Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lautasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Sjá ei - heyra ei - tala ei Samvinnumenn hafa valið kost, sem veldur þórðar- gleði andstæðinga Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Fulltrúar á aðalfundi Sambandsins í gær og fyrradag kusu að sjá ekki, heyra ekki og tala ekki. Vandamálin fá því að hreiðra um sig í samvinnuhreyfmgunni. „Menn sneru bökum saman“, sagði í gær á forsíðu málgagns Sambandsins. Við nánari athugun kemur í ljós, að þetta felur í sér, að fundarmenn stóðu saman um að ræða ekki mörg þeirra vandræðamála, sem sam- vinnuhreyfmgin hefur ratað í að undanförnu. Þetta eru kunnugleg viðbrögð. Fólk hættir oft að vera reiðubúið að ræða fjölskylduvandann, þegar hann er kominn á það stig, að.um hann er fjallað úti í bæ, stund- um fremur illkvittnislega. Þá er varpað gegnsærri dulu yfir ágreininginn og reynt að sýna samstöðu út á við. Þetta er verulega athyglisvert og afdrifaríkt mál, því að samvinnuhreyfmgin er að grunni til afar öflug hér á landi, þótt innviðir hennar hafi fúnað. Heildarvelta hennar nemur tæpum 90 milljörðum króna á ári, sem nemur einum fimmta hluta allrar veltu í landinu. Segja má, að samvinnuhreyfmgin eigi landbúnaðinn eins og hann leggur sig og tíu sjávarpláss í ofanálag. í þessum tíu bæjum fer allur fiskur um hendur hreyfing- arinnar. í ellefu verstöðvum öðrum fer meirihluti aflans inn í veldi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Því er afkoma heilla byggða háð getu þessarar hreyf- ingar til að standa sig í lífsbaráttunni. Svo virðist sem breytingar á samkeppnisskilyrðum hafi veikt Samband- ið og kaupfélögin. í fyrra tapaði hreyfingin í heild 560 milljónum króna eða meira en hálfum milljarði. Forréttindi Sambandsins og aðildarfélaga þess hafa farið rýrnandi 'á undanförnum árum. Rekstur fyrir- tækja byggist ekki eins mikið og áður á pólitiskum ákvörðunum stjórnvalda á borð við þær að beita hand- afli til að halda vöxtum fjárskuldbindinga neikvæðum. Á tímabihnu 1979-1984 breyttust útlánavextir úr því að vera neikvæðir um 15,4% í að vera jákvæðir um 4,9%. Mörgum fyrirtækjum veittist erfitt að laga sig að þessum nýju aðstæðum og kaupfélögunum sérstaklega. í fyrra jókst fjármagnskostnaður þeirra um 600 milljónir. Samvinnumenn eiga að vita, að hættulegt er, ef rekst- ur þeirra er orðinn svo háður pólitískri fyrirgreiðslu, að hann getur ekki lifað við heilbrigðar aðstæður. Það er til dæmis glæfralegt til lengdar að byggja afkomu sína á að stela sparifé landsmanna. Gæludýrin eiga bágt. Rekstur rotnar að innan, ef hann venur sig á að geta haft að láni 800 milljónir frá bönkum án þess að leggja veð á móti eins og aðrir. Hann grotnar niður, ef hann venur sig á að geta þvingað Landsbankann til að kaupa af sér verðlausa Nígeríuvíxla fyrir 160 milljónir króna. Ofan á peningaraunir, sem stafa meira eða minna af óhóflega löngum legum við kjötkatla þjóðfélagsins, koma svo hin siðferðilegu vandamál samvinnuhreyfmg- arinnar, aht frá kaffibaunamálinu yfir í meðferðina á bændum í stjórn Kaupfélags Svalbarðseyrar. Siðblindir menn bola kaupfélagsstjóra úr stjórn fyrir að hafa aðrar skoðanir en forstjórinn á kjaramálum forstjórans. Siðblindir menn koma upp stéttaskiptingu starfsfólks, sem er í launagreiðslum töluvert umfram það, er þekkist annars staðar í þjóðfélaginu. Aðalfundur Sambandsins aðhafðist hvorki nokkuð til að lækna siðbhndu né til að gera gæludýrinu kleift að hfa af úti í hinu náttúrulega umhverfi markaðarins. Jónas Kristjánsson ítalir eru fremstir þjóða í mörgu. Þeim tókst að hrinda Bretum niður í annað sæti á listanum yíir mestu reykingamenn í heimi, þeir eru með dýrustu símaþjónustuna (en ekki þá verstu, þar hefur Kaíró enn vinninginn, þótt tæpt standi) og einu sinni fengu þeir flest gullverð- laun á ólympíuleikunum. Það var árið sem allir hinir voru kyrrir heima. En af einu eiga ítalir óvefengjan- lega mest og best og flest: Helgi- gripi. Hér er slík gnótt flísa úr uppruna- lega krossinum að íslenska skóg- ræktin slagar ekki upp í timbur- magniö. Upprunalegu þyrnikórónuna get- um við boðið bæði í stökum þyrn- um og heilu. Væri henni safnað saman mætti víggirða landamærin með henni. Þegar fornleifafræðingar fram- tíðarinnar komast í ítölsku kirkj- umar þá halda þeir að þær hafl verið líffærabankar. Hver einasta kirkja á sinn þurrk- aöa dýrðling undir gleri, hvort heldur í heilum eða hálfum skrokk- um. Kirkjur landsins eru öllu fleiri en dýrðlingarnir, þannig að af illri neyð varð að búta þá niður svo aU- ir gætu fengið eitthvað. Dýrðhn- gamir