Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. ldsins Josephs Haydns sérstætt. ;,Loftur er einstakur maöur. Hann er afkastamikill laga- og texta- höfundur, stjórnar kórnum hér auk þess sem hann kennir í skólanum. Loftur er lamaður og ferðast um allt í hjólastól," segir Kristjana. Sjálf spilar hún á gítar og syngur en tríóið, sem þau kalla KÚL, hefur ferðast um allar sveitir og sungið. „Við erum að bræða það með okkur að koma efninu, sem við eigum, á plötu. Við eigum alveg nóg efni á plötu en erum að velta fyrir okkur hvort við höfum tíma í upptök- ur,“ segir hún. KÚL tók þátt í hæfileikakeppni Vísnavina á sínum tíma á Hótel Borg og hafnaði í öðru sæti. Margir minnast kannski tríósins úr þætti Ómars Ragn- arssonar, Hvað heldurðu?, frá Suðurl- andi. Tríóið er „heimsfrægt" á Suðurl- andi en þó segir Kristjana að lengsta tónleikaferðalag þeirra hafl verið til Hafnar í Hornafirði. „Við reynum að æfa okkur á kvöldin en þaö er mis- jafnt, fer eftir hvað mikið liggur fyrir. Við vorum á þorrablótunum í vetur og þá æfðum við mjög mikið. Ég reyni alltaf að hafa einhvern tíma aflögu fyr- ir sönginn. Reyndar sef ég mjög htið, allt of lítiö,“ útskýrir Kristjana er við undrumst hvernig hún nái að sinna öllu því sem hún þarf að gera. Þegar við fórum með henni heim um kvöldið biðu hrossinn sársvöng í hesthúsinu og ókyrrðust allsvakalega þegar þau sáu húsmóðurina koma í dyrnar. Vissu greinilega að nú var kominn matartími og þó fyrr hefði verið. Sveitamenningin hefur breyst Það vekur undrun okkar að allir á Hraunhólum vinna úti en Kristjana segir okkur að það sé þannig í þessari sveit. „Með kvótaskerðingunni breytt- ist sveitamenningin. Þar sem öll land- búnaðarframleiðsla hefur verið skert hggur þaö í augum uppi að fólk verður að vinna annars staðar. Það er mjög algengt hér í þessari sveit. Auðvitað eru líka stórbú sem geta rekið sig sjálf en það hefur minnkað," segir hún. Hún á þrjú systkini, tvö eru í Reykja- vík og ein er bóndakona norður í landi. „Systir mín er alvörubóndakona,“ seg- ir Kristjana. „Sjálf var ég eiginlega búin að fá nóg af því að vera bónda- kona á tímabih. Núna hefur það breyst. Ég er hálfgerð sveitakona með svona borgarívafi. Um tíma bjó ég í Reykjavík og mér líkaði ágætlega, fannst gaman í skólanum. Hins vegar hef ég aldrei farið eins lítið út að skemmta mér og í Reykjavík og aldrei átt jafnfáa kunningja. Félagslífið hér er miklu meira. Við förum á alla tón- leika, óperur og leikhús. Mér finnst ég fylgjast betur með öllu menningarlífi í Reykjavík þegar ég bý hér. Eg fór reyndar alltaf á sinfóníutónleikana en það var allt og sumt enda hluti af nám- inu,“ segir Kristjana. Tónlistarhæfileikar frá Haydn Þegar við ræðum frekar um skyld- leika hennar við tónskáldið Joseph Haydn viðurkennir Kristjana að hún reki sína tónlistarhæfileika til lista- mannsins. „Ég er talsvert mikill Þjóð- veiji í mér,“ segir hún. „Þýsk tónlist á mikil ítök í mér, að ég tali ekki um tónlist Haydns. Ég bæði spila tónlistina hans og syng hana. Haydn er uppá- haldið mitt og ég á nokkrar plötur með tónhst hans. Ég hef lítillega kynnt mér sögu hans. Faðir hans var vagnhjóla- smiður. Haydn var kirkjuorganisti í Austurríki og var með kór sem hann samdi tónlist fyrir.