Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 21 Þessar persónur kannast flestir íslendingar við sem fylgst hafa með framhaldsþáttum i gegnum árin, Chamberlain sem skoskur landkönnuður í Landnemunum, sem enskur sjómaður i Shogun, sem kaþólskur prestur í Þyrnifuglunum og sem sænskur diplómat í hetjusögu Wallenbergs. Enn höfum við ekki séð „Dream West“ þar sem Camberlain leikur bandarískan könnuö. Hirai kvenmannslausi Richard Chamberlain: / Konungur framhaldsþáttanna er þreyttur eftir mikla vinnu undanfar- in ár. Richard Chamberlain býr á Hawaii í rólegu umhverfi. „Ég kann ekki aö höndla margbreytileikann. Einfalt líf á betur við mig. Það er allt svo einfalt á Hawaii,“ segir Chamberlain. „Að horfa á sólsetrið er stór partur af mínu M.“ Hann hefur ærna ástæðu til að vera þreyttur. Síðustu átta árin hefur hann ferðast frá einu landi til annars til þess að leika hetjur sjónvarps- þáttanna Centennial (Landnemarn- ir), Shogun, The Thornbirds (Þyrni- fuglamir j og Wallenberg. Þetta eru þættir sem við íslendingar höfum fengið að berja augum. Við höfum hins vegar ekki enn séð Dream West og nýjasta myndaflokkinn, The Boume Identity, sem er nýbyijað að sýna í Bandaríkjunum, en úr því verður væntanlega bætt fljótlega. Eftirsóttasti sjónvarpsleikarinn Engum leikara hefur enn tekist að ná Chamberlain af toppnum sem eftirsóttasta sjónvarpsleikaranum og er það engin tilviljun. Góður leikari er alltaf góður leikari, hvort sem hann leikur í mynd vikunnar á ein- hverri sjónvarpsstöð eða kemst á pall óskarsverðlaunahafa. Fram- leiðsla góðra sjónvarpsþátta krefst ekki síður mikils en góðra bíómynda „í sjónvarpsþáttum þarfnast mað- ur leikara sem ráða við persónur á öllum aldri vegna þess hve þessir þættir spanna langan tíma,“ segir David Wolper sem aðstoðaði viðleik- stjórn á Þyrnifuglunum, sjónvarps- þáttunum Rætur og nú síðast North and South sem Stöð 2 var að enda við að sýna. „Ef þú ert slæmur leik- ari sést það ekki strax í upphafi. Hins vegar kemur það fljótlega í ljós þegar á reynir.“ „Að leika fólk á mismunandi ald- ursskeiðum er eins og munurinn á að leika Pinter og Shakespeare," seg- ir Chamberlain, sem í dag er jafn- myndarlegur 53 ára og þegar hann hóf að leika í kvikmyndum árið 1961 er hann lék dr. Kildare. Hryðjuverkamaður í nýjustu seríunni Nýjasta sjónvarpsserían var tek- in upp síöastliðinn vetur í Nice, Lon- don, París og Zúrich. „Ég fékk fjórum sinnum flensu,“ segir annar aöstoð- arleikstjórinn, Alan Shayne. „En Richard Chamberlain fékk ekki svo mikið sem tannpínu." í „The Bourne Identity" leikur Chamberlain sitt fyrsta samtíðar- hlutverk og það fyrsta þar sem hann er ekki hetja. Þar greinir fá því er hann er skotinn í höfuðið og hent í sjóinn og vaknar upp á meðal hryðju- verkamanna og bandarískra njósn- ara. Hann man ekkert af því sem gerðist í fortíðinni. í framhaldi af því mótast hann af þeirri veröld og verð- ur einn skæöasti hryðjuverkamað- urinn. Eitt af því fáa sem hann þekk- ir er máttur ofbeldisins. Mótleikari hans í þessari mynd er Jaclyn Smith, en hún er ásamt Chamberlain, Peter Strauss og Lee Remick efst á lista yfir vinsælustu sjónvarpsstjörnur Bandaríkjanna. Eríháskóla „Manni verður að líka við fólkið sem maöur býður inn í sjónvarps- herbergið," segir einn aðalfor- sprakki ABC sjónvarpsstöðvarinnar. „Þess vegna er Chamberlain svo vin- sæll.“ Næsti þáttur í lífi Chamberlains er að vera heima um tíma og fullgera húsiö sitt á Hawaii og annað hús sem hann á í Beverly Hills. „Ef ég sé hótelherbergi ekki á næstunni verö ég ánægður," segir hann. Engu að síður hefur hann þegar gert samning við CBS sjónvarpsstöðina um að leika í kvikmynd sem á að gerast á Hawaii, þar verður hann í hlutverki læknis. Þangað til ætlar hann að mála myndir og sækja námskeið í háskólanum á Hawaii. „Og horfa á sólarlagið," sagði hann. Ætlar að deyja einsamall Það hefur alltaf vakið athygli meðal almennings að þessi myndar- maður hefur varla svo mikið sem verið við kvenmann kenndur. Hann segir sjálfur í nýju blaðaviðtali að engin kona geti uppfyllt kröfur hans og efast um að það verði úr þessu. „Ég hef aldrei verið giftur og á engin börn. Tíminn er að hlaupa frá mér,“ segir hinn 53 ára gamli Camberlain. „Ég hef kynnst mörgum fallegum konum en sambandið við þær hefur : Mnfei ; 'ý x • •:. ý: * \ * A/; <x>xox::- mm v:< ;x'«x>:<x ^•X-.y.vo, . .X ;;•■.. .: mm > ■ 'y'.ý::; <•,'•:;,y;.;X>Xv,-, Richard Chamberlain beitir ofbeldi og leikur aldrei þessu vant ekki hetju i nýjasta sjónvarpsmyndaflokk sinum. aldrei varað lengi," sagði hann. Það varð blaðamatur fyrir nokkru er Linda Evans, Dinastystjarna, og Camberlain sáust oft saman. Al- menningur átti von á því að loks væri hann búinn að finna þá einu réttu. Eftir skammtímasamband slitnaði upp úr öllu og sagt var aö ástæðan hefði verið sú að Linda vildi ólm leiða hann að altarinu og eiga með honum börn. Það vildi Cham- berlain fyrir alla muni ekki og flúði afhólmi. Einasti kvenselskapurinn sem hann hefur um þessar mundir er matreiðslukonan á heimili hans. „Hún er heimsins besti kokkur og passar vel upp á línurnar mínar. Hún hugsar mikið um að láta hvorki ofan í mig feitan né brasaðan mat, enda segir hún að ég sé of gamall fyrir slíkt.“ Þýtt-GKr Frábær mynd- og tóngæði! Einstök ending! VHS:120,180 og 240 mínútna. Beta: 130 og 195 mínútna. TILBOÐ: 20% afsiáttur! Tvö stk. í einum pakka, -á kr.430 stykkið! Kodak UMBOÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.