirra sem kaupa miða í „veiðiflakkaran- um“. Ellefu staðir hafa tekið höndum saman um gerð flakkarans. Þeir dreifast um landið. Á mörgum bæj- um er hægt að fá leyfi til veiði í fleiri en einni á eða vatni. Veiðistaðirnir eru í alfaraleið, annaðhvort í nám- unda við þjóðveg númer 1 eða á fjöl- förnum ferðmannasvæðum eins og í Borgarfirði eða á Snæfellsnesi. Að sögn Margrétar Jóhannsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda var ákveð- ið að reyna þessa leið til að auðvelda íslendingum og útlendingum að komast í veiði. Sem dæmi um upplýsingar sem koma fram í ritinu má nefna eftirfar- andi: Kleppavatn og Fiskivatn: Mjög stutt er á milli þessara vatna og veiðileyfið gildir í bæði vötnin Samtals eru vötnin 2-3 km2. Hám- arksfjöldi leyfðra stanga á dag er 24. Frá Fljótstungu eru 6 km í loftlínu að vötnunum. Tvær akstursleiðir eru jeppafærar og minnst þarf að ganga 2,5 km. Veiði: Vatnableikja og urriði. Veiðivon: 1-5 fiskar á dag. Best er veiðivonin þar sem djúpt er við bakk- ana. Á kvöldin og morgnana er besti veiðitíminn. Stærð fisks: Meðalstærð er 1-2 pund. Stærstu fiskarnir eru um þaö bil 4-5 pund. Beita: Fluga, spúnn og maðkur. Veiðitímabil: 15. júni til 15. septemb- er. Verð: 1/1 dagur kostar 6 miða. Umhverfi vatnanna er fallegt, heið- arland með útsýn til Eiríksjökuls og fleiri flalla. _eq_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.