“ Kristjana segir að hana langi gífur- lega mikið til að halda áfram söng- náminu erlendis og það séekki seinna vænna út af aldrinum. „Ég hugsa að ég færi til Þýskalands, til ættingja minna. Tvær móðursystur mínar eru giftar tónskáldum og eru sjálfar tón- hstarmenn. Þær vita hvar bestu skól- amir eru og ég myndi vilja fá ráðlegg- ingar þeirra. Þær komu hingað til lands þegar ég var barn en síðan hefur ekki verið mikill samgangur. Ég man ekki eftir að rætt hafi verið um Joseph Haydn þá. En ég er sannarlega þakklát fyrir að erfa tónhstina því hún hefur gefið mér svo mikið. Faðir minn hefur líka mikinn söngá- huga og allt hans fólk sem er ættað úr Dýrafirði. Við sungum oft saman og syngjum núna bæði í kómum. Ég og systur mínar settum oft upp tón- leika heima í stofu og sömdum þá sjálf- ar lögin. í jólaboöum tróðum við upp, sungum og spiluðum. Viö erum öh systkinin í tónlist og hún á ríkan þátt í okkur.“ Sviðsljósið nær ekki í sveitina Kristjana ætti að öllum hkindum meiri möguleika á að vera í sviðsljós- inu ef hún væri búsett í Reykjavík. „Jú, þaö er ekki spurning," svarar hún þegar minnst var á það og viðurkenndi að hún hefði fengið tilboö. „Ég söng í kórnum í Mikado, léttri óperu sem sýnd var veturinn 1983. Ég var beðin að syngja með kórnum í óperum sem sýndar voru síðar en gat það ekki þar sem ég bý hér. Mig langaði alveg of- boðslegasegir Kristjana með mikhh áherslu. „Það er það skemmtilegasta sem ég geri að syngja,“ útskýrir hún. „Sveitin heldur í mig því hér er gott að búa. Ég held samt að ég „sigh“ í bæinn í haust ef ég fæ inngöngu í Söng- skólann en ég er ekki búin að fá svar enn þá.“ Þegar Kristjana er spurð hvers vegna hún „sigli“ ekki frekar th útlanda svarar hún í uppgjafartón: „Mig vant- ar sjálfstraustið hans Kristjáns Jó- hannssonar. Það þarf ekki hvað síst að vera með. Söngkennarar reyna að koma sjálfstraustinu inn hjá mfanni. í þessum bransa þarf maður að vera viss um eigið ágæti. Þjóðveijablóðið í mér gefur mér þetta sjálfstraust á neyðarstundum,“ segir Kristjana og þegar ég spurði hvort hún væri góð söngkona leit hún á mig undrandi og endurtók spurninguna. „Ég veit það ekki,“ svarar hún. „ Þegar ég er að syngja legg ég mig fram því mér finnst ég vera að syngja hstinni th dýrðar. Aðrir verða að dæma hvort ég er góð eða slæm,“ segir söngkonan hæversk en hún var hæst yfir skólann í vor. „Bara hún Kidda“ Hvaö skyldu bændurnir segja þeg- ar þeir koma meö kjúklingana sína á morgnana og sláturhússtjórinn og söngkonan tekur á móti þeim? „Þeir segja: „Þetta er bara hún Kidda." Ann- ars spyrja þeir mig oft hvort ég syngi fyrir kjúklingana." Kristjana hefur það starf með höndum, fyrir utan að sjá um bókhald fyrirtækisins, að klippa kjúklingana á háls. „Mér fannst þetta voðalegt fyrst en það venst,“ seg- ir sláturhússtjórinn, söngkonan og bóndakonan og féllst á að hleypa hest- unum sínum út fyrir myndatöku og afrakstur þess má sjá hér. Vonandi hefur bóndakonunni ekki orðið skota- skuld úr því að setja þá inn aftur en venjulega er hrossunum ekki hleypt út nema um helgar þegar karlmenn- irnir koma heim. ELA Fyrir utan Hraunhóla er lítill „pottur" sem óspart er notaður á góðviðrisdögum. Hér er Kristjana og dóttirin Eva Björk sem er 4ra ára. DV-myndir KAE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.