Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. LífsstiU_______________________________________________________________ Nokkrar hugmyndir um veitingastaði í höfuðborg Englands: Kínverskir staðir í Soho Fyrir þá sem vilja prófa eitthvaö nýtt og spennandi er tilvaliö að bregða sér á einhvern hinna fjöl- mörgu kínversku eöa indversku veit- ingastaöa í London. I Soho úir og grúir af veitingahús- um sem sérhæfa sig í kínverskri matseld. Margir þessara staða hafa þó ekki sem best orö á sér sökum þess hve htið er lagt í umhverfi og þjónustu. Þeir eru oft Uthr, dimmir og þröngir og þjónustan, sérstaklega við Vesturlandabúa, ekki upp á marga fiska. Þó hefur orðið nokkur breyting á undanfarið og nýir og metnaðarfyhri staðir verið opnaðir. Einn þeirra er Poons við Lisle Stre- et (stutt frá Leicester Square neðan- jarðarstöðinni). Poons er ekki mjög stór, en vinalegur og ekki mjög dýr. Staðurinn sérhæfir sig í söltum, vindþurrkuðum kjötréttum og bragðmiklum pottréttum. Meðalverð fyrir máltíðina er ehefu pund og vín hússins kostar fjögur og hálft pund flaskan. Poons er opið frá tólf á há- degi til hálf tólf á kvöldin alla daga nema sunnudaga. Indverskt karrý Það er mikil gróska í indverskum veitingastöðum í London og synd að fara heim án þess að hafa prófað ein- hvern þeirra. Þeir eru flestir mjög góðir, verðið viðráðanlegt og þjón- ustufókið leggur sig yfirleitt fram við að útskýra framandi réttina. Woodlands við Marylebone Lane er staður sem óhikað er hægt aö mæla með. Woodlands er rólegur, vinalegur staður sem býður upp á mikið úrval frábærra karrýrétta. Verðið er rétt fyrir ofan meðallag. TóU pund fyrir máltíðina og vín hússins kostar sex pund. Staðurinn er opinn frá hádegi til klukkan þrjú og frá sex til hálf ellefu alla daga vik- unar. Þetta er mjög vinsæll staður og ráðlegast að panta borð á kvöldin. Annar mjög góður indverskur staður er Shan Restaurant við Shaft- esbury Avenue. Verðið þar er næst- um fáráiflega lágt, maöur getur borð- að sig sprengsaddan fyrir innan við fimm pund. Shan hefur ekki vín- veitingaleyfi, en er vel þess virði að heimsækja þótt ekki væri nema til að prófa ótrúlegt úrvalið af græn- meti. Sumt er flutt inn sérstaklega frá Indlandi og ekki fáanlegt annars staðar. Staðurinn er opin frá hádegi til kl. tíu á kvöldin en eigandinn á það til að loka snemma ef lítið er að gera, svo skynsamlegast er að hringja á undan sér. Paradís fyrir grænmetisætur London er góður staður fyrir grænmetisætur og heilsufrík. Fyrir utan að flest betri veitingahús bjóða upp á slíka rétti, eru einnig margir staðir sem sérhæfa sig í grænmetis- og heilsufæði. Þekktastir þeirra eru Christys Healthline við Wardour Street og Food for Thought við Neal Street. Báðir þessir staðir eru mjög góðir, grænmetið alltaf ferskt og maturinn fallega fram borinn. Food for Thought hefur ekki vín- veitingaleyfi og er mun minni en Christys og jafnframt ódýrari. Með- alverð fyrir máltíðina er fjögur og Á neðri hæð Braganza er hægt að fá léttar máltiðir en á efri hæðinni eru aðalveitingasalirnir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er allt til í London, í mat jafnt sem öðru. Hvort heldur fólk er á höttunum eftir góðum mat og huggu- legu umhverfi eða langar til að reyna nýja spennandi rétti. Hvort heldur jjþað vill borga 100 kall eða nokkur þúsund, bara nefna það, London hef- ur það. Lausnin er bara að vita hvar þessa staði er aö finna. Eftirfarandi eru nokkrar ábendingar um staði sem eru vel þess virði að þeir séu heimsóttir. Safaríkar skoskar steikur Braganza heitir nýr, mjög vin- sæll staður sem óhætt er að mæla með. Braganza er við Frith street í Soho og því í göngufjarlægð frá flest- xun þeim hótelum sem Islendingar gista á. Staðurinn er á þremur hæð- um, bjartur og skemmtUegur og inn- réttingin óvenjuleg blanda af skúlpt- úr og veggmyndum. Framlfliðin er einn stór gluggi, þannig að ef maður hefur ekki áhuga á að tala við sessu- nauta sína er alltaf hægt að dunda sér við að fylgjast með götulífinu fyr- ir utan. Á neðstu hæðinni er kaffi- Vinsælt er að sitja við gluggana á Braganza og fylgjast með lifinu á götunni. Valgerdur A. Jónsdóttir, DV, London Venjulega fær fólk ekki vatn í munninn viö það eitt að heyra minnst á London. Öfugt við París t.d. hefur London verið fræg fyrir flest annað en matargerðarlist. Það kaim- ast ábyggilega margir íslenskir ferðamenn við að hafa ráfað hungr- aöir fram og aftur eftir Oxford-stræti og ekkert fundiö annað en pitsustaöi og hamborgarabúllur. og vínbar og þar er einnig hægt að fá létta máltíð, súpur, salöt, pasta- rétti og samlokur. Aðalveitingasal- irnir eru á efri hæðunum tveimur. Matseðiflin þar er alþjóðleg blanda af kjöt-, fisk- og jurtaréttum. Ég próf- aði skoskt nautakjöt, borið fram með grænmeti og kampavíns- og dillsósu og í eftirrétt ostabakka með eplum og sellery. Hvoru tveggja bragðaðist ákaflega vel og var listilega frambor- ið. Þjónustan var líka lipur og and- rúmsloftið vinalegt. Á kvöldin er gestum á annarri hæð skemmt með píanóleik. Kaffibarinn er opnaður klukkan ellefu á morgnana en veit- ingasalirnir eru opnir frá tólf til þrjú og frá sex til miðnættis. Á sunnudög- um er lokað. Braganza er frekar dýr staður. Meðalverð fyrir aöal- og eftirrétt ásamt kafli á neðstu hæðinni er átta pund. Á efri hæðunum er meðalverð fyrir þriggja rétta máltíð og kaffl um átján pund. Vín er ekki meðtalið í þessu verði. Ofan á leggst síðan fimmtán prósent þjónustugjald. Þetta er meðalverð sem þýðir að hægt er að borða ódýrar og einnig mun dýrar. Ferðir Yíst er hægt að borða góðan mat í London
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.