voru líka misdýrðlegir og því sumir eftirsóttari en aðrir. Þessir sumir, safni maður saman höndunum af þeim, fá guðinn Shiva til að líta út eins og fórnar- lamb thalidomids. Einna hrifnust er ég af fjöðrinni hans Gabríels. Þannig var að þegar erkiengillinn Gabríel kom að segja Maríu að hún ætti von á sér (þetta var fyrir tíma þvagprufunnar) þá festist hann í þakskegginu þegar hann ætlaði að fljúga brott. Braust Gabríel um og losnaöi viö það úr röftunum en missti um leið eina flugfjöður úr væng sér. Fjöðrin flögraði til jarðar og var tekin upp af Maríu, sem geymdi hana þar tU ítalskur helgi- gripakaupmaður átti leiö um Naz- aret. Þá seldi María. Fjöðrin gekk kaupum og sölum á miðöldum og framúr. Aö dæma eft- ir framboðinu sneri Gabríel aftur tU himna í lyftu. Nokkuö hefur dregið úr eftirspurn á undanfórn- um árum og veltir Vatikanið því fyrir sér að bjóða Bandaríkjaher fiðurlagerinn til kaups. Hann næg- ir til að setja vængi á allan flug- Uota þeirra, sem þá yrði ósigrandi. En sjálfir halda ítalir mest upp á ljósritin frá Palestínu. Árið 32, um ellefuleytið fyrir há- í talfæri Auður Haralds degi, losaði Veronika af sér skýlu- klútinn, steig út á götuna og þurrk- aöi svitann framan úr manninum með bjálkann. í klútinn. Þegar Ver- onika kom heim uppgötvaöi hún að á skýluklútnum var ljósrit af andliti mannsins. Tveimur dögum síðar fundust líkklæði mannsins þar sem hann hafði yfirgefið þau. Á klæðunum var ljósrit af manninum öllum, eins konar heilsíðumynd. Þetta er nú lauslega með stað- reyndir farið, best að viðurkenna það. Veronika sá aldrei þetta vel heppnaða portret á slæöunni sinni. Það framkallaöist ekki fyrr en 300 árum seinna, einmitt þegar Helena keisaramóðir var stödd í Landinu helga til að safna helgigripum. Þeg- ar hún fór þaðan, var ekki eftir eitt einasta Jesú-súvenír í öllu landinu. Hún gekk enn hægar, framköll- unin á líkklæöunum. Tók þrettán aldir. Þá fundust þau í kirkjukjall- ara í Torínó. Ekki eitt, heldur allt í fari lík- klæöanna í Torínó er tortryggilegt. Og nú geri ég eins og mamma, þeg- ar hún gaf okkur lýsið í gamla daga: Hún hellti sotlu Pepsi í skeið- ina líka. Þáþykjast fannst ekki lýs- isbragðið. Eg lauma hér inn fróð- leik og þið þykjast finnið ekkert fyrir því. Áriö 1347 kom svarti dauöi til ít- alíu og fór þaðan um alla álfuna. Á tveimur árum eyddi plágan allt aö helmingi íbúanna. I Torínó virðist sem 60% fólksins hafi látist úr veik- inni. í tvö ár á undan plágunni hafði uppskerubrestur hrjáð Evr- ópu. Samkvæmt kenningum kirkj- unnar þá stjórnaði guð stóru sem smáu. Viðbrögð fólks, þegar guö tók fyrst af því brauðiö og sendi því síðan svarta dauða, sem drap kvikfénaðinn og svo það sjálft, voru skiljanlega þau að guð væri frekar lélegur karakter. Viö það bættist óvissan; lifandi í dag gat verið dauður á morgun. Kæruleysi og léttýðgi breiddist út engu síður en plágan. Drykkja, hórdómur og herlegheit komu í staö kirkjusóknar. Skemmtiatriöin voru líka fá og einhæf í kirkjunni, þrumandi ræður um helvíti og hvaö fólk hefði átt pláguna skilið. Og þá, þegar kirkjan í Torínó hafði staðið tóm í nokkur ár, „fann“ presturinn líkklæði Krists. Týndu sauðirnir sneru aftur og tóku að láta að stjórn á ný, píla- grímar þyrptust á staðinn. Það er biðröð í Torínó sem er 600 ára göm- ul. En hvernig komust klæðin til Torínó? Þau eru ekki á farmskrám Helenu keisaramóður. Að vísu gefa Rósakrossriddarar í skyn að Must- erisriddaramir (forsprengi Rósa- krossditto)-hafi verið með klæðin undir höndúm á árunum 1118-1188. Þetta breytir öllu, því þá vantar aðeins tólf aldir í sögu þess. Það er svo skrýtið að páfastóll hefur aldrei viðurkennt klæðin eða tekið þau opinberlega í tölu krafta- verka. En þeir leyfa heldur ekki að þau séu rannsökuö. Að vísu hefur ein nefnd fengið að koma til Tor- ínó. Hún var samsett úr heittrúuð- um Bandaríkjamönnum sem lýstu því yfir að klæðið væri ekta. Aður en þeir yfirgáfu Bandaríkin. Þó hefur einn maður fengið að efnagreina blóöblettina. í þeim er svo mikið járn að Kristur hefur samkvæmt því verið meö hreint steypujárn í æðum. En í rauða litn- um, sem málarar notuöu á 14. öld, var mikið, mikið járn. Þegar minnst er á að aldurs- greina klæðið, gargar Vatikanið: Klippa í helgidóminn??? Þaö þarf nefnilega eins fersentímetra bút. Náöarsprautuna fær ljósritið frá Palestínu samt. Hjá Lúkasi nokkr- um. Hann var læknir sem ferðaðist um með Jesú og skrifaði guöspjöll í frístundum. Og hann segir, svart á gulnuöu, að lík Krists hafi að þeirra tíma sið verið vafið í. . ,lík- bönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.